Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985
fellinga og Vestfirðinga um mjög
lélega afkomu í saltfiskverkun eigi
við rök að styðjast. Stærðarmunur
saltfisks gefur 10% verðmun og
gefa gæðin það sama.
3. Rafmagnsverð til fiskvinnslu
Fyrir liggur úttekt á rafmagns-
verðsmálum sem unnin hefur ver-
ið í samvinnu við Samband ísl.
rafveitna. Komið er sæmilegt yfir-
SUerð 10/30 G«ði nr. 1 SUerð of ga
1. Sudurland 90,1% 14,9% 105,0
2. Reykjanes 04,6% 31,6% 96,2
3. Nordurland 38,1% 54,4% 92,5%
4. Sudvesturland 55,6 21,7 77,2
5. VeHtfirðir 23,7% 44,3% 68,0
6. SnjpfellsneH 35,9% 30,1% 66,0%
7. Aunturland 44,9% 18,4% 63,3%
Þessi tafla sýnir okkur að nauð-
synlegt er að hafa áhrif á stærð-
ina með stærri netamöskvum.
Varðandi gæðin ættum við að taka
Norðlendinga okkur til fyrir-
myndar. Með lagfæringu innan-
frá, þ.e.a.s. lagfæringu okkar
sjálfra, má ná verulegum árangri,
enda skylda okkar að sinna stöð-
ugt slíkum málum.
Mun ég nú víkja nánar að yfir-
skrift þessa aðalfundar, sem er
frekari stefnumörkun í málefnum
fiskvinnslunnar. Eins og ég hef
vikið að hér að framan var unnin
veruleg vinna varðandi tillögugerð
og stefnumörkun í málefnum fisk-
vinnslunnar, í sumar þó sérstak-
lega í þeim málefnum er varða
rekstrarskilyrði fiskvinnslunnar
og snúa því frekar að stjórnvöld-
um en okkur sjálfum.
Á þessum aðalfundi hefur verið
ákveðið að koma á laggirnar fjór-
um hópum er skuli vinna á fundin-
um að eftirfarandi verkefnum:
Rekstrarskilyrði fiskvinnslunnar,
innra skipulag sjávarútvegsins,
fiskveiðistefnan 1986—1988 og
staða og hlutverk hagsmunasam-
taka.
Þegar fjallað er um rekstrar-
skilyrði fiskvinnslunnar verður að
taka tillit og afstöðu til eftirfar-
andi atriða.
1. Almenn efnahagsstjórn
Taka verður fyrir gengisskrán-
inguna og peningamálastjórnina.
Setja verður innstreymi af er-
lendu lánsfé í samhengi við geng-
isskráninguna og samkeppnis-
stöðu fiskvinnslunnar á vinnu-
markaðnum. Ákveða verður hvort
vilji sé fyrir því að taka upp bar-
áttu fyrir markaðsskráningu á
gengi, eða hvort menn vilja að
stjórnvöld skrái gengið áfram og
þá hvernig.
2. Fjármögnun fiskvinnslunnar
Fjalla þarf um afurðalánakerf-
ið. Taka verður afstöðu til vaxta,
bankakostnaðar, uppruna fjár-
magnsins o.fl. Huga verður að því
hvort leggja eigi til að erlendir
bankar geti farið beint í afurða-
lánaviðskiptin.
Fjalla verður um fjárfestinga-
lán og þátt Fiskveiðasjóðs og
Byggðasjóðs. Hugmyndir um
leigukaupsamninga hafa nýlega
komið inn í þessa umræðu og taka
verður afstöðu til þess hvort
leggja eigi eitthvað ákveðið til um
það mál.
lit yfir þessi mál og því grundvöll-
ur fyrir tillögugerð.
4. Viröisaukaskattur
Nú hafa komið fram yfirlýs-
ingar um að virðisaukaskattur
verði tekinn upp líklega ekki síðar
en í ársbyrjun 1987. Taka verður
afstöðu til málsins, en nú er sjáv-
arútvegnum endurgreiddur upp-
safnaður söluskattur I formi
framlags til Aflatryggingasjóðs.
Er slíkt fyrirkomulag æskilegt eða
er virðisaukaskatturinn betri?
5. Málefni fiskvinnslufólks
Mikil umræða fór fram í vor og
sumar um atvinnuöryggi fisk-
vinnslufólks og fyrirkomulag at-
vinnuleysistrygginga. Taka verður
afstöðu til þess hvort leggja eigi
til breytingar á þessu fyrirkomu-
lagi.
Þá hefur verið mikið rætt um
menntunarmál fiskvinnslufólks og
afstaða til þeirra mála verður að
koma fram.
Á tímabili var mikið rætt um
skattfrádrátt fyrir fiskvinnslu-
fólk. Taka verður afstöðu til þessa
máls og með hvaða hætti það ætti
að útfærast.
6. Hringormavandinn
Fyrr í sumar var mikið rætt um
hringormavandann. En nú þyrfti
að setja fram skýrar tillögur um
aðgerðir gegn þessum vágesti.
7. Nýsköpun
Nýsköpunartalið virðist eitt-
hvað vera að fjara út. en fá þarf
fram hvort einhverjar ákveðnar
hugmyndir eru um þessi mál.
Varðandi innra skipulag sjávar-
útvegsins þarf eftirfarandi að
koma fram:
1. Verðlagning sjávarafia
Setja þarf niður ákveðna stefnu
í þessu máli. í sumar komu upp
hugmyndir í þá átt að losa meira
um fiskverðsákvarðanir en verið
hefur. Þær hugmyndir hafa þó
ekki leitt til neinna breytinga á
verðlagningu afurða. Gera þarf
þessar hugmyndir ákveðnari ann-
aðhvort af eða á.
2. Samræming veiða og vinnslu
Ræða verður hvort einhverjar
aðrar leiðir en kvótakerfi, skrap-
dagakerfi eða breytt verðlagning
geta stuðlað að aukinni samhæf-
ingu veiða og vinnslu.
3. Miðlun hráefnis, sérhæfing húsa
Hér þarf að ræða á hvaða svæð-
um slík miðlun væri framkvæm-
anleg og hvaða breytingar þyrftu
að verða á samstarfi fyrirtækja til
þess að þetta geti gengið upp.
4. Meðferð hráefnis — betri vara
Ræða þarf um hvar gæðabónus-
inn stendur, hver framtíð hans
muni verða, og hvernig nýgerðir
bónussamingar koma inn á það
mál. Ræða þarf almennt um fyrir-
komulag bónusmálanna. Ræða
þarf að hve miklu leyti tækni-
breytingar og framfarir geta bætt
hráefnið. Er tvífrysting t.d.
raunhæft fyrirkomulag.
5. Sveigjanlegt vinnufyrirkomulag
Ræða þarf hvort einver akkur sé
í að semja um vaktavinnufyrir-
komulag sérstaklega, eða annars
konar sveigjanlegt vinnufyrir-
komulag. Er eitthvað borgandi
fyrir þetta? Eins kemur til álita
að semja um tilflutning á fríum.
Þess má geta að dagvistunarmál
koma oft upp í umræðum um mál-
efni starfsfólks.
6. Frystitogarar
Hver eru áhrif frystitogara og
munu þeir breyta einhverju
umtalsverðu í framtíðinni?
7. Tæknivæðing
Sérstaklega þarf að velta því
fyrir sér hvort horfur séu á tækni-
væðingu þeirra starfa þar sem
handavinnan er mest, þ.e. snyrt-
ing og pökkun.
8. Fiskmat
Hvaða stefnu á að taka í fisk-
matsmálum bæði með hliðsjón af
verðlagningu og útflutningi.
9. Sjóðakerfi
Ræða þarf sjóðakerfið og þær
tilfærslur, sem eru fyrir tilverkn-
að þess. Er þetta æskilegt eða ætti
einhverju að breyta?
10. Áróðursherferð
Ætti að leggja til sameiginlega
áróðursherferð fyrir sjávarútveg-
inn með LÍÚ og starfsfólki?
Fiskveiðistefnan 1986 og 1988.
Taka þarf afstöðu til frumvarps
sjávarútvesgráðherra um fisk-
veiðistefnuna svo og þeirra til-
lagna er fram hafa komið í mál-
inu.
Staða og hlutverk hagsmuna-
samtaka.
Fjalla þarf um stöðu og hlut-
verk hagsmunasamtaka miðað við
þær aðstæður sem eru í dag. Taka
þarf afstöðu til þess hvort heilla-
vænlegra sé að einn aðili komi
fram fyrir fiskvinnsluna gagnvart
stjórnvöldum og velji m.a. þá
menn er sitja í stjórnum, nefndum
og ráðum á vegum hins opinbera
t.d. í Verðlagsráð, í Verðjöfnun-
arsjóð, í Fiskveiðisjóð og annað er
áhrif hefur á mótun fiskveiði og
fiskvinnslustefnu í landinu. Það
skal tekið skýrt fram að hér er
ekki átt við breytingu á þeim
mönnum er nú hafa valist í þessi
störf því að breyting á ákvarðana-
töku þarf ekki að leiða til breyt-
ingar á vali á mönnum.
Góðir fundarmenn. Ég vil láta i
ljós von um árangursríkan og góð-
an aðalfund og að hann megi
verða til þess að efla samtök okkar
í framtíðinni.
Húsinu lyft i fiutningatæki {Njarðvíkum, en þaðan var húsið fiutt út í Hafnir.
Hafnir:
Björgunarsveitinni
Eldey gefið húsnæði
Björgunarsveitinni Eldey í Höfn-
um hefur verið gefið níutíu fermetra
hús undir starfsemi sveitarinnar. Það
var Valgeirsbakarí í Njarðvíkum sem
gaf sveitinni húsið en áður fór starf-
semi bakarísins fram í húsinu. Húsið
hefur verið flutt í Hafnir og sett þar
á sökkul.
Jón Borgarsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að mikil ánægja
væri með þessa rausnarlegu gjöf
og allt það sem tilheyrði. Sagðist
hann undrandi á fyrirgreiðslunni
sem hefði fengist, þar sem hlutir
gerðust fyrir nánast ekki neitt.
Vinna og efni sem hefur þurft
hefur meira og minna verið gefin.
í Höfnum eru málefni björgun-
arsveitarinnar mikið áhugamál
allra íbúanna, sem eru meira og
minna viðriðnir starf sveitarinnar,
sem er liðlega fimmtíu ára gömul.
í gegnum tíðina hefur sveitin oft
verið kölluð út og bjargað mörgum
mönnum.
í eigu sveitarinnar er einn fyrsti
björgunarbíll á fslandi sem var
keyptur af Varnarliðinu. Þessi
gamla björgunarbifreið verður
höfð í nýja húsinu.
E.G.
Leiðrétting
f MYNDATEXTA í Morgunblað-
inu í gær misritaðist föðurnafn
Arnar Bjarnasonar, forstjóra
Hollustuverndar ríkisins. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Forseti Sam-
einaðs Al-
þingis stíg-
ur í stólinn
Á MORGUN, sunnudaginn 27.
október, er þakkargjörðardagur
kirkjunnar. Af því tilefni prédikar
forseti sameinaðs Alþingis í Dóm-
kirkjunni. Sr. Þórir Stephensen
Messan hefst kl. 11 f.h.
(Frá Dómkirkjunni)
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
íslenska hljómsveitin
Tófilist
Jón Ásgeirsson
Fyrstu tónleikar vetrarins
haldnir í Langholtskirkju
fímmtudaginn 24. október
ítölsk tónlist frá öndverðri tuttug-
ustu öld
Stjórnandi: Marc Tardue
Einsöngvari: Sigríður Ella
Magnúsdóttir
Trittico Botticelliano eftir
Respighi var fyrst á efniss-
kránni en verkið skiptist í þrjá
þætti, er bera nöfn frægra mál-
verka eftir Botticelli. Fyrsti
þátturinn heitir Vorið, annar
Tilbeiðsla vitringanna og sá sið-
asti Fæðing Venusar. Margt »
þessari tónlist minnir á Vivaldi
og auk þesð mátti heyra í öðrum
þætti stef, er minna á jólasálma,
meðal annars einn mjög frægan
er ber nafnið Immanuel. Blásar-
arnir áttu oft mjög fallegar
strófur, Björn Árnason á fagott,
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson á
klarinett, Ólafur Flosason á óbó
og Martial Nardeau á flautu. f
heild lék hljómsveitin mjög vel
og var auðheyrt að hljómsveitar-
stjórinn Marc Tardue var þarna
í essinu sínu.
Now and then heitir nýtt verk
eftir bandarískt tónskáld, Frede-
rick Fox, og var verkið sérstak-
lega samið fyrir fslensku hljóm-
sveitina. Verk þetta er einfalt og
skýrt í gerð, býr yfir töluverðri
spennu og samfelldri tónhugsun.
Hljómsveitin flutti verkið mjög
vel og mátti merkja að hljóm-
sveitarstjórinn hafði lagt mikla
rækt við verkið. Af hljóðfæra-
leikurunum, sem allir gerðu
mjög vel, var sérlega skemmti-
legt að hlýða á leik slagverks-
mannsins Árna Áskelssonar,
sérstaklega í niðurlagi verksins.
Folk Songs eftir Berio, var síð-
asta verkið á þessum skemmti-
legu tónleikum en einsöngvari
var Sigríður Ella Magnúsdóttir.
Folk Songs er mjög skemmtilegt
verk og sérlega vegna þess hve
útfærslulausnir tónskáldsins eru
einfaldar en um leið áhrifamikl-
ar. f einu lagi notar hann nánast
aðeins lágfiðluna, í öðru hörp-
una, lágan tón á klarinett eða
celló, og þjóðlögin halda ein-
kennum sínum en litast samt af
nútímalegum vinnubrögðum.
Fyrir söngvarann er eitt og ann-
að að gerast, er gefur honum
tækifæri til breytileika í tón-
mótum, leik með hryn og stíl.
Sigríður Ella söng lögin vel, ein-
kum þó, fyrir undirritaðan, lögin
frá Frakklandi, Sikiley, Sardiníu
og Azerbaitsjan. Ef þessir tón-
Sigríður Ella Magnúsdóttir
leikar marka stefnuna í efnisvali
fyrir veturinn, er fslenska
hljómsveitin i uppsveiflu, því
þetta voru, bæði hvað snertir
efnisval og flutning, mjög góðir
Marc Tardue
tónleikar. Hér ber bæði að þakka
flytjendum og sérstaklega
hljómsveitarstjóranum Marc
Tardue, sem sannarlega stýrði
liði sínu af kunnáttu og öryggi.