Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 7 Listamaðurinn Erró til hægri á myndinni i spjalli við Magnús Bjarnfreðsson. Sýning Erró: Tuttugu og þrjú málverk seldust á tveim tímum Á laugardaginn opnaði Erró sýningu á verkum sínum í kjallara Norræna hússins. Mikið fjölmenni var við opnunina og komu á annað þúsund gestir á sýninguna opnunardaginn. Stöðugur straumur var einnig af fólki í gær, en að sögn Garðars Svavarssonar komu þá á 14. hundrað sýningargestir. Á fyrstu tveim opnunartímum sýningarinnar seldust um 23 málverk og í gær voru örfá óseld. Meðalverð á málverkunum er 130—140 þúsund krónur. Stjóm Sambands ungra framsóknarmanna: „Ríkisstjórnin að missa tökin á efnahagsmál- um þjóðarinnar" í ÁLYKTUN, sem samþykkt var á fundi stjórnar Sambands ungra framsókn- armanna (SUF) að Bifröst á sunnudaginn, er lýst áhyggjum yfir því, að ríkisstjórnin sé að missa tökin á efnahagsmálum þjóðarinnar. „Verðbólga hefur farið vaxandi, þensla aukist og erlendar skuldir hækkað. Við slíkar aðstæður ber að reka ríkissjóð hallalausan. Stjórn SUF skorar á þingmenn Fram- sóknarflokksins að standa við það markmið. Að öðrum kosti nást ekki þau markmið sem Framsóknar- flokkurinn hefur sett sér í efna- hagsmálum, þ.e. full atvinna, hjaðnandi verðbólga og minnkandi erlendar skuldir," segir í ályktun- inni. Þá kveðst stjórn SUF vilja minna þingmenn Framsóknar- flokksins á tillögur sambandsins í skattamálum: „Hátekjuskattur, hækkun eignarskatts, hækkun skatts á skrifstofu- og verslunar- húsnæði eru sjálfsagðar og sann- gjarnar tekjuöflunarleiðir eins og málum er nú háttað." Ennfremur segir í ályktuninni, að stjórn SUF telji að Framsóknar- flokkurinn „verði að gera þá kröfu til þeirra ráðherra, sem fara með útgjaldamestu ráðuneytin, eins og menntamála- heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, að þeir sýni viðleitni til sparnaðar og hag- ræðingar í rekstri sinna ráðu- nevta“. I frétt, sem SUF sendi fjölmiðl-- um í gær, kemur fram, að formaður sambandsins, Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra, hefur í tilefni af úrslitum kosninganna í Svíþjóð á sunnudag sent Bengt Vesterberg, formanni sænska Þjóðarflokksins, svohljóð- andi heillaóskaskeyti: „Frelsi og frjálslyndi með félagslegri ábyrgð er stefna framtíðarinnar. Það hafið þið sýnt í Svíþjóð eins og við mun- um gera á íslandi. Hamingjuóskir með sigurinn." Húsavík: Fallþungi dilka undir meðallagi HúsavTk, 16. september. Slátrun sauðfjár hófst hjá Kaupfélagi Þingeyinga á fimmtudaginn og er áætlað að slátrað verði 43 þúsundum fjár, og er það um 3 þús. fleira en í fyrra. Almennt er talið að fallþungi dilka verði neðan við meðallag í haust. Þar er um kennt júlíkulda- kastinu og snjókomu til heiða í haust fyrr en vant er svo að sauðfé fór af afréttinni fyrr en eðlilegt var og var komið að heiðargirðingu það snemma að göngum var sums stað- ar flýtt. — Fréttaritari Bæiarins w Nú hitftast bros; Nú hittast brosandi Utsýnarfarþegar hressir ánægjulegar ferðir sumarsins á glæsilegri meö Fríklúbbnum f BÖDÁD WAT kl. 20.00 Húsiö opnar meö músík og lif- andi myndum. kl. 20.45 Hátíðin hefst meö boröhaldi, þar sem Ijúffengur kvöld- veröur er framreiddur. Verö aöeins kr. 690 Matseðill: Soupe a la Carmélite Noisettes d’agneau Diljon föstudaginn 20. september. Heiðar Hermann Ingimar Eydal leikur Ijúfa tónlist meöan gestir smjatta á Ijúffengum réttum. Kynnir hinn eldhressi Hermann Gunnarsson Heiöar Jónsson, snyrtir kynnir nýstárlega snyrti- og hárgreiðslusýningu, þar sem fjórir þátttakendur úr landsliöi íslands i hárgreiöslu leika listir sínar: Sólveig Leifsdóttir hárgreiöslustofunni Gígju, Guöfinna Jóhannsdóttir, hárgreiöslustofunni Ýr, Dorothea Magnúsdóttir hársnyrtistofunni Papillu og Helga Bjarnadóttir, hárgreiöslustofunni Carmen sýna okkur hárgreiöslu, en þœr eru á förum til Vínarborgar á Evrópukeppni hárgreiöslumeistara. Tízkusýning: i fyrsta sinn sérhönnuð vetrartízka frá íslenzku tízkuhúsi: Maríunum, Klapparstíg. Model 79 sýna. Myndasýning frá sólríkum sumardögum i Útsýnarferöum Ingólfur Guðbrandsson og Magnús Hjörleifsson Kynningá haust- og vetrarferöum Útsýnar og starfssemi FRÍ-klúbbsins. Ingólfur Guö- brandsson og Erlingur Karlsson. Brugðiö á leik meö FRi-klúbbnum: Ingibjörg Hj. Jónsdóttir Omar Ragnarssonskemmur með splunkunýju hlátursprógrammi Stór-feröabingó — glæsilegir vinningar Ómar FyrÍrSSBÍUkeppnÍn hefst fyrir næsta ár: Ungfrú og herra Otsýn Dunandi frameftir nóttu: Hin geysivínsæla hljomsveit Ingí- mars Eydal og söngkonan Inga Eydal, ásamt Magnúsi Gunnars- syni í diskótekinu. KLUBBURINN Borðapantanir og aðgöngumiðar Broadway sími 687553
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.