Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 27 Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum: „Samtök hlutlausra þjóða eiga sök á máttleysi SÞ“ New York, 1S. september. AP. VERNON WALTERS, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, lýsir því yfir í viðtali sem tek- ið var i sunnudag að samtök hlut- lausra ríkja beri ábyrgð á því að Sameinuðu þjóðirnar eigi örðugara með að leysa úr deilumálum, en áð- ur. Walters segir að Sameinuðu þjóðirnar geti engu að síður endurheimt sess sinn sem sátta- semjarar striðandi afla. Walters, sem tók við sæti Jean Kirkpatrick, sagði að hann tryði á nauðsyn Sameinuðu þjóðanna, í fyrsta lagi vegna þess að almenn- ingur hefði trú á stofnuninni og gætu öll ríki, sama hversu smá, látið í sér heyra á þinginu. „En í grundvallaratriðum hafa Sameinuðu þjóðirnar fjarlægst lausn vandamála vegna þess að ýmis róttækari ríki i samtökum hlutlausra ríkja hafa notað sam- tökin til að koma á framfæri eigin pólitiskum áróðri,“ sagði Walters í viðtali við tímaritið US News and World Report, sem birtist á sunnudag. Walters heldur því fram að róttæklingarnir beri ábyrgð á ályktunum allsherjarþingsins, þar sem Bandaríkin væru fordæmd fyrir að selja vopn til Suður- Afríku, eða að hjálpa því landi að koma sér upp kjarnorkuvopnum. „En í raun yrði hver sá Banda- ríkjamaður sem veitti einhverju ríki aðstoð við að framleiða kjarn- orkuvopn fangelsaður," segir Walters og bætir við: „Sjö árum áður en Sameinuðu þjóðirnar skoruðu á þjóðir heims að banna sölu vopna til Suður-Afríku höfðu Bandaríkjamenn sjálfir gripið til sýnu víðtækari vopnasölubanns á hendur stjórnvöldum Suður- Afríku." Hlibner og Miles efstir í Tilburg Tilburg, 16. september. AP. ROBERT HUBNER vann Roman Dzinzichashvili í 13. umferð skák- mótsins í Tilburg og er hann þannig aftur kominn í efsta sæti í mótinu ásamt Tony Miles, sem verið hafði heilum vinningi fyrir ofan næsta mann, en tapaði i þessari umferð fyrir Lev Polugaevsky. Aðrar skákir í þessari umferð fóru á þann veg, að Viktor Korchnoi vann Oleg Romanishin og Ljubomir Ljubojevic vann Jan Timman. Nú er aðeins eftir ein umferð í mótinu og verður hún tefld á morgun, þriðjudag. Þeir Hubner og Miles eru nú efstir og jafnir samkvæmt framansögðu með 7Vfe vinning hvor, Ljubojevic er í þriðja sæti með 7 vinninga, Korchnoi er fjórði með 6 W vinn- ing og biðskák, í fimmta og sjötta sæti eru þeir Romanishin og Timman með 6 vinninga hvor, Pol- ugaevski er í sjöunda sæti með 5V4 vinning og biðskák og Dzin rekur lestina með 5 vinninga. Veiðitíminn hafinn á Ítalíu: Þrír skotnir til bana og tugir manna særðir Róm, 15. september. AP. ÞRÍR menn voru drepnir og tugir særðust, þar á meðal tveggja ára drengur. þegar aðalveiðitímabilið hófst á ltalíu á sunnudag, að þvf er þarlend yfirvöld skýrðu frá. ítalska veiðisambandið, Fed- ercaccia, greindi frá því að tæp milljón veiðimanna hefði haldið til veiða fyrsta daginn, og slys hefðu verið færri nú en undan- farin ár. Umhverfisverndarsamtök knýja nú á ítölsk yfirvöld að herða reglugerðir um veiðar með skotvopnum og Filippo Maria Pandolfi, landbúnaðarráðherra, hefur hótað að banna veiðar, ef skógareldar, sem hafa gjöreyði- lagt stór landsvæði á þessu sumri, færast í aukana. Veiðimennirnir þrír, sem voru skotnir til bana, urðu allir fyrir voðaskoti, en drengurinn sem særðist var að hjóla ásamt föður sinum þegar hann fékk högl i munninn, hálsinn og annan fót- inn. Veiðitími hófst í afmörkuðum héruðum Ítalíu i ágúst og þá særðust tveir menn til ólifis i veiðislysum. Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna EIGENDASKIPTI Hér meö tilkynnist aö Háskólabíó, Laugarásbíó og Regnboginn hafa yfirtekiö rekstur Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna. Allar fyrri skuldbindingar Myndbanda- leigu kvikmyndahúsanna eru neöan- greindum aöilum aö öllu óviökomandi. DREIFING MYNDBANDA Myndbandaleiga kvikmyndahúsanna óskar eftir samvinnu viö myndbanda- leigur eöa aöila sem aöstööu hafa og/eöa húsnæöi til dreifingar mynd- banda. Um er aö ræöa dreifingu og útleigu á myndböndum frá helstu dreifingaraö- ilum á myndbandamarkaönum s.s. Bergvík, Háskólabíói, Laugarásbíói, Regnboganum, Skífunni o.fl. Þeir sem hafa áhuga á þessu eru beðnir aö hafa samband í síma 11050 kl. 14—17 næstu daga og veita upp- lýsingar um aöstööu og annaö sem máli skiptir. HÚSNÆÐI ÓSKAST Óskum eftir aö leigja húsnæöi fyrir myndbandaleigu á Stór-Reykjavíkur svæöinu og á Akureyri. Þeir sem áhuga hafa á þessu eru beðnir aö hafa samband viö undirrit- aöa fyrir vikulok. Reykjavík, 16. september 1985 Háskólabíó Laugarásbíó Regnboginn || TO^B .j. _ jjjj|| 0 i / i 1 LJ..i 1 ■1 1 i i SYMBOL SHIFT 1 A SINCLAIR SPECIRUM 48K. VERDADEINS KR. 5850.- Nú bjóöum viö Sinclair Spectrum 48K tölvuna á stórlækkuðu veröi. Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin: Hún hefur 48K minni, allar nauösynlegar skipanir fyrir Basic, fjölda leikja-, kennslu- og viðskiptaforrita, tengimöguleika viö prentara og aðrar tölvur, grafiska útfærslu talna og er í lit. Viö erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistækí hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8-15655 I GOTT FÖLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.