Morgunblaðið - 30.08.1985, Side 24

Morgunblaðið - 30.08.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Vandamál þings og þjóðar Sumarið er senn á enda og þar með þinghlé, sem lands- feður taka sér yfir hlýjasta tíma ársins. Alþingi kemur saman til starfa fyrir miðjan októbermán- uð næstkomandi. Væntanlega hafa bæði stjórn og stjórnar- andstaða notað þinghléið vel til að undirbyggja málefnalegar og marktækar tillögur í helztu vanda- og viðfangsefnum ríkis- og þjóðarbúskapar næstu miss- erin. Ef að líkum lætur verður frumvarp til fjárlaga 1986 fyrsta stjórnarfrumvarpið, sem fram kemur í þinginu. Fastlega má gera ráð fyrir að fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun fyrir komandi ár fylgi fjárlagafrum- varpinu — og jafnvel efnahags- áætlun til næstu framtíðar. Gangi þetta eftir spanna þessi tengdu þingmál stefnumörkun, af hálfu stjórnarflokka og ríkis- stjórnar, í höfuðþáttum þjóð- málanna. Líkur eru á verulegum fjár- lagahalla 1985, þrátt fyrir um- talsverðan niðurskurð víða í ríkisbúskapnum, í kjölfar afla- samdráttar og rýrða þjóðar- tekna næstliðin ár. Orsök hall- ans er margþætt. Nefna má: • í fyrsta lagi hefur verið and- æft gegn vaxandi viðskiptahalla við útlönd, en viðskiptahallinn var nýttur sem tekjustofn af fyrri ríkisstjórnum. Innflutn- ingur á liðnum árum, langt um- fram útflutning, gaf ríkissjóði drjúgar tekjur í tollum og aðflutningsgjöldum. • í annan staö hafa fjármunir, sem áður sögðu til sín í eyðslu- eftirspurn og viðskiptahalla, komið fram í innlendum sparn- aði, í ríkari mæli en áður. Þetta er heilbrigð þróun. Þeim mun meiri sem innlendur peninga- sparnaður verður þeim mun óháðara verður íslenzkt at- vinnulíf erlendu fjármagni. Fjármunir eru vinnutæki at- vinnuvega. Greiðslubyrðin, þ.e. leigan fyrir hið erlenda fjár- magn, er óheyrilega mikil, m.a. vegna ónógs innlends sparnaðar. Hún rýrir almenn lífskjör. — Þessi sparnaður hefur hinsvegar rýrt eyðsluskatta ríkissjóðs. Enginn vafi er á því að fleiri ávöxtunarleiðir og betri ávöxt- unarkjör sparenda eiga drýgsta þáttinn í nýtilkominni innlendri sparifjármyndun. • I þriðja lagi kom fyrsti áfangi niðurfellingar tekjuskatts á venjulegar vinnutekjur til fram- kvæmda í ár. Henni verður væntanlega fram haldið, unz ríkisstjórnin hefur staðið við gefin heit. Alþingi og ríkisstjórn standa frammi fyrir miklum vanda, varðandi fjárlagagerð. Þrír kostir eru fyrir hendi: 1) frekari niðurskurður í ríkisbúskapnum, 2) viðbótarskattheimta, 3) tíma- bundinn halli á ríkisbúskapnum meðan þjóðin vinnur sig út úr mesta vandanum. Líklegt er að allar þessar leiðir verði farnar, samtímis, þó tvær hinar síðast- nefndu séu neyðarbrauð og gangi í raun á fyrri stefnumörk- un stjórnarflokkanna. Þeirrar stefnumörkunar stjórnarinnar, sem birtizt í frumvarpi að fjárlögum, láns- fjáráætlun og efnahagsáætlun, er beðið með óþreyju. Þessi stefnumörkun hefur ekki aðeins leiðandi áhrif á flest það, sem varðar almenningshag í landinu, heldur einnig á vegferð og vin- sældir ríkisstjórnarinnar og raunar á komandi þingkosn- ingar, sem færast nær. Það er fleira en staða ríkis- sjóðs sem leitar á hug fólks síð- ustu vikur þinghlés. Staða at- vinnuveganna, ekki sízt fram- leiðsluatvinnuveganna, er ofar- lega í hugum fólks, sem og verð- lags- og gengisþróun. Fólk spyr gjarnan: Leiðir fallandi gengi dollarans til gengislækkunar krónunnar, umfram þau mörk sem stjórnin setti sér? Verður sá árangur, sem náðist í niður- færslu verðbólgu úr 130% í 20—30%, fyrir frumkvæði ríkis- stjórnarinnar en með ærnum fórnum almennings, varanlegur — eða vóru fórnirnar færðar til lítils? Vandamálin, sem við er að glíma, eru ekki aðeins vandamál komandi þings. Þau eru fyrst og síðast vandamál þjóðarinnar. Vonandi tekst sem víðtækust þjóðarsamstaða um að leysa þau farsællega. Neikvætt nöldur jóðin bíður jafnt úrræða stjórnarandstöðu sem ríkis- stjórnar í helztu sameiginlegum vandamálum. Það er fyrst og fremst hlutverk stjórnarand- stöðu að bjóða fram marktæk, málefnaleg úrræði af þessu tagi — sem annan valkost við hlið þeirra úrræða, sem ríkisstjórn setur fram. Litlar sögur fara af því að stjórnarandstaðan vinni að slík- um úrræðum. Hún hyggst frem- ur horfa um öxl en fram á veg- inn; fremur tíunda neikvætt nöldur en jákvæð viðhorf og úr- ræði. Fari sem horfir bregst stjórn- arandstaðan þingræðishlutverki sínu. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 25 Tom Lunn hefur veríð umboðsmaður Coldwater í 27 án Sumir aka hundruð mflna til að fá ahnennilegan físk Fiskskortur getur opnað markaðinn fyrir samkeppni ÍSLENSK fyrirtæki á erlendri grund eru ekki ýkja mörg en þau sem hafa haldið velli eru mikils metin sakir vöruvöndunar og lip- urrar þjónustu. Eitt þessara fyrir- tækja er Coldwater Seafood Corp- oration í Bandaríkjunum sem í tæp fjörutíu ár hefur boðið þar- lendum upp á íslenskt fiskmeti í ýmsum myndum og á hverjum degi snæða milljónir Bandaríkja manna afurðir félagsins. En það er Ijóst að gífurleg vinna liggur í markaðssetningu á mark- aði sem þessum þar sem árlega koma á markað ótalinn fjöldi nýrra rétta. Hlutverk umboðs- manns fyrirtækisins eða „broker" er því mikilvægt en þeir finna nýja viðskiptavini og sinna pöntunum þeirra eldri. Nú starfa fimmtíu slíkir víðs vegar um Bandaríkin. 4,5 milljónir punda af físki Tom Lunn hefur verið um- boðsmaður Coldwater í 27 ár og sinnir 43 sýslum í Tennesse og tíu í Suður-Kentucky. Alls eru íbúar þessa svæðis 900.000, sem þykir fámennt á ameríska vísu en þar seljast þó 4,5 milljónir punda af hvers konar fiskrétt- um árlega. „Ef við berum saman íbúafjölda og sölu okkar við stærri svæði, til að mynda Chigaco-svæðið með 18 milljónir íbúa eða í Georgíu- og Alabama- fylki þar sem búa 16 milljónir, þá höfum við vinninginn hvað fisksölu varðar," sagði Tom Lunn þegar blaðamaður hitti hann að máli fyrir stuttu. Og hann heldur áfram: „Áður en ég fór að selja fyrir Coldwater starfrækti ég mitt eigið frystifyrirtæki og kynntist þannig fjölda fólks sem starfar í frystiiðnaði, meðal annars Coldwater sem bá var að hefja starfsemi sína. Arið 1958 tók ég við af heldur slökum umboðs- manni fyrirtækisins sem hafði selt 10.000 pund af fiski á mán- uði og ég man greinilega að fyrsta sölukvittunin sem ég tók við hljóðaði upp á 182 dollara." Uppskriftir, fískréttir, bæklingar og búðir „Það var geysilegt átak að koma íslenska fisknum á mark- að í Bandaríkjunum á þessum árum, þegar hamborgarar og kók var aðalfæði þarlendra og hjá Coldwater störfuðu eitil- harðir framkvæmdastjórar. Meðal þeirra var Jón Gunnars- son, fyrsti forstjóri Coldwater. Ég kynntist honum ekki náið þar sem sölustarfið heima fyrir tók allan minn tíma og Jón var mikið á ferðinni milli fslands og Bandaríkjanna. En það er ljóst að hann var sérlega hagsýnn forstjóri og naskur að koma auga á góð viðskipti. Til að auka söluna á því svæði, sem ég sinnti, hófst geysileg söluherferð og við kynntum kaupmönnum, veitingastöðum, mötuneytum og öðrum sem höfðu með mat að gera það sem var á boðstólum. Búnar voru til uppskriftir, matseðlar, nýjar tegundir af tilbúnum fiskréttum og þannig tókst okkur að stækka markaðinn svo um munaði. Reyndar fer sölustarfið enn fram á þennan hátt, þótt sölu- mennirnir séu nú orðnir fleiri og matseld hafi breyst frá því sem áður var. Mikil áhersla er lögð á að kynna framleiðslu Coldwater á stórum vörusýningum þar sem vörurnar eiga greiðan aðgang að neytendunum. Sýningarbásnum breytum við í litla búð þar sem gestir og gangandi geta sma- kkað á nær óteljandi tegundum af fiskréttum og fengið hvers konar uppskriftir. Einnig leggjum við mikið upp úr því að fá að annast matseld- ina á ráðstefnum og leikum við þá eins konar gestgjafa. Ég eru í matargerð hvort sem þeir eru kokkar í veitingahúsum eða í mötuneytum. Þeir eru mjög kröfuharðir viðskiptavinir enda byggir afkoma þeirra á því að varan sem þeir eru að kaupa sé sú besta sem völ er á. Þeir með- höndla vöruna í maga viðskipta- vinarins og góð uppskrift og hráefni í höndunum á listakokki skilar sér margfalt betur en auglýsingar eða bæklingar, hversu ýtarlegir sem þeir reyn- ast.“ Fiskur til heilsubótar Lunn rifjar upp fleiri minn- ingar tengdar sölumennskunni fyrir Coldwater og ber saman ólíka afstöðu almennings til fiskneyslu fyrr og nú. „Ég held við í smásöluverslunum sem og veitingastöðum eða mötuneyt- um. En þessar eru ekki einustu ástæðurnar fyrir vinsældum fisksins." Betri matsölustaðir í mörgum fylkjum hafa sérhæft sig í fisk- réttum og eru nokkrir þeirra eingöngu með íslenska fiskrétti á boðstólum. Þar getur að líta margar mismunandi fiskteg- undir sem ekki sáust á borðum fyrir fáeinum árum svo sem kola, skötusel, heilagfiski, karfa og ufsa. Réttir dagsins eða „catch of the day“ eru oftast fiskur úr vötnunum í kring eða sem hefur verið flogið með ferskan frá íslandi eða annars staðar og hefur þessi flutn- ingsmáti aukið mjög hróður ís- lenska fisksins." Tom Lunn vnr f heimsókn á íslandi fyrir skömmu og var viótalið þá tekió. minnist sérstaklega einnar slíkrar ráðstefnu í Saint Louis. Prentað var boðskort sem af- hent var öllum þátttakendum og var þar boðað til kvöldverðar klukkan átta. Þegar leið á kvöld- ið var enn ekkert fararsnið á gestunum og kom þá í ljós að gleymst hafði að prenta hvenær hófinu lyki. Síðustu gestirnir hurfu á braut þegar tók aö roða af degi pakksaddir af íslenskum fiski.“ Góð uppskrift og listakokkur „Að mínu mati er það mun áhrifaríkari söluaðferð að kynna vöruna fyrir þeim sem að íslendingar geri sér litla grein fyrir hvað íslenski fiskur- inn er vinsæll meðal Banda- rikjamanna og hversu markað- urinn er opinn fyrir nýjungum á þessu sviði. Skýrslur lækna um leiðir til bættrar heilsu, rann- sóknir á kólesteróli í blóði, auk- inn áhugi almennings á heil- brigðu líferni, allt ber þetta að sama brunni, fólk á að borða meira fiskmeti. En fyrrgreind atriði myndu áorka litlu ef Bandaríkjamenn kynnu ekki að meta fiskbragðið. Það hefur sýnt sig, þrátt fyrir að pundið af íslenskum fiski sé nokkrum sentum hærra en býðst annars staðar, þá velja neytendur frek- ar þann íslenska. Þetta á jafnt Fiskskortur opn- ar markaðinn fyrir samkeppni Út frá þessu beinist talið að fiskútflutningi Islendinga, og ýmsum vanda honum tengdum. „Vinsælasta fisktegundin í Tennessee og Kentucky er fimm punda steinbítsflök og til þess liggja ýmsar ástæður. Hér er nokkuð veitt af steinbít í ám og vötnunum þó sú tegund sé ólík þeirri íslensku, en heimamenn kannast því vel við gripinn. í öðrum fylkjum seljast aðrar tegundir betur sem þar eru bet- ur þekktar. En svo við snúum okkar aftur að minu sölusvæði þá höfum við ekki haft nægan fisk síðastliðin fimmtán ár, til að sinna öllum pöntunum við- skiptavina okkar. Þessi skortur er mjög baga- legur fyrir okkur og opnar markaðinn fyrir samkeppni. Helstu keppinautar okkar, Norðmenn eða Kanadamenn sem eiga nægar birgðir, taka við viðskiptavinum okkar. Þeirra verð er alltaf nokkrum sentum undir okkar enda eru gæði fisks- ins lakari þegar hann hefur leg- ið í birgðageymslum um lengri eða skemmmri tíma. Einnig hef- ur það verið stefna bandarískra kaupsýslumanna síðustu árin að velta fjármunum sem hraðast og því er birgðamyndun talin mjög óæskileg. Þannig verða pantanir frá viðskiptavinum okkar sífellt minni sem gerir þeim erfiðara fyrir þegar skort- ir fisk. Það er einnig auðvelt að ímynda sér þann álitshnekki sem matsölustaður verður fyrir þegar aðalréttur hússins er ekki til í fleiri mánuði. Ég þekki dæmi þess að fastagestir sumra þeirra aki fleiri hundruð mílur til að fá almennilegan fisk að borða og eigendur staðanna leggja mikið á sig til að ná í glænýtt hráefni. En þegar ekki er um annað að velja grípa þeir til þess ráðs að kaupa fisk ann- ars staðar frá sem oftast er mun lakari en sá íslenski og veldur því að fyrrum ánægðir matar- gestir fara vonsviknir út og láta ekki sjá sig í bráð. En við töpum ekki viðskipta- vinum okkar svo glatt því það sem hingað til hefur bjargað ís- lenskum fiskréttum á markaðn- um eru gæði hráefnisins. Þeir sem hafa einu sinni keypt ís- lenskan fisk halda sér við hann og þeir sem kaupa fisk annars staðar þegar við getum ekki annast pantanirnar láta heyra i sér fljótt aftur.“ Bandarískar húsmæður elda besta físk í heimi Tom Lunn er ekki einasta um- boðsmaður Coldwater á þessum slóðum heldur sér hann um sölu á ýmiss konar frystum réttum fyrir stærstu matvælafyrirtæki Bandaríkjanna. „Eins og ég minntist á fyrr þá tók starfið allan minn tíma þegar ég var að byrja. En fyrir 11 árum endur- skipulagði ég viðskiptin og nú hefur sonur minn tekið við meg- inhluta umboðsfyrirtækisins. Hann hefur starfað með mér í rúmlega níu ár og þekkir orðið markaðinn mjög vel. í þessum viðskiptum næst enginn árang- ur nema fólk sé þrautþjálfað og í þau ár sem ég hef starfað fyrir Coldwater hef ég unnið 24 tíma á sólarhring. Ég hugsa, dreymi, et og vinn í þágu Coldwater. En allt þetta starf er ekki unnið fyrir gíg og velgengni fyrirtæk- isins kemur best í ljós þegar maður mætir hverri húsmóður- inni á fætur annarri sem lýsa því hátíðlega yfir að þær eldi einungis besta fisk í heimi fyrir fjölskyldu sína.“ Steinunn Þórarinsdóttir viö eitt verka sinna. „Sjaldgæft að fá að einbeita sér að listinni svo lengi í senn“ — segir Steinunn Þórarinsdóttir, myndhöggvari, sem hlaut starfslaun Reykjavíkurborgar STJÓRN Kjarvalsstaöa samþykkti á fundi sínum í vikunni aó Steinunn Þórarinsdóttir, myndhöggvari, skyldi hljóta starfslaun Reykjavík- urborgar næsta ár. Alls bárust 15 umsóknir um starfslaunin, sem sam- svara launum menntaskólakennara og koma til fyrstu greiöslu 1. des- ember nk. „Ég bjóst ekki við að fá þessi laun, en þau eru mér mjög mikils virði,“ sagði Steinunn Þórarins- dóttir í stuttu spjalli við Morgun- blaðið í gær. „Það er sjaldgæft að maður geti leyft sér að vinna í svona langan tima samfleytt og einbeitt sér að listinni án þess að verða að fara út á vinnumarkað- inn til að afla sér lífsviðurværis." Steinunn Þórarinsdóttir var við listnám í Englandi árin 1974 til 1979, er hún lauk BA-prófi frá Portsmouth Polytechnic og var ár- ið eftir gestastúdent við listahá- skólann í Bologna á Ítalíu. Stein- unn hefur kennt tvö misseri við myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskólans. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, á Is- landi og erlendis, og haldið fjórar einkasýningar, þá síðustu í List- munahúsinu í fyrra. „Ég ætla að nota starfslaunin til þess að undirbúa einkasýningu, sem ég held væntanlega á Kjar- valsstöðum í lok næsta árs,“ sagði Steinunn. En þessa dagana vinnur hún að leikmynd fyrir leikgerð af Reykjavíkursögum Ástu Sigurð- ardóttur, sem Helga Bachmann er að setja upp í kjallara kvenna^ hússins að Vesturgötu 3 og verður frumsýnd í kringum 20. september nk. „Þegar því er lokið ætla ég að einbeita mér að því að vinna sjálfstætt," sagði Steinunn að lok- um. Grænlenska sendinefndin, Josef Motzfeldt annar frá vinstri I fremri röö. MorgunbiaftiJ/Þorkell Grænlandsflug færir ut kviarnar: í Áætlunarflug milli Nuuk og Reykjavíkur TIL GREINA kemur að Grænlands- flug sjái um vikulegar áætlunarferö- ir milli Nuuk og Reykjavíkur og ef loftferðasamningar takast er gert ráö fyrir að sú áætlun geti hafíst í byrjun nóvember. Undanfariö hafa viðræður átt sér stað milli Flugleiða, Helga Jónssonar og grænlensku sendinefndarinnar sem hefur veriö hér á landi undanfarna daga til aö ræöa samgöngu- og viöskiptamál milli landanna. Formaður sendinefndarinnar Josef Motzfeldt sem fer með við- skipta og samgöngumál I græn- lensku heimastjórninni sagði i samtali við blaðið að hann væri ánægður með árangur ferðarinnar hingað. Hann sagðist vona að Grænlendingar gætu notfært sér reynslu íslendinga varðandi milli- ríkjaverslun er þeir tækju alfarið við stjórn þeirra mála úr höndum Dana þann 1. janúar á næsta ári. I sendinefndinni voru ásamt Motzfeld fulltrúar viðskipta-, mennta- og samgöngumála. Grænlandsflug hefur hingað til séð um innanlandsflug f Græn- landi en auk þess flogið áætlunar- flug til Kanada. \ Motzfeld sagði að sendinefndin hefði átt viðræður við viðskipta- ráðuneytið um hugsanlega sam- vinnu landanna varðandi vöru- skipti við fjarlæg lönd, svo sem Austurlönd. Auk þess hefði verið rætt um vöruskipti milli land- anna, möguleika á að flytja t.d. inn landbúnaðarvörur frá Islandi og selja hingað skinn í staðinn, svo sem selskinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.