Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985
25
Pallborðsumræður um stöðu þjóðarbókhlöðu. Frá vinstri eru Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, Árni
Gunnarsson skrifstofustjóri menntamálaráðuneytis, Guðrún Helgadóttir alþingismaður, Elva Björk Gunnarsdóttir stjórnandi umræðnanna, fundarritari,
Einar Sigurðsson háskólabókavörður, Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitektar hússins. Yfir þeim má sjá veggteppi er Norðmenn
gáfu til Þjóðarbókhlöðunnar og prýöa mun einn vegg hennar er þar að kemur.
„Við særum ríkisstjórn og
Alþingi við sól og mána... “
Mikil gagnrýni á fjársvelti þjóðarbókhlöðunnar á ráðstefnu Bókavarðafélags íslands
Þjóðarbókhlaðan er ekki einasta
bráðnauðsynleg til þess að annast
varðveislu á bókum, heldur getur
hún og skipt sköpum um það hvernig
íslendingum lánast að hasla sér völl
í hinu svokallaða upplýsingasam-
félagi sem nú er óðum að verða til.
Það er á hinn bóginn til mesta vansa
hvernig landsstjórnin hefur sffellt
látið byggingu bókhlöðunnar sitja á
hakanum og skorið fé til hennar við
nögl, nú síðast með aðeins fimm
milljón króna framlagi á síðustu fjár-
lögum.
Þetta var í stuttu máli niðurstaða
ráðstefnu sem Bókavarðafélag ís-
lands hélt á laugardaginn var. Ráð-
stefnan var haldin í tilefni af 25 ára
afmæli Bókavarðafélagsins og fór
fram í hátíðarsal Háskóla íslands.
Dagskrá ráðstefnunnar var
skipt í tvennt. Fyrir kaffihlé voru
flutt ávörp og erindi um ýmsar
hliðar þjóðarbókhlöðunnar og
þeirrar starfsemi sem þar mun
fara fram, en eftir hlé voru síðan
pallborðsumræður og fyrirspurn-
um svarað. Var það mál manna
að ráðstefnan hefði verið hin gagn-
legasta og þökkuðu flestir þeir sem
til máls tóku Bókavarðafélagi ís-
lands fyrir frumkvæði þess.
Það var Erla Jónsdóttir, formað-
ur Bókavarðafélagsins, sem setti
ráðstefnuna og rakti hún m.a. gildi
bókasafna í menningarsögunni frá
upphafi, bæði hér heima og erlend-
is. „Hið skráða orð hefur frá alda
öðli verið dýrgripur sem menn
hafa lagt allt í sölurnar til þess
að eignast," sagði Erla. Hún lýsti
einnig framsýni og djörfung
Hannesar Hafstein, ráðherra, sem
upp úr aldamótum hefði beitt sér
fyrir því að Safnahúsið var reist
á aðeins hálfu þriðja ári. Síðar á
ráðstefnunni kom fram að þau ár
sem Safnahúsið var í byggingu
hefði verið veitt til þess tólfta
hluta íslensku fjárlaganna og var
ekki laust við að ráðstefnugestum
þætti núverandi stjórnvöld vera
litlir bókavinir miðað við þann
stórhug.
Ragnhildur Helgadóttir, fyrrum
menntamálaráðherra, átti að
flytja ávarp á ráðstefnunni en hún
forfallaðist á síðustu stundu. Árni
Gunnarsson, skrifstofustjóri í
menntamálaráðuneytinu, flutti
kveðju hennar á fundinn og kvað
hana ávallt hafa haft mikinn
áhuga á byggingu þjóðarbókhlöð-
unnar þó fjárveitingar hefðu ekki
fengist sem skyldi. Þá sagði Árni
að í menntamálaráðuneytinu
hefðu menn fullan skilning á því
hversu nauðsynleg þjóðarbókhlað-
an væri og raunar væri bygging
hennar eitt brýnasta verkefnið
sem tslendingar stæðu nú frammi
fyrir, með fullri virðingu fyrir
öðrum viðfangsefnum.
„Hrævareldur“
Næstur talaði Gylfi Þ. Gíslason
er hann var menntamálaráðherra
árið 1957 þegar nefnd, er hann
skipaði, lagði til að sameina bæri
Landsbókasafn og Háskólabóka-
safn. Gylfi rakti afskipti sín af
þessu máli og tók fram að sér hefði
þótt sérlega vænt um það að einn
helsti leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar, Bjarni Benediktsson, hefði
mælt mjög með framgangi málsins
og stutt sig dyggilega. Gylfi var
Texti: ILLUGI JÖKULSSON
svo aftur yfirmaður menntamála
árið 1966 þegar önnur nefnd lagði
til að söfnin yrðu bæði til húsa í
nýrri byggingu í nágrenni háskól-
ans. í tali sínu lagði Gylfi áhersiu*
á að íslendingar ættu að taka
fullan þátt í því tæknisamfélagi
sm nú væri að þróast í veröldinni,
en án þess að missa sjónar á
menningararfleifð sinni. Hann
taldi það fjarri öllum sanni að til
þess að geta gert sig gildandi í
þessu tæknisamfélagi yrðu smá-
þjóðir að afsala sér þjóðareinkenn-
um sínum en bætti við að til þess
að íslendingum auðnaðist að varð-
veita menningu sína væri stofnun
á borð við þjóðarbókhlöðuna lífs-
nauðsyn.
Þá tók til máls Finnbogi Guð-
mundsson, landsbókavörður, og
flutti sögulegt yfirlit um byggingu
þjóðarbókhlöðunnar. Ágrip af því
yfirliti er að finna annars staðar
hér á opnunni en Finnbogi lauk
máli sínu á því að fjalla um það
mikla fjársvelti sem þjóðarbók-
hlaðan væri nú í. Aukafjárveiting
upp á 10 milljónir í vor hefði vakið
vonir um að úr kynni að rætast
en með nýju fjárlögunum hefði
komið í ljós að aukafjárveitingin
hefði ekki verið annað en „hrævar-
eldur“. Nú væri ljóst að með sama
áframhaldi entist öldin ekki til
þess að ljúka byggingunni. „Við
særum ríkisstjórn og Alþingi við^
sól og mána í þessu mikla nauð-
synjamáli," sagði Finnbogi Guð-
mundsson að lokum, við góðar
undirtektir ráðstefnugesta.
„Martröð“
Þá steig í pontu Einar Sigurösson,
háskólabókavörður. Hann byrjaði
á því að fara nokkrum orðum um
tvíþætt hlutverk bókasafna, ann-
ars vegar varðveislu og hins vegar
upplýsingastarfsemi, en fjallaði
síðan einkum um vanda Háskóla-
bókasafnsins. Hann gat þess að
auk hins eiginlega Háskólabóka-
safns væri um að ræða 18 sérsöfn
við ýmsar deildir víðs vegar um
borgina og þó slík sérsöfn hefðu
sitt gildi þá ykist mikilvægi svo-
Mílljón bindi í nýju
þjóðarbókhlöðunni
Aðstaöa Landsbókasafnsins og Háskólabókasafns gerbreytist
Gerum ráð fyrir aö einhver sérvitr-
ingurinn sé svo fróöleiksfús og
fluglæs að hann lesi jafnan eina bók
á dag og láti sig einu gilda efni
hennar og blaðsíöufjölda. Setjum
hann svo niður í nýju þjóöarbók-
hlööunni, berum daglega á borö fyrir
hann nýja bók og bíðum þess að
hann hafí lesiö allt safnið upp til
agna. Viö þurfum að vísu aö taka
svolítið á þolinmæöinni því þetta
mun taka hann rétt tæp 2.740 ár.
Ef bókaormurinn okkar byrjar lest-
urinn í upphafí næsta árs lítur hann
varla upp fyrr en áriö 4726. En aö
sönnu eru engar líkur á því aö hann
geti byrjað á næsta ári; þjóöarbók-
hlaðan er enn ekki tilbúin og veröur
það varla í náinni framtíö, ef svo fer
fram sem horfír.
Hugmyndin um þjóðarbókhlöðu
er til komin vegna þess að mönnum
hefur lengi þótt óhagkvæmt að
halda úti bæði Landsbókasafni og
Háskólabókasafni, auk þess sem
söfnin tvö búa núorðið við aldeilis
ófullnægjandi aðstöðu. í lögum um
þjóðarbókhlöðu segir: „Safnið skal
gegna hlutverki því er Lands-
bókasafn og Háskólasafn hafa
gegnt hingað til, og skal það haft
vel við vöxt, að því er tekur til
þjónustu allrar, magns og tegunda
bókakostsins."
Hlutverk safnanna tveggja eru
margþætt, einkum Landsbóka-
safnsins. Nefna má að safnið skal
annast söfnun og varðveislu ís-
lenskra rita og rita er varða ísland
og íslensk efni, fornra og nýrra,
prentaðra og óprentaðra; veita
viðtöku skyldueintökum allra bóka
er koma út á landinu, afla erlendra
rita í öllum greinum vísinda, bók-
mennta, lista, tækni og samtíðar-
málefnum, annast rannsóknir í
íslenskri bókfræði og gefa út skrár
þar að lútandi, og þannig mætti
lengi telja. Háskólabókasafnið
skal á hinn bóginn sinna jöfnum
höndum þörfum kennslu og rann-
sóknarstarfsemi i Háskólanum, og
sem aðalsafn landsins í fjölmörg-
um greinum sinnir það jafnframt
að vissu marki þörfum atvinnulífs,
stjórnsýslu og rannsókna utan
háskólans. Þá hefur Háskólabóka-
safn mikil samskipti við útlönd,
einkum varðandi lán rita og útveg-
un ljósrita.
Upplýsingaþjónusta
takmörkuð
Eins og allir vita sem þurft hafa
að sækja þjónustu til þessara
safna er þröngt um þau bæði og
vinnuaðstaða helst til slæm, bæði
fyrir bókaverði og þá sem komnir
eru að sækja sér fróðleik. Þetta
hefur hamlað mjög starfsemi
þeirra: upplýsingaþjónusta er tak-
mörkuð og mörg aðkallandi verk-
efni bíða úrlausnar, svo sem ljós-
myndun íslensku dagblaðanna,
efnisskráning blaða og tímarita
og svo framvegis. Mikill fjöldi bóka
er í geymslu vítt og breitt um
Reykjavík, engin fyrirlestra- eða
fundarherbergi eru í söfnunum og
lestraraðstaða er ekki fyrir nema
60 manns; 45 í Landsbókasafni og
15 í Háskólabókasafni.
Allt mun þetta horfa til betri
vegar þegar þjóðarbókhlaðan
kemst loksins í gagnið. Fyrrnefndu
söfnin tvö ráða nú yfir um 2.700
fermetra húsrými, en nýja bók-
hlaðan verður yfir 12.000 fermetr-
ar svo rými fimmfaldast. 1 bækl-
ingi sem Halldóra Þorsteinsdóttir
tók saman fyrir ráðstefnu Bóka-
varðafélagsins um þjóðarbókhlöð-
una er rakið hvað helst vinnst með
þj óðarbókhlöðunni:
„Húsnæðisþörf tveggja stærstu
rannsóknarbókasafna landsins,
verður fullnægt í náinni framtíð.
Auk þess verður rýmra um Þjóð-
skjalasafn" — en gert er ráð fyrir
að það fái Safnahúsið eitt til
umráða þegar Landsbókasafnið er
á brott.
Ennfremur: „Ritakostur Há-
skólabókasafns og Landsbóka-
safns verður Sameinaður að veru-
legu leyti og unnt verður að sjá á
einum stað hvað tiltækt er í söfn-
unum. Opinn aðgangur verður að
fjölda rita sem nú eru í lokuðum
geymslum beggja safnanna. Enn-
fremur fæst hagkvæmari nýting á
bókakosti og bókakaupafé.
Hægt verður að byggja upp
öflugt safn handbóka- og uppslátt-
arrita og efla um leið upplýsinga-
þjónustu.
Vinnuaðstaða starfsfólks stór-
batnar og leiðir hún af sér betri
nýtingu á tíma þess og starfskröft-
um. Þá eykst þjónusta og svigrúm
skapast til verkefna sem söfnunum
ber að sinna samkvæmt lögum.
Safngestum býðst fjölbreytt
lestraraðstaða, ýmist í Iesbásum
eða við stærri og minni borð, í
námunda við þau rit sem nota skal.
Fyrirlestrarsalur og sýningar-
svæði verður í húsinu. Auk þess
verður þægilegt umhverfi til lest-
urs blaða og tímarita, og aðstaða
til félagslegra samskipta."
800 lessæti
Þess má geta að í þjóðarbók-
hlöðunni verða lessæti fyrir 800
manns, gagnstætt þeim 60, sem
nú eru í söfnunum tveimur.
Eins og flestir vita er verið að
reisa þjóðarbókhlöðuna við Birki-
mel þar sem Melavöllurinn var
áður. Húsið er fjórar hæðir auk
kjallara og gengið verður inn í það
að sunnan á annarri hæð. Á þeirri
hæð verða skrár um safnefni,
aðfangadeild, flokkunar- og skrán-
ingardeild, aðalafgreiðsla útlána,
miðstöð lesenda- og stofnanaþjón-
ustu, stjórnardeild, sýningar-
svæði, fyrirlestrarsalur, kaffistofa
og fleira.
Á jarðhæð verður þjóðdeild
Landsbókasafnsins, handritasal-
ur, lestrarsalur, kortasafn, svo-
nefnt Benediktssafn og fleiri sér-
söfn, bókband, viðgerðir og sitt-
hvað fleira.
Á þriðju hæð verður svo fjöl-
breytt lestraraðstaða, tónlistar-
safn, kennslurými og svo fram-
vegis.
Bókageymslur verða í kjallaran-
um. Alls er gert ráð fyrir því að í
safninu muni rýmast ein milljón
binda; sá fjöldi sem það mun taka
fyrstnefndan lestrarhest 2.740 ár
að lesa!
Arkitektar þjóðarbókhlöðunnar
eru þeir Manfreð Vilhjálmsson og
Þorvaldur S. Þorvaldsson og var,
teikning þeirra samþykkt árið 1977 y
af byggingarnefnd sem Finnbogi
Guðmundsson, landsbókavörður,
stýrir. Árið eftir tók Vilhjálmur
Hjálmarsson svo fyrstu skóflu-
stunguna og grafinn var grunnur,
steyptir sökklar og gólfplata í
kjallara. Árið 1979 fór þjóðarbók-
hlaðan svo að kenna á sparsemi
yfirvalda og engar framkvæmdir
voru í grunninum. 1980 var kjallar-
inn hins vegar steyptur og 1981
voru hæðirnar fjórar svo steyptar
upp að mestu. Þá lagði forseti
íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
hornstein þjóðarbókhlöðunnar.
Skrykkjótar *
framkvæmdir
Framkvæmdir síðan hafa verið
heldur strykkjóttar. Uppsteypunni
var lokið 1982 og þá var smíðuð
þakgrind, árið eftir var unnið við
einangrun og álskildi en 1984 voru
alls engar framkvæmdir. í ár var
boðinn út áfangi fyrir um 15 millj-
ónir króna og hófust framkvæmdir
í síðasta mánuði. Miðað við fimm
milljóna króna framlag á fjárlög-
unum nýju horfir svo ekki vænlega
um framtíðina. Alls er talið að 277
milljónir þurfi til að ljúka fram-*
kvæmdum og verði ekki gert átak
í fjáröflun má búast við að þjóðar-
bókhlaðan verði ekki tekin í notk-
un fyrr en einhvern tíma eftir
aldamót.
Og þessa byggingu ætlaði þjóðin
að gefa sjálfri sér í afmælisgjöf á
1100 ára afmæli Islandsbyggðar,
árið 1974.