Morgunblaðið - 30.08.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
17
Steingrímur sýnir í Eden
Hveragerði, 28. ágúst
SENN lídur að lokum málverkasýn-
ingar Steingríms Sigurðssonar list-
málara, sem opnuð var 20. ágúst sl. í
Eden í Hveragerði að viðstöddum
fjölda gesta, sem kom víða af iand-
inu til að samfagna Steingrími með
þessa 58. einkasýningu hans. Viðf-
angsefnið er einkum sótt á Suður-
nesin, má þarna sjá myndir Ld. frá
Höfnum, Vogum, Garðskaga, Njarð-
víkum og Vatnsleysuströnd.
Ég skrapp út i Eden í gær til að
hitta listamanninn og sjá sýning-
una, var Steingrímur að vanda
hress og kátur og bað ég hann að
segja mér eitthvað af þessum
viðburði, sagði hann svo frá: „Ég
varð fyrstur manna til að sýna hér
í Eden, árið 1974, þá bjó ég í Roð-
gúl á Stokkseyri. Þetta er mín 9.
sýning í Eden, en 58. einkasýning
mín heima og erlendis.
Ég kalla þetta afmælissýningu,
af ástæðum sem ég tilgreini ekki
nánar. Er hún tileinkuð Suður-
nesjunum og er meirihluti mynd-
anna þaðan unninn í olíu.
Ég mun að venju hafa hér eina
uppákomu. Skólameistari mennta-
skólans á Akureyri, Tryggvi Gísla-
son, kom suður heiöar með gríð-
arstórt málverk eftir mig, sem ég
vann fyrir norðan veturinn 1983.
Heitir myndin: „M.a. í vetrarbún-
ingi“, en tilefnið var 40 ára stúd-
entsafmæli mitt.
Skenkti ég skólanum þessa
mynd þá um vorið, en dregist
hafði úr hömlu að ramma hana
inn, en nú í vikunni verður því
verki lokið, af henni Renötu vin-
konu minni og verður myndin til
sýnis hér í Eden síðustu daga sýn-
ingarinnar.
Þessi mynd átti sér nokkra
sögu, eins og nokkrir vinir minir
vita, það tók langan tíma að vinna
hana, nær allan tímann bjó ég í
húsi kaþólskra á Syðri-Brekkunni,
steinsnar frá mótívinu. Já, það fór
Sleingrímur meó verkin sín.
mikill tími í þetta verk, enda getur
maður verið lengi að gera yfirbót.
Það er mikil vinna og sjálfsögun
að stunda listina.
Ég hef nú fundið mér nýtt
lífsmynstur, nýja líflínu og er
mjög ánægður maður í dag.
Aðsókn að sýningunni hefur
verið mikil og salan góð. Henni
lýkur kl. 23.30 mánudaginn 2.
september.
Að lokum vil ég senda öllum
þeim sem komið hafa á sýninguna
og munu koma, kærar kveðjur og
þakkir fyrir komuna."
Hið nýja lífsviðhorf Steingríms
lýsir sér best í verkum hans, yfir
þeim er ró og friður hins sátta
manns. Ég hef séð allar sýningar
Steingríms hér í Hveragerði og
finnst mér þessi bera langt af
þeim öllum.
Steingrímur mun hafa átt sex-
tugsafmæli á þessu ári og óska ég
honum til hamingju með það og
þessa fallegu sýningu. sigrún
Langarþígíeí
Það erSmáM'
SmáMál er gómsæt og hressandi
nýjung frá MS sem þú getur notíð við
stærstu sem minnstu tækifæri.
Hvort sem þú vílt SmáMál með
jarðarberjabragði eða vanillubragði
þá er það ekkert stórmál.
K«»bOIm. Or».
SmáMál
-ljúffengasta málið í dag.
1
ragoi
nnris"
\ jarðarberjabragði
50ARA
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
Heinrlch Heine 17. sept.
Bakkafoss 1. okt.
Vessel 15. okt.
Bakkafoss 29. okt.
NEW YORK
Heinrich 16. sept.
Bakkafoss 30. sept.
Vessel 14. okt.
Bakkafoss 28. okt.
HALIFAX
Bakkafoss 4. okt.
Bakkafoss 1. nóv.
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Eyrarfoss 1. sept.
Alafoss 8. sept.
Eyrarfoss 15. sept.
Alafoss 22. sept.
FELIX8TOWE
Eyrarfoss 2. sept.
Alafoss 9. sept.
Eyrarfoss 16. sept.
Alafoss 23. sept.
ANTWERPEN
Eyrarfoss 3. sept.
Alafoss 10. sept.
Eyrarfoss 17. sept.
Alafoss 24. sept.
ROTTERDAM
Eyrarfoss 4. sept.
Alafoss 11. sept.
Eyrarfoss 18. sept.
Alafoss 25. sept.
HAMBORG
Eyrarfoss 5. sept.
Alafoss 12. sept.
Eyrarfoss 19. sept.
Alatoss 26. sept.
GARSTON
Fjallfoss 9. sept.
Fjallfoss 23. sept.
AVEIRO
Skeiösfoss 2. sept.
Lisaabon
Skeiösfoss 5. sept.
PINETAR
Skeiösfoss 9. sept.
NORDURLÖND/
EYSTRASALT
BEROEN
Reykjafoss 1. sept.
Skógafoss 8. sept.
Reykjatoss 15. sept.
Skógafoss 22. sept.
KRI8TIAN8AND
Reykjafoss 2. sept.
Skógafoss 9 sept.
Reykjafoss 16. sept.
Skógafoss 23. sept.
MOSS
Reykjafoss 3. sept.
Skógafoss 10. sept.
Reykjafoss 17. sept.
Skógafoss 24. sept.
HORSENS
Reykjafoss 6. sept.
Reykjafoss 20. sept.
GAUTABORG
Reykjafoss 4. sept.
Skógafoss 11. sept.
Reykjafoss 18. sept.
Skógafoss 25. sept.
KAUPMANNAHÖFN
Reykjafoss 5. sept.
Skógafoss 12. sept.
Reykjafoss 19. sept.
Skógafoss 26. sept.
HELSINGBORG
Reykjafoss 5. sept.
Skógafoss 13. sept.
Reykjafoss 19. sept.
Skógafoss 27. sept.
HELSINKI
Lagarfoss 5. sept.
GDYNIA
Lagarfoss 10. sept.
ÞÓRSHÖFN
Skógafoss 6. sept.
Skógafoss 20. sept.
KOTKA
Lagarfoss 1. sept.
LENINGRAD
Lagarfoss 3. sept.
umeA
Lagarfoss 7. sept.
RIGA
Lagarfoss 9. sept.
EIMSKIP
Pósthússtræti 2.
Sími: 27100