Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 17

Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 17
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 17 Sonja krónprinsessa Norðmanna ásamt nokkrum forsvarsmðnnum menning- armiðstöðvarinnar í Svíavirki fyrir utan aðalbygginguna. mun hún hafa heppnast mjög vel og verið öllum til sóma. Þar sem ég var þá á eigin vegum og ekki full- trúi íslenzkra listasamtaka, gleym- dist að bjóða mér og vakti það mikla furðu finnskra listamanna, er hringdu út og suður til að reyna að leiðrétta misskilninginn — en mér var sama, enda að undirbúa Parísarför, svo sem fyrr segir, og hélt mig við sódavatnið og léttan kost. Um kvöldið reikaði ég um allar eyjarnar og átti friðsæla stund með dýrlegu sólarlagi og eintali við grómögn náttúrunnar og ótal fallbyssur, með þá einstæðu fortíð að vera aldrei notaðar í stríði og verða þannig engum að fjörtjóni. — Ég vil fara nokkrum orðum um sýningarnar, er i gangi voru, en af þeim er tveim lokið, Aurora og Playwood. Sýningin Aurora hófst 24. maí og lauk 25. ágúst. Sýningin var með mjög alþjóðlegu yfirbragði svo sem forskrift lista- markaðsins býður og fátt sem skar sig úr. íslendingarnir, þeir Halldór Ásgeirsson og Ingólfur Árnason, féilu vel inn í þennan hóp — einkum vöktu myndir Halldórs athygli fyrir ferskleika. Sýning listaskólanem- anna, „Playwood", við Hamilton— virkisveggina (Bastian Hamilton) hvarf næstum inn í umhverfi sitt, villtan gróður og svipmikla virkis- veggi og líktist helst veikbyggðum tilburðum Graffiti-listamanna i umhverfi, er yfirgnæfir alla slíka myndræna afthafnasemi. Hefði þurft að vera sett upp í opnu og hlutlausara svæði. Þessi- sýning var opnuð 15. júlí og lauk 8. september. Aðalsýningin, „1945—1980 - List á Norðurlöndum", er að sjálfsögðu veigamest og stendur hún til 29. september. Hún er um margt áhugaverð og vekur til umhugsunar um norrænan myndlistarvettvang. Söfnin völdu mismunandi leiðir um val verka, t.d. um fjölda lista- manna. Þó voru ýmsar ákveðnar reglur um þátttöku. Þar sem rými var mjög takmarkað, var algjörlega útilokað að bregða upp trúverðugri mynd af þróuninni á þessu tíma- skeiði og einungis mögulegt að kynna brotabrot af henni. Þess var óskað af skipuleggjendum sýning- arinnar, að hvert safn veldi úrval myndverka 3—6 listamanna. Ekki virtu öll söfnin þetta ákvæði, og þannig er tala listamanna yfirleitt I hámarki og þar yfir, nema hvað íslandi viðvíkur, en þar hafa menn valið skynsamlega leið með þrjá listamenn frá Listasafni íslands, en fjóra frá Nýlistasafninu. Þess var einnig óskað, að innsend verk væru ekki mjög stór og fyrirferðar- mikil né viðkvæm fyrir skemmdum eða raski. Þetta ákvæði héldu allar þjóðirnar nema ísland, þ.e. Nýlista- safnið, sem notar ekki einungis rými sitt, heldur ryðst inn á vett- vang Listasafns íslands með tvö verk af viðkvæmara taginu. Annars vegar var um að ræða moldarfer- hyrning, sem var vægast sagt illa staðsettur, enda hafði fólkið gengið yfir hann þvers og kruss á fyrsta degi, þannig að gólfið allt i kring var eitt skítasvað. Hins vegar var um að ræða myndaröð á aflöngum stalli úr gifsi og hálmi, er var stað- settur skáhalt þvert yfir gólfið og rýrði það möguleika fólks til yfir- sýnar yfir verkin frá Listasafninu, en þau voru eftir þá Jóhann Briem, Svavar Guðnason og Þorvald Skúla- son. Var hlutur þeirra stórlega rýrður með þessari uppákomu og skil ég ekki, hví Nýlistasafninu nægði ekki sitt eigið rými. Þá ber og að geta, að Jón Gunnar Árnason var mættur með alltof fyrirferðar- mikið skúlptúrverk og náðu vírarm- ar þess þvert yfir gólfrýmið og lá vel við hugsanlegum skemmdum — enda var búið að brjóta dálítið úr því á fyrsta degi. Mér voru ekki kunnar reglur sýn- ingarinnar, er ég var þarna, en þrátt fyrir það kom þetta mér mjög spánskt fyrir sjónir með hliðsjón af eigin reynslu við uppsetningu alþjóðlegra sýninga. Alvarlegra mál er, að fulltrúar frá Nýlistasafn- inu voru mættir á staðinn og annar þeirra a.m.k. á styrk frá Mennta- málaráðuneytinu, en enginn frá Listasafni íslands. Skildist mér, að þeir hefðu verið með í ráðum um uppsetningu sýningardeildarinnar, og er það undarlegt þvi að þeir höfðu ekkert umboð Listasafns ís- lands til að ráðskast með rými þess og hvað þá heldur rýra hlut safns- ins. Hinn mikli hlutur Nýlista- safnsins á sýningunum er og til umhugsunar. Það, að Nýlistasafns- menn kynna sérstaklega Diter Rot og þá sjálfsagt sem íslenzkan lista- mann og telja hann hinn eina, er hafi haft heilbrigð áhrif á íslenzka nútímalist verður að teljast þeirra einkamál. Þetta er gert með góðri aðstoð listasagnfræðinga þeirra, er rita í sýningarskrárnar. Útlendir mega þó vita, að íslenzk myndlist er miklu breiðari vett- vangur en svo, að hann einskorðist við afurðir frá Nýlistasafninu ásamt hollenzkum og þýzkum við- horfum. — Sýningin í heild var um margt áhugaverð og ágætt dæmi um gott og slæmt í norrænni myndlist svo sem listgagnrýnandi Politiken, Gunnar Jespersen, segir i fyrirsögn listdóms um sýninguna (Nordisk pá godt og ondt). Hann getur um framlag allra þjóðanna nema Is- lands (sem má e.t.v. vera skiljan- legt), en fer þó uppörvandi orðum um framlag Halldórs Ásgeirssonar á sýningunni Aurora. Aðra list- dóma hef ég ekki séð ennþá, er þetta er ritað. Vefjarlistarsýning finnsku lista- kvennanna staðfesti styrk þeirra á því sviði, og ljósmyndasýningin var fróðleg. Bókasafnið er mjög skemmtilega hannað og býður upp á mikla möguleika. Það er með mikilli eftirvæntingu, sem menn hljóta að fylgjast með framvindunni á Sveaborg næstu árin, og nú skiptir miklu máli, að starfsemin einkennist af víðsýni og fordómaleysi, þannig að fólk al- mennt fái áhuga á því sem þar gerist, en það skiptir sköpum. En mikilvægast er þó, að menn- ingarmiðstöð Norðurlanda hafi yfir sér Norræn einkenni en verði ekki alfarið bergmál þess sem lista- markaðurinn fjármagnar af mikl- um móð um víða veröld hverju sinni. Um allan heim eru gagn- rýnendur farnir að kvarta yfir einlitri stefnu í myndlist, og horfir það til framfara. Það hefur sem sé ekki mikinn tilgang að ferðast langa leið á milli landa til skoðunar nútímalistasafna og sýninga og sjá alls staðar það sama. Þrátt fyrir að myndlistin hafi aldrei verið fjöl- skrúðugri en einmitt hin síðari ár. Vinsœlir jazzballett- búningar fró Parfs, mikið úival. Búðin er opin frá kl. 14 - 23. Póstsendum. o 6*7701

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.