Morgunblaðið - 26.10.1985, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985
Reykjavíkursögur Ástu:
Þetta kom eins
og sending
Rætt við Helgu Bachmann
um leikgerð hennar á
fimm smásögum Ástu Sigurðardóttur
Á Vesturgötu 3 (Hlaðvarpinn)
standa nú yfir sýningar Kjallara-
leikhússins á Reykjavíkursögum
Ástu — leikgerð Helgu Bachmann
á fimm smásögum Ástu Sigurð-
ardóttur rithöfundar
(1930—1971), sem allar gerast í
Reykjavík eftirstríðsáranna. Sög-
urnar heita Gata í rigningu, Súp-
ermann, Kóngaliljur, í hvaða vagni
og Frá sunnudagskvöldi til mánu-
dagsmorguns og er að finna í smá-
sagnasafni Ástu, sem ber heiti síð-
astnefndu sögunnar. Sögurnar
birtust fyrst í tímaritum, segir í
sýningarskrá og vöktu mikla at-
hygli, ekki síst „Sunnudagskvöld
til mánudagsmorguns", sem birt-
ist í Llf og list árið 1951.
„Ég las þessar sögur jafnóðum
og þær komu út. Alveg um leið.
Þær voru svo sannar og næmar og
vöktu athygli fyrir dirfsku sakir.
Ásta hneykslaði fólk stundum
með skrifum sínum en tímarnir
hafa breyst og nú hneykslist eng-
inn lengur," sagði Helga Bach-
mann í samtali við Morgunblaöið
en auk þess að vera höfundur leik-
gerðarinnar er Helga einnig leik-
stjóri verksins. „Og mér finnst
ennþá meira til þeirra koma í dag
vegna þess að það er svo lifandi
tilfinning i þeim. í sögunum er
engin persóna, sem maður getur
ekki fundið til með.
Ég kajla leikgerðina Reykjavík-
ursögur Ástu af því að ég valdi þær
sögur úr smásagnasafninu sem
gerast í Reykjavík. Þegar Ásta
skrifar um stórborgarlífið dregur
hún upp miskunnarlausa mynd en
þar er líka mikil fegurð og mann-
gæska öðrum þræði, von og trú á
mennina. Þótt sögurnar sýni
okkur svona eiginlega botninn á
mannlegri neyð fáum við um leið
— nærri því samstundis — þessa
trú á hið góða. Það ásækir mann
hvað Ásta leitast við að fyrirgefa
eða afsaka þann sem hefur gert
henni illt — og þá er ég að tala um
konurnar í sögunum, sem margir
vilja segja að sé Ásta og halda
fram að hún sé að segja frá sjálfri
sér. Mér finnst það ekki skipta
Guðrún S. Gísladóttir og Helgi Skúlason f hlutverkum sínum í Reykjavíkursögum Astu.
máli. Það er fyrst og fremst
skáldskapur þessara verka sem ég
hreifst af og kom mér til að ráðast
í þessa leikgerð.
Á fundi þar sem þingað var um
Listahátið kvenna ákvað ég að
reyna við sögurnar hennar Ástu
og flytja leikgerð þeirra í Kjallar-
ann á Vesturgötu 3. Núna var rétti
tíminn til að gera þetta og margar
smáar tilviljanir hjálpuðu til við
að koma þessu á legg. Mér fannst
VISA
þjónusta
Greiðslukortaviöskipti
Nú geta auglýsendur Morgunblaösins greitt aug-
lýsingar sínar meö greiðslukortum VISA og
EUROCARD.
Auglýsendur geta hringt inn auglýsingar,
gefiö upp kortnúmer sitt og verður þá
reikningurinn sendur korthafa frá VISA og
EUROCARD.
Um leiö og þessi þjónusta veröur tekin upp þá
munum viö jafnframt veita þeim sem staögreiöa
auglýsinqar 5% afslátt.
AUglýsingadeild
ég hafa meðbyr. Ég hafði hugsað
um það áður hvað sögurnar eru í
raun myndrænar en ekki þannig
að ég hafi gengið með leikgerðina
í maganum í mörg ár. Þetta kom
eins og sending.
Það urðu margir til að hjálpa
okkur og það er gaman að nú skuli
vera orðið til alvöru Kjallaraleik-
hús á fslandi. En ég er alveg
sannfærð um að maður á ekki að
leikstýra ef mann langar ekki til
þess. Leikstjórn er svo óskaplega
krefjandi starf og maður verður
að muna allan tímann að maður á
að gefa en ekki þiggja. Það var
gaman að sjá þetta verða til og
auðvitað er ábyrgðin helmingi
meiri þegar maður er valdur að
þessu frá upphafi. En ég var með
mjög góðan hóp sem vann vel
saman og það er fyrir öllu. Fimm
leikarar leika gríðarlega mörg
hlutverk en þannig vildi ég hafa
það. Mér fannst það tengja sög-
urnar að hafa sömu leikarana í
öllum sögunum. Mér finnst það
hafa tekist. Nú höfum við sýnt 25
sinnum á sléttum mánuði og það
er mjög óvenjulegt. Leikrit eru
gjarna sýnd tvisvar í viku,
kannski þrisvar en helst aldrei
fimm sinnum.
Leikendur eru: Emil Gunnar
Guðmundsson, Guðlaug María
Bjarnadóttir, Guðrún S. Gísla-
Helga Bachmann leikstjóri.
dóttir, Helgi Skúlason og Þor-
steinn M. Jónsson. Aðal persón-
urnar eru ólíkar en þær eru
afskaplega heilsteyptar. Konurnar
eru eins og alvöru konur, bæði
mjúkar og sterkar og heitar. Og
jafnvel í aumustu niðurlægingu
sjá þær ljós í fjarska. En Ásta
fjallaði ekki bara um konur. Þess
vegna eru karlmenn bráðnauð-
synlegir til að flytja þessar sögur.
Þetta er enginn kvennafasismi.
— ai.
MorpmblaAUt/Gntlugnr
Verðiaunahafarnir: Sigrún Elsa Smáradóttir, Jón Egilsson, Agnes S. Andrés-
dóttir, Gísli Einarsson og Kristborg Einarsdóttir.
Vestmannaeyjar:
Fimm verðlaun veitt
í ritgerðasamkeppni
VeHtmannaeyjum, 21. október.
í TILEFNI árs æskunnar efndi Tóm-
stundaráð Vestmannaeyja í sam-
vinnu við grunnskólana í bænum til
ritgerðasamkeppni meðal skóla-
barna. Efni ritgerðanna átti að fjalla
um tómstunda- og atvinnumál barna
og unglinga og bárust hátt á annað
hundrað ritgerðir frá nemendum úr
5.—8. bekk grunnskólanna.
Margar góðar ritgerðir bárust
frá krökkunum og átti dómnefndin
sem um þær fjallaði erfitt val
þegar velja þurfti úr þær sem
verðlaun skyldu hljóta. Upphaf-
lega var ráðgert að veita þrenn
verðlaun í ritgerðasamkeppninni,
en úr varð að hafa verðlaunin
fimm. Krakkarnir sem verðlaunin
hlutu heita Sigrún Elsa Smára-
dóttir, Agnes Andrésdóttir, Jón
Egilsson, Kristborg Einarsdóttir
og Gisli Gíslason. Voru þeim af-
hent verðlaun sín, árituð bók, við
hátíðlega athöfn í Bókasafni Vest-
mannaeyja fyrir helgina, í lok
bókaviku safnsins. Krakkarnir
lásu þá upp ritgerðir sínar fyrir
viðstadda. Tómstundaráð hyggst
nýta sér í framtíðinni ýmsar þær
hugmyndir oé uppástungur sem
fram komu í ritgerðum krakkanna.
-hkj.