Morgunblaðið - 17.09.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 17.09.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 37 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 Næstu námskeið: Vefnaöarfræöi 16. sepf. Tuskubrúöugerö l.okt. Bótasaumur 1okt. Leöursmíöi 5. okt. Vefnaöur f. börn 5. okt. Tauþrykk 8.okt. Spjaldvefnaöur 17. okt. Þjóöbúningasaumur 18. okt. Innritun fer fram aö Laufásvegi 2. Upplýsingar veittar í sima 17800. Aðstoða námsfólk í islensku og erlendum málum. Siguröur Skúlason magister, Hrannarstig 3, sími 12526. Er nám þitt skipulegt „kaos“? Leiösögn sf. hefur opnaö aö nýju eftirsumarleyfi. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Leiö- sögn þjónustufyrirtæki fyrir þá sem vilja bæta stööu sína í námi. Allir kennarar sem kenna hjá okkur hafa kennsluréttindi og reynslu á því skólastigi sem þeir kenna til þess aö tryggja gæöi kennslunnar. Spyrjiö nemendur sem hafa veriö hjá okkur. Þeir koma aftur og aftur, enda fá þeir afslátt sem láta sjásigoftar. Veittur er systkina- og hópaf- sláttur. Þá er veittur sérstakur 10% haustafsláttur í september og október. Viö erum í Þangbakka 10 í Breiö- holti þ.e. bak viö Bióhöllina. Líttu viö eöa hringdu. Viö erum viö milli 14.00 og 18.00 daglega í síma 79233. Dyrasímar — Raflagnir Gesturrafvirkjam.,s. 19637. Hilmar Foss lögg. skjalaþýö. og dómt., Hafn- arstræti 11, Rvík. Símar 14824 og 621464. Hörður Ólafsson hæstaréttarlögmaður lögg. dómt. og skjalaþýöandi i ensku. Tek auk þess aö mér aö skrifa verslunarbréf á frönsku og dönsku. Sími 15627. Bólstrun Klæöningar og viögeröir á hús- gögnum. Fljót og góö þjónusta. Bólstrunin Smiöjuvegi 9, sími: 40800. Kvöld- og helgars.: 76999. I.O.O.F. Rb. 4= 1349178%- I.O.O.F. = Ob. 1P= 1679178% = ÚTIVISTARFERÐIR Helgin 20. — 22. sept Haustlita- og grillveisla í Þórs- mörk. Árleg ferö sem enginn vill missa af. Margir möguleikar til göngu- feröa. Góö fararstjórn. Gist i skál- um Útivistar, i Básum meöan pláss leyfir, annars i tjöldum. Fararstjórar: Ingibjörg S. Ás- geirsdóttir, Fríöa Hjálmarsdóttir og Kristján M. Baldursson. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofu Lækjargötu 6a, simar: 14606 og 23732. Sjáumst, Útivist. Fimir fætur Dansæfing veröur i Hreyfilshús- inu. sunnudaginn 22. þ.m. kl. 21.00. Mætiö tímanlega. Nýir félagar ávallt vekomnir. Uppl. ísima 74170. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur bibliulestur í kvöld kl. 20.30. 4 Mctsolubkx) á hverjum degi! raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar | Lærið frönsku hjá Alliance Francaise — Kvöldnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. — Bókmenntaklúbur. — Upplýsingar og innritun á skrifstofu Alli- ance Francaise, alla virka daga frá 16. til 27. sept.kl. 15.00 tilkl. 19.00. — Kennslahefst30. sept. — Afslátturfyrirnámsmenn. ALLIANCE FRANCAISE, Laufásvegi 12, sím i:2 38 70. húsnæöi óskast Verslunarhúsnæði óskast Óska eftir verslunarhúsnæði við Laugaveg eöaígrenndinni. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „Traustur aðili — 8582“. Skrifstofuhúsnæði — íbúð Okkur vantar skrifstofuhúsnæði eða litla íbúö til leigu undir rekstur sálfræðistofu. Þarf að vera vestan Kringlumýrarbrautar. Uppl. ísíma 651198 og24143. Veitingasalan í Grafarholti REKSTRARADILI óskast að veitingasölu Golfklúbbs Reykjavíkur í Golfskálanum í Graf- arholti. Um er að ræða útleigu á veitingasal til veisluhalda að vetri til, en veitingasölu til klúbbmeölima aö sumri. Samningstími er frá 1. nóvember nk. í eitt ár eöa lengur. Allar nán- ari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri klúbbsins. Aðalfundur Bersa Aöalfundur Bersa FUS, Vestur-Húnavatnssýslu, veröur haldinn í mötu- neytisaöstööu VSP, miövikudaginn 18. september kl. 21.00. Dagskrá: LSkýrslastjórnar. 2. Kjördæmisþing noröurlandsk jördæmis vestra. 3. Skipulagsmál. 4. Kosningar. 5. Önnurmál. Nýir félagar sem og aörir hvattir til aö mæta. Stjórnin. togtmiribifrtto Askriftcirsíminn er 83033 HINN MANNLEGI ÞÁTTUR / EFTIR ÁSGEIR HVÍTASKÁLD ís með ást í blöðunum eru alls konar mat- aruppskriftir og uppskriftir að ýmiss konar lífshamingju. Hægt er að fá ísbombu, ís með jarðar- berjabragði og ís með banönum. En hver hefur smakkað ís með ást? Hér kemur uppskriftin. Fyrst þarf það að vera sunnu- dagur og helst sumardagurinn fyrsti. Veðrið verður að vera dumbungslegt, lágskýjað og rign- ing. öll flögg eiga að blakta í þoku. Gott er að blóta veðrinu. Ekkert er hægt að gera og allt er hundleið- inlegt. Það er liðið vel yfir hádegi og þið eruð með hausverk eftir of mikinn svefn. Allt er á kafi í óhreinu leirtaui í eldhúsinu. En maður byrjar á því að taka hálf frosinn kjúkling út úr ísskápnum og reynir að þýða hann. Ekki er verra að lemja kjúklinga helvítið dulítið. Síðan er best að þræða hann upp á tein og setja inn í grillofninn með miklu magni af sterku kryddi. Því næst er hægt að bjóða konunni að fara út í búð og kaupa pakka-ís ef þú splæsir með innistæðulausri ávísun. En eitt verður að vera svo þetta takist. Enginn má vera heima nema þið tvö, sem sagt einn maður og ein kona. Enginn má koma í heimsókn frekar en venjulega. Síðan er gott að vakna þegar konan er komin aftur og reynir að vekja þig, þar sem þú hefur sofnað í leti þinni í sófanum með hálflesið Morgunblaðið. Konan á að setja ísinn á kaldasta stað í fsskápnum, sem er svo gamall og af lélegustu gerð að í honum er ekkert frystihólf. Þá er kominn tími til að hefja samningaviðræður; kappræðu um það hver á að vaska upp. Þá er gott að muna vel aftur í tímann öll þau skipti sem þú hefur vaskað upp. En baráttan er ekki til neins því ef þú vinnur þessa rimmu þá þarftu í staðinn að sjá um matinn. Auðveldast er að sjóða hrísgrjón til að hafa með kjúklingnum og laga pakkasósu. En til þess að losna við pakkabragðið er ágætt að bæta ferskum eplabitum út í. Það gefur sósunni rómantískari blæ, og þú getur haldið því fram að hún sé náttúruleg. Auglýsingaflöggin blakta, bíl- arnir bruna eftir blautu malbikinu og þú veist að þú getur ekki gert neitt skemmtilegra. Enginn er úti í svona kubba veðri sem kemur í skömmtum þegar rigningin hellist yfir kassalöguð húsin. Það er ekki einu sinni hægt að sitja á bryggju- staur og dorga ónýtan ufsa. Ekki hægt að hjóla eða labba. Þú hefur ekki löngun til neins. Og mundu að nefna ekki bíó á nafn og fletta bíósíðunni fljótt. Þú veist hvað myndirnar, amerískar og inni- haldslausar, eru ömurlega leiðin- legar. Þú veist allt um það, hvað það getur verið niðurdrepandi að fara á bíó í svona veðri á sunnu- degi. Að horfa á lélega mynd í þessari depresjón gæti hreinlega orðið þinn dauðdagi. Þú horfir á konuna þína vaska upp og sérð líkama hennar bylgj- ast til. Hún er það eina sem gæti lyft sál þinni örlítið upp á við. En hún þykist vera í fýlu því hún lenti í uppvaskinu. Hún hefur óhag- stæðar hugmyndir varðandi eld- húsverkin og húsmóðurhlutverkið. Kjúklingurinn rúllar. Þú vaknar upp úr móki við brunalykt og veist að kjúklingurinn er tilbúinn. Þegar þið eruð búin að éta aumingja fuglinn og sósan reynd- ist æði, er búið að myndast nýtt uppvask. En allir eru saddir og kærulausir og það er ekki pláss fyrir ís, loksins þegar þið létuð það eftir ykkur að kaupa ís með helgar- matnum. Þið leggist í sófann af- vega af ofáti. Liggið þar dágóða stund og uppgötvið að þið eruð svo leið á öllu, södd á svo mörgu, að þið hafið ekki einu sinni lyst á hvort öðru. Ykkur vantar hreyf- ingu, ferskt loft og að komast út í náttúruna. En eftir nokkurn tíma kviknar lyst á ísnum. Og þið rífist um bráðnuðu endana. í ísnum eru bragðgóðar jarðarberjaleifar. En svo dettur þér allt í einu í hug að setja smá ísklípu á bert hné henn- ar, og sleikja burt, varlega. Hana kitlar og finnst ofsa gaman. Skyndilega kviknar lystin að nýju. Gráa veðrið gleymist, blankheitin, leiðindin og þíladrunurnar. Og þessi ís er goður, betri en allur annar ís. Uppskriftin er líka ein- stök. Ef þú rankar við þér löngu seinna og sérð að ísafgangurinn er orðinn bráðnuð hrúga á stofu- borðinu, veistu að þú hefur fengið ís með ást. Efndu fíkni- efnasalar til óeirð- anna í Birmingham? Binningluuii, 16. sept AP. GEOFFREY I)ear, lögreglu- stjóri í West Midland, sagði á sunnudag að óprúttnir heróín- og kókaínsölumenn hefðu kom- ið óeirðunum í Birmingham í v síðustu viku af stað. „Ég held að þessir sölu- menn dauðans hafi stofnað til uppþotsins til þess að vernda fjallháan gróða sinn,“ sagði Dear fyrir lögreglu- nefnd West Midland. „Kókaín og heróín streymir inn í borg- ina um þessar mundir." Dear sagði að umsvifamikl- ir eiturlyfjasalar hefðu hreiðrað um sig í innflytjen- dahverfinu Handsworth í Birmingham. Þegar fíkni- efnasveitir lögreglunnar voru ‘ stækkaðar sáu þeir umsvifum sínum ógnað og gripu til þessa örþrifaráðs. Óeirðirnar voru þær alvar- legustu í Bretlandi frá 1981, þegar skálmöld ríkti í mið- borg London, Liverpool og Manchester. aM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.