Morgunblaðið - 26.10.1985, Side 16

Morgunblaðið - 26.10.1985, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985 Haustmót Taflfélags Kópavogs hefst sunnudaginn 27. október kl. 14.00 í Kópa- vogsskóla. Taflfélag Kópavogs. BAIKAL HAGLABYSSUR Loksins fáanlegar aftur á Islandi! Þaö er engin tilviljun að BAIKAL haglabyssurnar eru mest seldu haglabyssur á Norðurlöndum. Rússar eru löngu heimsþekktir fyrir að framleiða vandaðar byssur og ekki spillir verðið ánægjunni! BAIKAL einhleypur verð kr. 6.720.- BAIKAL tvíhleypur verð kr. 19.800.- Við bjóðum einnig VOSTOK riffilskot cal 22 LR, 50 skota pakki frá kr. 105.- NEKXHÚStÐ Nóatúni 17105 Reykjavik Simi 91-84085 Jóhann Skaptason fyrrv, sýslumaður — Minning 6. febrúar 1904 12.október 1985 Við lát Jóhanns Skaptasonar fv. sýslumanns rifjast upp hlýjar minnirigar um óvenjulegan mannskostamann, sem hvarvetna reyndi að ryðja framförum braut, en gætti þess jafnframt að slitna aldrei úr tengslum við það verð- mætasta úr menningararfi þjóðar- innar. Ég kynntist Jóhanni er ég varð bæjarstjóri á Húsavík og kom hann mér fyrst fyrir sjónir sem formfastur embættismaður af gamla skólanum, maður sem fylgdi þeim embættishefðum, sem kon- ungsvald margra alda skildi eftir sig hér á landi. Við nokkurra ára samstarf komst ég að raun um að þetta var aðeins að hluta til rétt. Víst var Jóhann formfastur í störfum sín- um, reglusemi í öllum embættis- verkum, myndugleiki og trúnaður við þá sem hann var fulltrúi fyrir var með eindæmum. En Jóhann átti sér aðrar hliðar. Hann var jafnframt einlægur áhugamaður um hvers kyns framfarir héraðs- ins, hvort sem um var að ræða menningar- eða atvinnumál. Hann taldi ekki eftir tíma sinn eða fjár- muni ef það þjónaði góðu málefni og innan við umbúðir virðuleika og embættisskrúða var velviljaður menningarmaður, sem bjó yfir notalegri gamansemi. Á sýslu- mannsheimilinu veittu þau kona hans, Sigríður Jónsdóttir Víðis, gestum af rausn, fræddu þá og fræddust af þeim. Þangað var ánægjulegt að koma. Við sátum saman í fjórðungsráði Norðlendinga og höfðum þá jafnan samfylgd á fundi þess, sem haldnir voru á Akureyri. Mér eru þær ferðir afar minnisstæðar, því Jó- hann var hafsjór af fróðleik og miðlaði mér af honum á sinn skemmtilega hátt. Hann sagði mér þá frá starfsreynslu sinni sem geitasmali á bökkum Fnjóskár og sem sýslumaður Barðstrendinga og hann lýsti ýmsu fólki, sem hann hafði hitt á lífsleiðinni og þá var horfið yfir móðuna miklu. Jóhann var mikill ættjarðarvinur og þjóð- ernissinni og skoðanir hans á þjóð- málum mótuðust af því. Hann vildi halda samhengi í þróun íslenzkrar menningar og óttaðist að áhrif erlendrar lágmenningar yllu þar rofi á. Engu að síður vildi hann að Islendingar tileinkuðu sér það bezta og göfugasta úr þeim menn- ingarstraumum, sem hér leggjast að ströndum. Jóhann vildi leggja sitt að mörk- um við varðveizlu íslenskrar þjóð- menningar og því var það að hann vann ötullega að málefnum safna, bæði á Patreksfirði og í Þingeyjar- þingi, og á báðum stöðum var hann frumkvöðull í útgáfu Árbóka, sem varðveita ýmsan fróðleik um forna tíð og eru ómetanleg heimild um minnisverða atburði á útgáfutím- anum. Eitt af fyrstu verkum Jóhanns eftir að hann kom til Húsavíkur var að beita sér fyrir samstarfi Þingeyjarsýslna og Húsavíkur- kaupstaðar um útgáfu Árbókar Þingeyinga og er fyrsta árbókin fyrir árið 1958. í ávarpi sínu í upphafi þess rits kemur eldmóður hans vel í ljós. Jóhann var pottur- inn og pannan í útgáfustarfsem- inni meðan honum entust kraftar og ritaði hann margt í árbækurn- ar. Þá beitti Jóhann sér einnig fyrir stofnun héraðsskjalasafns og nátturugripasafns og loks fyrir byggingu veglegs húss, sem hýsa skildi þær stofnanir ásamt héraðs- bókasafni, hluta byggðasafns og vísi að listasafni. Húsið er reyndar aðeins fyrsti áfangi að því, sem Jóhann nefndi „Menningarmiðstöð Þingeyinga", en hann lét hanna fleiri samtengdar byggingar á lóð, sem Húsavíkurkaupstaður lét í té í hjarta bæjarins og á þar að verða aðstaða fyrir margvíslega menn- ingarstarfsemi. í þessu var Jóhann stórhuga og horfði langt fram á veginn og er vonandi að Þingeying- um auðnist að ljúka síðari bygg- ingaráföngum menningarmið- stöðvarinnar áður en mörg ár líða. Jóhann hafði framkvæmda- stjórn byggingarinnar með hönd- um og sá um fjáröflun til hennar. Hann var útsjónarsamur um fjár- öflunina, en mestu munaði þó um gjafir, sem hann sjálfur og nánir vandamenn hans gáfu til bygging- arinnar. Þar var um stórfé að ræða. Þegar byggingu safnahússins var lokið, hófst Jóhann handa um að glæða það lífi, og engum, sem heimsækir húsiö í dag, blandast hugur um, að honum tókst það einnig með góðra manna hjálp. Þegar Jóhann lét af embætti sýslumanns, á árinu 1974, kaus hann að eyða ellidögum sínum á Húsavík og hafði hann ærin verk- efni við að sinna hinum margvís- legu áhugamálum sínum á sviði þjóðlegra fræða. Síðustu árin tók heilsu hans að hraka, en hann varði snarplega undanhaldið fyrir Elli kerlingu. að leiðarlokum gat hann litið um öxl yfir árangursríkt lífshlaup og kvatt með fullum heiðri. Blessuð sé minning Jóhanns Skaptasonar. Björn Friðfinnsson Jóhann Skaptason fyrrverandi sýslumaður Þingeyjarsýslu og bæjarfógeti Húsavíkur andaðist á heimili sínu þann 17. október sl. Nokkur ár eru liðin frá því að hann hætti embættisstörfum, en þau hjónin Sigríður og Jóhann nutu efri áranna á sínu myndar- lega heimili, Túni, Húsavík, tóku þar með rausn á móti vinum og ættingjum, nutu haustdaga lífsins við minningar um fjölbreytt og litríkt ævistarf. Þar sem Fnjóskáin brýst í gegn um Dalsmynnið vestur til Eyja- fjarðar er sérkennilegt og fagurt landslag, spilar þar saman áin, brattar hlíðar fjallanna og birki- skógurinn. í þessu umhverfi var og er frændgarður Jóhanns Skaptasonar. Á Skarði 1 Dals- mynni bjó afi hans, Jóhann Bessa- son, og Sigurlaug Einarsdóttir, þau merku hjón, og á bökkum Fnjóskár, þar sem hún steypist fram úr gljúfrunum stendur bær- inn Litlagerði. Þar bjuggu upp úr aldamótunum foreldrar Jóhanns, Skapti Jóhannsson og Bergljót Sigurðardóttir, ættuö frá Kolls- staðagerði á Völlum. I Litiagerði fæddist Jóhann 6. febrúar 1904 og var eini drengur- inn í systkinahópnum. Þaðan minntist hann oft fyrstu æskudag- anna í litríku landslagi heima hjá foreldrum og systkinum. En dvölin var þar stutt og glöðu æskudagarn- ir fengu skjótan enda. Þegar Jó- hann var aðeins þriggja ára dó faðir hans frá sjö ungum börnum og var það hinum unga dreng og fjölskyldunni mikil raun. Móðir hans reyndi að halda barnahópnum saman, en lífsbar- áttan var erfið, möguleikarnir takmarkaðir, svo að flestum barn- anna varð að koma í fóstur. Eitt sinn sagði Jóhann mér að hann hefði stöðugt gengið með þann ótta í brjósti að móðir hans mundi ætla að koma sér í fóstur til vanda- lausra, en það gat hann ekki hugs- að sér, að skilja við móður sína. í þessu sambandi sagði hann mér frá því að eitt sinn þegar hann var tæpra fimm ára, hafi móðir hans tekið hann með sér til að heim- sækja frændfólk sem þau áttu á Seyðisfirði. Þessi ferð varð Jó- hanni eftirminnileg, því hann var hræddur um að hún færi frá Seyð- isfirði án þess að hann vissi og mundi skilja hann eftir í fóstri þarna til iangframa. Eitt sinn tapaði litli drengurinn af móðurinni, líklega vegna þess að hún hafi brugðið sér í næsta hús. En þá varð Jóhann óttasleg- inn og hélt að hún væri farin norður, en hann einn eftir hjá vandalausum. Þá tók litli drengur- inn til sinna ráða og ætlaði að strjúka norður til heimahaganna í Dalsmynni, og stefndi hröðum skrefum upp á Fjarðarheiði. Þegar drengurinn var tíndur var hafin af mörgum mikil leit og fannst hann neðarlega á Fjarðarheiðinni á leiðinni heim. Ef til vill hefur þetta atvik orðið til þess að aldrei síðar var um það talað að hann þyrfti að yfirgefa móður sína, nema sem sumardrengur í sveit. Ég segi frá þessari bernskusögu hér vegna þess að ég veit að föður- missirinn og erfiðleikar fjölskyldu hans og hin mikla ást Jóhanns til móðurinnar, settu þegar í upphafi varanlegt svipmót á skaphöfn hans og lífsstíl allan. En þó að fátækt og erfiðleika bæri að garði fjölskyldunnnar var Jóhann Skaptason fæddur inn í hóp aldamótakynslóðarinnar. Þeg- ar á æskuárum eignaðist hann sína drauma um skólagöngu og að verða þátttakandi að byggja upp betra mannlíf í landi okkar. Jóhann hóf skólagönguna á Akureyri, en þá var fjölskyldan flutt þangað, en tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1927 og lögfræðipróf frá Háskóla íslands 1932. Hann var um tíma við framhaldsnám erlend- is. Um þetta leyti, eða árið 1930 giftist Jóhann Sigríði Jónsdóttur Víðis, ættaðri frá Þverá í Laxárdal, mikilli mannkostakonu og góðum lífsförunaut. Nú voru bjartir dagar framund- an, og ungu hjónin trúðu á lífið og framtíðina. Fyrir Jóhann voru erfiðleikar æskudaganna að líða hjá og þau fylgdu hinum stóra ötula hópi aldamótafólksins á vit nýrra og mikilla verkefna. Þegar Jóhann Skaptason var 31 árs gamall er hann skipaður sýslu- maður Barðstrandarsýslu, segja má því að þegar Jóhann og Sigríð- ur flytja til Patreksfjarðar byrji lífsstarfið fyrir alvöru. Auk emb- ættisstarfa kom Jóhann mjög við sögu um framfarir og félagsmál. Hann var í stjórn Eyrarsparisjóðs- ins, stóð að uppbyggingu Hrað- frystihússins og hafði forystu um byggingu sjúkrahússins, svo að nokkuð sé nefnt. Hann ritaði fyrir Ferðafélag Islands, Árbók um Barðastrandarsýslu og náttúrufar hennar, enda var hann orðinn vel kunnugur héraðinu, því marga ferðina voru þau hjónin búin að fara á hestunum sínum um sveit- irnar allar og áttu vinum að mæta. Þau hjónin töluðu oft um dvölina fyrir vestan, en þar voru þau í tuttugu og eitt ár. Þar voru hnýtt vinabönd sem ekki slitnuðu. Árið 1956 rættist leyndur gamall draumur Jóhanns Skaptasonar. Þá var hann skipaður sýslumaður Þingeyjarsýslu og bæjarfógeti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.