Morgunblaðið - 30.08.1985, Page 19

Morgunblaðið - 30.08.1985, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST1985 19 „Krossnefur veld- ur stórtjóni“ - eftir Gísla Jónsson 1. Þau orð, sem ég hef sett yfir þessa grein, eru forsíðufyrirsögn í Þjóðviljanum 8. ágúst síðastliðinn. Kemur í ljós við frékari lestur að krossnefur er fugl „austan úr Rússía" og „herjar á lerkifræ í Hallormsstaðaskógi". Þessi fyrir- sögn var í Þjóðviljanum þanin yfir fimm dálka með kolsvörtu styrj- aldarletri. Ekki er furða, þótt Adda Bára frænka mín segi í blað- inu sínu fáum dögum síðar, að hún fái ekki annað séð en að Þjóðvilj- inn sé á þessu sumri að breyta sér í allsherjar póstkassa. Þessa dagana, sem krossnefur- inn þenur sig yfir forsíðu Þjóðvilj- ans, eru þeir launþegar á íslandi sem vilja vera heiðarlegir og dug- legir - eða neyðast til að vera það - margir hverjir að kikna undan beinum sköttum. Ég er óteljandi sinnum búinn að skrifa og tala um þetta efni. Má ég bara taka eitt einasta dæmi núna til þess að misbjóða ekki lesendum með end- urtekningum og málalengingum. Kunningi minn, í stöðu sem er talin þokkaleg, fær frá ágústbyrj- un til áramóta rösklega sex þúsund krónur á mánuði, þegar skattahít- in hefur gleypt sitt. Þessi maður hefur að vísu ekki fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá. En ég held ég þurfi ekki að reikna þetta dæmi frekar. Þótt hann væri einn síns liðs og skuldlaus - sem hann er hvorugt - lifði hann ekki af sex þúsund krónum á mánuði. Enn verri dæmi eru því miður til. Á sama tíma flykkjast í munaðarferðir til út- landa menn sem ekki þurfa að borga teljandi beina skatta, ýmist af því að þeim helst uppi að svíkja skatt, eða þá af því að skattalög ná ekki til þeirra. Minna mætti á t.d. að sparifé er skattfrjálst að lögum. Ekki miklu fyrr en fuglinn krossnefur flaug á síðum Þjóðvilj- ans, voru Staksteinar hér í Morg- unblaðinu um tannlækningar, ekki einu sinni laun og skattgreiðslur tannlækna, heldur um tannlækn- ingar sem slíkar. Og blaðið að öðru leyti um þessar mundir lagt undir myndir og frásagnir af hesta- mannamótum og sambærilegt dót. Forystugreinin 14. ágúst, heill langur leiðari, var um litinn á strætisvögnum Reykjavíkur, að því er virðist ekki skrifaður í gamni. Veit ég vel að Morgun- blaðið er blað allra landsmanna, en ég hélt þá líka okkar sem höfum áhuga á stjórnmálum. Ég spyr nú líkt og Adda Bára: 1 hvað eru blöðin að breyta sér á þessu sumri? Eg skal þó viðurkenna að hafa lesið frá fyrra hluta þessa mánaðar ágæta grein í DV eftir Ellert Schram um skattaranglætið gagn- vart launþegum (og reyndar líka um vanda húsbyggjenda eftir Magnús Jónsson veðurfræðing). 2. Á skrifaraárum mínum á alþingi reyndi Gísli Jónsson þingmaður Barðstrendinga nokkrum sinnum að koma til leiðar róttækum breyt- ingum á skattalögum. Hann gekk hreinast til verks 1951 og flutti þá frumvarp til laga sem m.a. fól í sér afnám tekjuskatts. Þetta þótti undarlegt frumvarp. Það fékk Hannibal Valdimarssyni andúðar, Páli Zóphóníassyni hryggðar og Gísli Jónsson Ástandið núna er lognið á undan storminum. Ef ekki verður við brugðist, bæði skjótt og sköru- lega, til hagsbóta fyrir launþega á íslandi, í skattamáium og hús- næðismálum umfram allt annað, brestur rokið á og feykir burtu laun- þegafylgi Sjálfstæðis- flokksins, og „valda þá krossnefnir stórtjóni“.“ Karli Kristjánssyni skemmtunar. Hann sagði oftar en einu sinni að málið væri „skemmtileg fjar- stæða“. Rétt áður en frumvarpið var fellt, sagði Karl: „Málið er sjálfdautt, og engin ástæða til þess að halda langar ræður og níðast á takmörkuðum tíma deildarinnar með umræðum um dauðan hlut, þótt skrýtinn sé og skemmtilegur - og skapara sínum harmdauði." Enginn sjálfstæðismaður lagði nafna minum þá lið á þingi, enda var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn- arsamvinnu við Framsóknarflokk- inn. Frumvarpið um afnám tekju- skatts var fellt með 8 atkvæðum gegn 1 og komst því ekki út úr efri deild, þar sem það var flutt. Skylt er mér að geta þess, að flokksbræður mínir á alþingi hafa bætt fyrir þetta síðar, en hvergi nærri nógu mikið. Fjölgar þeim þó sífellt sem í orði viðurkenna ranglæti stighækkandi launa- tekjuskatts við þær aðstæður sem við þekkjum. Hitt er rétt að muna og viðurkenna, að hlutdeild beinna skatta í tekjuöflun ríkisins hefur minnkað að mun frá því um 1951. 3. Kannski heldur ríkisstjórn ís- lands, sú sem nú situr, að hún sé tiltölulega vinsæl þessa dagana, af því að skoðanakannanir benda til þess að hún hafi nokkurn meiri- hluta þjóðarinnar með sér. Ekki segja þær niðurstöður alla sögu. Hvergi rekst ég á þennan meiri- hluta stjórnarsinna á förnum vegi, enda hefur ríkisstjórnin sárlega vanrækt að hafa frumkvæði að góð- um málum, svo sem afnámi tekju- skatts (eða a.m.k. stórfelldri lækk- un hans) og skjótvirkum úrbótum í húsnæðismálum. Hún sýnist miklu fremur enn ætla sér að hafa þessi mikilvægu mál að verslunar- vöru í kjarasamningum. Skyldi rlk- isstjórnin ekki hafa staðið betur að vígi í síðustu viðureign sinni við BSRB, ef húr. hefði verið búin að fá meirihluta sinn á alþingi til þess að lögfesta verulegar umbæt- ur í málefnum húsbyggjenda og afnema skattaranglætið? Skýringin á fylgi ríkisstjórnar- innar í skoðanakönnunum er ekki sú, að ég hygg, að fólki þyki stjórn- in standa sig vel, heldur hin, að menn telja ekki völ á öðru betra, meðan skipan alþingis er óbreytt. Þetta er nokkurs konar hræðslu- bandalag meirihluta þjóðarinnar af ótta við eitthvað verra, ef þessi rkisstjórn færi frá. Þó að ég hafi dregið mig frá víglinu stjórnmálanna, er ég hvorki hættur að hugsa né finna til „í stormum minnar tíðar“. Mig langar því, sem óbreyttur liðsmað- ur í Sjálfstæðisflokknum og laun- þegi að atvinnu, að beina því til forystumanna flokksins að þeir gaumgæfi, hvort ekki sé rétt að slíta stjórnarsamvinnunni við Framsóknarflokkinn við fyrsta tækifæri. Framsóknarflokkurinn er erfðaandstæðingur okkar sjálf- stæðismanna og verður seint samstarfsheill til varanlegrar far- sældar. Hvernig væri svo að taka höndum saman við öfl sem hafa mættu vilja og dug til að afnema launatekjuskatt og rétta myndar- lega hlut húsbyggjenda? Það mun því miður trauðla geta gerst með Steingrím í forsæti og Álexander í herrasæti félagsmála: Ástandið núna er lognið á undan storminum. Ef ekki verður við brugðist, bæði skjótt og skörulega, til hagsbóta fyrir launþega á ls- landi, í skattamálum og húsnæðis- málum umfram allt annað, brestur rokið á og feykir burtu launþega- fylgi Sjálfstæðisflokksins, og „valda þá krossnefir stórtjóni" ekki þeir krossnefir sem flognir eru frá Rússlandi í austanáttinni og bíta fræ í skógi, heldur okkar eigin krossnefir í líki skattarang- lætis og eignaupptöku. Krossnef- irnir í Hallormsstaðaskógi blikna við þann samanburð, hversu stór- fleygir sem þeir gerast á síðum Þjóðviljans. 22.08/85 G.J. Höíundur er menntaskólakennari í Akureyri F ullar y er slanir af góðum tækifærum!! OpiðtUkl.21 í Mjóddinni-™ AUSTURSTRÆT117 — STARMÝRI 2 STÖRMARKAÐUR MJÖDDINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.