Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 Legubekkurinn meö svarta leörinu kominn. Verð aðeins kr. 28.440 stgr. EIH H¥n Bláskógar Ármúla 8, sími 686080. Söngmenn Karlakórinn Fóstbræöur getur bætt viö sig söng- mönnum. Upplýsingar í síma 84870 eftir kl. 7 í kvöld og næstu kvöld. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæöi tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins 3.550.- krónur! (Innifalið í verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 1000 teskeiðar.) STANDBERG HF. - kaffistofaj hverjum krók! Sogavegi 108 ■ símar 35240 og 35242 Nýtt aðalskipulag Egilsstaða allt til ársins 2004 kynnt á almennum borgarafundi. Morgunblaðið/ólafur Egilsstaðir: Opin svæði og trjá- gróður einkenna tiliögu að nýju aðalskipulagi KgibstöAuni, 14. september. Nýlega boðaði skipulagsnefnd Eg- ilsstaðahrepps til almenns borgara- fundar í Valaskjálf til að kynna nýja tillögu að aðalskipulagi Egilsstaða- kauptúns næstu 20 árin eða allt til ársins 2004. Egilsstaðahreppur var stofnað- ur með sérstökum lögum frá Al- þingi árið 1947 en þá hafði mynd- ast hér vísir að þéttbýliskjarna kringum sjúkrahús er var reist ár- ið 1944 og kaupfélagsútibú sem var stofnsett árið 1946. Strax við stofnun sveitarfélags- ins var hafist handa um gerð aðal- skipulags fyrir kauptúnið sem tók gildi árið 1948. Árin 1957 og 1964 var skipulagið endurskoðað og því breytt en þá hafði íbúum fjölgað verulega í kauptúninu og byggð vaxið, t.d. mun íbúum sveitarfé- lagsins hafa fjölgað um 15% árið 1964. Árið 1968 var enn gerð ný skipulagstillaga að Egilsstaða- kauptúni sem síðan var staðfest árið 1969 af skipulagsyfirvöldum. Árið 1982 var skipulag kaup- túnsins enn á ný tekið til gagn- gerðar endurskoðunar en sú endurskoðun hefur leitt til þeirrar skipulagstillögu er nú liggur fyrir og kynnt var á borgarfundi í fyrri viku. Þórhallur Pálsson, forstöðu- maður Skipulagsstofu Austur- lands, kynnti hina nýju skipu- lagstillögu á fundinum. í máli hans kom fram að gert er ráð fyrir þróun byggðar til suðurs í hinni nýju skipulagstillögu, að bygg- ingarsvæði næstu ára verði sunn- an við athafnasvæði Kaupfélags Votihvammur norðan við Egilsstaðaþorp. Gert er ráð fyrir skv. skipulagstil- lögunni að farvegur Eyvindarár verði fcrður til norðurs og hvammurinn stækkaður. Þar á að rísa iðnaðarhverfi. Ekki munu allir Egilsstaðabúar sáttir við það. Héraðsbúa og Mjólkursamlags KHB. Jafnframt er tekið frá bygg- ingarsvæði til seinni tíma nóta utan Eyvindarárinnar í landi jarðanna Miðhúsa og Eyvindarár. Þá er gert ráð fyrir í tillögunni að farvegur Eyvindarár verði færður til norðurs vegna væntanlegs flugvallarsvæðis en við það fæst aukið landrými í svonefndum Votahvammi austan við Vistheim- ilið Vonarland en þar er gert ráð fyrir iðnaðarhverfi skv. skipu- lagstillögunni. Það sem einkennir hina nýju skipulagstillögu öðru fremur eru Trjágróður er þegar ríkjandi f Egilsstaðahreppi. Skipulagstillagan gerír ráð fyrir frekarr sbjólbeltum, opnum svæðum með trjágróðri. Egilsstaðir cigtrað verða bær í skógi. opin svæði, trjágróður og skjól- belti enda að því stefnt að Egils- staðir verði „bær í skógi“ eins og Þórhallur Pálsson komst að orði. Eftir viðbrögðum fundarmanna á borgarafundinum að dæma virð- ast Egilsstaðabúar nokkuð sáttir við hina nýju skipulagsstillögu enda lagði sveitarstjórinn, Sigurð- ur Símonarson, áherslu á nauðsyn reglulegrar endurskoðunar skipu- iagsins a.m.k. á 5 ára fresti. Helst virtist iðnaðarhverfi í Vota- hvammi fara fyrir brjóst sumra fundarmanna sem gjarnan vildu sjá útivistarsvæði þar um slóðir. Fundarmönnum varð ekki tíðrætt um gamalt þrætuepli, nýja brú á Eyvindará, en henni er ætlaður staður skv. tillögunni skammt neðan við gömlu brúna. Frestur til að skila athugasemd- um við skipulagsstillöguna rennur út nú í byrjun viku og eftir um- fjöllun í hreppsnefnd um hugsan- legar athugasemdir verður skipu- lagsstillagan væntanlega send til staðfestingar skipulagsyfirvalda ríkisins. Íbúatala Egilsstaðahrepps er nú um 1320 en skv. skipulagstillög- unni er gert ráð fyrir 1613 íbúum á Egilsstöðum árið 1990 og 2104 árið 2004. Meðalfjölgun íbúa Eg- ilsstaða hefur verið 4,5% á ári allt frá árinu 1973. f byrjun árs 1984 voru hér 374 íbúðir og meðalstærð þeirra var þá 131,23 ma. — Ólafur 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.