Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
í stuttu máli
Liechtenstein:
Opnar sendi-
ráð í Róm
Vaduz, Liechtenstein, 29. igú«t. AP.
YFIRVÖLD í Vatíkaninu og
smáríkinu Liechtenstein, til-
kynntu í gær að fyrirhugað væri
að taka upp stjórnmálasam-
band milli ríkjanna.
Stjórnvöld í Sviss hafa yfir-
leitt séð um allt er lýtur að
stjórnmálasamböndum við
önnur lönd, fyrir hönd
Liechtenstein, en Sviss hefur
þó ekki tekið upp slíkt sam-
band við Vatíkanið.
Páfi er vaentanlegur í
opinbera heimsókn til Liecht-
enstein eftir 11 daga, en ekki
hefur verið tilkynnt hvenær
ríkin skiptast á stjórnarer-
indrekum.
Fundu múm-
íur í Chile
London, 29. ágúst. AP.
BRESKIR leiðangursmenn og
vísindamenn frí Chile hafa
fundið 25 vel varðveittar múmí-
ur í Atacama-eyðimörkinni (
Chile.
Múmíurnar fundust í forn-
um grafreiti indíána í eyði-
mörkinni og töldu vísinda-
mennirnir að þær hefðu varð-
veist í um 1.500 ár. Líkin
höfðu verið sveipuð húðum af
lama-dýrum og látin snúa í
átt að eldfjalli, sem indíánar
sem þar bjuggu töldu heilagt.
Talið er múmíurnar hafi
varðveist svona vel vegna
hins þurra loftlags í eyði-
mörkinni. Múmínurnar verða
geymdar á safni í Chile.
Fjársvik
í Kína
Peking, 29. ífúsL AP.
UPPVIST hefur verið um stór-
felldan fjárdrátt, skattsvik og
umframeyðslu hjá starfs-
mönnum á opinberu endur-
skoðendaskrifstofunni í Kína,
en stofnunin var sett á fót fyrir
tveimur árum.
Fjársvikin nema sem svar-
ar um 1,6 milljörðum Banda-
ríkjadollara og hefur verið
hafin nákvæm rannsókn á
24.000 reikningum sem endur-
skoðendunum var ætlað að
fjalla um. Hagnaður stofnun-
arinnar á þessu ári var áæt-
laður sem svarar 120.000 doll-
urum, en þess í stað nam halli
á rekstri stofnunarinnar um
324,000 dollurum.
Banki
sektaður
San Francúco, 29. ágúst. AP.
CROCKER-bankanum í San
Francisco, hefur nú verið gert
að greiða um 2,25 milljónir dala
í sekt fyrir að tilkynna ekki um
mikil gjaldeyrisviðskipti, aðal-
lega við sex banka í Hong
Kong.
Á undanförnum fjórum ár-
um hefur bankinn ekki til-
kynnt um 7.800 færslur sem
námu samtals um fjórum
milljörðum dala. Talsmaður
bankans sagði að einungis
hefði verið um mistök að
ræða og forráðamenn bank-
ans hefðu enga ástæðu til að
ætla annað en að gjaldeyris-
viðskiptin hefðu verið með
eðlilegu móti.
Norður-írland:
IRA-menn gerast
verðir laga og reglu
Vilja útrýma smáglæpamönnum
London, 29. áfníst.
ÍRSKU hryðjuverkasamtökin IRA eru um þessar mundir að tygja sig til að
gerast verðir laga og reglu í Ulster-héraði. Smáglæpamönnum f Belfast hefur
verið gert skiljanlegt, að þeim sé hollast að yfirgefa borgina ásamt þýi sínu,
vilji þeir lífi halda.
Allmörgum „athafnamönnum" í
gróskumiklum undirheimum
Norður-írlands hefur verið leitt
fyrir sjónir, að þeir eigi á hættu að
týna engu fyrr en lífinu, hypji þeir
sig ekki úr borginni, að því fram
kemur í breska blaðinu The Guard-
ian.
Fréttaritari blaðsins í Belfast
bætir við, að hryðjuverkasamtökin
hafi birt lista yfir innbrot, rán og
yfirhylmingar, sem þau eigna
nafngreindum „andfélagslegum að-
ilum". „Þessir aðilar," segir í at-
hugasemd IRA, „eru fjendur okkar
ekki síður en Bretarnir og lögregl-
an, og þeir verða meðhöndlaðir
samkvæmt því.“
Þá hafa samtökin skipað svo
fyrir, að veitingahúsi einu í Belfast
verði lokað. Hefur viðskiptavinum
þess verið tilkynnt, að ekki verði
unnt að ábyrgjast öryggi þeirra,
haldi þeir áfram að venja komur
sínar á þennan stað.
Hótanirnar teknar alvarlega
„Það kann að virðast mótsagna-
kennt,“ segir fréttaritari The
Guardian, „að IRA skuli skuli taka
sér fyrir hendur að þjarma að
þeim, sem samtökin álíta glæpa-
menn, en það er ekki minnsti vafi
á, að hótanirnar verða teknar al-
varlega.“ Samkvæmt því sem The
Times segir, eru margir smáglæpa-
menn þegar farnir frá Belfast.
Hryðjuverkamenn IKA-samtakanna, sem staðið hafa að morðum, limlesting-
um og misþyrmingum á þúsundum manna, ætla nú að gerast verðir laga og
reglu.
Fallhlífarstökkvari kvik-
myndaði banastökk sitt
Osló, 28. ágúst Frá fréttaritara Morgunbladsins.
FINNSKUR fallhlífarstökkvari, Jari Myttinen, beið bana er hann reyndi að
stökkva fram af Tröllavegg í Romsdal í gærkvöldi og svífa til jarðar í fall-
hlíf. Segja má að Myttinen hafi kvikmyndað eigið andlát, því tökuvél fyrir
myndband var fest við hjálm, sem hann bar á höfði, og tók hún hrapið upp
á band.
Myttinen náði aldrei tökum á
fallhlífinni, því strengirnir flækt-
ust er hún opnaðist. Slóst hann
utan í þverhníptan klettavegginn,
sem er 1.000 metrar á hæð, og
hrapaði síðan nokkur hundruð
metra niður í grjóturð. Sænskur
fallhlífarstökkvari beið bana með
sama hætti við Tröllavegg í síðustu
viku, og kunnur bandarískur
stökkvari í fyrra.
Myttinen var í hópi 9 Finna, sem
ætluðu að taka mynd, sem nota átti
í áróðursskyni fyrir fallhlífarstökki
fram af bjargbrún. í hópnum var
Jorma Öster, Finninn sem fyrstur
stökk fram af Tröllavegg fyrir
nokkrum árum og hleypti af stað
stökkæði, sem kennt er við bjargið
þverhnípta. Tveir stökkvarar
stukku á undan Myttinen og gekk
þeim vel.
Myttinen var 32 ára gamall og
reyndi stökk fram af Tröllaveggn-
um fyrsta sinni. Á bjargbrúninni
fylgdist unnusta hans með bana-
stökkinu. Norska fallhlífarsam-
bandið hefur bannað félögum sín-
um að stökkva fram af Tröllavegg.
Stökk fram af veggnum hefur í för
með sér útskúfun úr sambandinu.
Nokkrir Norðmenn munu hafa
laumast til að stökkva fram af
bjarginu. Norsk yfirvöid hafa ekki
lagt bann við tiltækinu, en uppi eru
raddir um að hið opinbera ætti að
skerast í leikinn.
Harðnandi kosninga
barátta í Svíþjóð
eftir Pétur Pétursson
ÞAÐ ER athyglisvert við kosninga-
baráttuna hér í Svíþjóð, sem nú er í
fullum gangi, að þau raál sem fyrir
nokkrum mánuðum virtust ætla að
verða aðalmálin hafa í raun og veru
ekki orðið nein sérstök hitamál. Hér
er ura að ræða launþegasjóðina og
stefnuna í utanríkismálum. Hvað
varðar fyrra málið eru menn nú
orðnir þreyttir á hinum stóru orðum
sem fallið hafa enda hafa þeir ekki
reynst sú ógn gegn markaðsöflunum
og ýmsir óttuðust og ekki hefur Sví-
þjóð færst til muna í átt til kommún-
isma fyrir tilkomu þeirra. Hin stóru
orð og ásakanir á víxl milli sósíal-
demókrata og móderata varðandi
utanríkismál, sem undanfarin ár
hafa einkennt stjórnmálaumræðuna
hafa hjaðnað að mun. Ástæðan er
ábyggilega sú að í raun og veru eru
allir flokkarnir sammála um grund-
vallaratriði hlutleysisstefnunnar.
Umhverfisverndarmál og skattamál
eru engu að síður aðalmál þessara
kosninga en hin tvö áðurnefndu.
Miðflokkarnir falla
í skuggann
Miðflokkarnir hafa nokkuð fall-
ið í skuggann í þessari kosninga-
baráttu a.m.k. það sem af er. Höf-
uðandstæðingarnir eru móderat-
ar, yst til hægri af borgaraflokk-
unum, og svo jafnaðarmenn, sem
sitja einir ( stjórn, en hafa notið
stuðnings kommúnista í vissum
málum. Móderataflokkurinn er
langstærstur af borgaraflokkun-
um, fékk tæp 24% atkvæða í sein-
ustu kosningum og skoðanakann-
anir sýna að flokknum hefur stöð-
ugt verið að aukast fylgi — í júní
hafði hann um 30% fylgi, enda er
formaður flokksins, Ulf Adelsohn,
glaðbeittur og fer geist í þessari
kosningabaráttu. Hann talar um
nauðsyn þess að kollvarpa öllu
hinu sósíalíska kerfi sem jafnað-
armenn hafi byggt upp og sé nú að
leggja efnahag landsins í rúst og
eyðileggja vinnugleði og sjálfs-
bjargarviðleitni einstaklinganna.
Vígorð hans er „Kerfisbreyting"
(systemskifte). Hann undirstrikar
stefnu sína með sláandi dæmum
og smá uppákomum sem fjölmiðl-
ar taka fegins hendi og gefur þetta
honum óneitanlega forskot um-
fram hina borgaraflokkana, sem
vilja „halda í“ ýmislegt af því sem
sósíaldemókratar hafa byggt upp
á sínum langa ferli í stjórn undan-
farna hálfa öld. Móderatar vilja
lækka skattana, minnka sam-
neyslu, hætta niðurgreiðslum og
skera niður styrkjakerfið. Þessi
pólarisering hefur í raun og veru
einnig komið sér vel fyrir sósíal-
demókrata sem fá nú tækifæri til
að bera stefnu sína saman við
uppáhaldsmótstöðuaðila sinn.
Þeir vilja slá vörð um velferðar-
ríkið og það öryggi sem félagsleg
þjónusta og samneysla veitir.
Sósíaldemókratar vilja sem sagt
„halda í það sem fyrir er“ en Mód-
erataflokkurinn vill róttækar
breytingar. Hin hefðbundnu for-
merki stjórnmálaflokka í íhald og
byltingarstefnu hafa hér snúist
við.
Borgaraflokkarnir
sundraðir innbyrðis
Eitt af aðaltrompum Olofs
Palme leiðtoga jafnaðarmanna í
þessari kosningabaráttu er að
borgaraflokkarnir séu svo sundr-
aðir innbyrðis að þeir geti ekki
myndað starfhæfa ríkisstjóm fái
þeir meirihluta að loknum kosn-
ingum. Hann tekur upp mörg
dæmi um þetta í ræðum sínum og
vitnar í þá samstarfserfiðleika
sem flokkarnir áttu í borgaralegu
samstjórnum á seinni hluta átt-
unda áratugarins. Möguleikarnir
á að þeir komi sér saman eru enn
minni nú segir Palme, þegar líkur
eru á þvi að Kristilegir demókrat-
ar komi mönnum á þing vegna
kosningabandalags þess er þeir
hafa gert við Miðflokkinn. Þá
verði það fjórir flokksleiðtogar
sem þurfi að koma sér saman, en
áður voru það bara þrír, segir
Þeir Olof Palme (til vinstri) og Ulf Adelsohn setja hvað mestan svip á sænsku kosningabaráttuna nú. Sá sfðarnefndi
hefur verið mjög glaðbeittur í ræðum sínum að undanförnu, enda sýna skoðanakannanir, að flokki hans, Móderata-
flokknum, hefur stöðugt verið að aukast fylgi. Hann fékk 24% í síðustu kosningum, en skoðanakannanir í júní sl.
sýndu, að nú nýtur hann stuðnings um 30% kjósenda.