Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 3 Laxveiðin í sumar: 50 % betri laxveiði — Laxá á Ásum gaf 1482 á 2 stangir LAXVEIÐI á Htöng var miklu betri í sumar heldur en síðasta sumar vg raunar betri en vciðin síðustu fjögur sumrin ef á heildina er litið. Þó stóð ýmislegt góðri veiði fyrir þrifum, lélegar stórlaxagöngur, kuldar fyrir norð- an og langvarandi þurrkar fyrir sunnan og vestan. Smálax, fiskur sem hafði dvalið eitt ár f sjó, skilaði sér hins vegar f rfkum mæli og var uppistaðan í afla sumarsins að þessu sinni. „Endanlegar tölur liggja ekki fyrir, en það kæmi mér ekki á óvart þótt hér væri um svona 50 prósent uppsveiflu að ræða miðað við siðasta sumar, uninni í samtali við Morgunblaðið f Sú á sem flesta gaf laxana i sumar var Laxá í Aðaldal. Veidd- ust f henni um 1.930 laxar og er það miklu meiri afli en siðasta sumar, er áin rétt losaði 1.000 laxa. Besta áin er þó óumdeilan- lega Laxá í Ásum, en þar veidd- ust 1.482 laxar. Það sem gerir þá veiði hvað athyglisverðasta er að allur er aflinn tekinn á tvær dagsstengur. Það gerir 741 lax á stöng yfir 90 daga timabil. Það eru milli 8 og 9 laxar á stöng á dag. Sagan er ekki öll sögð, þvf lítið veiddist i ánni allan júní- mánuð og dálítið fram i júlf. Svo i Einar Hannesson hjá Veiðimalastofn- gær. fylltist áin bókstaflega af fiski og eftir það var mokveiði. Kvóti var ekki í ánni í sumar frekar en i fyrra og dæmi voru til þess að menn fengju á fimmta tug laxa á stöng á dag. Þverá/Kjarrá gaf vel, merki- lega vel miðað við vatnsleysið. Þar veiddust 1.545 laxar eftir því sem Morgunblaðið kemst næst, þannig að hún er í öðru sæti ef einungis er litið á tölurnar. Af öðrum lokatölum má nefna 1.129 úr Norðurá, 1.150 úr Laxá í Kjós, 1.050 úr Miðfjarðará, 1.147 úr Ell- iðaánum og um 1.200 úr Langá i Lax þreyttur í Álftá á Mýrum nú í haust og glöggt má sjá að ekki er miklu vatnsmagni fýrir að fara. Mýrum. I öllum tilvikum er um stórfelldan bata að ræða frá sfð- asta sumri, en samt minni afla en efni stóðu til. Milli 5. og 10. sept- ember mátti heyra þessar tölur: Grímsá 1.295, Laxá í Dölum 1.230 og Hofsá f Vopnafirði 1.116. Veið- in í Vopnafirði var sér kapítuli, veiðibatinn var þar hvað mestur því Selá gaf a.m.k. um 600 laxa en hvorug náði 200 löxum í fyrra og báðar hafa mátt heita laxlausar síðustu sumur. Netaveiði var misjöfn, afar góð í Hvítá í Borgarfirði og þökkuðu netamenn það hversu vatnslitil og tær áin var, einnig vatnsleys- inu f bergvatnsánum sem gerði það að verkum að laxinn dvaldi lengur í jökulvatninu en venja er til. I Árnessýslu var netaveiði hins vegar lélegri en um árabil, einnig stangaveiði en þar var Sogið þó undantekning. Veiði lýk- ur þar 20. september og hafa veiðst á fjórða hundrað laxar sem er dágott þar um slóðir. Nokkrar afar vatnslitlar ár hafa einnig gefið vel f sumar þrátt fyrir þurrkana og má þar nefna Leirvogsá sem hefur gefið á fimmta hundrað laxa, og Álftá á Mýrum sem hefur gefið um 300 stykki. Veitt er f báðum til 20. september. Þá hafa heimtur verið stórgóð- ar hjá hafbeitarstöðvum vfðast hvar. Einar Hannesson hjá Veiði- málastofnun sagðist búast við þvf að milli 18.000 og 20.000 hefðu skilað sér og væru það mestu heimtur frá upphafi laxabúskap- ar hér á landi. í fyrra voru heimt- urnar aðeins 5.500 laxar en þegar mest var til þessa gengu um 11.000 fiskar til stöðvanna. Sjá veiöiþáu i bls. 22—23. Sex innbrot um helgina SEX INNBROT voru framin í Reykjavík um helgina og verðmæt- um fyrir hundruð þúsunda stolið, aðallega í formi skartgripa, mynd- bands- og hljómflutningstækja og áfengis. í Fossvogshverfi var farið inn í tvær fbúðir þar sem fólk var fjar- verandi. Stolið var myndbands- tæki, 4.500 krónum í peningum, áfengi og skartgripum úr annarri þeirra, og dýrmætum skartgripum ogáfengi úr hinni. Brotist var inn f hús í Selja- hverfi og stolið þaðan geysiverð- mætum skartgripum og áfengi. Úr veitingahúsi í Höfðahverfi var stolið sjónvarpsskermi, útvarpi, segulbandstæki og síma, samtals að verðmæti um 200 þúsund krón- ur. Þá var farið inn f hús á Suður- götu og stolið þaðan sambyggðu útvarps- og segulbandstæki. Loks lenti maður í því í Hóla- hverfi að tveir menn sem hann hafði nýlega kynnst og bauð heim, launuðu honum gestrisnina með þvi að hverfa á brott með tvö út- varpsferðatæki, armbandsúr, bækur og allt matarkyns úr fs- skapnum. Framfærslu- vísitalan hefur hækk- að um 36,2% á einu ári VÍSITALA framfærslukostnaðar, miðað við verðlag í byrjun þessa mán- aðar, hækkaði um 2,6% frá ágústbyrj- un og var þvf 148,68 stig, en grunn- mánuður er febrúar 1984 — 100 stig. Framfærsluvísitalan hefur hækkað um 36,2% á sfðustu 12 mánuðum. Hækkun vfsitölunnar um 2,6% á einum mánuði svarar til 36,1% árshækkunar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vfsitalan hækkað um 8,2% og jafngildir sú hækkun 37,3% verðbólgu á heilu ári. 1 frétt frá Hagstofu tslands segir að hækkunin nú stafi af 0,9% hækkun á verði mat- og drykkjar- vöru (þar af 0,5% hækkun á verði landbúnaðarvara 1. september sfð- astliðinn), 0,2% eru hækkun hús- næðisliðar, 0,2% stafa af hækkun á verði tóbaks og áfengis 22. ágúst sl., 0,5% af hækkun ýmissa þjón- ustuliða og 0,8% af hækkun vöru- liða, einkum innflutts varnings. SUZUKI FOX PICKUP Bíll sem býður upp á marga möguleika Aflmikill og lipur jeppi og umfram allt ótrúlega spameytinn. ísparaksturskeppni BIKR og DV9. júní sl. eyddi Suzuki Fox 413 adeins 6.2 Itr. pr. 100 km. Nú getum við boðið upp á vönduð trefjaplasthús á Suzuki Fox pickup. Par sem Fox pickupinn er 57 cm lengri en Fox jeppinn, þá hentar hann mjög vel fyrir alla þá sem þurfa á miklu farangursrými að halda. Verð: Suzuki Fox 410 pickup 4 gíra kr. 349.000.- Suzuki Fox 413 pickup 5 gíra kr. 398.000.- Trefjaplasthús kr. 68.000.- Því meira sem þú ekur SUZUKI - því meira sparar þú SVEINN EGILSSON HF,____________________ Skeifunni 17. Sími 685100. iHi PÁV Pwusrmdfa Ana VMemarssottar kf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.