Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 17.09.1985, Qupperneq 59
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. SEPTEMBER1985 59 teningnum, að minnsta kosti ekki fyrir Islending. Þannig reyndi ég að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu, en það var erfið- ast að vita til þess að vinir mínir í fjörunni gátu svo lítið gert og vissu ekkert hvernig mér reiddi af. Mér leið líka illa að renna í grun að björgunarsveitarmenn væru að reyna að sjósetja báta í fjörunni við þessar aðstæður. Þar sem ég var á dólinu var ég að velta þvi fyrir mér hvað menn hugsuðu við svona kringumstæður og þegar ég sá til kirkjunnar í Vík utan af sundinu varð mér hugsað til Standarkirkju einhverra hluta vegna. Ég gaf þó engin loforð eða áheit þarna, trúði því að mönnum sé ætlað að lifa af eða deyja, hver hafi sína stund og sinn stað og ég trúi því að ég sé ófeigur í bili. í kaffi og pönnukökur í Danska-Pétri Ég bið fyrir innilegt þakklæti til allra sem aðstoðuðu mig, til björgunarsveitarmanna, skipverja á Danska-Pétri, starfsfólks sjúkrahússins í Vestmannaeyjum og annarra sem lögðu mér lið og síðast en ekki síst til Reynis Ragn- arssonar, flugmanns í Vík í Mýr- dal, en ef hann hefði ekki komið til sögu með flugvél sína eru mikl- ar líkur á því að maður væri búinn að syngja sitt síðasta vers. Þegar ég var kominn um borð í Danska- Pétur fékk ég kaffi og pönnukökur, skellti mér í heita sturtu, fékk drauma naríur sem voru 16 númer- um of stórar, skellti mér í koju og steinsofnaði. Sú aðferð gilti síðan að mestu á siglingunni til Eyja, en strákarnir um borð tékkuðu reglulega á mér og báru mig á örmum sér. Þegar ég fór úr blaut- gallanum bunaði slatti af pússn- ingasandi innan úr gallanum, en mikil þökk sé þeim Slysavarnafé- lagsmönnum fyrir lánið á blaut- gallanum, ég hefði ekki boðið í búkhitann án hans.“ Grein: Árni Johnsen Morgunbl&ðid/Viíborg Einarsdóttir Lengst til vinstri á myndinni er Þorkell ásamt tveimur félögum úr Víkverjum. Þorkell var þangað kominn í leit sinni í urðinni undir Reynisfjalli, er slysavarnarfélagsmennirnir komu til hans með skilaboðin um að Björn Guðmundur væri um borð í Danska-Pétri. Leituðu í skútum og urðu undir dynjandi brimi „Ástæðan fyrir myndatökunni í fjörunni undir Reynisfjalli var sú að ég var að taka sérstaka mynd til þess að nota á Listahátíð kvenna,“ sagði Vilborg Einarsdóttir blaðamaður sem var þarna í slagtogi með Birni Guðmundi, Bryndisi Berg, Viðari Eggertssyni og Þorkatli Imrkelssyni Ijósmyndara. í myndatökunni átti Björn Guðmundur að krjúpa í sæfroð- unni í fjörunni og þess vegna fór ég til Hannesar Hafstein hjá Slysavarnafélaginu og sagði honum hvað stæði til og hvernig væri hyggi- legast að vera útbúinn. Gallann fengum við síðan lánaðan hjá Slysavarna- félaginu. Þegar Björn Guðmundur náði ekki landi aftur sáu félagar hans fljótt að alvara var á ferðum og var hlaupið að næsta bæ, til þess að hringja eftir hjálp. Þá var fenginn þar kaðall og heimafólk til aðstoðar. M.a. var veifað stanzlaust litríku klæði á fjöru- kambinum til þess að sýna Birni Guðmundi að unnið væri að hjálp, ef svo vildi til að hann sæi til fjörunnar. Björn Guðmundur og Þorkell ljósmyndari eru báðir þjálfaðir björgunarsveitarmenn, höfðu báðir verið í björgunar- sveit Ingólfs í Reykjavík en Björn er nú í hjálparsveit skáta, Garðabæ. „Ég fór að bænum Görðum," sagði Þorkell, „hringdi í neyð- arsíma Slysavarnafélagsins, sagði vindátt, vindhraða og straumstefnu og sagðist telja að það þyrfti þyrlu á slysstaðinn og að ástæða væri til að stefna bát- um á svæðið. Þetta var allt gert nema það að þyrlurnar fóru aldrei í loftið. Við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda ef Reynir í Vík hefði ekki verið á sinni vél, því þótt bátar kæmu eins nálægt landi og hægt var í samfelldu briminu, þá held ég aö leit úr lofti hafi verið það raunhæfasta. Reynir fann Björn Guðmund eft- ir um 20 mín. flug og björgun- arsveitarmenn höfðu beðið átekta með að sjósetja björgunarbát vegna brimsins. Þegar Reynir fann Björn Guð- mund hafði hann rekið um 1,5 km í austur frá þeim stað sem hann bar frá landi og um tvo kílómetra til hafs. Eftir samtalið við SVFl fékk ég Svein Klemensson bónda frá Görðum til að hjálpa mér að rekja kaðalinn og hafa hann klárann ef til kæmi og það var skipst á að veifa á ströndinni og þar létu þeir ekki sinn hlut eftir liggja tveir ungir piltar frá bæn- um Görðurn," sagði Þorkell. „Um tíma héldum við að við sæjum Björn Guðmund úti í briminu, en það kom í ljós að það var selur. Ég ákvað að fara að leita við klettana, þar voru skútar og hvelfingar og urð og brimið drundi þar á því það var komið háflóð og fjaran sem við höfðum undir fótum fyrr um daginn var komin undir sjó. Ég var bundinn í kaðalinn og hin héldu í hann, en í einu boðafallinu kaffærðist ég og hentist í klett með ofurafli, það var eins og maður væri flatt- ur út. Þarna óðum við fram og aftur í nær tvo tíma og það var traust að hafa bóndann með okkur og svo loksins komu slysavarnarfé- lagsmenn með þau boð til okkar að félagi okkar væri fundinn og kominn um borð í Danska-Pétur heill á húfi og væri meira að segja farinn að sötra kaffi. Bryndis, sem var miður sín eins og við hin, tók þessu ekki alveg og spurði mjög ákveðið: „Er hann dökkhærður?" Björgun- arsveitarmaðurinn dró út tal- stöðina á samri stundu og sagð- ist skyldu athuga málið. „Dökk- hærður og með fléttu," var svar- ið. Það stóð heima." „Ég upphóf í annað sinn gráthrinu á þessum degi, öllu ánægjulegri en hina fyrri,“ sagði Vilborg, „og ég dansaði stríðs- dans í fjörunni," sagði Þorkell. „Það hélt vissulega í okkur von- inni,“ sagði Vilborg, „að vita að Björn Guðmundur er sérstak- lega vel úr garði gerður, atgerf- ismaður að öllu leyti og svo var hann í blautgallanum, en það var ekki hughreystandi að horfa út í brimsortann." „Maður sá í rauninni ekkert nema dauðann þarna úti,“ bætti Þorkell við. „Brimið var slíkt," ságði Vil- borg, „að maður vissi ekki hvort væri betra upp á lífslíkur hans að gera, að leggjast á bæn fyrir því að hann kæmist aftur að landi eða yrði þarna úti, slíkt var afl brimsins við ströndina." Nýtt skuldabréfaútboð 3. flokkur 1985 VeÓdeiJd IónaÓarbanI<a Islands hf. Krónur 100.000.000 til lántöku handa einstaklingum og fyrirtækjum á verðbréfa- markaði, fyrir milligöngu banka. Verðgildi hvers bréfs er kr. 100.000,00 og eru bréfin 1000 talsins. Skuldabréfin eru til fimm ára, með jöfnum árlegum afborgunum, og bera 2% fasta vexti p.a. auk verðtryggingar. Til tryggingar bréfum þessum eru eignir og tekjur Veðdeildar Iðnaðarbanka íslands hf., auk ábyrgðar Iðnaðarbankans sbr. 36. gr. reglugerðar fyrir bankann nr. 62/1982. Reykjavík, 10. september 1985, Iðnaðarbanld Islands lif c.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.