Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 57

Morgunblaðið - 17.09.1985, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1986 57 Kinnarnir keppa ekki i neinum smáUekjum. Peter Geitel og Errki Vanbanen aka 260 hestafla Nissan 240RS (Lh.), en Sakari Viierima og Tapio Eirtivaara 220 hestafla Opel Manta 400. Samskonar bflar hafa náð góðum árangri í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Sakari Viierima: Framarlega í kappakstri og rall- akstri í Finnlandi Þeir eru ekki margir sem hafa átt og keppt á tólf mismunandi keppnis- bflum um ævina. Hvað þá að hafa gert slíkt á aðeins átta mánaða tíma- bili, en einmitt þetta hefur Finninn Sakari Viierima afrekað á þessu ári. Hann ekur í Ljómarallinu á nýjum Opel Manta 400 ásamt Tapio Eirtiva- ara. Viierima er talinn eitt mesta efni í topp rallökumann, sem Finnar eiga f dag. Fáir eru fljótari. Viierima er jafnvígur á öll farartaeki, hvaða nöfnum sem þau nefnast. Hann keppir í rall- akstri og kappakstri í Finnlandi. „Þetta er áhugamál hjá mér, en ég tek þetta alvarlega og það eru miklir peningar í húfi,“ sagði Viierima í samtali við Morgun- blaðið. „Ef ég tæki kostnaðinn við að keppa i ralli saman, þá myndi ég líklega hætta öllu saman. Ég þori ekki að taka fram vasatölvuna!" Það hefur ekki verið ódýrt óhappið, sem henti hann fyrir nokkrum vikum í 1000 vatna rallinu. Sú keppni er liður í heimsmeistarakeppninni í rall- akstri og var Viierima í tólfta sæti af yfir 150 keppendum, þegar Opel Manta hans fór útaf. Flaug bíllinn útaf á 170 km hraða, fór margar veltur áður en hann skall á tré. Kviknaði í bfln- um, en ökumennirnir sluppu báð- ir ómeiddir frá gjörónýtum bíln- um. „Svona atvik hafa ekki áhrif á mig. Þekktur finnskur ökumað- ur sagði eitt sinn að ef ökumaður velti ekki a.m.k. einu sinni á ári, þá færi hann of hægt. Það eru þrjú ár síðan ég velti síðast ... “ sagði Viierima. Viierima varð í öru sæti í finnsku „rally-sprint" meistara- keppninni í fyrra og þriðji árið á undan. í slíkri keppni eru eknar tvær stuttar sérleiðir og keppa um 150 bílar f hvorri keppni. Gildir að aka sem hraðast um krókóttar leiðir. Árangur Viie- Akureyri: íslensk lög og ítalsk- ar aríur í Borgarbíó TENÓRSÖNGVARINN Páll Jó- hannesson heldur sína 14. einsöngs- tónleika, fimmtudaginn 19. septem- ber nk. kl. 19.00 í Borgarbfó á Akureyri. Á efnisskrá eru lög eftir Inga T. Lárusson, Karl Runólfsson og aríur úr þekktum ftölskum óper- um. ólafur Vignir Albertsson leik- ur undir. Eftir að Páll lauk námi frá Söngskólanum í Reykjavík hélt hann til Ítalíu, þar sem hann hefur stundað söngnám sl. 4 ár, þar af hjá Pier Miranda Ferraro síðustu tvö árin. Préttatilkynning. Tenórsöngvarinn Páll Jóhannesson. rima sýnir því að hann er enginn aukvisi við stýrið. Árið 1983 ók hann í 33 röllum á sama bílnum, Ford Escort RS. Það hlýtur að nálgast heimsmet. Hér heima keppa t.d. rallöku- menn yfirleitt í 5 keppnum á ári! Viierima er því í toppæfingu fyrir Ljómarallið, en hvað skyldi hann ætla sér f keppninni? „Keppnin er óvenjuleg og að sama skapi áhugaverð. Geitel hefur gefið mér góð ráð, því hann kom í fyrra. Ég vonast til að komast í mark, þvf það er afrek að ljúka keppninni. Ég hef minna afl en t.d. Geitel og Lord, þannig að maður veit ekki ennþá um eigin möguleika. Þar fyrir utan þekki ég ekki aðstæður, þó ég skoði leiðimar einu sinni fyrir keppni. Ég mun aka á 80-90% af getu minni, vera varkár," sagði Viierima. Hvað þessi orð þýða er erfitt að segja, en Finnar eru þekktir fyrir allt annað en rólegan akst- ur. Einn Finni í viðgerðarþjón- ustu keppnisbíls hérlendis sagði að Viierima myndi ekki sætta sig við að tapa fyrir Geitel, og öfugt. Geitel myndi líma niður bensfn- gjöfina frekar en að verða á eftir Chris Lord á Audi Quattro, breskum ökumanni, það yrði hneisa f augum Finna, jafnvel þó hann sé á betri bfl. Það eru því horfur á ævintýrum í her- búðum Finna. L\ BALLETTSKOLI EDDU SCHEVING Skúlatúni 4 Kennsla hefst í byrjun október. Allir aldurshópar frá 5 ára. Byrjendur og framhaldsnemendur. Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 16—19 í síma 76350 á öörum tímum. Afhending skírteina þriöjudaginn 1. október kl. 16—18. 4 Pú ert í takt við tímann í æfingafötum frá Arena! Það er nánast sama hvert tilefnið er - æfingafötin frá ARENA henta alls staðar: • Leikfimi • dans • fimleikar • líkamsrækt • ballett o.fl. o.fl. íþrótta- og leikfimiskór í miklu úrvali •Sendumf* rxY?TKRÖFU spomommm JNGOLFS ÓSKARSSONAR Á horni KiAprmríGS 0G GRETVSGÓTU S:i17S3 %VÖNDUÐ VARA GLÆSILEG HÖNNUN IKGOTTVERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.