Morgunblaðið - 26.10.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.10.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. OKTÓBER1985 Eigið fé í sjávarútvegi hefur rýrnað um and- virði 30 skuttogara í landinu hefur um langt árabil ríkt stórfelld óstjórn í efnahagsmál- um. Frá árslokum 1980 hefur eigið fé í sjávarútvegi rýrnað svo milljörð- um skiptir, jafnvel er talið að það geti samsvarað andvirði 30 skuttog- ara, segir í ályktun aðalfundar sam- bands fiskvinnslustöðvanna 1985, sem haldinn var í gær, en fundinum var frestað þar til málin skýrast betur um afkomu greinarinnar. „Það er á vitorði allra að starfs- greinin sé rekin með stórkostleg- um halla og að ríkisstjórnin vinni að lausn þeirra mála. Því felur fundurinn stjórninni að fylgjast grannt með, boða til fundar með stjórn og varastjórn og taka þá ákvörðun um boðun framhalds- fundar." 1 ályktuninni segir ennfremur að það sé lífsnauðsyn að tryggja skilyrði til jákvæðs rekstrar nú þegar. Sjávarútvegurinn verður að hagnast verulega á næstu árum ef einhver von á að vera til þess að lífskjör hérlendis verði sam- bærileg og í nágrannalöndunum. Láta verður skilyrðislaust af skuldasöfnun erlendis. Sjávarút- vegur á Islandi neitar að standa lengur undir erlendum lánum stjórnvalda. Koma verður í veg fyrir að hið opinbera og aðrar atvinnugreinar geti í krafti er- lends lánsfjár yfirboðið útflutn- ingsgreinarnar á vinnumarkaðn- um. Það er frumskilyrði að gengis- skráning íslensku krónunnar og stjórn peninga- og lánsfjármála miðist við að útflutningsgreinarn- ar standi undir gjaldeyriseyðslu þjóðarinnar. Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða meðal forráða- manna fiskvinnslunnar um hags- munamál greinarinnar. Markmið- ið með þessum umræðum og að- gerðum í kjölfar þeirra er að efla sjávarútveginn svo að hann geti áfram gegnt sínu mikilvæga hlut- verki í atvinnulífi landsmanna. Forráðamenn fiskvinnslufyrir- tækja eru staðráðnir í að snúa við þeirri þróun, sem er að koma sjáv- arútveginum á vonarvöl. Stjórn- málamenn allra flokka hafa keppst við allt árið að lýsa yfir skilningi á alvarlegri stöðu sjávar- útvegsins. Á þessum haustmánuð- um kemur í ljós hver hugur fylgir máli, segir í frétt aðalfundar sambands fiskvinnslustöðvanna. Sjá ræðu formanns Sambands fískvinnshLStöðvanna á bls. 14 og 15. Þörungayinnslan Reykhólum: „Tilboð Svía peninga- lega hagstæðast' u „ÞAÐ ER komin staðfesting á bankaábyrgð frá Svíunum, varð- andi tilboð þeirra í Þörungavinnsl- Trillukarl í vanda MIKIÐ norð-vestan hvassviðri gekk yfír Húsavík og nágrenni á fímmtu- dagsmorguninn og þurfti Björgunar- sveitin Garðar að aðstoða sjómann á 4 tonna trillu sem lenti í vandræðum vegna veðurofsans. Að sögn Hauks Logasonar stjórn- armanns í Björgunarsveitinni Garð- ari fór maðurinn út klukkan hálf fimm um morguninn í nokkuð góðu veðri. Hélt hann norður fyrir Tjör- nes og út undir Mánáreyjar. Þegar veðrið skall á komst hann ekki til baka og varð að leita vars á Breiðu- vík. Lögreglan fylgdist með bátnum allan tíman og þegar bregða tók birtu um klukkan fjögur fóru þrír björgunarsveitarmenn og sóttu manninn á gúmmbáti. una á Reykhólum," sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er ekkert boð í verksmiðj- una, sem er hagstæðara peninga- lega, en tilboð Svíanna, en það er þó ekki þar með sagt að tilboði þeirra verði endilega tekið. Það veltur á því hvort ákvörðun verður tekin um að einhverjir taki við verksmiðjunni án samkeppni við aðra eða ekki,“ sagði Albert. Albert sagði að Svíarnir væru reiðubúnir til þess að hafa heimamenn með í rekstri verk- smiðjunnar, að einhverju marki. Það hefði komið fram í bréfi frá þeim, en heimamenn yrðu þá að kaupa af Svíunum ákveð- inn hlut í verksmiðjunni. Albert sagði að ákvörðun í þessu máli yrði tekin innan skamms og sagðist hann reikna með að ræða þetta mál í ríkis- stjórninni þegar hún yrði full- skipuð á nýjan leik. Málinu er lokið — segir Matthías Bjarna- son samgöngurádherra „FORSETI (slands óskaði eftir því í morgun, að ég kæmi til hennar til viðræðna og ég fór á hennar fund, þar sem við ræddum þann ágreining sem upp kom í gær,“ sagði Matthías Bjarnason, samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær, „og niðurstaðan af þeim viðræðum varð sú að það er ákveðið af beggja hálfu að þessu máli sé lokið og samstarf verði hér eftir með eðlilegum hætti.“ „Við áttum mjög gagnlegan og vinsamlegan fund, sem ég tel hafa verið til góðs,“ sagði Matthías, „og ég sé enga ástæðu til þess að ráð- herrar séu í einhverri ósátt við sinn þjóðhöfðingja. Mér finnst vera nóg um deilur í okkar þjóð- félagi, þó að slíkt sé ekki fyrir hendi, og ég þori að fullyrða að ósætti er ekki fyrir hendi hjá okkur, á hvorugan veginn.“ Siglufjörður: Morgunblaðið/Júlíus Frá árekstrinum á mótum Kringhimýrarbrautar og Borgartúns. Fjöldi árekstra í gær ÁREKSTUR varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Borgar- túns um klukkan eitt aðfaranótt fostudagsins. Strætisvagn og fólks- bifreið rákust saman. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Hann slasaðist á hné og gekkst undir aðgerð í gær. Harður árekstur var milli þriggja bíla á Smiðjuvegi í gær. Ökumaður og farþegi I einum bílnum voru fluttir á slysadeild Borgarspítalans. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í gærkvöld slösuðust þeir báðir alvarlega. Þeir eru ekki taldir í lífshættu. í gærkvöld var bifreið ekið á ljósastaur í Skipholti. Bifreiðin skemmdist mikið, en ökumanni hennar tókst þó að aka um 400 metra spöl eftir áreksturinn. Þá tóku hann og farþeginn á rás og ætluðu að yfirgefa staðinn, eíi lögreglan náði þeim fljótlega. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður. Mitsubishi-bifreidin sem ekið var á staur við Skipholt í gær. Neyðarástand skap- ast vegna vatnavaxta Siglufirði, 25. október. GÍFURLEG úrkoma er á Siglufírði og er neyðarástand að skapast í bænum vegna vatnavaxta. Hvann- eyraráin og Bæjarlækurinn flæða yfír bakka sína og fíætt hefur inn í 25—30 hús. Auk þess er fjöldi fyrir- tækja umlukinn vatni. Mest er flóðið í norðurbænum og miðbænum. Björgunarsveitin er á ferðinni í bænum og fólk hefur reynt að Miðstjómarmaður í SUF boðar vantraust á Jón Helgason: Alltaf einhverjir óánægðir með ákvörðun og störf ráðherra* 99 u - segir Jón Helgason dómsmálaráðherra TILLAGA um vantraust á Jón Helgason landbúnaðar- og dómsmálaráð- herra verður lögð fram á midstjórnarfundi Sambands ungra framsóknar- manna, sem haldinn verður á Blönduósi í byrjun næsta mánaðar, að því er NT hefur í gær eftir Valdimar Guðmundssyni, bónda í Bakkakoti. Hann hyggst leggja fram tillög- una til að lýsa vanþóknun sinni á vinnubrögðum ráðherrans á „bak við þetta framleiðslulagafrum- varp I vor, sem lagt var fram án þess að umtalsvert samráð væri haft við bændasamtökin. Nú eru un'gir bændur mjög uggandi um sinn hag og þeir sjá ekki annað en að hreint og skipulega sé verið að ganga af þeim dauðum,“ segir Valdimar. Jón Helgason sagðist f samtali við blaðamann Morgunblaðsins ekki átta sig alveg á hvað vekti fyrir Valdimar f Bakkakoti, þvf að „með setningu framleiðsluráðs- laganna var verið að verða við ftrekuðum óskum Stéttarsam- bands bænda“, sagði hann. Jón sagði að þótt hann hefði frekar óskað eftir stuðningi yið það, sem hann teldi sig hafa verið að gera rétt, þáhlytu alltaf að vera skiptar skoðanir og að ekki væri hægt að gera ráð /yrir að allir væru sam- mála. „Það er varla óeðlilegt þótt það verði skiptar skoðanir í stjórnmálaflokki - ég held að það gerist daglega að menn séu ósáttir við einhverja ákvörðun ráðherra eða störf hans,“ sagði Jón Helga- son. Valdimar hefur einnig nefnt til að störf Jóns sem dómsmálaráð- herra, einkum varðandi áfengis- mál, orkuðu mjög tvímælis. Ráð- herrann kvaðst enn ekki skilja vel hvað Valdimar væri að fara, hvort hann teldi sig hafa veitt of mörg áfengisleyfi eöa of fá. „Fyrr á þessu ári veitti ég áfengisleyfí f Austur-Húnavatnssýslu," sagði Jón. „Það er kannski það, sem Valdimar er á móti. Ég hef í þess- um efnum reynt að taka tillit til óska Sambands íslenskra sveitar- félaga, sem sendi frá sér yfirlýs- ingu af ráðstefnu f maf um að of mikið væri veitt af áfengisleyfum. Ég vildi gjarnan ræða þetta mál- efnalega við Valdimar og aðra og væntanlega hitti ég hann fyrr en seinna," sagði ráðherra. — En hvað gerist ef miðstjórn- arfundur SUF samþykkir van- trauststillögu Valdimars í Bakka- koti? „Þingflokkur Framsóknar- flokksins valdi mig til að gegna þessu starfi og það er þingflokks- ins að taka ákvörðun um hvenær églæt af því,“ sagði Jón Helgason. bjarga því sem bjargað verður með því að opna niðurföll, ausa vatni út og bjarga innanstokksmunum. Tjón er þegar orðið nokkurt og lítur út fyrir stórtjón ef ekkert verður að gert. Farþegar með Arnarflugsvél komust ekki til Sauðárkróks og þurftu að gista í Miðgarði. Þá féll 5—6 metra há aurskriða á veginn við Sauðanes. Veghefill var á veginum og náði skriðan upp að gluggum hefilsins. ökumannin- um tókst að losa hann og komast að Sauðanesi. Þrátt fyrir mikla úrkomu er hlýtt og gott veður. Vegaskemmdir á Norðurlandi MIKLAR vegaskemmdir urðu víða á Norðurlandi í gær vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta. Sex bæir í Svarfaðardal urðu vegasambandslausir, þegar grófst frá brúm yfir Svarfaðardalsá og Sandá. Skriða féll á Vatnsdalsveg við Másstaði í Vatnsdal og lokaði honum. Búið var að gera við veginn í gærkvöldi. Skriður féllu einnig á Lágheiði og er hún nú ófær. Þá féllu aurskriður á Siglufjarðarveg, bæði við Strákagöng jg f Mánár- skriðum. Þrátt fyrir'-það var hægt að aka um veginn þar sem þessar skriður voru ekki mjög stórar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.