Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 Heiðríkja hugans Hversu dásamlegt er ekki að vakna á klárum sunnu- dagsmorgni, hugsunin kristaltær eftir hvíld laugardagsins og stál- slegin lungun þenjast af tæru lofti og hjartað fyllir sál og líkama yl blóðsins. Já, hvers óska menn sér frekar en njóta ómengaðs lofts, hins tæra drykkjarvatns og bláma fjallanna? Auðvitað er mönnum frjálst að brengla skilningarvitin í þökk ríkissjóðs og eriendra bænda, en þá líða menn áfram í gubbulegu hálfrökkri líkt og pest- argemlingar. Hvar er þá ísland og veröld björt? Máske finna menn hana í tilhlökkun föstudagsins þegar innri maðurinn á loksins að fá að njóta sannmælis. Veslings innri maðurinn, hvílíkur mórall hefir ekki þjáð þann fanga um aldir? Þessar einkennilegu hugs- anir leituðu á huga undirritaðs síðastliðinn sunnudagsmorgun, en þá sat hann að venju fyrir framan gamla góða ferðaspjallið hans Friðriks Páls Jónssonar er að þessu sinni seytlaði af öldum ljósvakans úr munni Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar er lýsti því er nokkrar skrifstofublækur úr Reykjavík tóku sig til og fóru með víkingaskip að sigla í þeirri miklu siglingu er efnt var til í Bandaríkjunum í tilefni af 200 ára afmælinu. Lýsing Sigurðar á þessu afreksverki, er hefir senni- íega borið hróður íslands víðar en margan grunar, var einnar ljós og það var eins og myndin af litla íslenska víkingaskipinu mitt í hafi hvítra segla stórskipanna grópað- ist í hugann og tengdist fyrr- greindum hughrifum sunnudags- morgunsins. Já það var svo sannarlega lærdómsríkt að geta fylgt eftir með klárum huga ferða- lagi þessa litla víkingaskips er spegiaðist á bláum öldunum um- vafið drifhvítum seglum, því þá var manni ljóst hvers virði það er að vera íslendingur að sagan gerir okkur stóra í hafi þjóðanna og tærleiki loftsins og vatnsins gerir okkur öfundsverð í sollnum heimi. Vígt vatn Er blessað vatnið er til fleiri hluta gagnlegt en fleyta skipum og slökkva þorsta, það má og helga og veita með því blessun trúarinn- ar inní líf hins innvígða. Litlu börnin er voru skírð í Fríkirkjunni í sunnudagsmessunni voru kannski ekki meðvituð um bless- unarmátt hins helga vatns er séra Gunnar Björnsson lét drjúpa yfir þau, svo hressilegar voru hrinurn- ar. En þar horfum við fram hjá kjarna málsins er sá að með helg- un skírnarinnar er ákveðinn eið- stafur knýttur milli foreldris og barns og milli hins skírða barns og þess kristna samfélags er það elst upp í. Væri vafalaust fegurra umhorfs í heimi hér ef þau tryKKÚarbönd væru betur virt og kærleikurinn réði hverri athöfn. En því miður er heimurinn ekki svo einfaldur. Hugsanir og tiifinn- ingar djöfulsins leita þar framrás- ar í hinum ólíklegustu myndum og skemma blóma heilla kynslóða. Menn gleypa við þessum myrku kenningum sem oft eru sendar eft- ir ósýnilegum leiðum frá hinum bergmálsiausu ókleyfu múrum hinna guðlausu og eftir sitja rænulausir dópistar, veiklyndir helgardrykkjumenntamenn og margir góðir drengir. Auðvelt stríðsfang hinna guðlausu á hin- um efsta degi. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Rod Steiger í hlutverki vísindamannsins og Anthony Perk ins í hlutverki lífvarðarins sem ekkert vílar fyrir sér. Dáðadrengirnir hefjast í kvöld ■i Dáðadrengir 45 nefnist nýr — breskur sjón- varpsmyndaflokkur í þremur þáttum sem hefur þeim Anthony Perkins og Rod Steiger á að skipa í aðaihlutverkum. Þættirnir fjalla um vís- indamann, David Sokarev að nafni, sem er ísraelsk- ur. Honum er boðið til London til að flytja fyrir- lestur um sín fræði, sem aðailega eru á sviði kjarn- orkumála. Á sama tíma eru hins vegar hryðjuverksamtök- in PLO að leggja á ráðin um að taka hann af lífi í London og sér til aðstoðar hafa þau fengið önnur hryðj u verkasamtök, bresk, til að aðstoða við ódæðið. Vísindamaðurinn kemst að því að honum verður fárra lífdaga auðið ef hann fer ekki varlega, og ísraelska stjórnin sem ekki er á þeim buxunum að láta einhver hryðju- verkasamtök koma í veg fyrir það sem einu sinni hefur verið ákveðið fær Sokarev lífvörð. Fyrir- mæli lífvarðarins eru ein- föld: Sokarev skal halda lífi hvað sem það kostar. „Hvað nú“ — Þáttur á ári æskunnar ■i Þetta ár hefur 00 verið tileinkað — ári æskunnar eins og flestum ætti að vera kunnugt. Á árinu hefur verið reynt að gera ýmislegt fyrir aldurshóp- inn 10—16 ára, en hann hefur að öllu jöfnu verið fremur afskiptur á undan- förnum árum. f útvarpinu í dag verður þáttur sem nefnist „Hvað nú“ og í honum mun Helgi Már Barðason fjalla um ár æskunnar, en Helgi er kunnur af þáttum sínum á rás 2. Helgi Már Barðason Kvikmynd um ungan fíkni- efnaneytenda í Reykjavík ■■■■I Fórnarlömbum O A 40 Ukniefna fer 4yU — sífellt fjölgandi auk þess sem fíkniefnin banka uppá hjá sífellt yngri krökkum. I kvöld verður sýnd stutt kvikmynd, sem sjón- varpið hefur látið vera, um stúlku sem orðið hefur fíkniefnanautninni að bráð. Eins og allir þeir vita sem fylgst hafa með þróun þessara mála í Reykjavík á undanförnum árum hefur farið að bera á því að fólk talsvert undir tvítugu er svo að segja komið í strætið og á vart í önnur hús að venda en meðferðarstofnanir og fangageymslur. Á sumrin má sjá þessi ungmenni halda sig niðri í bæ á sólskinsdegi eða uppi á Hlemmi. A vetrum sjást þessir krakkar ekki jafn mikið og eru þá í mörgum tilfellum í afvötnun, eins og það er kallað, eða inni á meðferðarstofnun. Eins og við er að búast mun þessi kvikmynd ein- ungis sýna brot af þeim vanda sem við er að etja, þar sem fíkniefnanotkun ungmenna í Reykjavík er, en á eftir kvikmyndinni verða umræður um mynd- ina sem Sigrún Stefáns- dóttir stjórnar. Rétt er að taka fram að sagan af unglingsstúlk- unni, Gullu, styðst við raunverulega atburði. Með hlutverk hennar fer Hel- ena Jónsdóttir. Hlemmur er vinsæll staður fíkniefnaneytenda og dry kkjusjúklinga. ÚTVARP N ÞRIÐJUDAGUR 17. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leiktimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Guövaröar Más Gunnlaugssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: — Guðmundur Hallgfimsson talar. 9.00 Fréttir. 9.0S Morgunstund barnanna: .Bleiki togarinn" eftir Ingi- björgu Jónsdóttur. Guðrún Birna Hannesdóttir byrjar lesturinn. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Man ég það sem löngu leið“. Ragnheiöur Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 I fórum minum. Umsjón: Inga Eydal. ROV- AK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttír. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Irin og út um gluggann. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 „Nú brosir nóttin". Æviminningar Guðmundar Einarsson. Theódór Gunn- laugsson skráöi. Baldur Pálmason les (15). 14.30 Miödegistónleikar. a. „Pétur og úlfurinn", ævintýri I tali og tónum eftir Sergei Prokoffiev. Phila- delphia-hljómsveitin leikur; Eugene Ormandy stjórnar. b. „Young person's guide to the orchestra" (Leiðarvlsir fyrir ungt fólk að sinfónlu- hljómsveit) eftir Benjamin Britten. Sinfónluhljómsveit Lundúna leikur; höfundur stjórnar. 15.15 Út og suöur. Endurtekinn þáttur Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi. 15.50 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Upptaktur. — Guðmundur Benedikts- son. 17.05 „Hversvegna, Lamla?" eftir Patriciu M.St. John. I 1935 Ævintýri Olivers bangsa Fjóröi þáttur. Franskur brúöu- og teiknimyndaflokk- ur I þrettán þáttum um vlö- förlan bangsa og vini hans. Þýöandi Guöni Kolbeinsson, lesari meö honum Bergdls Bjðrt Guðnadóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Gulla — fórnarlamb flkniefna Stutt mynd sem Sjónvarpiö Helgi Ellasson les þýðingu Benedikts Arnkelssonar (15). 17.40 Slðdegisútvarp. — Sverrir Gauti Diego. Tón- leikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sig- uröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Hvað nú? A ári æskunnar. Umsjón: Helgi Már Barðason. 20.40 islenskur tónlistarmaöur I Danmörku. Glsli Helgason ræðir við Kristinn Vilhelmsson. 21.10 Tónlist eftir Edward Elg- ar. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 17. september hefur látið gera um flkniefna- notkun unglinga I Reykjavlk. I kjölfar myndarinnar stjórnar Sigrún Stefánsdóttir umræð- um um þetta efni. Þátttak- endur eru Arnar Jensson, deildarstjóri I Flkniefnadeild lögreglunnar, Sigtryggur Jónsson, sálfræöingur, Sig- urður Pálsson, deildarstjóri hjá Námsgagnastofnun og Þórunn Benediktsdóttir hús- móöir. Sagan af Gullu styöst við raunverulega atburði. Með hlutverk hennar fer Hel- ena Jónsdóttir. Hljómsveitin „Bournemouth Sinfonietta" leikur; Normal del Mar stjórnar. 21.30 Útvarpsagan: „Sultur" eftir Knut Hamsun. Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi þýddi. Hjalti Rögn- valdsson les (14). 2200 Tónleikar. 2215 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2235 óperutónlist. „La voix humaine", ópera fyrir sópranrödd og hljóm- sveit ettir Francis Poulenc. Carole Farley syngur með Sinfónluhljómsveit I Adela- ide. José Serabrier stjórnar. Kynnir: Gunnsteinn Ölafs- son. 21.45 Dáðadrengir (The Glory Boys) Bresk sjónvarpsmynd I þremur hlutum, gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Gerald Seymour. Aöalhlut- verk: Rod Steiger og Anth- ony Perklns. Tveir palest- inskir hryöuverkamenn eru sendir til Lundúna til að vega Israelskan v/sindamann. Isra- elsmenn fá veður af tilræö- inu og leita aöstoöar bresku leyniþjónustunnar. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 2240 Fréttir I dagskrárlok. 23.30 Tómstundaiöja fólks á Norðurlöndum. Noregur. Fjórði þáttir af fimm á ensku sem útvarps- stöðvar Norðurlanda hafa gert. Umsjónarmaöur: Arne Bakke. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 17. september 10.00—1200 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Glsll Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Með slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 1630—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarö Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.