Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 39

Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 39 Fyrsta pásan í tvo mánuði — Rætt við menn hjá BÚR í bónusvinnustöðvun „Óneitanlega setur það strik í reikninginn að tækjamenn skuli ekki vinna í bónus, því allt er á fullum dampi á borðunum," sagði Magnús Guðmunds- son, verkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur er Morgunbiaðsmenn litu inn í frystihús Bæjarútgerðarinnar á Granda eftir hádegi í gær, en þá var nýgeng- in í gildi þar samúðarbónusvinnustöðvun Dagsbrúnar. I dag kemur síðan bónusvinnustöðvun verkakvennafélagsins Framsóknar einnig til fram- kvæmda. Magnús sagði of snemmt um það að segja hvað afköstin minnkuðu mikið að svo komnu, en ljóst væri að það yrði að vinna á laugardag ef takast ætti að frysta allt. Hann sagði að um 30 manns sem væru í bónusverkfalli á staðnum og ynnu þeir einkum við frystitækin. Hjör- leifur var nýkominn inn með 130 tonn af fiski og sagði hann að það myndi allt sent út í gámum. Aðspurður um hvort hann bygg- ist við mikilli afkastaminnkun, þegar bónusvinnustöðvun Fram- sóknar kæmi einnig til fram- kvæmda, sagði hann að það yrði sjálfsagt um helmingsminnkun. Þeir hefðu fengið smá sýnishorn af því á mánudaginn eftir fund sem Guðmundur J. hefði haldið með starfsfólkinu og afköstin hefðu minnkað talsvert, þó ekki hefði verið full samstaða um hægagang- inn. „Það er allt á huldu um fram- haldið. Vonandi leysist þetta sem fyrst, það verður að nást sam- komulag," sagði Magnús. “Annars sagði Guðmundur J. á fundinum hér um daginn að fiskvinnslufólkið hefði verið notað sem skiptimynt í samningunum í sumar og það er spurning hvort ekki er verið að nota það sem skiptimynt aftur nú fyrir samningana í vetur." Magnús Magnússon, yfirverk- stjóri, sagði að það vantaði senni- lega um helmingi fleiri stúlkur á borðin, en þeir hefðu nú. Þær væru nú 40-45 þegar best léti, en í sumar þegar skólafólkið var að vinna hefðu þær verið 110. Hann efaðist um að margir hefðu auglýst meira en BÚR eftir fó'ki, en það hefði ekki borið meiri árangur en þetta og einkum verið karlar sem sóttu um störf. Hann sagði það segja sitt um öryggisleysið í þessari atvinnugrein og hefði kannski sitt að segja um ásóknina í þessi störf, að þetta væri í fjórða skipti á ár- inu, sem vinnslan yrði fyrir trufl- unum. Fyrst hefði það verið jóla- stoppið, síðan tvivegis togaraverk- fall og nú þetta. „Þetta er í fyrsta skipti í 2 mán- uði sem við tökum okkur góða pásu, enda búið að vera rólegt í dag,“ sagði Bergur Einarsson, trúnaðarmaður Dagsbrúnar, sem Morgunblaðið hitti einnig að máli. Hringt er í pásu einu sinni á hverj- um klukkutíma í frystihúsinu, en hún venjulega ekki tekin vegna þess að þá minnkar bónusinn. Hann sagði að við frystana ynnu venjulega 4 menn saman en nú væru þeir 8 og hefðist ekki undan. Þeir myndu aðeins vinna til klukk- an 5, en það hefði þurft að vinna lengur til að klára það sem fyrir lægi. „Hljóðið í fólkinu er ágætt, þó auðvitað sé það eitthvað upp ofan,“ sagði hann er hann er hann var spurður um viðhorf fólksins til bónusvinnustöðvunarinar. „Fólk er orðið þreytt á þessu kaupi og það fékk ekkert í samningunum síðasta sumar. Því var ákveðið að reyna að ná einhverju í gegnum bónusinn. Það er samstaðan sem gildir, það kemur aldrei neitt nema farið sé í einhverjar aðgerðir. Það er í það minnsta venjan. Ég vil engu spá um hvað þetta verður langvinnt, en ég held að hvorugur aðilinn hafi efni á því að þetta standi lengi," sagði Bergur. Það kom fram hjá Bergi að bón- usinn getur verið allt frá 30-40% ofan á launin uppí það að tvöfalda þau. Hann sagði að af þeim átta mönnum sem unnu við frysting- una, væru aðeins tveir vanir nú og svoleiðis hefði það verið frá því skólafólkið hætti. Afköstin væru minni hjá óvönu fólki, en þarna hefði verið harður kjarni 6-7 manna. i Pardus-stál prýðir húsin Stallað þakstál á aðeins kr. 440 pr. fermetri í brúnu og svörtu PflRBUS* Smiðjuvegi 28, Kóp. S: 79011

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.