Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
Sprengingamar í Kaupmannahöfn:
Tólf manns meidd-
ust smávægilega
— en talsverðar skemmdir urðu á eignum
Kaupmannftböríi, 18. september. AP.
TVÆR sprengingar röskuðu friði á
nýirshátíð gyðinga i sunnudags-
kvöld, og ollu miklum skemmdum á
matvöruverslun og ferðaskrifstofu í
miðborg Kaupmannahafnar. A.m.k.
tóir manns þurftu að láta gera að
sárum sínum eftir tilræðin, en ekki
var vitað um nein meiriháttar meiðsl
á fólki.
Fyrri sprengjan sprakk fyrir
utan verslun í Vennersgade, sem
hefur á boðstólum matvörur í
samræmi við trúarsiði gyðinga.
Örskömmu seinna sprakk hin síð-
ari við ferðaskrifstofu í Fari-
magsgade, er sérhæfir sig í ferð-
um til ísraels.
Lögreglan hafði enga hugmynd
um, hverjir staðið hefðu á bak við
sprengingarnar, en þær urðu með
fáeinna minútna millibili og eru
aðeins nokkur hundruð metrar á
milli húsanna.
A.m.k. tólf vegfarendur, sem
leið áttu fram hjá húsunum, er
sprengingarnar riðu yfir, fóru eða
voru fluttir á spítala vegna áverka
sem þeir hlutu af glerbrotum sem
þeyttust í allar áttir. Að sögn
lögreglunnar fengu allir að fara
heim, þegar gert hafði verið að
sárum þeirra.
Mestar skemmdir urðu í mat-
vöruversluninni, og myndaðist
stórt gap í gangstéttinni fyrir
utan, auk þess sem tveir kyrrstæð-
ir bílar eyðilögðust.
Ekki eru enn liðnir tveir mánuð-
ir frá því að tvær sprengjur
hermdarverkamanna sprungu í
Kaupmannahöfn, önnur í sam-
kunduhúsi gyðinga, en hin i
bandarískri ferðaskrifstofu í
hjarta borgarinnar.
Samtök hryðjuverkamanna frá
Beirút i Líbanon, sem kalla sig
„Heilagt stríð“, lýstu þá yfir
ábyrgð sinni á sprengingunum og
kváðust vera að hefna fyrir árásir
ísraela og Bandaríkjamanna.
Einn maður lést og yfir 20 særð-
ust.
Smábam deyr úr
ónæmistæringu
Montpellier, Frakklandi, 16. sepL AP.
18 mánaöa gamall drengur, sem
þjáöist af ónæmistæringu, dó í borg-
inni Montpellier í Frakklandi í síö-
ustu viku. Læknir hans, Dr. Michel
Rodiere, sagöi að drengurinn, tvíburi
sem fæddist fyrir tímann, heföi tekið
sjúkdóminn eftir að hafa fengiö blóö-
gjöf við fæðingu.
Þar með hafa fjögur smábörn lát-
ist úr ónæmistæringu í Frakklandi.
Forsætisráðherra landsins, Laurent
Fabius, hefur fyrirskipað að allir
blóðgjafar skuli gangast undir sér-
staka blóðprufu, sem sker úr um
hvort þeir séu sýktir af ónæmistær-
ingu og öðlaðist þessi regla gildi i
ágúst síðastliðnum.
AP/Slmamynd
Svona var umhorfs eftir aöra sprenginguna en hún varö við verslun í eigu
gyöinga.
Frjálslyndi þjóðarflokkurinn
sigurvegari sænsku kosninganna
— en jafnaðarmenn sitja áfram við völd
Eftir Pétur
Pétursson
SIGURVEGARINN í þessum kosn-
ingum er Bengt Westerberg og
flokkur hans, Frjálslyndi þjóöar-
flokkurinn, sem fékk 14,3%c at-
kvæöa — en í kosningunum 1982
fékk sami flokkur aðeins 5,9%«.
Þá voru forsvarsmenn flokksins
hræddir um að hann mundi jafnvel
hverfa úr sögunni sem þingflokkur
viö næstu kosningar. En nú er þaö
Ijóst að flokkurinn hefur eignast
frábæran leiðtoga þar sem Wester-
berg er. Hann er líklegur til að
gera stóra hluti fyrir flokk sinn í
sænskum stjórnmálum í nánustu
framtíð.
Þessi úrslit komu jafnvel
Westerberg sjálfum á óvart.
Hann tók við formennsku árið
1983 og lengi vel sýndu skoðana-
kannanir enga fylgisaukningu.
Það var ekki fyrr en nokkuð var
liðið á kosningabaráttuna, að
talan fyrir Þjóðarflokkinn fór að
hækka, hægt en öruggt. Þremur
dögum fyrir kosningarnar sýndi
SIFO-stofnunin að flokkurinn
hafði 10,7%«. Westerberg sagði
þá með sinu sérstaka raunsæi í
svipnum, sem nú er orðið al-
þekkt, að hann tryði varlega á
þessar tölur. Hann sagðist með-
vitaður um það að flokkurinn
væri á uppleið, en taldi óraun-
hæft að búast við að hann fengi
yfir 10%o atkvæða.
Vinstri meirihluti
á þinginu
Þótt sósíaldemókrataflokkur-
inn hafi misst menn af þingi,
fara þeir áfram með völd. Þeir
fengu nú 44,9% atkvæða, en það
er tæpu 1 prósenti minna en við
næstu kosningar á undan. Stjórn
Olofs Palme verður því enn háð-
ari kommúnistum, sem fengu
nokkurnveginn jafnmarga þing-
menn nú og við kosningarnar
1982. Á síðasta kjörtímabili hafði
sósíaldemókrataflokkurinn einn
fleiri þingsæti en borgaraflokk-
arnir þrír til samans og það var
aðeins, ef kommúnistar hefðu
gengið í lið með borgaraflokkun-
um að þeir gátu fellt frumvörp
stjórnarinnar, en það var ekki
líklegt. Nú verður stjórnin hins
vegar háð beinum stuðningi frá
kommúnistum, ef borgaraflokk-
arnir standa saman í stjórnar-
andstöðu. Ekki er þó um það að
ræða að kommúnistar vilji fá
ráðherraembætti. Formaður
þeirra Lars Werner lýsti því yfir
þegar í kosningabaráttunni, að
þeir hefðu ekki áhuga á að sitja
í stjórn. Ot yfir það að fá aukið
fylgi var aðalmál þeirra að koma
í veg fyrir hægri stjórn og
styrkja stöðu sína innan vinstri
fylkingarinnar. Þetta hefur þeim
tekist.
Leitar Palme samstarfs
við miðflokkana?
Formaður sósíaldemókrata,
Olof Palme, er hæst ánægður
með kosningaúrslitin og er engu
líkara en að hann hafi unnið
stærsta sigurinn. „Það leit illa út
fyrir hálfu ári,“ segir hann. „Þá
hefðu fáir trúað því að þjóðin
myndi gefa okkur tækifæri til
þess að fara með völd áfram.“
Ánægðastur er Palme með það
að hægri sveiflan virðist nú vera
úr sér gengin. „Okkur hefur tek-
ist að stöðva leiftursókn hægri
aflanna," segir hann og leggur
nýlíberalismann að jöfnu við
eigingirni. „Þjóðin hefur hafnað
henni,“ segir hann og bendir á
að fylgisaukning Þjóðarflokksins
byggist á því að Bengt Wester-
berg snerist á síðustu vikum
kosningabaráttunnar gegn hinni
eindregnu hægristefnu Móder-
ataflokksins og lagði aukna
áherslu á sósiallíberalismann,
þ.e.a.s. frjálst markaðskerfi
ásamt félagslegri velferð og ör-
yggi-
Palme spáir því að tap Móder-
ataflokksins, sem mjög kom á
óvart, geri það að verkum að
auðveldara verði að ná sam-
komulagi við miðflokkana, sem á
síðasta kjörtímabili hafa starfað
undir ægishjálmi hægri flokks-
ins, er allar skoðanakannanir
sýndu að naut vaxandi fylgis
meðal þjóðarinnar. Nú verða
móderatar ekki jafn sjálfsagðir
leiðtogar stjórnarandstöðunnar.
Það kom greinilega fram í viðtali
við Olof Palme eftir að úrslitin
lágu nokkurnveginn ljós fyrir,
að hann er tilbúinn til að ræða
samstarf við miðflokkana. Þar
með gætu sósíaldemókratar
komið málum í gegnum þingið án
þess að vera algerlega háðir
stuðningi kommúnista. Mið-
flokkarnir gætu þá einnig haft
áhrif á gang mála og komið fram
einhverju af sinum málum með
samningum við stjórnina. Fyrir
kosningar var þó ekki að heyra
á Westerberg að hann hefði
áhuga á nánu samstarfi við sós-
íaldemókrata. En aldrei er að
vita hvað gerist þegar kosninga-
hitinn hefur hjaðnað og stríðs-
mennirnir slíðrað sverðin og
sleikt sár sín. Það er því ekki
víst að stjórnin verði eins háð
stuðningi kommúnista og virðist
við fyrstu sýn.
Höfundur er fréttarítarí Mbl. í
Lundi Sríþjóó.
Veður
víða um heim
Hæsl
Akureyn 6 •kýjaö
Ameterdam 1 18 akýjaö
Aþena 16 27 Hatóakfrt
Barcakma 24 Mttskýjaö
Berlín 9 17 akýjað
BrUeael 10 20 skýjaö
Chicago 4 21 skýjaö
Dublin 9 17 skýjaö
Feneyjar 20 skúrir
Frankfurt 6 15 skýjaú
Gent 11 10 skýjaú
HeteMii 10 14 •kýjaö
Hong Kong 27 30 haióakírt
Jenieatem 8 20 haiöakirt
Kaupmannah. 10 11 •kýjaö
La* Patmas 25 lúttskýjað
Uaeabon 23 38 heiöskirt
Lbndon 11 16 •kýjsö
Los Angeles 17 28 •kýjsö
Lúiemborg 13 •kýjaö
Malaga 28 mistur
Mallorca 25 •kýjaö
Mlami 23 29 rigning
Montreal 7 21 heióskirt
Moskva 8 15 rigning
New Vork 11 25 heiöskirt
OsM 6 15 heiöekirt
Peris 10 18 heiöskfrt
Peking 13 20 skýjaö
Reykjavík 7 rignfng
Bi6 de Janeiro 15 30 heiöskfrt
Rómaborg 15 30 heiöskfrt
Stokkhöbnur 10 12 •kýjsö
Sydney 12 23 heiöskfrt
Tókýó 17 19 rigníng
Vinarborg 8 23 hsiöskirt
ÞOrshöfn 9 •kýjsö
MIKILL SPARNAÐUR
Raðveggir kosta ekki meira en efni í milliveggi þar sem hefðbundinni aðferð
er beitt. Vegna þess að veggirnir koma samsettir frá verksmiðjunni og eru auðveldir í smbbpmJ
uppsetningu eru dæmi um allt að 80% tímasparnað.
Sölustaðir
Reykjavík
Innréttingamiðstóðin
Ármúlo 17o
yímar 91-84585, 84461
Akranes
Guðlaugur Magnússon
Skarðsbraut 19
Sími 93-2651
Siglufjörður
Bútur hf
Rónargótu 16
Sími 96-71333
Akureyri
Bynor
Glerórgótu 30
Sími 96-26449
Egilsstaðir
Trésmiðja Fljótsdalshéraðs
Fellabœ
Sími 97-1700
Neskaupstaður
Valmi hf.
B-gótu 3
Sími 97-7605
Vestmannaeyjar
Brimnes
Strandvegi 54
Sími 98-1220
Selfoss
G. Á Bóðvarsson
Austurvegi 15
Sími 99-1335
Keflavík
Byggingavai
Iðavóllum 10
Sími 92-4500
FJALAR h/f
Húsavík
Sími 96-41346