Morgunblaðið - 30.08.1985, Side 36

Morgunblaðið - 30.08.1985, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 „Þetta er það sem Reagan skálkurinn að tarna hefur verið að gera“ Victoria og Harry Glassman. Hönnuðurinn bak við brúðarkjólinn Eg kaus aö visu hinn náungann," sagði Ronald fiéagan brosandi í 200 manna samkvæmi sem haldið var til fjár- söfnunar fyrir John F. Kennedy bókasafnið. „En þegar orustan er afstaðin," hélt Reagan áfram, „og reykurinn dvín á vígvellinum, þá kemur hugdirfskan ávallt í ljós hjá and- stæðingnum." Gestgjafinn Ted Kennedy svar- aði þá á þessa leið: „Nærvera Reagans sannar að við erum öll umfram allt bandarísk." Joseph sonur Ethel og Roberts Kennedy mælti m.a.: „Þetta er það sem Reagan hefur verið að gera að undanförnu, skálkurinn aö tarna, að ná til demókrata með því sem hann segir." Fatahönnuðurinn sem á heið- urinn að kjólnum sem Vic- toria Principal klæddist er hún giftist sínum heittelskaða Harry Glassman á dögunum, heitir Zandra Rhodes og er bresk. Að sögn eins erlends tímarits tók leitin að kjólnum óratíma og það voru ófáar stundirnar sem fóru í vangaveltur. Dallasstjarn- an á að hafa flogið tvisvar til Evrópu til að reyna að finna eitthvað við sitt hæfi en kvað ekkert hafa fundið. Þegar hún loksins uppgötvaði þennan kvenhönnuð komust þær fljótt að samkomulagi um útlit kjólsins sem hún er í á meðfylgj- andi mynd. Verðið vildi Zandra ekki gefa upp. John Jr. og Caroline buðu forsetanum í samkvæmið. Nancy Reagan boðin velkomin á meðan þau horfa á Kennedy, Gthel og forseti Banda- ríkjanna, Ronald *V Reagan. § i Hönnuðurinn Zandra Rhodes. Hundur á leiði húsbóndans og vék ekki þaðan uns prestur lést. Þegar séra Þorgrímur hafði síðan verið jarðsettur lagðist hundurinn á leiði húsbóndans og lá þar allt þar til hann einnig dó. Þótti hundurinn hafa sýnt svo einstæða tryggð og söknuð við andlát séra Þorgríms, að hann var jarðsettur við leiði vinar síns og líkan hans sett á gröfina, sem fyrrgetur. á, sem gengur í eða úr Þingmúlakirkju í Skriðdal á Fljótsdals- héraði kemst vart hjá þvf að sjá sérstætt leiði fyrir dyrum úti. Járngrindur eru að vísu algeng sjón á slíkum stað, sem og kross- markið úr sama efni með graf- skrift á, en það sem athygli vekur er steypt líkan af liggjandi hundi undir krossinum. En hver er sagan að baki þess að hvutti nýtur þessa heiðurs á leiði séra Þorgríms Arnórssonar (f. 5. ágúst 1808, d. 7. desember 1868). Sagan er fólki ennþá kunn, ekki síst eystra og er á þessa leið: Er Þorgrímur lagðist banaleg- una, sem varð u.þ.b. vika, þá skreið hundur hans undir rúmið Ljósmyad/GRG Hundurinn á leiði séra Þorgríms Arnórssonar. Leiði sr. Þorgríms. félk í fréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.