Morgunblaðið - 26.10.1985, Page 28

Morgunblaðið - 26.10.1985, Page 28
28 MORGUNBLADID, LAUG ARDAGUR 26. OKTÓBER1985 > * íslenskur húsbúnaður, Langholtsyegi 111: Sýningin „Hótel- húsbúnaður 1986“ opnuð í dag „Hótelhúsbúnaður 1986“ nefnist sýning, sem opnuð verður hjá ís- lenskum húsbúnaði, Langholtsvegi 111, í dag, laugardag. Á sýningunni verða kynntar ýmsar nýjungar í hús- búnaði fyrir hótel, samkomuhús, fé- lagsheimili, skóla, veitingahús, stofn- anir og fyrirtæki. í fyrsta sinn á íslandi eru nú sýnd sérhönnuð húsgögn fyrir hót- elherbergi. Pétur B. Lúthersson, húsgagna- og innanhússarkitekt, hefur hannað hótellínuna og sam- ræmir hana að þörfum og óskum hvers kaupanda. Einnig verða kynnt ný áklæði og gluggatjöld, gólfteppi í ýmsum litum og gerð- um, sem einnig er hægt að fá sér- ofin fyrir hótel, banka eða önnur fyrirtæki. Þá gefst tækifæri til að skoða skrifstofuhúsgögn, barnahúsgögn, borðstofu- og svefnherbergishús- gögn, sérhönnuð húsgögn fyrir sjúkrahús, svo og húsgögn fyrir ráðstefnu-, mat-, og biðsali ásamt úrvali íslenskra lampa. íslensk myndlist mun einnig prýða sýning- arsalina og mun Gallerí Langbrók kynna verk eftir félagsmenn. Sýningin verður opin um helgina kl. 10.00 til 16.00 og á virkum dögum kl. 10.00 til 18.00. Sýning- unni lýkur 30. október. Hótel- og veitingaskóli íslands býður upp á veitingar á milli kl. 14.00 og 16.00 ídagogámorgun. Messað^í ófullgerðri kirkju Árbæjar GUÐSÞJÓNUSTTA verður haldin á morgun, þakkargjörðardag, í fyrsta sinn í ófullgerðu kirkjuskipi safnað- arheimilis og kirkju í Arbæjarpresta- kalli og hefst athöfnin kl. 14.00. vega nægilegt fjármagn til þess að ljúka kirkjusmíðinni. Safnaðar- menn eru hvattir til að koma til kirkju og styðja kirkjubygginguna. Nýlistasafnið: Verkin hafa ákveðnu hlut- verki að gegna í rýminu — segir Ingólfur Örn Arnarson myndlistarmaður SÝNING á verkum Ingóifs Arnar Arnarssonar í_ Nýlistasafninu, sem staðið hefur undanfarna viku, lýkur um helgina. Á sýningunni eru um fjörutíu verk, teikningar og skúlptúrar unnið á síðustu tveimur árum. Ingólfur hefur stundað nám við Myndlista- og handíðaskólann, Myndlista- skólann í Reykjavík og var í framhaldsnámi við Jan van Eyck Academie í Hollandi í tvo vetur. „Verkunum á sýningunni má skipta í tvo samstæða flokka myndverka, sem ég brýt upp með skúlptúr," sagði Ingólfur. „Annar flokkurinn eru myndir frá heim- ili mínu. Myndir sem ég hef teiknað eftir fyrirmyndum, sem þar er að finna af hlutum sem hafa fylgt mér frá barnæsku og hafa á einn eða annan hátt virk- að sterkt á mig. Ég tek ekki fyrirmyndirnar beint upp heldur er ég að leika mér með þær. Það sama má segja um hinn flokkinn. í honum eru myndir sem ég teiknaði af íslensku landslagi úr fjarlægð þegar ég var staddur í Róm síðastliðið sumar. í lands- lagsmyndunum er tilvitnun í ís- lenska landslagshefð með ákveð- inni geometriskri uppröðun. Myndflokkana brýt ég upp með einföldum skúlptúrnum á gólf- inu, sem þó tengjast myndröðun- um. Verkin vísa til hvors annars og hafa ákveðnu hlutverki að gegna þar sem þau eru staðsett í rýminu og gefa sýningunni heildarsvip." — Fylgir þú ákveðinni stefnu í myndlist? „Nei, ég reyni að fást við myndlist sem ekki hefur fasta skilgreiningu en sæki til dæmis ákveðnar hugmyndir frá mini- malisma áranna 1960 til 1970. Ég hreifst einnig af því sem ítalskir nútímamálarar eru að gera og ég sá í sumar en þeir byggja myndir sínar til dæmis á tilvitnun í ít- alska listmálara frá 17. og 18. öld.“ — Eruverkþínauðskilin? „Eg lít svo á að verkin eigi að gefa áhorfendum tækifæri til að fylla upp í þar sem við á. List er eitthvað sem býr með fólki sem hefur opinn hugann á annað borð og það þarf ekki að horfa á nýlist með öðrum augum heldur en aðra list frá öðrum tíma. I mínum verkum reyni ég að ná fram persónulegum áherslum og síöan er það áhorfandans að fylla upp í,“ sagði Ingólfur að lokum. Sýningin í Nýlistasafninu er sjötta einkasýning Ingólfs hér á landi en hann hefur auk þess átt verk á samsýningum hér heima og í Fodor Museum, Amsterdam, Franklin Furnance, New York, Filiale, Basel og Sveaborg, Hels- ingfors. I Ný þingmál: Orka fallvatns, háhitarétt- indi og óbyggðir ríkiseign Úttekt á „svartri atvinnustarfsemi“ FRUMVÖRP Kirkjukór Árbæiarsóknar syng- ur og Ingibjörg. I lok guðsþjón- ustunnar flytur dómprófastur og vígslubiskup, séra ólafur Skúla- son, ávarp og Heiðar Hallgríms- son, formaður kirkjubyggingar- nefndar, skýrir frá gangi bygging- arstarfsins. Á undan kirkjuat- höfninni leikur Lúðrasveit Ár- bæjar og Breiðholts í anddyri byggingarinnar. Eftir guðsþjón- ustuna verður kirkjugestum boðið upp á kaffi ásamt meðlæti. I rúm sjö ár hefur safnaðar- heimili Árbæjarsafnaðar verið í notkun og bættu úr brýnni þörf. Það var þó aldrei hugsað öðruvísi en hluti stærri byggingarheildar. Því var ráðist í byggingu sjálfrar kirkjunnar árið 1982 og er hún nú fokheld. Hún er múrhúðuð að utan og máluð og er ytra frágangi húss- ins svo til lokið. Þó er eftir að setja kross á framhlið kirkjunnar og standa vonir til að hann komist uppfyrir jólin. Stefnt er að því að vígja kirkjuna seint á næsta ári, á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar, takist að út- ALMENNUR stjórnmálafundur verður í Bergþórshvoli á Dalvík á morgun, sunnudaginn 27. októ- ber, kl. 15.00. Þar munu þeir Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra, Halldór Blöndal alþingismaður og Björn Dag- bjartsson alþingismaður halda Meðál frumvarpa, sem lögð hafa verið fram síðustu daga, eru: * 1) Frumvarp til laga um land í þjóð- areign. Flutningsmenn eru Sig- hvatur Björgvinsson og fleiri þing- menn Alþýðuflokks. Fyrsta grein frumvarpsins kveður á um að „þau landsvæði skulu teljast þjóðareign sem eignarheimildir einstaklinga eða annarra lögaðila finnast ekki að. - Sama máli gegnir um vatns- ræður og síðan verða umræður og fyrirspurnir. Auglýst hafði verið að fundur- inn ætti að hefjast klukkan 14.00, en nú hefur því verið breytt og hefst fundurinn klukkan 15.00 eins og áður sagði. réttindi, jarðhita, námuréttindi og önnur réttindi, bundin eignarrétti lands, sem eignarheimild annarra en ríkis finnast ekki að“. Tilgangur frumvarpsins er sagður „að lýsa óbyggðir íslands þjóðareign". * 2) Frumvarp til breytina á orkulög- um. Flutningsmenn eru Kjartan Jóhannsson o.fl. þingmenn Alþýðu- flokks. Frumvarpið felur það í sér að orka sú, sem fólgin er í háhita- svæðum, sé sameign þjóðarinnar. Þó skulu sveitarfélög eða samtök þeirra eða fyrirtæki þeirra, sem keypt hafa land með háhita og með nýtingu hans að markmiði, halda rétti sínum óskertum. * 3) Frumvarp um orku fallvatna og nýtingu hennar. Flutingsmenn eru Hjörleifur Guttormsson o.fl. þing- menn úr þremur öðrum þingflokk- um. 1 fyrstu grein frumvarpsins segir: Orka fallvatna landsins er eign íslenzka ríkisins, sem eitt hefur heimild til nýtingar hennar. Þó skulu óskertar heimildir þeirra, sem þegar hafa virkjað fallvötn til orkuframleiðslu. Undanþágur ná einnig til raforkuframleiðslu allt að 200 kW. ÞINGSÁLYKTANIR * 1 Skipan nefndar til að gera úttekt á „svartri atvinnustarfsemi“ og tillög- ur til úrbóta. Flutningsmenn eru Stefán Guðmundsson og fleiri þing- menn Framsóknarflokks. Með svartri atvinnustarfsemi er átt við rekstur sem „komist hefur hjá að greiða lögboðin gjöld“. Ríkisstjórn- in skipi nefndina. Forsætisráðherra tilnefni formann hennar. * 2) Úttekt á mismunun gagnvart konum hérlendis. Flutningsmenn Hjörleifur Guttormsson (Ábl.) og Guðrún Helgadóttir (Abl.). Félags- málaráðuneytið og Jafnréttisráð vinni úttektina. * 3) Úrbætur í umhvcrfismálum og náttúruvernd. Flutningsmenn Hjör- leifur Guttormsson o.fl. þingmenn Alþýðubandalags. Tfunduð eru tíu atriði, sem sérstaklega skal sinna. Þar á meðal er að yfirstjórn helztu málaflokka á sviði umhverfisvernd- ar verði sameinuð í einu ráðuneyti ekki síðar en í árslok 1986. FYRIRSPURNIR * Salome Þorkelsdóttir (S) spyr heil- brigöisráðherra hvaða hækkanir hafi orðið á bótaflokkum almanna- trygginga frá 1. júní 1982 til 1. október 1985: ellilífeyri, tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót, barnalífeyri, mæðralaunum, ekkjubótum, fæð- ingarorlofi o.fl. * Guðmundur Einarsson (BJ) spyr menntamálaráðherra hvort hann hyggi á málshöfðun á hendur iðnað- arráðherra vegna útgáfu námaleyf- is og forræðis um rannsóknir við Mývatn. * Guðrún Helgadóttir (Abl.) spyr forsætisráðherra hvaða lán Flug- fiskur og Flateyri hf. hafi fengið úr Byggðasjóði og hvaða tryggingar hafi verið settar. * Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kvl.) spyr forsætisráðherra hvernig ríkisstjórnin hyggist ná markmið- um samnings um afnám allrar mismununar gagnvart konum, sem samþykktur var á Alþingi í júní sl. Almennur stjómmálafundur á Dalvík: Breyttur fundartími

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.