Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 30.08.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 27 Birgðir smjörs og smjörva hafa aukist lítillega, en birgðir af mjöli og ostum eru minni en á sama tíma í fyrra. Engu að síður eru birgðir osta miklar og töluvert meiri en sem nemur þörfum inn- anlandsmarkaðarins. Eins og áður segir hefur út- flutningur kindakjöts aukist veru- lega það sem af er þessu verðlags- ári, en engu að síður eru birgðir kindakjöts miklar og langt um- fram þarfir innanlandsmarkaðar- ins og þá útflutningsmöguleika sem nú eru fyrir hendi. Þann 1. júlí sl. voru birgðir kindakjöts 3.500 tonn en gera má ráð fyrir að á innanlandsmarkaði seljist rétt um 1.500 tonn, en að út verði flutt ca. 300 tonn og birgðir umfram „hæfilegar" birgðir verði 1. sept- ember nk. 1.000 tonn, jafnvel 1.300 tonn. Þessi birgðastaða veldur veru- legum áhyggjum, ekki síst með til- liti til þeirra samninga sem nú standa yfir milli bænda og ríkis- valdsins og þeirra þrengdu mögu- leika sem nú eru til útflutnings í kjölfar nýrra laga frá Alþingi. Eins og kunnugt er hefur það verð sem fæst á erlendum mörk- uðum fyrir búvörur verið mjög lágt miðað við innlent verð. Þann- ig hafa fyrir útflutning osta að- eins fengist um 21% af óniður- greiddu heildsöluverði, en 35% fyrir kindakjöt. Nokkuð vantar því á að útflutningsverð mjólkur- afurða greiði að meðaltali skráðan vinnslu- og dreifingarkostnað í heildsölu, en kindakjötsútflutn- ingurinn skilar á þessu verðlags- ári nokkrum afgangi upp í verðið til bóndans eða um kr. 9,00 að meðaltali á hvert kg kjöts. GróÖurhúsaframleiðsla og garðávextir Uppskera garðávaxta var mjög góð á sl. ári. Aætlað er að heildar- uppskera kartaflna hafi verið 21.600 tonn. Mikið magn af kartöflum liggur enn óselt þegar þetta er ritað eða hefur þeegar verið eyðilagt. Miklar breytingar urðu á sölu garðávaxta á sl. ári og mjög mis- jafnt hve einstakir framleiðendur seldu mikinn hluta uppskeru sinn- ar. Gulrófnauppskera varð mjög mikil á sl. ári en engar áreiðanleg- ar tölur eru til um magn uppsker- unnar. Heildarmagn helstu grænmetistegunda er talið hafa verið sem hér segir: Tómatar 516 tonn Gúrkur 390 tonn Hvítkál 200 Blómkál 100 Gulrætur 65 tonn Paprika 33 tonn Söngdagar í Skálholti UM næstu helgi verða hinir árlegu „Söngdagar" 1 Skálholti í áttunda sinn. Þá hittast söngvinir og syngja saman frá föstudagskvöldi kl. 21.00, allan laugardaginn og sunnudagínn. Hópurinn syngur við messu í Skálholtskirkju á sunnudaginn kl. 14.00 hjá sóknarprestinum séra Guðmundi óla Ólafssyni, og söng- dögum lýkur með tónleikum í kirkjunni samdægurs kl. 17.00 og eru allir velkomnir. Verkefni Söngdagana að þessu sinni verða eftir Bach, Handel og Schutz i tilefni afmælisársins. Á undanförnum árum hefur verið tekist við ýmis verkefni svo sem „Requiem" eftir Faure, „Pange Lingua" eftir Kadaly, „Missa Brevis" eftir John Speight, „Rejoice in the Lamb“ eftir B. Britten, „Die kleine Orgelmesse“ eftir J. Haydn auk fjölda smærri verkefna af ýmsum gerðum. Þó nokkur íslensk verk hafa einnig verið frumflutt á söngdögunum f Skálholti. (Úr fréttatilkynninpi) hafi jafnvel komið fyrir að hún hafi horft í norðaustur með glitr- andi perlur í augum sér af heim- þrá. Samt hefur frú Ásdís verið hjá okkur í 48 ár. Hefði hún ekki sætt sig við okkur þá hefði hún farið með sinn góða eiginmann, og þá hefðum við Garðmenn ekki notið starfskrafta þessara góðu hjóna svo lengi sem raun ber vitni. Þessvegna er hlutur frú Ásdísar afar stór. Við Garðmenn þökkum þessum góðu hjónum fyrir allt sem þau voru okkur. Við óskum Sigurbergi til hamingju með daginn. Við hjónin þökkum Ásdísi og Sigur- bergi fyrir góð kynni, og óskum þeim alls hins besta um ókomin ár. allt öðru vísi en það sem Ásdís ólst Garði, í ágúst, upp í við á Tjörnesi norður, og það Njáll Benediktsson. Bandalag kennarafélaga og Kennaraháskóli íslands efna til ráöstefnu um ÍSLENSKA SKÓLASTEFNU laugardaginn 31. ágúst kl. 9.00 til 17.00 í Borg- artúni 6, Reykjavík. Erindi flytja: Jónas Pálsson rektor Kennaraháskóla íslands, Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri í Menntamála- ráðuneyti, Svanhildur Kaaber formaður Banda- lags kennarafélaga, dr. Wolfgang Edelstein próf- essor viö Max Planck-rannsóknarstofnunina í Vestur-Berlín. Ráðstefnan er ollum opin. Afmæliskveðja: Sigurbergur Helgi Þorleifsson áttræður Sigurbergur H. Þorleifsson er fæddur 30. ágúst 1905 að Hofi í Garði, sonur hjónanna Þorleifs Ingibergssonar frá Sléttabóli Vestur-Skaftafellssýslu. Sigur- bergur naut kennslu í tungumál- um hjá séra Friðrik J. Rafnar og Þórunni Lýðsdóttur kennara. Hann stundaði sjómennsku og landbúnað hjá foreldrum sínum, ennfremur stundaði hann smíðar við vitabyggingar víða um land. Hann var útvegsbóndi á Hofi í Garði 1930 til 1951. Hann var vita- vörður við Skagatáarvita, eins og gamli vitinn var kallaður þegar hann var byggður 1897, frá 1951 til 1975. Sá hann jafnframt um rekst- ur radíómiðunarstöðvar á Skaga og annaðist gæslu Hólmbergsvita frá því hann var tekinn í notkun 1958 til 1975. Sigurbergur var hreppstjofi Gerðahrepps frá 1943 til 1978, hann var einnig umboðsmaður skattstjóra í Gerðahreppi. Meðhjálpari var hann í Útskála- kirkju frá 1926 til 1978 og í sóknar nefnd frá 1928 til 1978 og for- maður frá 1950. Safnaðarfulltrúi Útskálasafnaðar frá 1972 til 1980. Prófdómari við Gerðaskóla frá 1947 til 1978. Hann var formaður kjörstjórnar Gerðahrepps í nokk- ur ár og formaður Ungmennafé- lagsins Garðar frá 1932 til 1952. Sigurbergur var ásamt konu sinni gerður að heiðursfélaga í Slysa- varnafélagi íslands. Sigurbergur flutti 1 Kópavog ár- ið 1978 og á heima að Furugrund 58. Ég sem þessar línur rita var með Sigurbergi í sóknarnefnd í nokkur ár og líka í kjörstjórn. Það var vissulega lærdómsríkt að kynnast þessum vel gerðu verkum Sigurbergs. 13. desember 1930 kvæntist Sig- urbergur Ásdísi Káradóttur al- þingismanns frá Hallbjarnarstöð- um á Tjörnesi. Móðir hennar var Sigrún Árnadóttir. Ásdís og Sig- urbergur eignuðust tvö börn, Kára, sem er læknir á Reykjalundi og Sigrúnu, sem er húsmóðir og kennari í Reykjavík. Ásdís var ung að árum þegar hún kom í Garðinn. Það má segja að hún hafi verið nýútsprungin ilmandi rós. Ég gæti hugsað, að byggðarlagið Garður hafi verið NÝTT OG FERSKT LAMBAKJÖT / / I kjölfar sumarslátrunar bjóðum við nú íslenskum sælkerum nýslátrað lambakjöt ásamt innmat. Jafnframt minnum við á nýja aðstöðu okkar til að láta kjöt hanga eftir slátrun í hæfilegan tíma við hárrétt hita- og rakastig. Þannig tryggjum við að kjötið bragðist enn betur en áður. Þrátt fyrir takmarkaðar birgðir verður nýja lambakjötið á boðstólum í öllum helstu kjötverslunum. Islenskt lasnbakjöt — kröftug villibrað -Afurðasalan k

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.