Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 58
„Mér fannst það mjög tilkomumikið
að vera þarna í þessum hildarleik“
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985
Morgunblaöið/SÍKurReir
Morgunblaðið/Vilborg Einarsdóttir
Það var ólgandi brim vió ströndina. Þarna er Björn Guðmundur í ilsðarmálinu.
Tveir félagar Björns Guðmundar taka £ móti honum um borð í Danska-Pétri
í Vestmannaeyjum. Fri vinstri: Vilborg, Björn Guðmundur og Þorkeli.
— segir Björn Guðmundur Markússon sem var hætt kominn við Reynisdranga í Vík í Mýrdal
Að lokinni myndatöku fimm manna hóps í fjörunni við Keynisfjall sl.
sunnudag brá Björn Guðmundur Markússon sér í sjóinn í blautbúningi
sem hann hafði verið í um þrjár klukkustundir við fyrirsætustörf í
flæðarmálinu. Mikið brim var og meira aðdýpi en Björn Guðmundur
reiknaði með og hreif brimið hann með sér. Illmögulegt var að sjósetja
björgunarbáta til að leita að Birni Guðmundi og hraktist hann í hafinu
í nær tvær klukkustundir áður en honum var bjargað um borð í
Danska-Pétur VE eftir leiðsögn Reynis Ragnarssonar, flugmanns í Vík
^ í Mýrdal. Morgunblaðiö ræddi við Björn Guðmund, tvo af félögum
hans sem voru í myndatökuhópnum og Reyni Ragnarsson flugmann.
Var að örmagnast og missa meðvitund
„Ég var kominn nokkra metra frá fjöruborðinu út í bylgjurnar þegar
straumurinn hreif mig með sér,“ sagði Björn Guðmundur Markússon í
samtali við Morgunblaðið, „og mig bar skjótt á órólegra svæði en var
þar sem ég fór út í sjóinn. Eg freistaði þess þó að taka sundsprett í
gegn um brotin að fjörunni, en einn brimskaflinn gróf mig niður í
sandinn og ég fékk harkalegt höfuðhögg. Ég skynjaði að það var von-
laust að ná landi þarna og þegar ég barðist við að komast aftur út í
gegn um fjörubrotin var ég alveg að missa meðvitund og örmagnast,
var lengi að ná andanum og jafna mig eftir byltuna í brotinu."
Björn Guðmundur Markússon í skoðun hjá Einari Jónssyni lækni á
sjúkrahúsinu I Vestmannaeyjum, en Björn Guðmundur hafði aðeins tognað
nokkuð á hálsi eftir barninginn í fjörunni.
MorKunblaÖið/Þorkell
Heppinn hvernig
straumurinn bar mig
Ljósmyndaverkefni, sem unnið
hafði verið að í fjöruborðinu og
Björn Guðmundur tók þátt í sem
fyrirsæta, var lokið þegar slysið
átti sér stað. „Krakkarnir voru
farnir að pakka saman og tvö voru
farin upp úr fjöruborðinu. Ég
sagðist ætla að fara aðeins lengra
út í sjóinn en ég hafði gert í
myndatökunni í fjörunni undir
Reynisfjalli. Ég held að það hafi
staðið tæpast hjá mér þar sem
brimið lamdi mig niður í sandinn
og ég mátti mín einskis, en þegar
ég komst aftur út úr brimgarðin-
um virtist mér straumurinn bera
mig að klettunum við Reynis-
dranga, en það var þó miklu við-
kunnanlegra að vera fjær landi úr
því sem komið var. Þar sem mig
bar óðfluga að klettunum tók ég
það ráð að reyna að synda lengra
út því mér fannst brimið við landið
espast verulega með flóðinu. Ég
hafði reynt að kalla í krakkana,
en eftir 10 mínútur eða svo sá ég
þau ekki lengur. Það var mikið
kapphlaup hjá mér að synda út til
hafs áður en mig bæri í klettana
landmegin við Reynisdranga, en ég
var svo heppinn að straumurinn
bar mig austur fyrir á milli Reyn-
isdranga og skers fyrir utan þá
sem braut verulega á, en brimið
var það mikið að ég gat ekki stjórn-
að því nema að litlu leyti hvert
mig rak.
Það var ekki það mikið flot í
blautbúningnum að ég héldist á
floti, en ég var hettulaus og ber-
hentur. Það gusaðist sífellt kaldur
sjór niður um hálsmál búningsins,
en best fannst mér að halda á mér
hita með því að krossleggja arm-
ana og stinga höndunum undir
handarkrikann með þéttingstaki.
Fannst ég geta
klappað vélinni
Það leið líklega klukkustund þar
til ég var kominn fram hjá Reynis-
dröngum á rekinu, en þá sá ég inn
á Víkina. Þá grillti ég í báta út til
hafsins, en öldudalirnir voru það
myndarlegir að stundum hvarf
mér landsýn í krauminu. Mér létti
mikið við að sjá til bátanna þótt
þeir væru fjarri, en ég var farinn
að búast við að þurfa að slást
þarna nóttina, því það leið að
kvöldi og maður vissi svo sem
ekkert hvernig það myndi enda í
þessum straum og kulda. Ég nötr-
aði mikið þarna, skalf eins og
hrísla, en hafði mátt í fingrunum
t.d. Nokkru eftir að ég sá til bát-
anna kom flugvélin og hnitaði
hringa. Tvisvar eða þrisvar fannst
mér flugmaðurinn fljúga svo lágt
og nálægt mér að ég gæti klappað
á vélina hjá honum og sagt:
„Heyrðu, ég er hér.“ En líklega
hefur hann átt erfitt með að sjá
mig vegna þess að ég var svart-
klæddur og dökkhærður, en þegar
hann sá mig vaggaði hann vélinni
og veifaði mér á þann hátt. Ég
veifaði á móti. Mér hafði ekkert
litist á þetta þegar hann sá mig
ekki í fyrstu umferðunum, svo lágt
og nálægt sem hann flaug, en
þarna voru miklir öldudalir og
brot í hafinu. Flugvélin lóðsaði
síðan Danska-Pétur til mín, en
bátarnir voru á allt öðrum stað.
Skipverjar á Danska-Pétri frá
Vestmannaeyjum sáu mig ekki
fyrr en ég var við hliðina á þeim.
Ég hafði veifað báðum handleggj-
um og flugvélin flaug í sífellu yfir
og gaf þannig til kynna fjarlægð-
ina frá landi. Skipverjar á
Danska-Pétri köstuðu neti til mín,
ég greip í það og þeir kipptu mér
inn fyrir borðstokkinn.
„Hvernig er fiskiríið," var það
fyrsta sem ég spurði þá að um leið
og ég var kominn inn fyrir borð-
stokkinn. Það kom svolítið á þá,
en rosalega var ég feginn að sjá
þá koma, það var hreint ótrúlegt
að þetta skyldi ganga upp eftir nær
tveggja klukkustunda volk í sjón-
um.
Hélt að þetta væri búið
í fjörubrotinu
Jú, ég var hræddur, mjög hrædd-
ur, sérstaklega fyrst í fjöruborð-
inu, þar hafði ég ekki vald yfir
neinu. Ég er klár á því að ef ég
hefði reynt aftur við fjöruna vær-
um við ekki að spjalla hér saman,
en ég hafði meiri stjórn eftir því
sem ég komst fjær landi. Ég hélt
reyndar að þetta væri búið í fjöru-
brotinu þegar ég grófst í sandinn
og þrýstingurinn var svo mikill að
ég náði ekki andanum. Ég man að
ég velti því fyrir mér hvernig ég
ætti að taka þessu, en ég reyndi
að rífa hausinn upp og berjast.
Þegar ég var kominn út á dýpið
reyndi ég að halda mig sem næst
líklegu leitarsvæði, en hjálpin
barst miklu fyrr en ég þorði að
vona. Það er undarlegt hvernig
maður tekur dauðann í sátt ef
manni finnst að stundin sé runnin
upp. Ég var því ekkert óviðbúinn
dauða mínum.
Ég verð hinsvegar að segja eins
og er að mér fannst það mjög til-
komumikið að vera þarna í þessum
hildarleik, því þrátt fyrir tæpa
stöðu þá var þetta hrikalega stór-
kostlegt, landslagið þarna, kraft-
urinn í sjónum og það hvað maður
var í rauninni einskis megnugur í
þessum faðmlögum. Mér fannst
satt að segja að það væri ekki
hægt að finna betri stað til að
deyja á, ef það átti að vera uppi á
..x
jr
„I sjöunda himni þegar ég
hafði fundið unga manninn“
„ÉG VAR í sjöunda himni þegar
ég hafði fundið unga manninn út
af Vík, því aðstæðurnar voni væg-
ast sagt ekki árennilegar fyrir
mann á sundi,“ sagði Reynir
Ragnarsson, flugmaður í Vík, en
hann fann Björn Guðmund úr
flugvél sinni, TF-FAR, en flugvél
hans er eina fhigvélin á stóru
landsvæði og er mikilvægt öryggis-
og sjúkraflugstæki. Telja kunnugir
sem Morgunblaðið talaði við að
staðsetning flugvélar Reynis kunni
að hafa ráðið úrslitum um björgun
mannsins.
„Það var ákveðið í Björgun-
arsveitarskýlinu í Vík að ég færi
í loftið til leitar og að beðið yrði
átekta með að sjósetja bát,“
sagði Reynir. „Ég ætlaði siðan
að leiöbeina björgunarsveitar-
Morgu n bl aðið/ Þor kel 1
Bjöm Guðmundur kveður Jóhann
Guðjónsson skipstjóra á Danska-
Pétri, en Björn Guðmundur
kvaddi hann með orðunum: „Sjá-
umst á sama stað og sömu stund
að ári.“
mönnum úr lofti ef ég fyndi
eitthvað. Það var nokkuð mikið
brim við ströndina, meira en við
erum vanir að fara út í. Það var
vogun eins og það var og hörku-
brim vestan við fjallið. Liklega
hefur það bjargað Birni Guð-
mundi að synda út úr briminu
við ströndina og reyna ekki aftur
landtöku. Ég hringsólaði fyrst
við fjallið og sá að í fjörunni
voru þau með band að klöngrast
{ klettunum og hélt að þau væru
búin að finna hann, en svo
stækkaði ég hringinn og fann
hann loksins, veifaði vængjun-
um og hann veifaði á móti. Hann
var þá um 1 km frá bátnum en
þetta var skömmu áður en fór að
bregða birtu.“