Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
7
Listamaðurinn Erró til hægri á myndinni i spjalli við Magnús Bjarnfreðsson.
Sýning Erró:
Tuttugu og þrjú málverk
seldust á tveim tímum
Á laugardaginn opnaði Erró sýningu á verkum sínum í kjallara Norræna hússins. Mikið fjölmenni var
við opnunina og komu á annað þúsund gestir á sýninguna opnunardaginn.
Stöðugur straumur var einnig af fólki í gær, en að sögn Garðars Svavarssonar komu þá á 14. hundrað
sýningargestir. Á fyrstu tveim opnunartímum sýningarinnar seldust um 23 málverk og í gær voru örfá
óseld. Meðalverð á málverkunum er 130—140 þúsund krónur.
Stjóm Sambands ungra framsóknarmanna:
„Ríkisstjórnin að
missa tökin
á efnahagsmál-
um þjóðarinnar"
í ÁLYKTUN, sem samþykkt var á fundi stjórnar Sambands ungra framsókn-
armanna (SUF) að Bifröst á sunnudaginn, er lýst áhyggjum yfir því, að
ríkisstjórnin sé að missa tökin á efnahagsmálum þjóðarinnar.
„Verðbólga hefur farið vaxandi,
þensla aukist og erlendar skuldir
hækkað. Við slíkar aðstæður ber að
reka ríkissjóð hallalausan. Stjórn
SUF skorar á þingmenn Fram-
sóknarflokksins að standa við það
markmið. Að öðrum kosti nást ekki
þau markmið sem Framsóknar-
flokkurinn hefur sett sér í efna-
hagsmálum, þ.e. full atvinna,
hjaðnandi verðbólga og minnkandi
erlendar skuldir," segir í ályktun-
inni.
Þá kveðst stjórn SUF vilja
minna þingmenn Framsóknar-
flokksins á tillögur sambandsins í
skattamálum: „Hátekjuskattur,
hækkun eignarskatts, hækkun
skatts á skrifstofu- og verslunar-
húsnæði eru sjálfsagðar og sann-
gjarnar tekjuöflunarleiðir eins og
málum er nú háttað."
Ennfremur segir í ályktuninni,
að stjórn SUF telji að Framsóknar-
flokkurinn „verði að gera þá kröfu
til þeirra ráðherra, sem fara með
útgjaldamestu ráðuneytin, eins og
menntamála- heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið, að þeir
sýni viðleitni til sparnaðar og hag-
ræðingar í rekstri sinna ráðu-
nevta“.
I frétt, sem SUF sendi fjölmiðl--
um í gær, kemur fram, að formaður
sambandsins, Finnur Ingólfsson,
aðstoðarmaður sjávarútvegs-
ráðherra, hefur í tilefni af úrslitum
kosninganna í Svíþjóð á sunnudag
sent Bengt Vesterberg, formanni
sænska Þjóðarflokksins, svohljóð-
andi heillaóskaskeyti: „Frelsi og
frjálslyndi með félagslegri ábyrgð
er stefna framtíðarinnar. Það hafið
þið sýnt í Svíþjóð eins og við mun-
um gera á íslandi. Hamingjuóskir
með sigurinn."
Húsavík:
Fallþungi dilka
undir meðallagi
HúsavTk, 16. september.
Slátrun sauðfjár hófst hjá Kaupfélagi
Þingeyinga á fimmtudaginn og er
áætlað að slátrað verði 43 þúsundum
fjár, og er það um 3 þús. fleira en í
fyrra.
Almennt er talið að fallþungi
dilka verði neðan við meðallag í
haust. Þar er um kennt júlíkulda-
kastinu og snjókomu til heiða í
haust fyrr en vant er svo að sauðfé
fór af afréttinni fyrr en eðlilegt var
og var komið að heiðargirðingu það
snemma að göngum var sums stað-
ar flýtt. — Fréttaritari
Bæiarins
w Nú hitftast bros;
Nú hittast brosandi Utsýnarfarþegar hressir
ánægjulegar ferðir sumarsins á glæsilegri
meö Fríklúbbnum f
BÖDÁD
WAT
kl. 20.00 Húsiö opnar meö músík og lif-
andi myndum.
kl. 20.45 Hátíðin hefst meö boröhaldi,
þar sem Ijúffengur kvöld-
veröur er framreiddur.
Verö aöeins kr. 690
Matseðill:
Soupe a la Carmélite
Noisettes d’agneau Diljon
föstudaginn 20. september.
Heiðar
Hermann
Ingimar Eydal leikur Ijúfa tónlist meöan gestir smjatta á Ijúffengum réttum.
Kynnir hinn eldhressi Hermann Gunnarsson
Heiöar Jónsson, snyrtir kynnir nýstárlega snyrti- og hárgreiðslusýningu, þar
sem fjórir þátttakendur úr landsliöi íslands i hárgreiöslu leika listir sínar: Sólveig Leifsdóttir
hárgreiöslustofunni Gígju, Guöfinna Jóhannsdóttir, hárgreiöslustofunni Ýr, Dorothea
Magnúsdóttir hársnyrtistofunni Papillu og Helga Bjarnadóttir, hárgreiöslustofunni Carmen
sýna okkur hárgreiöslu, en þœr eru á förum til Vínarborgar á Evrópukeppni hárgreiöslumeistara.
Tízkusýning: i fyrsta sinn sérhönnuð vetrartízka frá íslenzku tízkuhúsi: Maríunum,
Klapparstíg. Model 79 sýna.
Myndasýning frá sólríkum sumardögum i Útsýnarferöum Ingólfur Guðbrandsson
og Magnús Hjörleifsson
Kynningá haust- og vetrarferöum Útsýnar og starfssemi FRÍ-klúbbsins. Ingólfur Guö-
brandsson og Erlingur Karlsson.
Brugðiö á leik meö FRi-klúbbnum: Ingibjörg Hj. Jónsdóttir
Omar Ragnarssonskemmur með splunkunýju hlátursprógrammi
Stór-feröabingó — glæsilegir vinningar
Ómar FyrÍrSSBÍUkeppnÍn hefst fyrir næsta ár: Ungfrú og herra Otsýn
Dunandi
frameftir nóttu:
Hin geysivínsæla hljomsveit Ingí-
mars Eydal og söngkonan Inga
Eydal, ásamt Magnúsi Gunnars-
syni í diskótekinu.
KLUBBURINN
Borðapantanir og aðgöngumiðar
Broadway sími 687553