Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 31
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
31
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
hf! Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 35 kr. eintakiö.
Norræn
ljóðlistarhátíð
Isamtali sem Morgunblaðið
átti við Marshall Brement,
fyrrum sendiherra Bandaríkj-
anna hér á landi, í tilefni af ljóða-
þýðingum hans lagði hann
áherzlu á að ljóðlistin væri enn
snarari þáttur í samtímalífi á
íslandi en til að mynda í Banda-
ríkjunum þar sem mun minni
tengsl væru milli ljóðskálda og
almennings en tíðkaðist hér á
landi, enda virtust skáld þar
vestra einkum yrkja hvert fyrir
annað, en hér á landi væri ljóð-
listin sprottin úr þjóðlífinu og
almenningur væri í mikilvægum
tengslum við hana þrátt fyrir
margvísleg fjölmiðlaumsvif sem
eru einkenni okkar tíma.
Orð sendiherrans sem er sjálf-
ur gott skáld og merkilegur
menningarfrömuður vöktu at-
hygli margra enda er hann öllum
hnútum kunnugur bæði hér
heima og vestra og hann var í
meiri tengslum við íslenzkt þjóð-
líf og menningu en tíðkast um
sendiherra sem einkum umgang-
ast þröngan hóp manna og vita
einatt næsta lítið um innri gerð
íslenzks þjóðfélags og menning-
ararf okkar.
Ástæðan til þess að þetta er
rifjað upp eru athyglisverð sam-
töl við sum af þeim erlendu ljóð-
skáldum sem hafa tekið þátt í
þeirri merkilegu norrænu ljóð-
listarhátíð sem hér hefur verið
haldin undanfarið fyrir frum-
kvæði forstjóra Norræna húss-
ins, Knuts Odegárd, og sam-
verkamanna hans. Margir er-
lendir gestir hafa sótt okkur
heim og kynnt okkur list sína og
verður það að teljast til tíðinda.
í samtali sem birtist hér í blað-
inu við bandaríska ljóðskáldið
James Tate segir þessi ágæti
fulltrúi þjóðar sinnar m.a. að
staða ljóðsins sé ólík í ýmsum
löndum eins og hann kemst að
orði og „mér finnst það hvetjandi
að sjá hversu staða þess er sterk
hér á landi. Ég hef verið að reyna
að ímynda mér hvernig það er
að vera ljóðskáld á íslandi og
setja mig í þeirra spor — það er
mjög gaman. Ég gæti trúað að
ef tíu beztu ljóðskáld Bandaríkj-
anna hættu einn daginn að yrkja
væri flestum sama, það er að
segja ef þeir tækju eftir því. Ef
tíu beztu ljóðskáldin á Islandi
hættu aftur á móti, myndi það
eflaust vekja mikla athygli með-
al almennings og þykja alvarleg
tíðindi."
Þarna tekur James Tate í sama
streng og Marshall Brement og
geta þeir áreiðanlega trútt um
talað. Vonandi hafa orð þeirra
við rök að styðjast því að í engri
listgrein hefur samhengi ís-
lenzkrar menningar verið jafn
augljóst og mikilvægt og í ljóð-
listinni sem hefur fylgt þjóðinni
frá því fyrstu landnámsmennirn-
ir stigu hér á land. Ljóðlistin
hefur verið yndi og athvarf Is-
lendinga um aldir, og þá ekki
sízt á myrkum öldum þegar þjóð-
in átti undir högg að sækja,
varðveitti einkenni sín og sótti
afl í þessa göfugu listgrein.
Það er vonandi ekki tilviljun
að slík norræn ljóðlistarhátíð
skuli vera haldin hér á landi.
Hér lifir ljóðið enn með þjóðinni
þótt um það hafi verið deilt á
undanförnum árum hvort þróun
íslenzkrar ljóðlistar hafi verið
heillavænleg eða ekki en slíkar
deilur eru nú að mestu úr sögunni
og engum dettur lengur í hug að
amast við nýgræðingi og krefjast
þess að einungis sé ort í hefð-
bundnum stíl. Þá dettur varla
nokkrum manni í hug að amast
við fornum áhrifum íslenzkrar
ljóðlistar á nútímaskáldskap,
enda eðlilegt að fortíð og framtíð
kallist á í góðum rismiklum
skáldskap.
Við höfum þá sérstöðu, Islend-
ingar, að hafa borið gæfu til þess
að varðveita gamla hefð, efla
hana og rækta á sama tíma og
okkur hefur tekizt að endurnýja
þessa hefð og veita nýjum
straumum inn í íslenzkan skáld-
skap á þann veg að almenningur
hefur tekið ástfóstri við margt í
nútímaskáldskap og sýnir æ ofan
í æ að hann vill taka þátt í
ræktun þess nýja gróðurs sem
skotið hefur rótum í bókmennt-
um okkar. Norræna ljóðlistar-
hátíðin er merki þess áhuga sem
er á ljóðlist hér á landi og það
er engin uppákoma hversu vel
hefur tekizt til. Það sýnir m.a.
sá áhugi sem almenningur hefur
haft á þessu athyglisverða fram-
taki enda hefur aðsókn verið góð
og staðfestir sterka stöðu ljóðs-
ins hér á landi. Viðtökur hafa
einnig verið með afbrigðum góð-
ar, og geta ljóðskáldin vel við þær
unað. Þá hafa fjölmiðlar sýnt
hátíðinni sóma og sinnt henni
með þeim hætti að nær einstætt
máteljast.
Lítill vafi er á því að Norræna
ljóðlistarhátíðin á eftir að verða
íslenzkri ljóðlist örvun og afl-
gjafi og eftirminnileg reynsla á
tímum efnishyggju og yfirborðs-
skvaldurs. Það skiptir ekki öllu
hvaða skáld eru til kvödd hverju
sinni heldur er hitt mikilvægara
að þessari listgrein sé sýndur sá
sómi sem hún á skilið og athyglin
beinist að henni, ekki síður en
annarri merkilegri arfleifð. Ljóð-
listin hefur öllum stundum verið
rauði þráðurinn í íslenzkri menn-
ingu og verður vonandi svo lengi
sem tunga okkar er töluð. Það
er raunar ekki sízt undir ljóðlist-
inni komið og áhuga almennings
á henni hver þróun íslenzkrar
tungu verður í framtíðinni því
að ljóðið er okkur í senn athvarí
og uppörvun og ætti að hvetja
okkur til að varðveita tunguna
eins og efni standa til. Án tungu
okkar sem er dýrmætasta eign
þjóðarinnar værum við ein-
kennalaus útskagalýður sem
enginn þyrfti að taka tillit til.
Vegna menningar okkar fengum
við handritin heim og það var
ekki sízt hennar vegna sem rétt-
ur okkar til fiskimiðanna var
viðurkenndur. Við erum sérstök
þjóð þótt fáir séum og menning
okkar er rótgróin arfleifð og
raunverulegur þáttur í sjálfs-
bjargarviðleitni okkar og þeirri
kröfu að tillit sé tekið til okkar
sem sérstæðrar þjóðar sem hefur
.niklum andlegum auði að miðla.
Þessi auður er lítilsvirði ef fólkið
í landinu hefur ekki áhuga á
honum og þeim arfi sem er
undirstaða íslenzks veruleika á
vályndum tímum. Sem betur fer
er menningararfleifð okkar snar
þáttur í þjóðlífinu og vonandi
verður ávallt hægt að ganga að
því vísu.
Norræna ljóðlistarhátíðin sem
var raunar alþjóðleg er hvetjandi
yfirlýsing um að íslenzk menning
skiptir máli og merk skáld erlend
og menningarfrömuðir eru
ódeigir að skrifa undir það. Á
hátíðinni hafa íslendingar eign-
azt marga nýja og merkilega vini
sem eru áhrifamenn í umhverfi
sínu og það verður skemmtilegt
að fá fleiri slíka í heimsókn þegar
næsta hátíð verður haldin. Það
er ekki ónýtt að eiga bakhjarla
eins og David Gascoyne, eitt af
þeim „örfáu ensku skáldum sem
ortu gjaldgengan skáldskap að
hætti súrrealista", eins og segir
í dagskrá Norrænu ljóðlistar-
hátíðarinnar en hann talaði af
áhuga um ljóðaþýðingar Mars-
hall Brements og sýnir það eitt
út af fyrir sig hversu merkilegt
starf sendiherrann hefur innt af
hendi, og Justo Jorge Padrón,
merkilegt og vel þekkt spænskt
Ijóðskáld sem unnið hefur und-
anfarin ár að þýðingum á ís-
lenzkum ljóðum og sagði í sam-
tali hér í blaðinu að hann hefði
gefið út bók með ritgerðum um
ýmsa helztu lausmálshöfunda á
Islandi, auk þess sem hann hefur
gefið út ritgerðarsafn um ljóða-
gerð á Norðurlöndunum fimm og
var íslands ýtarlega getið. „Síð-
ustu árin hef ég verið að undir-
búa stórt safnrit íslenzkra ljóða
frá þessari öld og hef lokið um
helming hennar. Að ári kem ég
hingað aftur í boði Norræna
hússins til að ljúka því verki. Sú
bók kemur út hjá helzta forlagi
Spánar í 15 þús. eintökum sem
seld verða bæði á Spáni og öðrum
spænskumælandi löndum. Von-
andi opnar þessi bók möguleika
á að gefa út í framtíðinni verk
einstakra íslenzkra ljóðskálda á
spænsku."
Við eigum að fagna slíkum
fulltrúum íslenzkrar menningar
í öðrum löndum. Við eigum að
veita starfi þeirra þá athygli sem
það á skilið, styrkja þá eins og
unnt er og auðvelda þeim róður-
inn. Starf slíkra manna er okkur
ómetanlegt. Það víkkar út ís-
lenzka landhelgi, gerir menning-
arlögsögu okkar að því heillandi
ævintýri sem er lítilli þjóð í senn
aðhald og uppörvun. Slíka vini
höfum við Islendingar ávallt átt.
Norræna ljóðlistarhátíðin hef-
ur einnig verið aðhald og uppörv-
un. En það sem meira er: íslenzk
ljóðlist átti þessa hátíð skilið og
þeir sem að henni stóðu hafa
unnið gott verk og mikilvægt.
En mikilvægast er að ljóðlistin
gegnir merkilegu hlutverki í
samtímalífi þjóðarinnar. Á því
hefur fengizt margvísleg stað-
festing, ekki sízt á Degi ljóðsins,
með stofnun Ijóðaklúbbs Al-
menna bókafélagsins, og nú
undanfarna daga í Norræna hús-
inu. Svo geta menn deilt um ýmis
framkvæmdaratriði því að allt
orkar tvímælis þá gert er en um
það verður ekki deilt að ljóðlist-
arhátíðin er merkur viðburður
þegar á heildina er litið og við
eigum að meta slíkt framtak eins
og efni standa til.
í hinum mikla lífsvef
erum við þræðir í
margvíslegum litum
Ræða forseta íslands í veislu Spánarkonungs ígærkvöldi
Hér fer á eftir ræða Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta ísiands, f
kvöldverðarveislu spænsku kon-
ungshjónanna í gær.
Konungur og drottning Spánar,
Vuestras Majestades.
Ég færi yður kærar þakkir fyrir
að bjóða mér, sem fulltrúa Islands
að heimsækja yður á Spáni og til
að dvelja hér á mildari breidd-
argráðu þessa daga. Sú gestrisni
sem mér hefur þegar verið sýnd og
hlý orð yðar hátignar hafa snortið
mig djúpt.
Einhver kann að spyrja sem svo,
hvort Islendingar og Spánverjar
eigi nokkuð sameiginlegt, þessar
tvær þjóðir sem augljóslega búa
við ólík skilyrði; önnur á eylandi
langt úti í Atlantshafi og hin á
sólvermdum skaga syðst f Evrópu.
Eyja og skagi — insula og penins-
ula á latínu; þessi orð skýra á
svipstundu hvað það er sem tengir
þjóðir okkar. Þær eru báðar
tengdar hafinu en það er einmitt
hafið sem um aldir hefur verið
mikil samgönguleið milli þjóða.
Hafið hefur stöðugt verið hvatn-
ing þeim sem við það búa til að
kanna hvað handan þess leynist.
Ekkert hefur auðgað samskipti
þjóða eins og hafið — og er ekki
reyndar mannlífið sjálft ókannað
úthaf sem öllum er ætlað að leggja
á, hvort heldur við byr eða mót-
byr?
Forfeður þjóða okkar beggja
buðu hafinu birginn og fundu
sömu heimsálfu, fslendingur árið
þúsund, Kristófer Kólumbus undir
lok fimmtándu aldar. Sagnfræð-
ingum okkar þykir reyndar ekki
ólíklegt að sæfarinn mikli hafi
fært sér f nyt fslenskar heimildir
áður en hann lagði upp f sína
merku ferð.
Islendingar og Spánverjar hafa
allt frá miðöldum vitað hvorir af
öðrum eða frá þvf að fslensk þjóð
varð til. Islendingar eru ung þjóð
meðal þjóða. Við rekjum sögu
okkar til ársins 874 er forfeður
okkar námu land á ósnortinni
eyju. Skömmu eftir landnám hófu
(slendingar að rita sögu sína og
nánustu granna sinna. Saga Is-
lands var skráð á tungu sem við
höfum varðveitt og er enn lifandi
mál f heimalandi okkar. fslensk
tunga og saga eru höfuðþættir f
sjálfsvitund fslensku þjóðarinnar.
Það er þess vegna þessara heim-
ilda, sem skráðar voru fyrir mörg-
um öldum, að okkur er kunnugt
um að fslendingar fóru til Spánar
til að auðga anda sinn. Sem dæmi
má nefna að á tólfu öld kom Hrafn
Sveinbjarnarson, frumherji
Iæknavísinda á Islandi, til Spánar
til að kynna sér þá læknislist, sem
hann hafði frétt að stæði þar á
háu stigi.
Spánverjar þekktu einnig mjög
snemma til íslands. Þeir leituðu
fanga á auðugum miðum í hafinu
sem umlykur okkur. Þeir komu til
að sækja ljósmeti, þvf löngu áður
en menn uppgötvuðu svartagull
var til annar ljósgjafi. Brætt
hvalspik lýsti upp dimma vetur á
Spáni.
Vissulega er jarðargróður á
Spáni ríkulegri en á Islandi, en þó
eru í báðum löndum hrjóstrug
héruð, auðnir og víðáttur. Slfkar
ómælisvfddir efla skilning og víð-
sýni manna og auðvelda þeim að
skilja hve mikilvægur hver ein-
staklingur er, þar sem lifið er
stöðug barátta við óblíða náttúru.
„Við Islendingar líkjumst hinum
háfjallalegu og þrjósku Spánverj-
um ... “ skrifaði kunnur
samtímahöfundur fslenskur.
Og vissulega vekur margt at-
hygli sem líkt er með okkur og
tengir eyjuna okkar skaganum
ykkar. Á þrettándu öld var ort á
Spáni eitt fegursta sagnakvæði
sem um getur, Poema de Mio Cid.
fslendingar þekkja mannlýsingar
þessa kvæðis. Sömu manngerðir
koma fyrir f Islendingasögunum,
þar sem sagnaritarar okkar á mið-
öldum lýsa samtímamönnum sín-
um, fólki af holdi og blóði, sem
rækir skyldur við frændgarð sinn
og höfðingja, söguhetjur, sem eins
og söguhetjur okkar setja heiður
og rétt ofar öllu. íslenskur lesandi
finnur f þessari frásögn eins og í
Islendingasögunum, íýsingum á
algildum viðfangsefnum sem gefa
þessum bókmenntum mannlegan
og seiðandi blæ. Þær eru og verða
sígildar.
Þannig hafa forfeður þjóðanna
okkar beggja fært okkur í arf
skáldskap f ljóðum og sögum sem
þúsund árum síðar eflir vitund
okkar um hver við erum og hvar
við erum og hvar við erum stödd á
vegferð. Bergmál þeirra sem ortu i
fortíð ómar í nútíð. Á tslandi eins
og á Spáni hafa skáld okkar varð-
veitt þjóðartilfinningu hvort sem
verið hefur við meðbyr eða mótbyr
og þannig hannað, hlekk fyrir
hlekk, þá keðju sem tengir nútfö
og framtíð.
Það þarf þvf engan að undra að
á landinu mfnu langt f norðri sé
unnt að snúa spænskri tungu á fs-
lensku, svo sem sem raun ber vitni
svo gjörólfk sem hún er okkar
tungu. Meðal öndvegishöfunda
spænskra bókmennta sem þýddir
hafa verið á islensku eru Cervant-
es og Lorca. Mig langar til að leyfa
ykkur að heyra á islensku fagra
þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á
vögguljóði úr Blóðbrullaupi eftir
Federico García Lorca ...
Hér skal hjartaljúfur
heyra um Stóra-Faxa,
hestinn úti í ánni.
Áin svðl og skyggð
rennur gegnum gljúfur
grænrökkvaðra skóga,
byltist undan brúnni
barmafull af hryggð.
Aldrei drenginn dreymir
dul, sem áin geymir,
hálf í undirheimum,
hálf í mannabyggð.
Sof þú baldursbrá,
því mannlaus bíður hestur úti í á.
Blunda, rósin rjóð,
því niður hestsins vanga vætlar blóð.
I Evrópu hinna mörgu þjóða
tjáum við raunveruleikann hver á
sínu tungumáli og þar má aldrei
gleymast að leggja rækt við móð-
urmálin. Það er að þakka þeirri
hefð sem þau hafa skapað að
menning okkar hvors um sig, f
þessum tveim löndum Ijóssins,
kallast á.
Þetta ljós gerir okkur næmari
fyrir fegurð náttúrunnar og feg-
urð listanna. Á umliðnum árum
höfum við æ betur gert okkur
grein fyrir því hve sú rödd er mik-
ilvæg, sem talar til okkar f list-
rænni sköpun, lifandi og hljóm-
mikil f löndum okkar beggja,
sköpun sem hver með sfnu sniði
hefur svo margt að gefa okkur.
Nú, þegar óseðjandi tæknin eltir
manninn alla leið inn f einkalff
hans, skiptir afar miklu að rækta
vináttu, hlýju og mannleg tengsl
— og skapa þannig varanleg lista-
verk. Það eru bestu gjafirnar sem
við gefum gefið hvert öðru. Þannig
hlýðum við á rödd Spánar á Is-
landi og vonum að þið megið einn-
ig heyra okkar.
I hinum mikla lífsvef erum við
þræðir í margvíslegum litum.
Þræðimir fléttast saman og skapa
þannig í sífellu mynstar og lit-
brigði. f samskiptum þjóða okkar
verður jafnhliða menningarlegum
samskiptum að leggja áherslu á
viðskipti, sem hafa verið mismun-
andi mikil á liðnum árum en
aukast nú æ meir af beggja hálfu
og verða sífellt fjölbreyttari. Nú-
tíma tækni, svo sem tölvutæknin í
fiskiðnaði, opnar nýjar viðskipta-
leiðir. Fulltrúar Islands eru ein-
mitt um þessar mundir á sýningu
í Galisíu — því nú er svo komið að
við getum skipst á ýmsu öðru en
saltfiski og vfni, sem verið hefur
meginþáttur f viðskiptum okkar.
Ekki skal því heldur gleymt að
straumur ferðamanna hefur auk-
ist mjög á síðustu árum, einkum
ferðir Islendinga til Spánar og
hefur það ríkulega stuðlað að því
að kynna Spán og spænska menn-
ingu á fslandi.
Það er von mín að þessi kynni
styrki cnn vináttubönd þjóða
okkar og að traust vinátta megi
ávallt vera öðrum fordæmi — eins
og lýsandi viti sem beinir sæför-
um heimshafanna f örugga höfn.
Þegar hugsað er til framtíðarinn-
ar er gott til þess að vita að fyrir
þetta verði okkar minnst.
Permitídme por último, Maj-
estades, expressar la alegrfa que
siento al estar aqui entre vosotros.
Para mi es una oportunidad muy
especial conocer de cerca esta tier-
ra de luz e ilustre cultura.
Brindo por Vuestras Majestades
y la Familia Real por Espana y los
espanoles — por la amistad entre
nuestras dos naciones.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heilsar forsætisráðherra Spánar, Felipe Gonzalez, við komuna til Barajas-
flugvallar þar sem Juan Carlos Spánarkonungur (til hægri) tók á móti henni.
Fánar íslands og Spánar
prýða göturnar í Madrid
Madrid, 16. september, frá Önnu Bjarnadóttur,
fréttaritara Mbl.
HÁDEGISSÓLIN skein á heiðbláum
himni og heitur vindur blés þegar
forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt-
ir, kom hálftíma of seint með far-
þegaflugi Lufthansa í opinbera heim-
sókn til Spánar í dag. Jóhann Karl
I. Spánarkonungur, og æðstu menn
þjóðarinnar téku á móti henni og
fylgdarliði fyrir framan móttöku-
skála þjóðarinnar á flugvellinum í
Madrid.
Konungur heilsaði forseta við
enda rauðs dregils og þau gengu
saman að litlum palli með rauðu
flauelsþaki. Þar stóðu þau saman
á meðan herhljómsveit lék þjóð-
söngva landanna og 24 heiðurs-
skotum var skotið úr fallbyssum.
Forsetinn gekk síðan og skoðaði
heiðursvörð herdeildanna þriggja
úr spánska hernum. Hún kynnti
fylgdarlið sitt, Geir Hallgrímsson,
utanrfkisráðherra og frú, Ingva
Ingvarsson, sendiherra, og frú,
harald Kroyer, sendiherra, og frú,
Halldór Reynisson, forsetaritara,
og frú, og Herdísi Þorsteinsdóttur,
hárgreiðslu- og aðstoðarkonu for-
seta á ferðalögum, fyrir konungi.
Gengu þau síðan öll þangað sem
spænska móttökuliðið stóð og
heilsuðu forsætisráðherra Spánar,
utanríkisráðherra, forseta öld-
ungadeildar þingsins og borgar-
stjóra Madrid, meðal annarra.
Forseti flaug síðan í þyrlu með
konungi til E1 Pardo-hallarinnar,
sem er skammt fyrir utan Madrid,
en hún mun dveljast þar ásamt
fylgdarliði á meðan á heimsókn-
inni stendur.
Hún snæddi hádegisverð með
konungshjónunum í La Zarzuela—
höllinni, þar sem þau búa, en utan-
ríkisráðherra og annað fylgdarlið
sátu hádegisverðarboð Fernandez
Ordonez, utanríkisráðherra, og
konu hans í Viana-höllinni.
Frú Vigdís Finnbogadóttir var
klædd í hvftan kjól og hafði blá-
grænan silkiklút, sem blakti f
vindinum, við komuna til Spánar.
Hún gekk fram hjá heiðursverðin-
um eins og hún hefði aldrei gert
annað um ævina og spánskir ljós-
myndarar höfðu á orði að það
væri meira gaman að mynda hana
en Mitterrand Frakklandsforseta
þegar hann skoðar herdeildir við
komur í opinberar heimsóknir.
Þegar gestirnir voru farnir af
flugvellinum, kom í ljós að heið-
ursskotin höfðu kveikt í sinu við
flugvöllinn og það þurfti að kalla
á slökkviliðið til að ráða við eldinn
sem þó var ekki mikill.
Fánar íslands og Spánar prýða
allar helstu götur og torg hér í
Madrid. Fólkið á götunni var þó
ekki visst um hvaða fáni íslenski
fáninn væri, ein stúlka hélt helst
að þetta væri danski fáninn og von
væri á danska utanríkisráðherran-
um í heimsókn. En spánskir fjöl-
miðlar bættu úr þessu í dag.
Greinar um ísland og myndir
af forsetanum birtust í öllum
helstu blöðunum í dag og sjón-
varpið sýndi fimmtán mínútna
þátt um landið í gær.
Veglegar móttökur for-
seta íslands á Spáni
Madríd, 16. september. Frá önnu Bjarandótt-
ur fréttaríUra Morgunblateing.
Forseti fslands kom klædd
skautbúningi og skreytt orðum til
hátíðarveislu Spánarkonungs í Kon-
unglegu höllinni í Madríd ( kvöld.
Sólin var sest þegar hún og fylgdar-
lið hennar mættu til veislu klukkan
hálf tíu að staðartíma, en mikill
mannfjöldi hafði þó safnast við hall-
arhliðin til að sjá erlendu gestina og
konungshjónin. Þau heilsuðu Vigdísi
forseta í sérstökum móttökusal og
þau tóku síðan saman á móti heið-
ursgestum veislunnar, fylgdarliði
forseta og æðstu ráðamönnum á
Spáni.
Þjóðhöfðingjarnir fluttu báðir
ræðu yfir kvöldverðinum, forseti
íslands mælti á frönsku en flutti
lokaorðin á spænsku. Konungur
sagði meðal annars í ræðu sinni,
að það væri mikil ánægja að sjá
áhugann sem þjóðirnar sýna hvor
annarri og sagði að nemendur sem
koma til landsins til að sækja há-
skóla og læra spænsku, og ferða-
menn sem koma i frí, styrktu
gömul vináttubönd landanna.
fslensku gestirnir á Spáni voru
mjög ánægðir í kvöld með móttök-
urnar eftir fyrsta daginn. Vigdís
forseti snæddi óformlegan hádeg-
isverð með konungshjónunum,
Katrínu dóttur þeirra og Alex-
andreu, dóttur Konstantíns, fyrr-
verandi Grikkjakonungs og bróð-
urdóttur drottningar, í heimilis-
höll þeirra. Þar skiptust þjóðhöfð-
ingjarnir á orðum og gjöfum. For-
seti fslands sæmdi konung Stór-
krossi með keðju hinnar íslensku
fálkaorðu og hann sæmdi hana
orðu Karls konungs III á bandi, en
það er æðsta orðan sem Spánverj-
ar veita erlendum þjóðhöfðingj-
um. Soffía drottning og dæturnar
tvær voru einnig sæmdar islenska
Stórkrossinum.
Vigdís forseti færði konungi
áritað eintak númer fjögur af sér-
útgáfu Dýraríkis Benedikts
Gröndal og færði drottningu
handofna værðarvoð eftir Guð-
rúnu Vigfúsdóttur á Isafirði að
gjöf. Börnunum gaf hún íslenskar
bækur. Hún hlaut sjálf gullið
pennastatíf með handrituðum
nöfnum konungshjónanna, vegleg-
ar kertaluktir og mynd af hjónun-
um í silfurramma að gjöf.
Þjóðhöfðingjarnir ræddu um
þjóðfélagsmál og málefni sem
snerta bæði löndin yfir málsverð-
inum, sem var köld andalúzísk
grænmetissúpa, innbakaður fiski-
réttur, akurhæna, ostar og ávext-
ir. Það fór mjög vel á með þeim og
voru bæði sammála um að stuðla
að auknu sambandi þjóðanna.
Felipe Gonzalez, forsætisráð-
herra, heimsótti forseta íslands í
E1 Pardo-höllina í eftirmiðdag.
Hann stansaði lengur en venja
hans er þegar hann heimsækir
þjóðhöfðingja sem eru í opinber-
um heimsóknum. Hann varðist
allra frétta að samtalinu loknu en
forseti sagði að þau hefðu rætt
vandamál beggja þjóðanna, fram-
tíðina og mikilvægi þess að minna
ungu kynslóðina á dýrmæti frelsis
og sjálfstæðis.
Geir Hallgrímsson, utanríkis-
ráðherra, sagði að hádegisveröar-
boði spænska utanríkisráðherr-
ans loknu, að þar hefði verið
skipst á borðræðum en málefna-
legri umræður m.a. um Atlands-
hafsbandalagið og inngöngu Spán-
ar í Evrópubandalagið biðu morg-
undagsins.
E1 Prado-höllin, þar sem forseti
vor býr, var reist 1547. Hún er
mjög glæsileg og garðarnir í kring
afar fallegir. Þar ríkir mikil kyrrð
og ró. Franco, fyrrverandi ein-
ræðisherra Spánar, bjó i höllinni
þangað til hann lést fyrir 10 árum.
Hún er nú notuð sem gististaður
fyrir erlenda gesti í opinberum
heimsóknum og forseti Islands
býður þar til móttöku annað
kvöld.