Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 33 Bókaþing 1985 verður haldið í Borgarnesi BÓKAGERÐ, bókaútgáfa, bóksala, bókasöfn og fjölmargt fleira verður til umræðu á Bókaþiugi 1985, sem haldið verður í Borgarnesi laugardaginn 21. september næstkomandi. Þar verður fjallað um stöðu bókarinnar hér á landi um þessar mundir og reynt að leita leiða til þess að auka veg hennar sem mest á næstu árum. Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag íslenskra bókaverslana standa að þinginu, en hafa boðið öðrum félögum og samtökum, sem tengjast bókum beint eða óbeint að taka þátt í þeirri umfjöllun, sem þar mun fara fram og senda sem flesta fulltrúa á þingið. Bókaþing 1985 fer fram í Hótel Borgarnesi og hefst kl. 13 þann 21. september með ávarpi formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, Eyjólfs Sigurðssonar. Síðan verður reynt að draga upp mynd af að- stæðum í ýmsum greinum er snerta bækur og bókaútgáfu í landinu í sjö stuttum framsöguer- indum. ólafur Ragnarsson, útgefandi, mun fjalla um stöðu bókarinnar á íslandi á líðandi stund og leiðir til þess að efla bókaáhuga og bóklest- ur landsmanna. Pétur Sveinsson, bóksali, mun ræða um þær breytingar sem orðið hafa á bóksölu i landinu á síðustu árum, en sem kunnugt er jókst bóksalan að nýju í fyrra eftir samdrátt í nokkur ár. Ný prenttækni og breytt bóka- gerð heitir erindi Þorgeirs Bald- urssonar, prentsmiðjustjóra, sem verður hið þriðja á þinginu. Næsti frummælandi verður Sig- urður Pálsson, formaður Rithöf- undasambands íslands, sem fjalla mun um rithöfunda, bækur og bók- sölu. Bókasafnsfræðingarnir Anna Torfadóttir og Ingibjörg Sverris- dóttir munu ræða um íslenska bókaútgáfu og bóksölu. Sérfræðingur frá Kaupþingi hf. mun kynna þingheimi hvernig staðið hefur verið að því af hálfu fyrirtækisins að fylgjast með sölu bóka á jólamarkaði og setja saman metsölulista. Síðasta erindið á fyrri hluta Bókaþings flytur svo ólafur Steph- ensen, formaður Sambands ís- lenskra auglýsingastofa, en hann mun fjalla um bókaauglýsingar og markaðsmál. Eftir kaffihlé verður gestum þingsins skipt í umræðuhópa til þess að fjalla um einstaka þætti er varða stöðu bókarinnar í sam- félaginu. Eftir að gerð hefur verið grein fyrir niðurstöðum þeirra hefjast svo almennar umræður. Aætlað er að slíta þinginu um kl. 19 og mun það koma í hlut Guðmundar Sigmundssonar, for- manns Félags íslenskra bókaversl- ana. Bókaþing hafa verið haldin fjór- um sinnum áður á árunum 1974— 1977 og þá á vegum Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Nú er tekið til við slíkt þinghald að nýju í breyttu formi með samstarfi út- gefenda og bóksala, en jafnframt eru þeir sem hagsmuna hafa að gæta varðandi gerð, útgáfu og Leiðrétting: Rannveig Traustadóttir ekki Tryggvadóttir í FRÉTT um skýrslu svonefndrar „mæðranefndar" Alþýðubanda- lagsins sem birtist hér í blaðinu 7. september sl. og í Staksteinum 12. september sl., var ranglega sagt, að einn af höfundum skýrsl- unnar væri Rannveig Tryggva- dóttir. Rétt nafn er Rannveig Traustadóttir. Er beðist velvirð- ingar á þessum mistökum. miðlun bóka og aðrir áhugamenn um bækur hvattir til að sækja Bókaþingið. Nánari upplýsingar um fyrir- komulag þingsins, ferðir til Borg- arness og þaðan eru veittar á skrifstofu Félags íslenskra bóka- útgefenda að Laufásvegi 12, sími 27820. Þegar hefur talsverður fjöldi áhugasams fólks tilkynnt þátttöku og er því útlit fyrir að Bókaþing 1985 geti orðið fjölsótt og gagnlegt. (FrétUtilkynning) k L Þóra Fríða, Sigurður og Signý verða með tónleika í Selfosskirkju. Tónleikar í Selfosskirkju Signý Sæmundsdóttir og Sigurð- ur Pétur Bragason halda söngtón- leika í Selfosskirkju nk. fimmtu- dag. Undirleikari er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Á efnisskránni verða islensk og ítölsk lög, aríur og dúettar. Signý var við nám i Tónlist- arskólanum f Reykjavík, lauk prófi frá tónmenntakennara- deildinni og Söngskólanum i Reykjavík, en er nú í söngnámi í Vínarborg. Siguröur er einnig tónmenntakennari og hefur lokið námi í Söngskólanum í Reykja- vík. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk kennaraprófi frá Tónlist- arskólanum '78. Hún var við nám i Tónlistarháskólanum í Freiburg í þrjú ár, fór þá til Stuttgart og nam þar ljóðaundirleik. Sl. tvö ár hefur Þóra starfað við undirleik, m.a. verið píanóundirleikari hjá Óperunni. Ttl hamingju eigendui Kjaiabréía j -Þið völduð létta kostinn. Þeir sem keyptu kjarabréí Verðbréíasjóðsins h/í þann 17. maí sl. haía íengið betri vexti en aðrir. 78% ársvexti Til samanburðar voru aðrir vexiir þannig á sama tímabili: Bankabok 45% Aðrir verðbréíasjóðir 58% Ríkisskuldabrél 50% Kjarabréí Verðbréíasjóðsins h/í 78% Forsondur • M/v gen<jl veröbréfasjóða 6. sept. '85 • MAr sparlsklrteinl með 7% raunávðxtun • MAr bestu 6 mðn verðtryggða bankaretknlnoa (3,5% raunávðxtun) • Ekkl er teklð ttlllt til innlausnargjalds eða sölulauna. Það er augljóst, að Kjarabréfin okkar hafa gefið betri ávöxtun en aðrir valkostir, írá því að sala þeirra hófsi 17. maí 1985. Kjarabréí Verðbréfasjóðsins h/f fást í ílestum pósthúsum og hjá Verðbréíamarkaði Fjáríestingaríélagsins, Hafnarstrœti 7, Reykjavík. Símar 28466 8c 28866. VERÐBREFA SJÓDURINN HF Hafnarstræti 7 101 Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.