Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 19

Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 19 minni húsmóðurinnar, úr Dagur ei meir. Þar segir m.a.: kona sem ung var gefin njáli og gengur með honum úr einum eldi í annan, þessum taðskegglingi, býr hálfa öld með einhverjum karlhrúti sem var settur á fyrir agalegan misskilning: kona sem er umfram allt þvímiður og guðisélof kona. Freyja Matthíasar leiddi hug- ann að ljóði sem var dreift til gesta ljóðlistarhátíðarinnar á fjórða ljóðakvöldinu. Það er ort á dönsku og er eftir Nínu Björk Árnadóttur. En kniv som skal ind til mit hjerte stikkes i min ryg. En kniv kann ikke blive i min ryg men rækker den ind i mit hjerte sidder den der for evigt og det er det jeg vil min elskede Poet Kollega. (Et digt om dine Digte) Að lokum las Vilborg Dag- bjartsdóttir ljóð eftir Snorra Hjartarson, heiðursgest hátíðar- innar. Þannig endaði Norræna ljóðlist- arhátíðin í Norræna húsinu. innblásið af skáldskap úr Gagni og gaman stendur þetta: „Jörðin sagði ekki neitt. Þá er ég bara, sagði Óli, og það var hann.“ Eitthvað var Nietzsche líka á dagskrá. Björk Guðmundsdóttir, sem er kunnugt sem einhver uppruna- legasta söngkona sem lengi hefur komið fram, las tvo rokktexta. Fingurgómarnir snerta glitskýin, sagði Björk okkur og flutti hnit- miðaðan boðskap með orðunum: „Hann er guð, ég er guð, allir eru góðir.“ Frá Danmörku (eða hvað) barst rödd súrrealistans Sjónar og gjöf hans til Ljóðahátíðarinnar sem var skór fullur af hnetum. Sjón komdu undan borðinu, mælti seg- ulbandið. Framlag Sjónar var leikræns eðlis. Ljóðskáldasalat ungu skáldanna var vel heppnað, ekki sem verst á bragðið og þeir sem hlustuðu og sáu voru ekki hinir sömu og á há- tíðinni margnefndu, með fáeinum undantekningum þó. Vonandi fáum við meira salat í framtíð- inni. Eitt skáldanna sem boðað var til salatáts, Linda Vilhjálmsdótt- ir, kom ekki til veislunnar. Það verður að telja skaða. esid reglulega af ölmm fjöldanum! Rándýrið drepið Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson ZAPPA ★★★ Leikstjóri Billie August. Handrit Billie August og Bjarne Reuter. Að- alleikendur Adam Tönsberg, Peter Reichardt, Martin Hoff, Jens Okking, Arne Hansen, Solbjörg Höjfeldt, Lone Lindorff. Dönsk, gerð 1983 af Kærne film. Sýningar- tími 103 mín. Zappa segir frá félagsskap þriggja, danskra unglingspilta, hvernig þeir breytast úr hrekkja- lómum í glæpaspírur fyrir atbeina foringjans, (Adam Tönsberg). Hann er kaldrifjaður forsprakki, einkasonur velstæðra forelda, skortir ekkert — utan athygli. Sömu sögu er að segja af félögum hans, hvorugir fá þeir umtals- verða hvatningu heimafyrir, hvorki hinn ístöðulausi (Peter Reichardt) né sá feiti og utangátta (Martin Hoff). Sá síðarnefndi ger- ir allt til að komast í hinn „rétta“ félagsskap, en sér sig þó um hönd áður en í óefni er komið. ist ekki þykja vænt um neitt ann- að en ránfiskinn sinn, Zappa. Til að finna að hann sé einhver, ráðsk- ast hann með félaga sína, leiðir þá í hvern glæpinn á fætur öðrum sem verða síalvarlegri. Reichardt kemur frá millistétt- arfjölskyldu sem sýnir honum litla ræktarsemi. Það er þó þessi veikgeðja piltur sem fyrstur gerir sér grein fyrir að mál sé að linni og gerir upp sakirnar við höfuð- paurinn. Ástæðuna fyrir kaldlyndi og glæpahneigð Adams er fyrst og fremst að finna í vöntun hans á umhyggju og athygli foreldranna, sem eru algjörlega upptekin af sjálfum sér og sinna þessum greinda pilti ekkert. Honum virð- Adatn T«»nsberg Reíchhardt MoftmHoi Zappa er athyglisverð mynd sem fjallar um hið eilífa vandamál — unglingana — en rætur þess má jafnan rekja til þeirra sem eldri eru. Hún er því sannkölluð fjöl- skyldumynd. Vekur áhorfandann til umhugsunar um að hættuna er jafnan að finna i túnfætinu. Zappa er dönsk en efni hennar alþjóð- legt. m* ' ■ i 8 ALDREIBETRI ALDREI GLÆSILEGRI FYRSTA SENDING UPPSELD Næsta sending tilafgreidslu um mánadamótin Tryggidykkurþennan margfalda verdlaunabílá frábæru verdi Daihatsu Charade fremstur í sparneytni, gæöum, þjónustu og endursöiu. DAIHATSUUMBOÐIÐ ARMULA 23. S: 685870 - 81733.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.