Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 34

Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 Morgunblaðið/Friðþjófur Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra gangsetur vélar Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki í stjórnstöð hennar á laugardag. Fyrir aftan hann stendur Einar Einarsson framleiðslustjóri verksmiðjunnar. Iðnaðarráðherra við vígslu Steinullarverksmiðjunnar: Lýsti hlut ríkisins í verksmiðjunni falan — Á að vera undantekning að ríkið standi í beinum atvinnurekstri, sagði Ragnar Arnalds SauAárkróki, 16. september. Fri Hirti Gislasyni blaðamanni Morgunblaósins. VIÐ FORMLEGA vígslu Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki í gær lýsti Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra hlut ríkisins, 40 af hundr- aði, í verksmiðjunni falan. Sagði hann þá skoðun sína að ríkið ætti ekki að vera að vafstra í rekstri sem þessum þó hann væri arðvænlegur. Hins vegar væri rétt að ríkið aðstoð- aði heimamenn og einstaklinga úti á landi við uppbyggingu atvinnu þegar þeir væru þess ekki megnugir sjálfir. Að því loknu ætti rfkið að sleppa hendinni af fyrirtækjunum og gefa einstaklingum og öðrum sem áhuga hefðu kost á að eignast hlut ríkisins. Ragnar Arnalds þingmaður Alþýðubandalagsins flutti meðal annarra ávarp við þetta tækifæri og sagði það skoðun sína að það ætti að vera undantekning en ekki regla að ríkið stæði í beinum at- vinnurekstri. Þó væri Steinullar- verksmiðjan á Sauðárkróki gott dæmi um undantekninguna því án aðstoðar ríkisins hefði þessi mikil- vægi þáttur í sögu atvinnulífs Skagafjarðar og í raun landsins alls ekki orðið að veruleika. Auk Ragnars Arnalds og iðnaðarráð- herra fluttu ávörp við þetta tæki- færi meðal annarra alþingismenn- irnir Páll Pétursson og Pálmi Jónsson, forsætisráðherra, Stein- grímur Hermannsson, stjórnar- formaður Steinullarverksmiðj- unnar, Árni Guðmundsson, og Magnús Sigurjónsson forseti bæj- arstjórnar Sauðárkróks. Upphaf og aðdraganda Steinull- arverksmiðjunnar má rekja til ársins 1975 er sú hugmynd vaknaði í Skagafirði að þar væru til staðar hráefni sem hentuðu til fram- leiðslu steinullar. Siðan þá hefur á ýmsu gengið og meðal annars voru um stofnun verksmiðjunnar skiptar skoðanir á Alþingi og sagði Ragnar Arnalds að hann minntist þess ekki að á þeim vettvangi hefði nokkurt mál klofið jafn marga stjórnmálaflokka. Helstu hlut- hafar í verksmiðjunni eru ríkis- sjóður, Steinullarfélagið hf. á Sauðárkróki, Oy Partek ab í Finn- landi, Samband islenskra sam- vinnufélaga og Kaupfélag Skag- firðinga. Byggingaframkvæmdir hófust i júní 1984 og er að mestu lokið. Tilraunaframleiðsla hófst 9. ágúst sl. en framleiðsla er nú hafin. Framkvæmdakostnaður er um 350 milljónir kr. og starfsmenn verða 30 til 35. Notkun á einangrunarull á ís- landi var áætluð um 100 þúsund rúmmetrar árið 1984. Þetta jafn- gildir um 3.000 til 3.500 tonnum af steinull. Notkun á einangrunar- plasti var 30-40 þúsund rúmmetr- ar. Með lækkun á verði einangr- unarefna er reiknað með að notkun þeirra til einangrunar eldra hús- næðis aukist, en það er nú fyrst að húseigendum býðst brunaþolið einangrunarefni á lágu verði að sögn forráðamanna verksmiðjunn- ar. Reiknað er með að verksmiðjan nái um 4 þúsund tonna sölu á innlendum markaði að tveimur árum liðnum. i Fjórar mjög frambærilegar myndir ásamt úrvals myndaflokki á 3 spólum. Islanskur texti I Islentkur textí J LIVING PROOF CARTIER AFFAIR BORN BEAUTIFUL Þaö or ekki alltaf teklö út meö sœkllnni aö eiga fræga loreldra Þettafékk Hank Wílliams yngri aö reyna aöeins átta ára gamall. Þá lést faöir hans, Hank Williams eldri, aöelns 29 ára gamall, sök- um áfengis- og eíturlyf janeyslu. Hann haföl verið einn vlnsælasti country- og western-söngvari heims. Nú kröföust aödáendur hans þess aö Hank yngri tækl upp merklö lyrlr tðður sinn. Mls- kunnarlaust sogast Hank yngrl Inn á sömu feigöar br autina sem kostaö haföi fööur hans Irfiö Llvinfl Proot er sönn saga um ungan mann, sem berst örvænt- ingarfuilri baráttu fyrir að fá aö lifaetgin lifi. Aöalhlutver k: Richard Thomas - Ann Gillespie Léttkrydduö sakamélamynd sem allir hafa gaman af. Joan Collins ter á kostum í hlutverki sjónvarpsst jörnunnar sem hefur allt sem hugurinn girnist. Telly Savalas bregst ekki heldur í hlul- verki skúrksins. David Hasselhof leikur Kurt. ungan mann sem fellur fyrir stjörnunni, þrátt tyrir alltönnuráform. Ekki er allt gull sem glóir Fyrlr- sætuheimurlnn er fullur af ung- um stúlkum sem halda aö þær hati allt sem til þarf. en þegar samkeppnin er hörö er ekki alltaf nóg aö hafa fallegt andllt og góö- an vöxt... Mynd sem konur ættu ekki aö láta fara fram hjá sér. Aöalhfutverk: Lori Singer - Erin Gray. THE LAST PLAŒ ON FARTH A ENDIMÖ»miM JAHHAB Á ENDIMÖRKUM JARÐAR Sönn saga um hió haróvítuga kapphlaup milli Amundsen og Scott hvor þeirra næói fyrst á Suóurheimskautió. Saga um ótrúlega þrautseigju hugrakkra manna sem leggja allt aó veói til aósigra. Aóalhlutverk: Max von Sydow, Martin Shaw, Sverre Anker Ousdal. Þessi myndaflokkur hefur ekki veriö sýndur i íslenska sjónvarp- inu. LIVE A LITTLE STEAL A LOT Tveir urvals þjófar legg ja á ráöln um innbrot aidarinnar. Þeim tekst aö stela og koma í verö dýrmætasta safír veraldar. Þá hefst I júfa líflö en li'ka flóttinn undan réttvisinni... Spennumynd i hæsta gæöa- flokki. Aöalhlutverk: Robert Conrad-Don Stroud. Á myndbandaleigum um allt land í vikunni. Dreifing VIDtO Síöumúla 21, aími 686250. ASÍ og BSRB samþykkja samhljóða ályktanir: Áformum um sölu- skatt á matvörur harðlega mótmælt EITIRFARANDI ályktun var sam- þykkt einróma á fundum miðstjórnar Alþýðusambands íslands og stjórnar BSRB í gær: „Síðustu mánuði hefur verðlag hækkað umfram það sem gert var ráð fyrir við gerð kjarasamninga á liðnu sumri. Forsendur samn- inga virðast vera að bresta, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að verðlagi yrði haldið f skefjum. Miklar verðhækkanir siðustu mán- uði virðast ekki valda stjórnvöld- um áhyggjum og engar fregnir berast af þeim bæ um aðgerðir til þess að sporna gegn vandanum. Þvert á móti eru nú opinberuð áform um álagningu söluskatts á brýnustu nauðsynjar og þar með stórfellda hækkun framfærslu- byrðar. Söluskattur er nú 25%. óþarft er að rökræða í hvert óefni bágri afkomu láglaunafólks væri stefnt ef söluskatti yrði skellt á matvörur, sem nú eru undanþegn- ar skattinum. Miðstjórn Alþýðusambands Is- lands krefst þess, að hætt verði við öll áform um innheimtu sölu- skatts af matvælum og varar ríkis- stjórnina við því að skera með þeim hætti upp herör gegn fólkinu í landinu. Launafólki hefur þegar verið gert að axla of þungar byrðar og aukin skattheimta af almenn- ingi kemur ekki til greina. Fari ríkisstjórnin sínu fram í þessu efni hlýtur verkalýðshreyfingin að bregðast við af fyllsta þunga.“ Morgunblaðiö/Árni Sæberg Norodom Sihanouk, prins, og Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráó- herra, sem nú gegnir embætti utanríkisráöherra. Sihanouk prins: Skýrði íslenskum ráðherrum frá ástand- inu í Kambódíu NORODOM Sihanouk, prins frá Kambódíu, sem staddur er hér á landi í einkaheimsókn, átti í gær- morgnn viðræóur vió Ragnhildi Helgadóttur, menntamálaráó- herra, sem gegnir starfi utanrfkis- ráóherra í fjarveru Geirs Hall- grímssonar. Sihanouk gerði ráöherranum grein fyrir sjónarmiói sínu til ástands mála í heimalandi sínu, sem Víetnamar hafa hernumið. Prinsinn er leiótogi útlægrar sam- steypustjórnar þriggja skærulióa- hreyfinga, sem Sameinuðu þjóóirn- ar hafa vióurkennt sem hina einu lögmætu stjórn landsins. Morgunblaðið/Bjarni Steingrímur Hermannsson, forsætisráóherra, og kona hans, Edda GuÓ- mundsdóttir, taka á móti Sihanouk, prins, á Þingvöllum í gær. Á mynd- inni er einnig Ólafur Egilsson, sendiherra, sem gegnir störfum ráðuneyt- isstjóra í utanríkisráöuneytinu í fjarveru IngvaS. Ingvarssonar. Að fundinum loknum hélt prinsinn ásamt föruneyti sínu og nokkrum íslenskum embættis- mönnum til Þingvalla, þar sem hann snæddi hádegisverð og ræddi við Steingrím Her- mannsson, forsætisráðherra. í gærkvöldi sat Sihanouk prins síðan kvöldverðarboð Ragnhildar Helgadóttur í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnar- götu. Á morgun er fyrirhugaður fundur hans með íslenskum blaðamönnum, en prinsinn fer af landi brott árdegis á miðviku- dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.