Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
Nýr háskólarektor
DOKTOR Sigmundur Guðbjarnarson prófessor tók á sunnudag formlega við embætti rektors Háskóla
íslands við hátíðlega athöfn í hátíðarsal skólans. Á myndinni, sem Ólafur K. Magnússon tók fyrir framan
aðalbyggingu háskólans að athöfninni lokinni, eru fráfarandi rektor, dr. Guðmundur K. Magnússon,
Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra og hinn nýi háskólarektor.
Hnífsstungumálið:
Pilturinn
sem lést
PILTURINN sem stunginn var til
bana á föstudagskvöldið fyrir utan
unglingaskcmmtistaðinn Villta
tryllta Villa við Skúlagötu í Reykja-
vík hét Þorvaldur Breiðfjörð Þor-
valdsson til heimilis að Öldugranda
7 í Reykjavík. Hann var 15 ira
gamall.
Jafnaldri piltsins sem varð
honum að bana hefur verið falinn
forsjá barnaverndarnefndar og
verður látinn sæta geðrannsókn.
Hann hefur ekki komist í kast við
lögregluna fyrr.
Þorvaldur Breiðfjörð Þorvaldsson.
Ungfrú Norðurlönd 1985, íslenska stúlkan Sif Sigfúsdóttir i milli þeirra Höllu Bryndísar Jónsdóttur sem
varð í þriðja sæti og sænsku stúlkunnar Belette Christopersen sem varð í öðru sæti.
Er alveg í skýjunum
— segir Sif Sigfúsdóttir fegurðardrottning Norðurlanda 1985
ÍSLENSK STÚLKA, Sif Sigfúsdóttir, varð hlutskörpust í fegurðarsam-
keppni um titilinn ungfrú Norðurlönd 1985, sem fram fór í Helsinki um
helgina. í öðru sæti varð sænsk stúlka og þriðja sætið hreppti hinn ís-
len.sk i keppandinn, Halla Bryndís Jónsdóttir.
„Mér líður mjög vel, er alveg setja saman dagskrá fyrir mig
í skýjunum," sagði Sif þegar hún
var spurð um hvernig tilfinning
það væri að vera orðin fegurðar-
drottning Norðurlanda. „Hvað
tekur við er ekki alveg ráðið
ennþá en ég á fyrir höndum ferð
til Parísar á næstunni og er
ferðin einn hluti af fjölmörgum
verðlaunum sem ég vann til með
nýja titlinum. Nú er verið að
fyrir ferðina og ég veit ekki alveg
hverja ég kem til með að hitta í
Parfs en sennilega verður það
fólk sem tengist sýningarstörf-
um.“
Þátttakendur í fegurðarsam-
keppninni voru tíu, tvær frá
hverju Norðurlandanna og sagði
Sif að ferðin hefði gengið mjög
vel. Móttökurnar C Finnlandi
hefðu verið frábærar og var tekið
á móti þeim með rósum og koss-
um. Síðan þær komu hafa þær
haft mikið að gera og meðal
annars ferðast um landið í fylgd
blaðamanna og ljósmyndara sem
stöðugt skrifuðu um þær í blöð-
unum þessa viku sem undir-
búningurinn og keppnin stóð.
„En nú erum við þreyttar og
ætlum að fara að leggja okkur
enda sváfum við ekki nema þrjá
tíma í nótt,“ sagði Sif að lokum.
Ekkert samkomulag stjómarflokkanna um fjölda forstjóra Byggðasjóðs:
Líkur á atkvæðagreidslu
um málið á stjórnarfundi
Sjálfstæðismenn treysta á stuðning fulltrúa stjórnar-
andstöðunnar í stjórn Byggðastofnunar
ALLAR LÍKUR eru nú i því að igreiningur stjórnarflokkanna um það hvort
einn eóa tveir forstjórar eigi að starfa við Byggðasjóð verði ekki leystur i
neinum samningsgrundvelli i milli flokkanna, heldur komi til atkvæða-
greiðslu í stjórn Byggðastofnunar i fundi í dag, þar sem skorið verði úr um
hvort ráðinn verður einn forstjóri að stofnuninni eða tveir.
Samkvæmt heimildum Morgun- armenn vilja tvo, þá telja menn
blaðsins er megn óánægja með ekki fært að skera úr þessu með
lætur undir í atkvæðagreiðslunni
dag, og þá liggur enn ekkert fyri
um það hver verður forstjór
Byggðasjóðs.
þessa tilhögun meðal beggja
stjórnarflokka, en þar sem hvor-
ugur vildi láta af sannfæringu
sinni — sjálfstæðismenn vilja ein-
ungis einn forstjóra, en framsókn-
öðrum hætti en atkvæðagreiðslu.
Því er talið líklegt að framsókn-
armenn lúti i lægra haldi í þessu
máli, þar sem sjálfstæðismenn í
stjórn Byggðastofnunar, þeir
ólafur G. Einarsson og Halldór
Blöndal, telja nokkuð víst að Geir
Gunnarsson frá Alþýðubandalagi
og Sigfús Jónsson frá Alþýðu-
flokki muni greiða atkvæði með
því að aðeins einn forstjóri verði
ráðinn. Framsóknarmennirnir í
stjórn Byggðastofnunar, þeir Stef-
án Guðmundsson og Olafur Þ.
Þórðarson, verða því ef að líkum
Iðja biður um
bónusviðræður
IÐJA, félag verksmiðjufólks í
Reykjavík, sneri sér í gær til Félags
íslenskra iðnrekenda og óskaði eftir
viðræðum um nýjan bónus.
Víglundur Þorsteinsson formað-
ur FII tjáði blaðinu að stjórn fé-
lagsins myndi ræða þessa ósk á
næstunni og væntanlega yrðu við-
ræður hafnar áður en langt um
liður, enda samningar um bónus
runnir út fyrir nokkru.
Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna:
Þrjú bíó yfir-
taka reksturinn
Eigendaskipti hafa orðið á Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna. í auglýs-
ingu í Morgunblaðinu í dag er tilkynnt að Háskólabíó, Laugarásbíó og
Regnboginn hafi yfirtekið rekstur Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna, en
Myndbandaleigan hefur verið skráð og rekin af Guðgeiri Leifssyni og með-
eiganda hans Jósteini Kristjánssyni.
í fyrrgreindri auglýsingu er
ennfremur óskað eftir dreifingar-
aðilum og húsnæði fyrir mynd-
bandaleiguna á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu og á Akureyri.
Forsvarsmenn kvikmyndahús-
anna vörðust allra frétta um
orsakir þessara breytinga og ekki
náðist í Guðgeir Leifsson, en hann
dvelur nú erlendis.
Gróðurskemmdir vegna aksturs utan vegar:
Full ástæða til
að láta fólkið
sjálft græða sárin
— segir lögreglan á Hvolsyelli
NOKKUR ungmenni á tveimur jeppabifreiðum ollu verulegum skemmdum
á viðkvæmum gróðri og landi með akstri utan vega á Emstrum, afrétti
Hvolhrepps í Rangárvallasýslu, ura helgina. Að sögn lögreglunnar á Hvols-
velli skildi fólkið mjög Ijót sár eftir sig á viðkvæmum stöðum sem búast
má við að erfitt verði að bæta. Einn úr hópnum týndist auk þess á sunnu-
dagsmorguninn en hann kom fram í Þórsmörk eftir að leit var hafin að
honum.
Að sögn lögreglunnar á Hvols-
velli var atburðarásin eftirfarandi:
Afaranótt sunnudagsins lögðu 7
ungmenni leið sína inn á Emstrur,
sem er afréttur Hvolhrepps, innan
við Markarfljót og voru þau á
tveimur jeppabifreiðum, Bronco
og Willys. Þegar þau voru komin
yfir Markarfljótsbrúna, fór önnur
bifreiðin út af veginum, upp gróð-
urbrekku sem þar er og skemmdi
gróðurinn. Síðan var haldið áfram
og farið ofan í Hattafellsgil og
eftir því. Suð-vestan í Hattarfelli,
sem er 909 metrum ofan sjávar-
línu, héldu ungmennin áfram iðju
sinni og skemmdu þar verulega
gróður í brekkum, með báðum
bifreiðunum.
Gangnamenn, sem voru að halda
til byggða á sunnudagsmorguninn,
tilkynntu lögreglunni um atburð-
inn. Þegar lögreglan kom á staðinn
neitaði fólkið fyrst að gangast við
verknaðinum en viðurkenndi það
svo við yfirheyrslur. Framhald
málsins hefur ekki verið ákveðið
en lögreglumaður á Hvolsvelli
sagði í gær að full ástæða væri til
að fara með fólkið á vettvang og
láta það græða upp eftir sig sárin.
Þegar lögreglan kom á vettvang
á sunnudagsmorguninn kom í ljós
að einn úr hópnum hafði yfirgefið
hópinn um klukkan 5 um morgun-
inn, ölvaður. Leitað var að honum
í nágrenninu og síðar um daginn
úr flugvél. Síðan var farið að
undirbúa skipulega leit en maður-
inn kom þá fram í Húsadal í Þórs-
mörk um klukkan 22 um kvöldið.
Talið er að ein dagleið sé fyrir
gangandi mann frá þeim stað sem
maðurinn lagði upp og í Húsadal.
Morgunblaðið/Árni Ólafsson
Ummerki eftir utanvegaakstur jeppafólksins á einum stað á Emstrum.