Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 43
MORGU NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
43
Mikill mannfjöldi var við athöfnina, en hún fór friðsamlega fram.
Og eldgleypar sýndu listir sínar.
Bjórlíkið „jarðað“
Á laugardagskvöldið var bjór-
líkiö jarðaö á táknrænan hátt á
Steindórsplaninu í Reykjavík að
viðstöddu fjölmenni. Eigendur
bjórkránna fjögurra í miðborg
Reykjavíkur gengu fylktu liði
ásamt meölimum leikhópsins
Svart og sykurlaust milli kránna
Vegagerð á Ströndum:
Lægstu til-
boð u ndir
50%af kostn-
aðaráætlun
og söfnuðu saman bjórlíki í eina
stóra tunnu sem borin var á nokk-
urs konar líkbörum á Steindórs-
planið. Þar var um 20 lítrum af
bjórlíki hellt niður, enda bannað
að selja bjórlfki frá 15. september.
Guðvarður Gíslason fram-
kvæmdastjóri á Gauki á Stöng
sagði í samtali við blaðið að
hann væri ánægður með athöfn-
ina, en um 300 manns voru
viðstaddir þessa táknrænu jarð-
arför. Er ekki að vita nema þessi
atburður verði skráður á spjöld
sögunnar, því auk fulltrúa ríkis-
fjölmiðla og dagblaða voru
þýskir sjónvarpsfréttamenn
viðstaddir athöfnina ásamt
Hrafni Gunnlaugssyni sem var
að vinna að heimildarkvikmynd
fyrir Reykjavíkurborg.
„Við höldum því fram að fólk
hafi m.a. komið til að mótmæla
bjórlíki í landinu, það kallaði
slagorð eins og „bjór er þjóðar-
stolt" og „við viljum bjór" og
einhverjir voru með mótmæla-
spjöld," sagði Guðvarður. Eng-
inn ákallaði þó bjórlíkið, enda
mun verða hægt að kaupa það
áfram á kránum, þó blöndunin
fari öðruvísi fram, héðan í frá
verður blöndun á staðnum, hálf-
ur lítri pilsner og 3 cl af vín-
anda.
„Við höfum ætlað okkur að
finna nýtt nafn á þetta en það
hefur ekki tekist enn.“
Síðustu dropunum hellt niður.
OPNUÐ hafa verið tilboð í tvö vega-
gerðarverkefni á Vestfjörðum sem
Vegagerðin bauð nýlega úL í báðum
tilvikum voru öll tilboðin undir
kostnaðaráætlun og lægstu tilboð
lægri en helmingur áætlunar.
Höttur sf. bauð lægst í Stein-
grímsfjarðarheiði II, en þar er um
að ræða 2,6 km kafla með fyllingu,
burðarlagi og sprengingum. Verk-
inu skal lokið 1. júlí á næsta ári.
Tilboð Hattar var 4.379 þúsund
kr., sem er 47% af kostnaðaráætl-
un, en hún var 9.318 þúsund kr.
Átta verktakar buðu í veginn og
voru öll tilboðin lægri en kostn-
aðaráætlun, það hæsta 86% af
áætluninni.
Karl Björnsson á Hólmavík átti
lægsta boð í styrkingu Hólmavík-
urvegar. Um er að ræða 14 km
vegarkafla og á verkinu að vera
lokið 10. nóvember. Tilboð Karls
var 2.149 þúsund kr., sem er 45,8%
af kostnaðaráætlun. Sex fyrirtæki
buðu í verkið, öll undir kostnaðar-
áætlun, sem var 4.692 þúsund kr.
og var hæsta tilboðið 80% af
kostnaðaráætlun.
TAKTU ÞÁTT í
ptaymobi
Allir krakkar á aldrinum 4—11 ára mega vera meö. Þetta er ekkert mál. Þú færö mynd
til aö lita í næstu „Playmo-búö“ (leikfangabúö, bókabúö, kaupfélagi eöa stórmarkaöi).
Þú skilar síöan myndinni inn, fyrir 15. október.
pkiymobll
Hvað skal gera:
Litið myndina hinumegin
með vax- tré- eða tússlitum.
5krifið nafn, aldur og
heimilisfang, hér fyrir neðan
og skilið f viðkomandi
verslun fyrir 15. október
1985.
hafn:__________________________
heimilisfang:_
Verðlaun:
1. verðlaun eru Playmobil leiK-
föng fyrii 4.000,- hr
2. verðlaun eru Playmobil leik-
föng fyrir 3.000,- kr
og 40 aukaverðlaun.
RCOLUR
1 Pátttaka er hetmil öllum
börnum á aldrinum 4 - 11 ára
2 Dómnefnd tekur tillit til aldurs,
við úrskurð bestu myndanna
5 Úrskurði dómnefndar verður
ekki breytt
RJÓAIAÍS
< tncð blábeijasultu
RJÓMAÍS
með súkkulaðísósu