Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.09.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 I „Glamúrhippar Hippatímabilið fræga hafði í för með sér breyttar hug- myndir manna um margt, þar á meðal klæðaburð. Hipparnir voru afar sundurleitir í klæðaburði, til dæmis voru sterkir litir mjög vinsælir. Ekki liðu mörg ár eftir að hipparnir voru úr sögunni þar til fólki fór að þykja fatasmekkur þeirra fáránlegur, menn fóru á grímudansleiki klæddir í hippa- búning rétt eins og froskbúning eða álfabúning áður. Fyrir nokkr- um árum íklæddust dimitantar eins menntaskólans hér í borg „hippabúningum" og vöktu mikla kátínu skólafélaga sinna, sjaldan þóttust menn hafa séð dimitanta í jafn hlægilegum skrípabúningum. merkilegt fyrirbæri En tímarnir líða og breytast; ansi hratt á þessum síðustu og verstu. Nú er farið að sníða hin dýrustu skrautklæði í stíl við druslur hippanna og kalla vetrar- tísku. Það eru klæðskerar í Lund- únum sem fengu þessa skringilegu hugmynd. Hætt er við að hippun- um gömlu hefði þótt dapurt til þess að hugsa að blómahugsjónin mikla yrði sniðug söluvara frum- legra tískuhönnuða að tiltölulega skömmum tíma liðnum. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af tískuhippunum nýju þar sem þeir „fíla sig“ á strætum Lundúnaborgar. fclk í fréttum FIMMTA STARFSÁR BRIDSSKÓLANS: Hjálpum fólki af stað — segir skólastjórinn Páll Bergsson „Það verður enginn útlærður í spilinu eftir að hafa sótt námskeið hjá okkur. Við ætlum okkur ekki þá dul að gera menn að meistunim á nokkrum kvöldstundum. En menn geta komist vel af stað og náð þroska við borðið sem ella tæki nokkur ár að öðlast,“ segir Páll Bergsson, forsvarsmaður Bridsskóians í Reykjavík, sem nú er að hefja sitt fímmta starfsár. Páll og samkennari hans Guð- jón Sigurðsson hafa útskrifað í kringum þúsund manns frá þeim tíma sem skólinn tók til starfa. „Sumir af nemendum okkar hafa farið út í keppnisbrids, aðrir hafa kosið að njóta íþróttarinnn- ar í rólegheitum í heimahúsum, eins og gengur," segir Páll. „Brids er þannig íþrótt að hennar má bæði njóta sem huggulegrar aflsöpunar og sem hörku keppn- isgreinar." Bridsskólinn býður upp á Mortfunblaðið/Þorkell Aðstandendur Bridsskólans í Reykjavík. Skólastjórinn Páll Bergsson (t.h.) og samkennari hans Guðjón Sigurðsson. Fyrrum nemendur Bridsskólans sökkva sér niður í „frjálsu" spila- mennskuna. tvenns konar námskeið, eitt fyrir þá sem ekkert eða lítið kunna í reglum spilsins og annað fyrir þá sem kunna nokkuð en vilja ná betri tökum á spilamennsku sinni. Á byrjendanámskeiðinu læra menn að telja punktana, helstu atriði útreikningsins og undirstöðuatriðin í sögnum. Og fá auðvitað þjálfun í sjálfri spila- mennskunni líka. í framhalds- námskeiðinu er lögð meiri áhersla á að þjálfa úrspilið. Hvert námskeið stendur yfir f ellefu kvöldstundir, þrjá tíma í senn. Kvöldin fara þannig fram að fyrst er kennt með aðstoð myndvarpa, síðan eru spiluð undirbúin spil og þau skýrð, en síðasta klukkutímann er frjáls spilamennska undir leiðsögn kennaranna. „Frjálsa spila- mennskan er óneitanlega vinsæl- ust,“ segir Páll, „og oft finnst fólkinu erfitt að hætta á tilskild- um tíma, eins og allir bridsspil- arar þekkja."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.