Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 1

Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 1
72SIÐUR B STOFNAÐ1913 208. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretland: Sex Rússum að auki vísað brott AP/Símamynd. Juan Carlos, Spánarkonungur, tók á móti Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ísiands, þegar hún kom til Barajas-flugvallar í Madrid í gær, á fyrsta degi heimsóknarinnar, sem stendur í þrjá daga. Herhljómsveit lék þjóðsöngva þjóóanna, 24 fallbyssuskotum var hleypt af til heióurs forseta íslands og Madridborg er í hátíóarbúningi, prýdd íslenskum og spænskum fánum. London, 16. sepi. AP. BRESK stjórnvöld vísuðu í dag úr landi sex Sovétmönnum, sem sakað- ir eru um njósnir, og hefur þá verið vísaó brott frá Bretlandi 31 Sovét- manni á fjórum dögum. Sl. fimmtu- dag voru 25 menn reknir úr landi en Sovétmenn brugðust við sl. laugar- dag með því að reka jafn marga Breta frá Moskvu. Er brottrekstur- inn í dag svar Breta við þeim aðgerð- um. í tilkynningu breska utanríkis- ráðuneytisins sagði, að brott- rekstur Sovétmannanna sex væri svar við „algerlega ástæðulausum brottrekstri breskra manna frá Sovétríkjunum". Sovétmennirnir 25, sem fyrst hefðu verið reknir, hefðu orðið uppvísir að alvarleg- um njósnum og sexmenningarnir, sem hefðu verið reknir í dag, hefðu einnig verið njósnarar þótt þeir hefðu haft sig minna i frammi. Sir Geoffrey Howe, utan- ríkisráðherra, sagði, að Oleg Gordievsky, sovéski KGB-maður- inn, sem fékk hæli í Bretlandi fyrir skömmu, hefði nefnt alla þessa menn sem njósnara. 1 yfirlýsingu sovéska sendiráðs- ins í London sagði, að brottrekstur Sovétmannanna væri „ögrándi og ástæðulaus og væri til marks um, að bresk stjórnvöld bæru illan hug til Sovétmanna". Var brott- visuninni harðlega mótmælt og sagt, að Bretar yrðu sjálfir að súpa seyðið af þessu framferði. Tveir sendimenn voru meðal Sov- étmannanna sex, sem voru reknir í dag, sendifulltrúi og flugmála- fulltrúi, en hinir voru skrifstofu- menn, verslunarfulltrúi og blaða- maður fyrir Novosty. Breska blaðið The Daily Tele- graph sagði í dag, að brottrekstur Bretanna frá Moskvu væri til marks um, að Gorbachev, leiðtogi Sovétmanna, vildi sýna, að hann væri fær um að taka „ákvarðanir í anda Stalíns". Þess vegna hefði hann ákveðið að reka jafn marga Breta þótt þeir væru miklu færri en sovéskir sendimenn í London. Bandariska blaðið The New York Times flutti þá frétt í dag, að Gordievsky hefði ákveðið að flýja þegar hann var skyndilega kallað- ur til Moskvu. Eftir að hafaatarf- að fyrir vestrænar leyniþjónustur í 15 ár óttaðist hann viðtökurnar, yfirheyrslur, pyntingar og hugs- anlegan dauðadóm. Opinber heimsókn forseta íslands á Spáni: Madrid fánum prýdd vegna komu Vigdísar Madrid, 16. aeptember. AP. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti ís- lands, kom t' opinbera heimsókn til Spánar í dag og tók Juan Carlos, konungur Spánar, á móti henni á Barajas-flugvellinum f Madrid ásamt ýmsum frammámönnum spænsku þjóðarinnar. Var móttöku- athöfnin mjög virðuleg og borgin sjálf í hátíðarbúningi, hvarvetna fs- lenskir og spænskir fánar við hún. Að móttökunni lokinni buðu þau Juan Carlos, konungur, og Sofia, drottning, Vigdísi til veislu í Zarzuela-höllinni en að því búnu átti hún fund með Felipe Gonzal- ez, forsætisráðherra, í Pardo- höllinni, sem er dvalarstaður Vigdísar meðan á heimsókninni stendur. Stóð fundurinn í nærri klukkustund og var ræðst við á frönsku. í kvöld sat forseti íslands veislu konungshjónanna i kon- ungshöllinni í Madrid. Með í för forseta er Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, og mun hann eiga viðræður við starfsbróður sinn spænskan, Francisco Fernandez Ordonez. Munu viðskipti landanna verða þar ofarlega á baugi en í þeim efn- um finnst Spánverjum nokkuð halla á sig. Á síðasta ári seldu ís- lendingar Spánverjum vörur fyrir 35,5 milljónir dollara en keyptu af þeim fyrir aðeins 4,9 milljónir. Heimsókn forseta Islands, Vig- dísar Finnbogadóttur, á Spáni stendur í þrjá daga en að henni lokinni fer hún í opinbera heim- sókn til Hollands. Sjá ennfremur frásögn af heim- sókn forseta íslands á miðopnu. Sænsku kosningarnar á sunnudag: Kína: Stokkað upp í valdakerfinu Peking, 16. september. AP. Á ANNAÐ hundraö aldraðra frammámanna í kínverska kommúnista- flokknum sagði af sér embætti í dag, þ. á m. 64 menn, sem sæti áttu í miðstjórn flokksins. Var sagt um afsagnirnar, að þær væru „stórt skref" í þá átt að yngja upp forystu kommúnistaflokksins. Með afsögnunum var í raun afnuminn sá siður, að frammá- menn í kinverska kommúnista- flokknum héldu embættum sín- um til æviloka og eru þessar breytingar meðal þeirra mestu, sem kommúnistar hafa gengist fyrir frá því þeir komust til valda í Kína fyrir 36 árum. Tíu af 24 mönnum í stjórnmálaráð- inu sögðu af sér, m.a. býlt- ingarmarskálkurinn Ye Jianying og Deng Yingchao, ekkja Chou En-Lais heitins og sú kona, sem háttsettust var. Xinhua-fréttastofan kínverska sagði, að þeir, sem hefðu sagt af sér, hefðu gert það af hollustu við flokkinn og til að gefa ungu fólki tækifæri til að axla þá ábyrgð, sem embættunum fylgdi. Hafði fréttastofan einnig eftir þeim, að nú væri í raun búið að leggja niður þann sið, að menn héldu embættum sínum til ævi- loka, hér eftir yrði um stöðuga endurnýjun að ræða. Erlendir sendimenn í Peking segja, að með þessum breytingum hafi Deng Xiaoping leikið mjög djarf- an leik, sem eigi að festa í sessi þær umbætur, sem hann hefur beitt sér fyrir í efnahagsmálum og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Palme stjórnar áfram en háður kommúnistum Stokkhólmi, 16. september. AP. JAFNAÐARMENN verða áfram við völd í Svíþjóð og Olof Palme forsætis- ráðherra í fjórða sinn. Jafnaðarmannaflokkurinn tapaði hins vegar nokkru fvlgi í þingkosningunum og verður því að reiða sig á stuðning kommúnista. Oumdeilanlegur sigurvegari í kosningunum er Frjálslyndi þjóóarflokkurinn og leiðtogi hans, Bengt Westerberg, en fylgi flokksins rúmlega tvöfaldaðist. Allir aðrir flokkar töpuðu. „Við höfum unnið sigur í þágu velferðarríkisins," sagði Olof Palme, forsætisráðherra og leið- togi jafnaðarmanna, þegar úrslit- in lágu fyrir snemma á mánu- dagsmorgni en Ulf Adelsohn, leið- togi Hægriflokksins og líklegur forsætisráðherra ef borgaraflokk- arnir hefðu sigrað, sagði að Svíar skyldu búa sig undir erfiða tíma undir stjórn Palmes. Þeir hefðu hins vegar valið þennan kost sjálf- ír. Þegar talið hafði verið í öllum 362 kjördæmum I Svíþjóð voru úr- slitin þau, að jafnaðarmenn og kommúnistar fengu 178 menn kjörna en borgaraflokkarnir 171. Allir helstu flokkarnir töpuðu fylgi í kosningunum nema Frjáls- lyndi þjóðarflokkurinn, sem gerði meira en að tvöfalda það og hefur nú 51 þingmann I stað 21 áður. Hægriflokkurinn, stærsti borg- araflokkurinn, tapaði 10 þing- mönnum og hefur nú 76 og Mið- flokkurinn tapaði 12, hefur nú 44. Jafnaðarmenn hafa nú 159 þing- menn, töpuðu sjö, og kommúnistar 19, töpuðu einum. Jafnaðarmenn gátu áður komið sínum málum fram svo fremi kommúnistar greiddu ekki at- kvæði gegn þeim en nú munu þeir þurfa á beinum stuðningi komm- únista að halda. Er hætt við, að jafnaðarmenn verði að falla frá sumum stefnumála sinna, sem kommúnistar eru andvígir, t.d. því að greiða fyrir fjárfestingum með skattalækkun, eða eiga ella á hættu, að stjórnin falli. Sjá „Frjálslyndi þjóðarflokk- urinn ... “ á bls 26.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.