Morgunblaðið - 30.08.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
• Fred de Jong hefur fengist við þjálfun í tuttugu ár. Hann segir aö
íslensir badmintonmenn þurfi að keppa oftar og á sterkari mótum.
Fred de Jong:
„Mjög góðir
einstaklingar“
„Ég var beöinn um að halda hér
fimm daga námskeið fyrir ungl-
inga og fara í sem flest sem við-
kemur badminton. Ég hef reynt
aö gera mitt besta en ág er ekki
frá því aö þetta hafi verið of mikiö
sem ég fór í en samt vona óg aö
krakkarnir hafi haft gagn og
gaman af þessu. Þau meðtaka
kannski ekki allt þegar í stað en
þaö ætti að koma þeim aö notum
síðar,“ sagöi Fred de Jong þegar
viö spuröum hann hvað hann
heföi kennt unglingunum á þess-
um fimm dögum.
„Ætli ég sé ekki búinn aö þjálfa í
ein tuttugu ár. Ég byrjaöi sem aö-
stoöarmaöur hjá öörum þjálfara
þegar ég var í Hollenska landsliöinu
í badminton en síöan hef ég séö um
þjálfun unglingalandsliösins og
síöar aöallandsliösins. Aöferö min
er sú aö láta krakkana hafa nóg aö
gera og einnig aö þau hafi gaman
af því sem þau eru aö gera hverju
sinni þannig aö þau haldi einbeit-
ingusinni.
Þjálfarastarfiö er aöeins áhuga-
mál hjá mér, ég starfa í banka og
sumarnámskeiö sem þetta er aö-
eins gert í sumarleyf inu en auk þess
sæki ég mikið af þjálfaranámskeiö-
um og reyni aö halda mér viö. Ég
legg áherslu á þaö aö unglingarnir
gleypi ekki allt sem ég segi því ég
kenni aðeins eina aöferö og þaö er
ekki vist aö hún henti öllum. Menn
veröa aö finna þaö sjálfir hvort mín
aöferö passar þeim og ef ekki þá
er þaöallt ílagi.“
- Hvernig standa íslenskir bad-
mintonmenn miöaö viö aöra í
Evrópu?
„Þið hafiö mjög góöa einstakl-
inga en til þess aö þeir geti náö
langt þá þyrftu þeir aö taka meiri
þátt í mótum erlendis, ég veit aö
þaö er dýrt en samkeppnin og leikir
viö þá sem eru svipaöir aö getu og
maöur sjálfúr er besta leiöin til aö
bætasig. íslenskir badmintonmenn
ættu þá frekar aö reyna aö taka þátt
í mótum sem eru ekki mjög sterk
þannig aö þeir fengju meiri æfingu
út úr þeim. Ég veit aö fólk hér hefur
áhuga á aö leggja eitthvaö á sig til
aö ná langt i iþrótt sinni en þaö er
bara svo dýrt aö komast héöan á
mót erlendis og þaö er þaö sem háir
ykkur mest,“ sagöi Fred de Jong
aölokum.
Dregið í Evrópukeppninni
— Valur leikur
við Kolbotn
Á þriðjudaginn var dregíð í Evr-
ópukeppninni í handknattleik.
Valsmenn leika í fyrstu umferö
viö Kolbotn frá Noregi, FH mun
sitja hjá í fyrstu umferöinni í
Evrópukeppni meistaraliöa, en í
Evrópukeppni bikarhafa var ekki
dregiö vegna þess að þaö vantaði
einhverjar upplýsingar um ein-
stök lið sem rétt hafa á þátttöku
í þeirri keppni.
Kolbotn er liö sem viö íslending-
ar þekkjum vel, þeir léku viö Víking
í Evrópukeppninni í fyrra eins og
flestir muna og áttu Víkingar ekki í
miklum vandræöum meö þá.
Islandsmeistarar FH sitja hjá í
fyrstu umferðinni, þar sem þeir
komust í undanúrslit keppninnar og
mjög líklegt er aö Víkingar sitji einn-
ig hjá í Evrópukeppni bikarhafa af
sömu ástæöu og FH-ingar.
Bjarni
lék vel
BJARNI Sigurðsson og félagar í
1. deildarfélaginu Brann í Noregi
léku í fyrrakvöld viö Bryne á
heimavelli og sigruöu 2:1. Bjarni
stóö sig aö vanda mjög vel í marki
Brann, varði meðal annars þríveg-
is þegar leikmenn Bryne komust
einir inn fyrir vörn Brann.
Brann er enn í fallhættu, er i
næst neösta sætinu meö 13 stig,
einu stigi á eftir næstu fjórum liö-
um. Bryne skoraöi eina mark sitt í
leiknum gegn Brann úr vítaspyrnu
og aö sögn norsku blaðanna átti
Bjarni mestan þátt i því aö Brann
fékk þarna tvö dýrmæt stig í barátt-
unni viö falldrauginn.
Beint leiguflug
á leikinn gegn Val
Franska knattspyrnufélagið
Nantes veröur með beint leigu-
flug til íslands mánudaginn 16.
sept. vegna Evrópuleiksins gegn
Val. Meö leigufluginu koma tutt-
ugu og tveir leikmenn, þjálfarar
og fararstjórar. Þrjátíu blaða-
menn, fjörutíu boösgestir frá
Nantes og fjörutíu aödáendur og
stuðningsmenn Nantes-liösins.
Það munu því vera eitt hundraö
þrjátíu og tveir Frakkar sem
koma hingað gagngert í tilefni
leiksins.
„ Viö erum meö gott liö um þessar
mundir, og þar af þrjá franska
landsliösmenn. Viö höfum veriö aö
byggja upp nýtt lið og gerum okkur
vonir um gott gengi í deildarkeppn-
inni svo og Evrópukeppninni á
keppnistímabilinu. Knattspyrnan er
mjög vinsæl í Nantes eins og reynd-
ar alls staöar í Frakklandi. Viö fáum
í kringum tuttugu og tvö þúsund
manns á hvern heimaleik," sagöi
framkvæmdastjóri félagsins í
spjalli viðMbl.
Hann sagöi jafnframt að í Nantes
væri blökkumaöur aö nafni Jose
Toure sem þætti vera efnilegasti
leikmaður Frakklands í dag. Toure
er geysilega fjölhæfur og leikinn
leikmaöur sem á eftir aö gera garö-
inn frægan sagði stjórinn."
Frakkarnir sem komu hingaö til
íslands og fylgdust meö leik Vals
sögöust hafa hitt Albert Guö-
mundsson í Frakklandi ekki aöeins
sem góöan knattspyrnumann held-
ur líka sem heilsteyptan mann.
Þeir sögöu Albert mjög þekktan
i Frakklandi og voru hrifnir af því
aö fá aö hitta hann hér á landi.
Framkvæmdastjóri franska liðs-
ins Nantes sem leikur hér á landi
17. sept. næstkomandi. Hann
sagöi að þaö væri mikill metnaöur
hjá Nantes aö ná langt í Evrópu-
keppninní aö þessu sinni.
• Unglingarnir sem tóku þátt í badminton námskeiöinu hjá BSÍ. Voru þeir mjög ánægöir meö námskeiðiö
og þjálfarann sem leiöbeindi þeim.
Badminton:
Námskeið hjá BSÍ
• Bjarni Sigurösson lék vel í
víkunní meö Brann og hefur leikiö
mjög vel í sumar þrátt fyrir aö
Brann sé nú í fallhættu.
í fyrradag lauk badmintonnám-
skeiði sem Badmintonsamband
íslands gekkst fyrir í húsi TBR viö
Gnoðavog. Námskeið þetta sóttu
25 krakkar á aldrinum 12 til 18
ára og stóö þaö frá laugardegi
fram á miðvikudag. Námskeiöiö
hófst á hverjum morgni kl. 9 og
stóö fram yfir kvöldmat þannig
að krakkarnir hafa mikið spilaö á
þessum tíma. Þjálfari á þessu
námskeíöi var Fred de Jong frá
Hollandi, frœgur þjálfari sem hef-
ur meöal annars séö um þjálfun
Hollenska landsliðsins sem er
meðal bestu landsliða í Evrópu.
Þegar blaöamaöur leit viö í húsi
TBR í gær var mikiö um aö vera,
allir voru aö leika badminton og
síöar um daginn var fyrirlestur um
hvernig krakkarnir ættu aö byggja
upp þjálfun sína, bæöi meö
skammtímamarkmið í huga og
einnigtil langtíma.
Námskeiö þetta kom til vegna
mikils áhuga unglinganna á þvi aö
fara á svipuö sumarnámskeiö er-
lendis og þar sem þessi háttur var
talin ódýrari varö þetta ofaná.
Unglingarnir komu frá TBR, KR,
Víkingi, Akureyri og Hverageröi og
var kunnátta þeirra mjög mismikil,
sumir eru í unglingalandsliði okkar
í badminton en aörir skemmra á
vegkomnir. •
Æfingarnar hjá Fred voru mjög
fjölbreyttar, hlaup úti, tækniæfing-
ar og skipulag á æfingum, eins og
áöur sagöi. Krakkarnir voru oröin
dálítiö þreytt á síöasta degi nám-
skeiðsins en allir höföu þó mjög
gaman af þessu og sögöu aö þau
heföu lært mikiö á þeim tíma sem
námskeiðiö stóö.
Jóhann Kjartansson var Fred til
aöstoöar en hann mun sjá um þjálf-
un í vetur hjá TBR. Hann sagöi aö
hann heföi lært mjög mikið af því
aö starfa í þessa fimm daga meö
Fred og þaö ætti örugglega eftir aö
koma sér til góöa í vetur.
Blómamót
• Opið kvennamót veröur haldiö
laugardaginn 31. ágúat á Hvaleyr-
inni. Leiknar verða 18 holur með
og án forgjafar. Ræst veröur út
frá kl. 10.30.