Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 FiMppseyjar: 18 manns létust er sprengja sprakk í þéttsetnum bíósal __ Pagadian og Manila, Filippseyjum, 16. september. AP. ÁTJÁN manns létu ÍiTið og 91 særðist, þegar handsprengju var varpað ofan af svölum niður í þéttsetinn áhorfendasal kvikmyndahúss í bænum Lala á Mindanao-eyju á Filippseyjum í gærkvöldi. Aðrar fregnir herma, að allt að 35 manns hafi farist í sprengingunni. Macedonio Ceniza, lögreglu- stjóri Lala, lítils bæjar um 800 km fyrir sunnan Manila, sagði í út- varpsviðtali, að fimm manns hefðu látist samstundis eftir sprenginguna, en þrettán á sjúkrahúsi skömmu síðar. Ríkisfréttastofan í Manila kvað 30 hafa farist i sprengingunni, en tilgreindi ekki heimildarmenn. Útvarpsstöð hermdi, að 25 hefðu dáið strax á sunnudagskvöld, en tíu látist síðar af sárum sínum. Margir hinna látnu og særðu voru troðnir undir í tryllingnum sem greip bíógesti, þegar flísar úr sprengjunni dreifðust um salinn. Tvisvar áður hafa sprengjur sprungið í kvikmyndahúsum í hér- aðinu og hefur skæruliðum komm- únista verið kennt um í bæði skiptin. Skæruliðarnir vísa þeim ásök- unum á bug og kveðast ekki grípa til neinna þeirra ráða, sem verði saklausum borgurum að fjörtjóni. Ráðgjafi Ferdinands E. Marcos- ar forseta hefur lagt til, að vopna- hlé verði komið á á milli stjórnar- innar og skæruliða kommúnista í því skyni að koma í veg fyrir, að borgarastyrjöld skelli á í landinu. í framhaldi af því verði efnt til friðarviðræðna milli þessara aðila með milligöngu hlutlauss aðila, t.d. Rauða kross Filippseyja. Karpov sigraði á ný Skák Karl Þorsteins Með öðrum sínum sigri í röð, nú síðast í 5. einvígisskákinni á laugardag, hefur heimsmeistar- inn Anatoíy Karpov tekið foryst- una í einvígi sínu gegn áskorand- anum, Garri Kasparov. Hann hefur nú hlotið þrjá vinninga gegn tveimur vinningum áskor- andans. Góð forysta og ekki síð- ari fyrir þá sakir að heimsmeist- aranum nægir að halda jöfnu I 24 skáka einvígi þeirra, 12—12, til að halda krúnunni. Margir áttu von á frestun frá áskorandanum eftir slæman ósigur á föstudag, en Kasparov var ekki á þeim buxunum og hóf taflið með kóngspeðs leik. Upp kom afbrigði af spænskum leik og tefldu meistararnir byrjunar- leikina hratt. Kannski engin furða, því fyrstu 14 leikirnir sáust einnig í 46. skák þeirra kappa úr fyrra einvíginu fyrir ári sem stöðvað var eins og frægt er af endemum. Karpov lumaði á endurbót í fimmtánda leik er hann sótti að hvítreita biskup hvíts með riddara í stað þess að hörfa, eins og áður hefur sést. Kasparov svaraði þessu með sókn á miðborðið, en menn heims- meistarans stóðu traustir fyrir. Staðan varð mjög viðkvæm og uppskipti Kasparovs í 19. og 20. leik voru gagnrýnd af viðstödd- um stórmeisturum. Karpov náði þá yfirhöndinni, þáði peð sem að honum var rétt og gekk öruggur um sviðið meðan Kasparov sat þungur á brún við borðið. Er skákin fór í bið hafði Karpov tekist að einfalda taflið með peði yfir og tæknilega unna stöðu eins og það var orðað. Það kom einnig á daginn að Kasparov taldi frek- ari mótspyrnu vonlausa og gaf biðskákina án frekari tafl- mennsku. Karpov hefur nú teflt síðustu tvær skákir af stakri snilld eftir litlausa byrjun 1 einvíginu og stefnir nú hraðbyri í sigur í ein- víginu. Kasparov veldur á hinn bóginn vonbrigðum. Hann hefur ekki lært nægilega af sínu fyrra einvígi gegn heimsmeistaranum. Hann getur ekki setið á höndum sér og leggur of oft allt spil á eina hönd. Það er nokkuð sem enginn getur leyft sér gegn Karpov, enda er hann snillingur að kveða slíkt mótspil í kútinn. Því er ljóst að Kasparov verður að gera stórar breytingar á tafl- mennsku sinni ef hann ætlar að hrifsa heimsmeistaratitilinn úr höndum Karpovs. Hvítt: Anatoly Karpov. Svart: Garri Kasparov. Spænskur leikur. 1. e4—e5,2. Rf3-Rc6,3. Bb5—«6, 4. Ba4—Rf6, 5. 0—0—Be7, 6. Hel—b5, 7. Bb3—d6, 8. c3—0—0, 9. h3—Bb7,10. d4—He8,11. Rbd2 (Karpov hefði örugglega kosið að leika 11. Rg5 og fyrst eftir 11. Hf8, 12. Rf3—He8 leikið 13. Rbd2.) 11.—Bf8, 12. a4—Dd7, 13. axb5—axb5, 14. Hxa8—Bxa8, 15. d5—Ra5 (Endurbót Karpovs. Áður hafði hann leikið 15.—Rd8 og fengið slæma stöðu.) 16. Ba2 c6, 17. b4—Rb7, 18. c4— Hc8, 19. dxc6?! (Þessi uppskipti voru gagnrýnd af stórmeisturum f Moskvu og vafalaust réttilega. 19. Rh2 er hugsanleg endurbót, en staða svarts er traust.) 19.— Dxc6,20. c5? (Kasparov er ekki að tefla við byrjenda, eða skyldi hann telja það? Annars hefði hann vafa- laust drepið á b5 með jafnri stöðu. Nú verða peð hvíts veik.) 20.—Rd8!, 21. Bd2—dxc5!, 22. bxc5 (Ekki 22. Rxe5-Ða6!) 22.— Dxc5, 23. Bxe5—Rd7, 24. Bb2 (24. Bal var betra.) 24.—Db4!, 25. Rb3? (í Moskvu voru menn sammála að staða svarts væri nú ákjósanlegri. Síðasti leikur áskorandans var líka grófur af- leikur. Skárra var 25. Dbl.) 25.— Rc5!, 26. Bal (Kasparov gefur nú peð enda átti hann fárra kosta völ. T.d. gekk ekki 26. Rxc5— Dxb2.) 26.—Bxe4, 27. Rfd4— Rdb7, 28. De2—Rd6, 29. Rxc5- Dxc5, 30. Dg4—He8, 31. Hdl- Bg6, 32. Df4—Db4! (Þó svartur sé peði yfir er hvítur ekki án gagnfæra. Karpov telfir fram- haldið af öryggi.) 33. Dcl—Be4, 34. Hel—Da5, 35. Bb3-Da8, 36. Db2 (Flestir hefðu valdað peðið án umhugsunar en Kasparov er það ekki að skapi. Drápuð á g2 er líka hættulegt. T.d. 36,—Bxg2, 37. Hxe8—Rxe8, 38. Rf5! með hinni banvænu hótun 39. Rh6+) 36.—b4, 37. He3—Bg6 (Hróka- uppskiptin eru auðvitað svörtum að skapi. Nú er staða hvíts von- laus.) 38. Hxe8— Dxe8, 39. Dcl— Re4,40. Bd5—Rc5,41. Rb3 Skákin fór hér í bið og biðleikur Karpovs var 41.—Rd3. Ekki var skákin tefld lengra því Kasparov tilkynnti símleiðis uppgjöf sína. Japanskur dansari nrapar til bana Myndin er tekin rétt áður en japanski dansarinn Yoshiuki Takada. sem hangir í kaðlinum, hrapaði til bana niður sex hæða byggingu í borginni Seattle í Bandaríkjunum á þriðjudag. Hann féll niður á gang- stétt fyrir framan hundruðir manna sem fylgdust með sýningu japanska dansflokksins Sankai Juku, sem heldur sýningar á kaðaldansi í mikilli hæð. Japan: Þrír látnir af drykkiareitrun Tókýó, 16. sepL AP. ÞRÍR Japanar hafa látist af neyslu eitraðra drykkja úr sjálfsölum á þessu sumri, að því er þarlend yfir- völd greindu frá 1 dag. Talsmaður lögreglunnar í Osaka sagði að Haruo Otsu, bókhaldari, hefði kvartað undan öndunarörð- ugleikum eftir að hafa drukkið af heilsudrykknum Oronamin-C. Hann var fluttur á spítala og lést þar af hjartaslagi aðfaranótt sunnudags. Læknasérfræðingar lögreglunn- ar í Osaka fundu leifar af illgres- iseyðinum paraquat í lögginni sem eftir var í flöskunni sem Otsu hafði drukkið af. Þá lést stúdent f borginni Mats- uzaka, 300 km. sunnan af Tókýó, eftir að hafa neytt gosdrykkjarins Real Gold frá Coca-Cola-verk- smiðjunum í Japan. Stúdentinn sagði lögreglu að hann hefði keypt drykkinn í sjálfsala síðastliðinn miðvikudag og er nú verið að rannsaka inni- hald drykkjarins. 48 ára gamall maður lést eftir að hafa drukkið Real Gold i júlí og fannst þá paraquat í flöskunni sem maðurinn drakk af. Fimm rúmsentimetra skammt- ur af paraquat er banvænn. Miklar verðhækk- anir í Búlgaríu Vín, 16. september. AP. 0 I DAG tilkynntu búlgörsk stjórnvöld um miklar hækkanir vöruverós bæói í heildsölu og smásölu, þar á meóal 58% hækkun á rafmagni til iðnaðar. Verð á drykkjarvatni til annarra en almennings hækkar um 360%. Búlgarska ríkisfréttastofan BTA kvað stjórnina hafa gripið til þessara ráðstafana í því skyni að „vega á móti þeim áföllum sem þjóðarbúið varð fyrir á árunum 1984 og ’85“, og var þar átt við hina þrálátu þurrka, sem herjuðu á Balkanþjóðirnar á þessu tíma- bili. Opinberlega var frá því skýrt i Búlgarfu, að hækkanirnar hefðu verið ákveðnar með það í huga að „stuðla að auknum sparnaði i raf- orku- og vatnsnotkun og draga úr neyslu ákveðinna vörutegunda". Simagjöld fyrirtækja og stofn- ana voru tvöfölduð, en hækkuðu um50% hjáalmenningi. BTA sagði, að stjórnvöld hefðu sett skorður við innflutningi er- lendra vina og „hækkað verð þeirra verulega". Þá sagði fréttastofan, að mat- vörur hefðu hækkað i verði, en tók ekki fram hve mikið. Það fylgdi sögunni, að verð á algengustu nauðsynjavörum, svo sem fatnaði, húsgögnum, kolum og eldiviði hefði ekki hækkað. WV'f DfíNÍSKÓUW innritun stendur yfir í síma: Reykjavík 38830 Hafiiarfjörður 52996. Kl. 10-12 og 14-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.