Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 27

Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 27 Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum: „Samtök hlutlausra þjóða eiga sök á máttleysi SÞ“ New York, 1S. september. AP. VERNON WALTERS, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, lýsir því yfir í viðtali sem tek- ið var i sunnudag að samtök hlut- lausra ríkja beri ábyrgð á því að Sameinuðu þjóðirnar eigi örðugara með að leysa úr deilumálum, en áð- ur. Walters segir að Sameinuðu þjóðirnar geti engu að síður endurheimt sess sinn sem sátta- semjarar striðandi afla. Walters, sem tók við sæti Jean Kirkpatrick, sagði að hann tryði á nauðsyn Sameinuðu þjóðanna, í fyrsta lagi vegna þess að almenn- ingur hefði trú á stofnuninni og gætu öll ríki, sama hversu smá, látið í sér heyra á þinginu. „En í grundvallaratriðum hafa Sameinuðu þjóðirnar fjarlægst lausn vandamála vegna þess að ýmis róttækari ríki i samtökum hlutlausra ríkja hafa notað sam- tökin til að koma á framfæri eigin pólitiskum áróðri,“ sagði Walters í viðtali við tímaritið US News and World Report, sem birtist á sunnudag. Walters heldur því fram að róttæklingarnir beri ábyrgð á ályktunum allsherjarþingsins, þar sem Bandaríkin væru fordæmd fyrir að selja vopn til Suður- Afríku, eða að hjálpa því landi að koma sér upp kjarnorkuvopnum. „En í raun yrði hver sá Banda- ríkjamaður sem veitti einhverju ríki aðstoð við að framleiða kjarn- orkuvopn fangelsaður," segir Walters og bætir við: „Sjö árum áður en Sameinuðu þjóðirnar skoruðu á þjóðir heims að banna sölu vopna til Suður-Afríku höfðu Bandaríkjamenn sjálfir gripið til sýnu víðtækari vopnasölubanns á hendur stjórnvöldum Suður- Afríku." Hlibner og Miles efstir í Tilburg Tilburg, 16. september. AP. ROBERT HUBNER vann Roman Dzinzichashvili í 13. umferð skák- mótsins í Tilburg og er hann þannig aftur kominn í efsta sæti í mótinu ásamt Tony Miles, sem verið hafði heilum vinningi fyrir ofan næsta mann, en tapaði i þessari umferð fyrir Lev Polugaevsky. Aðrar skákir í þessari umferð fóru á þann veg, að Viktor Korchnoi vann Oleg Romanishin og Ljubomir Ljubojevic vann Jan Timman. Nú er aðeins eftir ein umferð í mótinu og verður hún tefld á morgun, þriðjudag. Þeir Hubner og Miles eru nú efstir og jafnir samkvæmt framansögðu með 7Vfe vinning hvor, Ljubojevic er í þriðja sæti með 7 vinninga, Korchnoi er fjórði með 6 W vinn- ing og biðskák, í fimmta og sjötta sæti eru þeir Romanishin og Timman með 6 vinninga hvor, Pol- ugaevski er í sjöunda sæti með 5V4 vinning og biðskák og Dzin rekur lestina með 5 vinninga. Veiðitíminn hafinn á Ítalíu: Þrír skotnir til bana og tugir manna særðir Róm, 15. september. AP. ÞRÍR menn voru drepnir og tugir særðust, þar á meðal tveggja ára drengur. þegar aðalveiðitímabilið hófst á ltalíu á sunnudag, að þvf er þarlend yfirvöld skýrðu frá. ítalska veiðisambandið, Fed- ercaccia, greindi frá því að tæp milljón veiðimanna hefði haldið til veiða fyrsta daginn, og slys hefðu verið færri nú en undan- farin ár. Umhverfisverndarsamtök knýja nú á ítölsk yfirvöld að herða reglugerðir um veiðar með skotvopnum og Filippo Maria Pandolfi, landbúnaðarráðherra, hefur hótað að banna veiðar, ef skógareldar, sem hafa gjöreyði- lagt stór landsvæði á þessu sumri, færast í aukana. Veiðimennirnir þrír, sem voru skotnir til bana, urðu allir fyrir voðaskoti, en drengurinn sem særðist var að hjóla ásamt föður sinum þegar hann fékk högl i munninn, hálsinn og annan fót- inn. Veiðitími hófst í afmörkuðum héruðum Ítalíu i ágúst og þá særðust tveir menn til ólifis i veiðislysum. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna EIGENDASKIPTI Hér meö tilkynnist aö Háskólabíó, Laugarásbíó og Regnboginn hafa yfirtekiö rekstur Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna. Allar fyrri skuldbindingar Myndbanda- leigu kvikmyndahúsanna eru neöan- greindum aöilum aö öllu óviökomandi. DREIFING MYNDBANDA Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna óskar eftir samvinnu viö myndbanda- leigur eöa aöila sem aöstööu hafa og/eöa húsnæöi til dreifingar mynd- banda. Um er aö ræöa dreifingu og útleigu á myndböndum frá helstu dreifingaraö- ilum á myndbandamarkaönum s.s. Bergvík, Háskólabíói, Laugarásbíói, Regnboganum, Skífunni o.fl. Þeir sem hafa áhuga á þessu eru beðnir aö hafa samband í síma 11050 kl. 14—17 næstu daga og veita upp- lýsingar um aöstööu og annaö sem máli skiptir. HÚSNÆÐI ÓSKAST Óskum eftir aö leigja húsnæöi fyrir myndbandaleigu á Stór-Reykjavíkur svæöinu og á Akureyri. Þeir sem áhuga hafa á þessu eru beðnir aö hafa samband viö undirrit- aöa fyrir vikulok. Reykjavík, 16. september 1985 Háskólabíó Laugarásbíó Regnboginn || TO^B .j. _ jjjj|| 0 i / i 1 LJ..i 1 ■1 1 i i SYMBOL SHIFT 1 A SINCLAIR SPECIRUM 48K. VERDADEINS KR. 5850.- Nú bjóöum viö Sinclair Spectrum 48K tölvuna á stórlækkuðu veröi. Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin: Hún hefur 48K minni, allar nauösynlegar skipanir fyrir Basic, fjölda leikja-, kennslu- og viðskiptaforrita, tengimöguleika viö prentara og aðrar tölvur, grafiska útfærslu talna og er í lit. Viö erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistækí hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8-15655 I GOTT FÖLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.