Morgunblaðið - 26.10.1985, Page 17
Húsavíkur, hann var þá 52 ára.
Johann var mikill Þingeyingur,
sveitamaður í húð og hár, og mál-
svari þeirrar menningar sem hér
hefur ríkt, með sterkar rætur
meðal frænda og vina frá æsku-
dögum. Það var honum þvi mikil
hamingja að fá tækifæri til að
vinna með þessu fólki sem byggði
héraðið og vera aftur kominn
heim. Sigríður átti líka upphaflega
ræturnar í Laxárdalnum, svo að
heimkoman til Húsavíkur var
heimkoma þeirra beggja.
Þegar Jóhann Skaptason tók við
sýslumannsembættinu í Þingeyj-
arsýslu flutti hann með sér mikla
starfsreynslu sem reglusamur
embættismaður úr gamla skólan-
um og lagði mikla og nákvæma
vinnu í skyldustörfin, og svo tók
hann til óspilltra mála að sinna
áhugamálum sinum, sem urðu að
lokum stór þáttur af ævistarfi
hans.
Hann kom með fullmótaðar
teikningar að stóru og vönduðu
íbúðarhúsi og viðbyggingu fyrir
embættið, hann kom þessu upp á
stuttum tíma og nefndi Tún, stór
lóð var umhverfis þar sem nú er
mikill trjágróður.
Jóhann var merkur náttúru-
fræðingur, þeirrar þekkingar afl-
aði hann sér með lestri bóka um
þau efni, hann bar með sér mikla
ást til íslenskrar náttúru, ferðaðist
töluvert um landið, safnaði stöðugt
steinum, fuglum, ýmsu úr jarð-
fræði og þekkti vel til flóru ís-
Iands. Af öllu þessu kom hann með
allmikið að vestan frá Patreks-
firði, og varð það síðar uppistaðan
að söfnunum, sem hann stóð fyrir
að koma upp á Húsavík.
Jóhann Skaptason hafði mikinn
áhuga á að efla Þingeyska menn-
ingu, og hann var ekki lengi að
framkvæma þær hugsjónir sínar.
Hann stóð fyrir þeirri merkilegu
framkvæmd, sem er bygging
Safnahússins á Húsavík. Hann
fékk stóra lóð í miðbænum sem
rúmar fleiri stórbyggingar, svona
var bjartsýni hans, áhugi og reisn.
Bygging Safnahússins hófst
1967 og stóð yfir í 12 ár. Jóhann
var formaður byggingarnefndar
allan tímann, og það er skoðun
allra að án hans dugnaðar hefði
ekki orðið af þessum framkvæmd-
um. Hann fékk til liðs við sig um
170 einstaklinga, sem allir lögðu
fé til byggingarinnar, sumir stórfé.
Á vígsludegi Safnahússins 24.
maí 1980 þegar söfnin voru opnuð
almenningi, afhenti Jóhann eign-
araðilum, S-Þingeyjarsýslu og
Húsavík, Safnahúsið skuldlaust
með öllu, en innistæðu á bygging-
arreikningi. Þessi saga er eins og
ævintýri.
Á þessum degi voru þau glöð
Jóhann og Sigríður, mikill draum-
ur hafði ræst. Þingeyingar fjöl-
menntu og þökkuðu þeim af heilum
hug, glæsilega forystu um bygg-
ingu Safnahússins, sem fyrst og
fremst er þeirra verk.
Þegar Jóhann skilaði af sér
þessum framkvæmdum hafði hann
skipulagt í aðalatriðum náttúru-
gripasafnið, byggðasafnið og að
nokkru leyti skjalasafnið. Bóka-
safnið var tekið í notkun fyrr.
Þetta stóra verk þeirra sýslu-
mannshjónanna, og samstarfs-
fólks þeirra er mikill og veglegur
minnisvarði, sem setur svip á hér-
aðið allt og eflir þingeyska menn-
ingu.
Jóhann ritaði um þetta leyti
Árbók FÍ um S-Þingeyjarsýslu
austan Skjálfandafljóts.
Árið 1958 stóð hann fyrir að
gefa út nýtt tímarit, Árbók Þing-
eyinga, ritaði hann upphafsorð og
lýsti því að þetta ætti að vera rit
sem geymir ýmis menningarmál,
atburði og hverskonar söguiegar
heimildir sem snerta Suður- og
Norður-Þingeyjarsýslur. Þetta rit
hefur komið út árlega og er eitt
útbreiddasta átthagarit sem gefið
er nt á landinu. Sjálfur skrifaði
Jóhann töluvert í Árbókina, var
lengi tritstjórninni og sá um allar
fjárréiður til 1979.
Þegar sýslumannshjónin hættn
störfum gáfu Þingeyingar þeim
fagurt málverk frá æskubyggð Jó-
hanns, Dalsmynni. Þar sést
Fnjóskáin liðast, silfurtær í hinu
fallega umhverfi. Gjöfinni fylgdu
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985
17
þakkir fyrir merkileg menningar-
störf í þessari byggð.
Hjá frændfólkinu i Skarði fékk
hann land undir sumarbústað, sem
hann byggði og nefndi Skaptahlíð.
Þar var hans uppáhalds gróður-
reitur, þar kunni hann við sig, í
sambýli við skóginn, blómin og
fuglana, enda lágu þar hin léttu
spor smaladrengsins. Þarna var
gott að dvelja í önn dagsins.
Ég hefi áður sagt að Jóhann
nefndi íbúðarhús þeirra hjóna
Tún. Það fór vel á því, hann var
ræktunarmaður mikill, vann tölu-
vert að skógræktarmálum og kom
sér upp stórum trjágarði við íbúð-
arhúsið. Grenitrén skarta að sjálf-
sögðu fagurgræn, en núna á sið-
ustu haustdögunum, þegar laufin
eru nær öll að falla af alaskaösp-
inni i garðinum þeirra hjóna, féll
þessi sterki stofn, Jóhann Skapta-
son, hann var allur. Hann skildi
eftir sig menningarsögu, sem
Þingeyingar gleyma ekki og þakka
honum.
I fölva haustlitanna leggur hann
nú á heiðina i átt til landamær-
anna eilífu til móts við móður sína
og föður, sem hann unni svo mjög.
Við hjónin þökkum Jóhanni
Skaptasyni.fyrir vináttu og sam-
starf og sendum Sigríði Víðis
samúðarkveðjur og óskum henni
blessunar í skjóli góðra frænda og
vina.
Finnur Kristjánsson
í dag fer fram útför Jóhanns
Skaptasonar frá Husavíkurkirkju,
en hann verður til moldar borinn
í Laufási. Jóhann Skaptason var
sýslumaður í Barðastrandarsýslu
1935—1956 og bæjarfógeti á Húsa-
vík og sýslumaður í Þingeyjarsýsl-
um 1956-1974.
Jóhann Skaptason var fæddur
6. febrúar 1904 í Litlagerði í Grýtu-
bakkahreppi. Foreldrar hans voru
Skapti Bersason bóndi og Bergljót
Sigurðardóttir Guttormssonar
alþm. Faðir Jóhanns dó, er hann
var á fjórða ári. Var það mikið
áfall fyrir móður hans, sem stóð
uppi með sex börn og varð að leysa
heimili sitt upp og senda sum eldri
börnin frá sér, en fluttist til Akur-
eyrar í vinnumennsku. Föðurmiss-
irinn hafði djúpstæð áhrif á Jó-
hann og kom það stundum fram
hve honum þótti hann þungbær
jafnvel á efri árum. Jóhann braust
af þrautseigju til mennta og lauk
lögfræðiprófi 1932 og í framhaldi
af því fór hann utan til frekara
náms i Oxford og við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Taldi hann þessa
námsdvöl hafa verið mjög mikil-
væga og þroskandi og það svo að
allt framhaldsnám ytra ætti að
vega þungt, þegar til emæbættis-
veitinga kæmi.
Jóhann Skaptason lét allstaðar,
þar sem hann starfaði, gott af sér
leiða. Þannig átti hann frumkvæði
að útgáfu Árbókar Barðstrendinga
sem er merkt menningarrit og
kemur út einu sinni á ári. Hann
beitti sér fyrir stofnun Bókasafns
V-Barðastrandarsýslu og Byggða-
safns V-Barð. Þá átti hann þátt í
stofnun Hraðfrystihúss Patreks-
fjarðar og var frumkvöðull skóg-
ræktarstarfa i sýslunni.
Þegar hann fluttist til Húsavík-
ur var það eitt af hans fyrstu
verkum að hefjast handa um út-
gáfu Árbókar Þingeyinga. Þó mun
framtak hans og fórnfýsi við að
byggja hið mikla safnahús á Húsa-
vík halda nafni hans lengst á lofti.
Kynni okkar Jóhanns Skapta-
sonar hófust, er það var að ráðast
að náfrænka hans yrði kona mín,
eiginkona Jóhanns, Sigríður Víðis,
var systir tilvonandi tengdamóður
minnar. Þau hjónin voru systra-
börn og bæði m.a. af Vefaraætt.
Þá var það um mánaðarskeið á
árinu 1944 að ég var á „lögfræði-
námskúrsusi" við sýslumannsem-
bættið á Patreksfirði.
Jóhann Skaptason var ákaflega
siðavandur; t.d. var óvígð sambúð
honum þyrnir í augum — taldi
eðlilegast ef fólk byggi saman að
það gift sig, hitt gæti orðið til
vandræða og tjóns, ef á herti.
Honum fannst og að hjónaskilnað-
ur væri uppgjöf í lífsins skóla.
Hann var með afbrigðum sam-
viskusamur embættismaður og
haldinn þeirri vandvirkni að gat
verið um of. Hann var alvörumað-
ur að eðlisfari, en átti til glettni,
sem naut sín í frábærum tækifær-
isræðum. Hann var drengskapar-
maður og hugsjónamaður og mat
menningu og framtak.
Mér er minnisstæð þingaferð,
sem ég fór með honum í um Barða-
strandarsýslu. Þetta var mikið
ferðalag og farið um alla sýsluna
á hestum. Vegir voru þá engir að
heita má, en Jóhann sýslumaður
barðist mjög fyrir vegagerð og átti
drjúgan þátt í því að koma sýsl-
unni í þjóðvegasamband. Án þess
að bera það undir Jóhann sýslu-
mann, tók ég með mér viskípela í
nesti. Fornvinur Jóhanns, Hákon
Kristófersson í Haga, fyrrv. alþm.
var meðreiðarmaður okkar og
sonur hans Bjarni. Eitt af þeim
verkefnum, sem beið Jóhanns var
að reyna að leysa landamerkja-
deilu. Enda þótt Jóhann sýslumað-
ur væri mannasættir í sjálfu sér,
þá virtist sáttin ekki ætla að tak-
ast. Þá skarst Hákon i Haga í
leikinn, en hann hafði líka áfengis-
pela í nesti sínu. Peli Hákons og
svo síðar minn réðu úrslitum um
að þarna tókust sættir um síðsum-
arnótt og sú sátt stóð. Jóhann varð
þá að viðurkenna að vín væri
mannasættir, en hann taldi best
að það væri í hófi og neytti þess
mjögsjaldan.
Með Jóhanni er genginn einn af
okkar mætari mönnum, sem unni
landi sínu og náttúru og það svo
að hann sást ekki fyrir, er hann
fór í embættisbúningi fyrir bíla-
lest til Akureyrar til þess að reyna
að stöðva frekari virkjun Laxár.
Þannig varð hann, sem átti að
halda uppi röð og reglu í sínu
umdæmi, hálfgerður uppreisnar-
maður, slíkur var eldmóður hans
þegar því var að skipta. Að þessu
leyti var hann náskyldur „ekkj-
unni við ána“, sem Guðmundur
Friðjónsson orti um. Við vorum á
öndverðum meiði um þær fram-
kvæmdir og ég er enn þeirrar
skoðunar, að sú rómantíska
draumsýn, sem birtist I ofverndun
lands og bygginga, eigi takmarkað-
an rétt á sér í dag.
Það mun ekki gleymast þeim,
sem til þekkja, hve æskuslóðir Jó-
hanns voru honum kærar og hve
það varð honum mikil upplyfting
að verða sýslumaður í fæðingar-
sýslu sinni. Hann festi stundum á
blað endurminningar og átti Iétt
með að yrkja. Bóndinn var alla
jafnan snar þáttur i Jóhanni og
fékk t.d. útrás í því að hann átti
um árabil mórauðar kindur á
Patreksfirði, sem þóttu kostagrip-
ir.
Það sem er þó minnisstæðast við
Jóhann Skaptason sýslumann var
það hve hann var frábitinn því að
vilja trana sér fram eða berast á,
allt tildur var honum á móti skapi
og hann vildi geta leyst verk sitt
af hendi, þannig að ekki yrði hægt
að finna að því. Hann var magnað-
ur persónuleiki sem sópaði af, þótt
hann væri ekki mikill að vallarsýn.
Þeir, sem kynntust Jóhanni
Skaptasyni hljóta allir að bera
virðingu fyrir honum.
Barðstrendingar og Þingeyingar
standa í þakkarskuld við Jóhann
Skaptason fyrir framlag hans til
menningar i sýslunum, sem hann
þjónaði, raunar þjóðin öll.
Fyrir tveimur árum sagði Jó-
hann Skaptason við mig, að hann
ætti ekki mörg ár eftir ólifuð og
þegar að því kæmi, vildi hann fá
að deyja án þess að læknar fengju
að halda í sér lífinu lengur en
eðlilegt væri. Ekki mátti hann
hugsa til þess að reynt yrði að
treina í honum lífið, eins og nú
væri svo algengt á sjúkrahúsum
og hann vildi fá að deyja í sínu
eigin rúmi.
Nokkru seinna ámálgaði ég við
hann að það myndi fara best um
þau hjónin á elliheimili, en þá var
fyrirmyndar elliheimili í smiðum
á Húsavík. Ég hef sjaldan séð Jó-
hann reiðari en við þessari uppá-
stungu minni, samt vissi hann að
hún varð gerð i bestu meiningu.
Mér skildist seinna að hann mun
hafa talið sig berskjaldaðri fyrir
því að fá að deyja I friði, eins og
hann orðaðí það, ef hann væri á
elliheimili.
Jóhanni Skaptasyni varð að ósk
Sjábls. 44—45.
TANNLÆKNIR
Hef opnað tannlæknastofu að
Síðumúla 25
Tímapantanir í síma 34450
DROPLAUG SVEINBJÖRNSDÓTTIR
tannlæknir
-
OPIÐ
LAUGARDAG
KL. 10—4
ffV
ILJI
Bláskógar
Ármúla 8. S. 686080 — 686244.
Föstudaginn 25. og laugardaginn 26. verður
víkingaskipið okkar ( Blómasal drekkhlaðið villibráð.
Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja
prófa eitthvað nýtt.
Við bjóðum upp á:
Hreindyr - viHfgæs - önd - rjúpu - sjöfugia
- helðalamb - graflax - sllung o.ft.
Borðapantanir í sírrra 22322- 22521
HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA ^SfHÓTEL