Morgunblaðið - 17.09.1985, Side 60
KEILUSALUWINN
OPINN 1000-00.30
*fgunÞ(ftfrtfe fE
EITT KDRT AliS SIAÐÉR
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
Raufarhöfn:
Verulegt smygl
finnst í skipi
LÖGREGLAN á Raufarhöfn fann í gærmorgun tölverðan smyglvarning um
borð í flutningaskipinu Val, sem var að koma til landsins frá Hollandi og
Frakklandi.
Lögreglan á Húsavík var kölluð
til hjálpar við leitina og fundust
samtals 31 kassi af áfengi, eða 372
flöskur, þrjú myndbandstæki og
12 kassar af bjór. Fimm af sjö
skipverjum Vals hafa játað á sig
smyglið.
Meginhluti smyglvarningsins
fannst í gámi í lestinni og á felu-
stað uppi á stýrishúsi. Að sögn
Kristins ólafssonar tollgæslu-
stjóra er verðmæti varningsins
metið á um hálfa milljón króna.
Banaslys f Fljótunum:
41 árs gamall maður
beið bana í bflveltu
BANASLYS varð í Fljótunum í
Skagafjarðarsýslu kl. tvö aðfaranótt
sunnudagsins sl., þegar 41 árs gamall
maður, Olafur Björnsson frá Siglu-
firði, missti bfl sinn út af veginum
skammt frá afleggjaranum að bæn-
um Hrauni. Bfllinn valt þrjár veltur
niður 15 metra slakka og hafnaði í
stórgrýti. Er talið að Ólafur hafi lát-
ist samstundis.
Skyggni var mjög slæmt þegar
slysið varð, myrkur mikið, þoka
og súld. Er álitið að Ólafur hafi
misst sjónar á veginum. Engin
vitni urðu að slysinu, en fólk sem
statt var í grenndinni heyrði háv-
aðann sem af þvi hlaust og hljóp
strax á vettvang og gerði lögreglu
viðvart. Bifreiðin er gömul af gerð-
inni Willys Jeepster, með blæju-
þaki. ólafur heitinn var mat-
sveinn, en starfaði aðallega hjá _
Síldarverksmiðju rikisins á Siglu-
firði. Hann lætur eftir sig konu
og fjögur börn.
ÖxnadalsheiÖi:
Átján ára stúlka beið
bana í umferðarslysi
ÁTJÁN ára gömul stúlka beið bana
í umferðarslysi á Öxnadalsheiði
skömmu fyrir hádegi á laugardags-
morguninn. Hún hét Eygló Vil-
hjálmsdóttir frá Sflalæk í Aðaldal.
Stúlkan ók bifreið sem valt skammt
við Grjótá nærri slysavarnarskýlinu
Sesseljubúð. Þrír farþegar voru f
bflnum og sluppu tveir ómeiddir, en
einn hlaut minni háttar meiðsl.
Bifreiðin, af gerðinni Lada, var
á leið vestur yfir heiðina. Allkröpp
hægri beygja er á veginum þar sem
slysið varð, og að sögn lögreglunn-
ar virðist stúkan hafa lent í lausa-
möl og missti stjórn á bifreiðinni.
Bifreiðin mun hafa farið nokkrar
veltur áður en hún stöðvaðist á
hjólunum. Hún er talin ónýt.
Eygló heitin fæddist. 24. október
1966. Talið er að hún hafi látist
samstundis.
„Þetta
Morgunblaðið/Bjarni
var tóm ævintýramennska." Sigurður Ægir Birgisson í rúmi sínu á skurðdeild Landakotsspítala.
„Hjálmlaus hefði ég
aldrei sloppið lifandi“
Rætt við Sigurð Ægi Birgisson sem hrapaði
10 metra niður þverhníptan jökulvegg
„Þetta var tóm ævintýramennska, ég var búinn að síga niður jökulvegg-
inn, mér datt bara í hug að ég gæti klifrað upp aftur. Það endaði svona.“
Þetta sagði Sigurður Ægir Birgisson í samtali við Morgunblaðið, en
um helgina varð hann fyrir því óhappi að hrapa eina tíu metra niður
eftir jökulvegg.
Sigurður Ægir var ásamt fé-
lögum sinum í ungliðasveitinni
Brandi, sem er deild í Björgunar-
sveitinni á Hornafirði, á æfingu
á Fláajökli. Fláajökulí er tunga
úr Vatnajökli milli Heinabergs-
fjalla og Fláafjalls.
„Við vorum sem sagt að æfa
sig niður jökulvegg. Ég var með
tvær ísaxir í höndunum og
brodda á skónum, en þannig
verður maður að vera útbúinn
ef maður ætlar að klifra upp
þverhnípt svell. Ég var kominn
alveg að brúninni þegar brotnaði
frá annarri ísöxinni svo ég
hnykktist til og missti þá takið
á hinni. Ég var bundinn við hana
og þessvegna kipptist ég úr axl-
arliðnum og handleggsbrotnaði
þegar spottinn tók í. Svo hrapaði
ég sem leið lá niður á jafnsléttu
og lenti þar á báðum fótum. Þá
slitnuðu liðbönd í fótunum og ég
ökklabrotnaði.
Eiginlega var ég nú samt hepp-
inn, því ég slóst illilega utan í
vegginn og hefði ég ekki verið
með hjálm á höfðinu, hefði ég
aldrei sloppið lifandi.
Við höfðum verið nokkuð fyrir-
hyggjulitlir áður en við lögðum
af stað og höfðum engar sjúkra-
börur með okkur. Það þurfti því
að búa til börur úr tveim brodd-
stöfum þegar búið var að hífa
mig upp aftur og dröslast þannig
með mig niður af jöklinum. Ekki
tók betra við þegar þaðan var
komið, því bíllinn festist. Það
vildi okkur til happs að bóndi úr
nágrenninu var staddur þarna
og gat ekið á næsta bæ til að
hringja á sjúkrabíl. En það liðu
tæplega fimm klukkutímar frá
því að slysið varð þangað til ég
var kominn á heilsugæslustöðina
á Höfn. Eftir það leið ekki á
löngu þar til ég var kominn á
Borgarspítalann."
„Nei, alls ekki,“ svarar Sigurð-
ur Ægir, aðspurður um hvort
þetta hefði ekki verið óskaplega
sárt. „Ég var allur dofinn og gat
ekkert hreyft mig, ég hef ekki
orðið var við nokkurn sársauka
hingað til.“
Þegar Sigurður Ægir er spurð-
ur hvað hann búist við að þurfa
að liggja lengi segist hann ekki
vita það nákvæmlega, fyrst þurfi
bólgan í fótunum að hjaðna, svo
hægt sé að gera aðgerð og sauma
saman liðböndin. „Maður verður
víst að sætta sig við að vera
talsvert lengi í lamasessi, það er
bara refsing fyrir glannaskap-
inn,“ segir hann að lokum og
glottir við tönn.
Synti út brim-
garðinn til
að bjarga sér
BJÖRN Guðmundur Markússon, tuttugu og
tveggja ára Garöbæingur, var hætt kominn við
Keynisdranga undan Vík í Mýrdal sl. sunnudag
þegar sjórinn hreif hann með sér frá landi.
Björn Guðmundur var i blautbúning, en
hettulaus og berhentur. Hann var hætt kominn
þegar brimskaflar þeyttu honum í fjöruna,
komst ekki á þurrt og greip þá til þess ráðs að
synda frá landi, en mikið brim var og þungur
sjór. Félagar hans sem voru með honum í fjðr-
unni kölluðu á hjálp og Reynir Ragnarsson frá
Vík fann Björn Guðmund úr flugvél um einn
og hálfan kílómetra austan við fjöruna þar sem
hann fór út í sjóinn og um tvo kllómetra frá
landi. Björn Guðmund hafði borið með urðum
og klettum en hafði sloppið út á djúpið þar sem
hann fannst skömmu áður en birtu fór að
bregða. Danski-Pétur frá Vestmannaeyjum
bjargaði honum um borð og sigldi með hann
til Vestmannaeyja.
Sjá viðtal við Björn Guðmund í grein um slysið
á bls. 58 og 59.
Morgunblaðið/ Vilborg Einarsdóttir
Þessi mynd var tekin af Bimi Guðmundi skríðandi á maganum f flæðarmálinu skömmu áður en
straumurinn hreif hann með sér, en þá varð sakleysisleg myndataka að ógnvekjandi atburði.
Víkingur sviptur Norður-
landameistaratitlinum?
Neitaði
að fara í
lyfjapróf
VÍKINGUR Traustason kraftlyft
ingamaður, sem varð Norðurlanda-
meistari í sínum flokki um helgina í
Þrándheimi í Noregi, á það á hættu
að verða sviptur titlinum þar sem
hann neitaði að fara í lyfjapróf að
keppni lokinni. Þá gæti hann átt yfir
höfði sér keppnisbann á Norður-
löndum.
Víkingur keppti á mótinu ásamt
Kára Elíssyni. Kári varö einnig
Norðurlandameistari og fór í
lyfjapróf. Víkingur sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að móts-
haldarar hefðu komið mjög ílla
fram við Kára. „Þeir dæmdu af
okkur fullt af lyftum sem áttu að
vera gildar, breyttu tímasetningu
mótsins þannig að það munaði að-
eins fimm mínútum að ég missti
af mótinu," sagði hann.
Sjá nánar Bl.