Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985 Minning: . Emma Guðrún I Karlsdóttir • Fsdd 16. október 1922 Dáin 18. október 1985 Eftir löng og ströng veikindi hefur Emma nú hlotið hvíldina eilífu. Einhvernveginn er það svo að aldrei verður maður minni og varnarlausari en einmitt þegar dauðinn knýr á dyr. Efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa kynnst Emmu, þakklæti fyrir góða samfylgd sem verið hefur mér mikils virði. Náin kynni okkar Emmu hófust um það leyti sem skyldunámi okkar Jónu dóttur hennar var að ljúka. Alltaf hafði hún brennandi áhuga á því sem við vorum að starfa, hvort sem það voru íþrótt- irnar eða námið. Seinna eftir að við Jóna héldum til framhalds- náms og leiðir skildi, hélt hún áfram að fylgjast með af sama áhuganum. Þó svo að við hittumst orðið æ sjaldnar, var alltaf jafn- gaman að koma til Emmu og _ spjalla. Umræðuefnin voru óþrjót- * andi, því við hana var hægt að tala um allt; heimsmálin, stjórn- mál, íþróttir og ekki síst öll manns hjartans mál. Emma átti við erfið- an sjúkdóm að glíma. En sá vilja- styrkur og það þrek sem hún sýndi í veikindum sínum er aðdáunar- verð og hjálpar manni sjálfum að trúa á og meta lífið. Emma með sinn sterka persónuleika á alltaf eftir að verða mér minnisstæð. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan guð að styrkja Jónu vinkonu mína, Ingva og Erlu og veita þeim huggun harmi gegn. Erla Gunnarsdóttir Það er komið haust og vetur konungur heilsar raunar í dag. Liljur vallarins falla nú ein af annarri eftir að hafa skartað sínu fegursta í sumar. Þær komu í vor úr jörðinni. Þær gáfu okkur allt það fegursta og besta sem þær áttu án þess að ætlast til neins af okkur, og allt hjá þeim var í kær- leika gjört. Nú hafa þær skilað hlutverki sínu og þær faila ein af annarri og sameinast jörðinni á ný. En því skyldi þetta leita á hug- ann nú? Vetrarkoman gæti verið nægilegt tilefni, og víst höfum við mikið að þakka hvað tíðarfar varðar að undanförnu. Það fundu þeir best sem ekki gengu heilir til skógar. Hún Emma kunni vel að meta það. Og þá erum við komin að öðru tilefni, sem vekur okkur til um- hugsunar um framanrituð orð. Það er hún Emma. Konan hans Ingva. Mamma hennar Erlu og hennar Jónu, nágranna- og vin- konan okkar á Víðivöllunum, sem við kveðjum í dag um leið og vetur konungur heilsar. Öllum sem kynntust Emmu og nutu samvista hennar blandaðist ekki hugur um að þar var ekki venjuleg manneskja á ferð. Var hún einmitt ekki ein af þessum liljum vallarins, sem kom til vina sinna og gaf þeim allt það fegursta sem hún átti án þess að krefjast nokkurs í staðinn? Og var ekki allt hjá henni í kærleika gjört og sagt? Heilsteypt, hreinskilin, skemmtileg og skynsöm, já, um- fram allt skynsöm. Það var ekki einleikið hversu mikið hún gat gefið manni oft á tíðum þegar manni leið ekki vel. Ekki virtist skipta máli hvernig henni leið sjálfri, alltaf var sem af nógu væri af að taka hjá henni og víst er að margir fóru frá henni léttari í skapi heldur en þeir komu. Emma Guðrún Karlsdóttir fæddist í Reykjavík þann 16. október 1922. Móðir hennar hét Guðrún Gunnlaugsdóttir, ættuð frá Selfossi, en faðir hennar var danskur og hét Johan Carlsson. Þau áttu einnig einn son, sem býr í Kaupmannahöfn. Emma ólst upp í Kaupmanna- höfn með foreldrum sínum og var því dönsk að uppeldi og siðum. Þegar Emma hafði aldur til fór hún í menntaskóla, en varð að hætta námi vegna styrjaldarinn- ar. Þá gerðist hún einkaritari hafnarstjórans í Kaupmannahöfn, og gegndi því starfi í nokkur ár. Það hefur eflaust verið þungbært fyrir Emmu að þurfa að hætta námi með aðrar eins gáfur og hún hafði til að bera. Árið 1956 fer Emma að kanna ættland móður sinnar. Hún kemur til Reykjavíkur og ræðst til starfa á skrifstofu Sementsverksmiðju ríkisins og vinnur þar næstu miss- eri. En í ársbyrjun verða þáttaskil í lífi hennar. í samkvæmi ætt- menna sinna á Selfossi kynnist hún eftirlifandi eiginmanni sín- um, Ingva Ebenhartssyni, ættuð- um frá Dalvík en vann þá á skrifstofu KÁ. Á árinu 1958 hófu þau búskap á Selfossi og hinn 22. desember fæddist Erla, að vísu fyrir tímann en hún dafnaði vel. Hinn 31. maí 1962 fæddist svo Jónína. Þá höfðu þau hjón hafið byggingu á húsinu nr. 18 við Víði- velli, og fluttu inn í það í árslok 1963 og þar hefur heimili þeirra verið síðan. f maí 1965 þegar við hófum að byKgja á 17 fórum við að kynnast þeim betur, og fundum brátt að þessir nágrannar yrðu ekki kvíða- efni enda átti það eftir að koma í ljós. Reyndar hafði ég kynnst Ingva áður þegar hann kenndi við Iðnskólann og tróð bókfærslunni svo í hausinn á mér, að hún situr þar enn. Á árunum 1966 og ’67 fór Emma að kenna sjúkdóms, sem nefnist liðagigt. Þessi sjúkdómur átti eftir að hafa mikil áhrif á allt líf þeirra hjóna. Erfiðir tímar fóru oft í hönd. Margsinnis lá Emma á sjúkrahúsum vikum og mánuðum saman, og gekk í gegnum margar aðgerðir víða á líkamanum. Ekki fór á milli mála að góð áhrif hafði að dvelja á sólar- strönd. Þangað sóttu þau oft, og kom Emma aftur sem endurnærð og entist það oft lengi. Kynni okkar á 17 urðu þó nokkur með árunum. Bæði var að kona mín og Emma urðu miklar vinkonur, og eins hitt að Jóna varð brátt okkar önnur hönd í formi barnapíu, og stóð það í nokkur sumur fyrir utan öll þau skipti sem þær systur hlupu undir bagga ef við fórum að skemmta okkur eða brugðum okkur bæjarleið, já, eða til ann- arra landa, og þá var nú Emma betri en enginn. Nokkur atriði úr lífinu eru ljós- ari en önnur. Ég minnist sunnu- dagskvölds í byrjun desember 1979. Við Emma erum með Ingva á leið til Reykjavíkur. Ég til að skemmta mér, og koma heim dag- inn eftir. Hún til að leggjast á sjúkrahús, og kom heim mörgum mánuðum seinna. I maílok 1980, sex mánuðum seinna, erum við hjónin að fara til útlanda og erum að kveðja Emmu, þá er hún enn á sjúkrahúsi og ekki á heimleið. Og hún gladdist svo innilega með okkur og tók svo mikinn þátt í þessu með okkur. Og manni varð hugsað til þess að mikið ætti hún meira skilið að vera að fara til útlanda frekar en við. Einnig minnist ég sumarsins þegar Emma fór til Kaupmanna- hafnar að finna föðurfólk sitt, og var búin að hlakka til að komast í sól og hita. En viti menn, þann tíma sem hún dvaldi ytra var kaldara þar en hér, og Emma kom heim án þess að hafa nokkurn bata fengið. Mikið fundum við til með Emmu þá. Þá var það eitt af þessum kvöld- um, sem ég fór yfir með blöðin, að við lentum á meiriháttar spjalli. Þannig kvöldum gleymir maður seint. Lífsspekin og leiðbein- ingarnar sem þessi manneskja hafði að geyma var með ólíkind- um. Sannarlega var hún ein af þessum liljum vallarins, sem miðl- aði af sjálfri sér án þess að ætlast til neins í staðinn. Og skemmst er að minnast síð- ustu legu Emmu frá því í maí 1984 til 18. október 1985. Það var erfið- ur tími fyrir hana og ekki síður dætur hennar og Ingva, en saman stóðu þau sem einn maður og aldr- ei glataði Emma voninni. Emma hafði staðið vel við hlið manns síns í starfi hans sem sýsluféhirð- is, hreppstjóra, fulltrúa skatt- stjóra, og stjórnmálamanns. Hún hafði staðið dyggan vörð um dæt- urnar í gegnum þeirra ár, mennt- un og störf. Nú launuðu þau henni allt sem hún gaf þeim, og ég veit að nú er hún kvödd með mikilli þökk og virðingu þeirra. Nú er liðið að leiðarlokum um sinn. Við á 17 munum sakna Emmu sárt, við þökkum af alhug fyrir allt sem hún var, fyrir allt sem hún gaf okkur, öll heilræðin til okkar og barnanna okkar frá fyrstu tíð. Við vottum Ingva, Erlu, Jónínu og öllu þeirra fólki okkar dýpstu samúð, og biðjum algóðan Guð að blessa minningu þessarar lilju vallarins, sem gaf allt það fegursta sem hún átti, og allt hjá henni var í kærleika gjört. Fyrir hönd okkar á 17, Gissur Geirsson. Það er komið haust. Ég horfi á, hvernig haustvindarnir feykja laufum trjánna til og frá. Þá berst mér andlátsfregnin. Upp í hugann kemur samlíkingin um mannlífið sem tré með stofni, greinum og laufblöðum, sem falla til jarðar. Þennan haustmorgun, þann 18. október, hefur fallið af fjölskyidu- tré okkar enn eitt laufið, Emma frænka mín, sem staðið hafði af sér margan storminn, hafði fallið í bylnum mikla, sem við öll lútum í lægra haldi fyrir að lokum. Tregi og söknuður gagntaka hugann, en smám saman verða yfirsterkari aðdáun og þökk fyrir það fagra fordæmi, sem hún gaf okkur hinum. Hún var óvenjumikl- um eðliskostum gædd og hún átti auðlegð, sem ekki er öllum gefin, þar sem var ótrúlegur kjarkur og ósérhlífni og kom það sér sannar- lega vel í þeim langvinnu og kvala- fullu veikindum, sem á hana voru lögð. Hún bar líka takmarkalausa umhyggju fyrir öðrum og hugsaði fyrst og fremst um þeirra hag og hvernig hún mætti verða að liði. Emma var vel greind, hafði létta lund og var skemmtileg í viðræð- um, fróð um margt og vel lesin. Hún tók ekki þátt í kapphlaupinu um prjál og hégóma, sem svo mjög einkennir nútimann, heldur lagði hún meira upp úr manngildinu, ræktun hugans og persónulegum tengslum við fjölskyldu og vini. í þeim tengslum var hún oftast gefandi en við hin þiggjendur. Emma Guðrún var fædd í Kaup- mannahöfn þann 16. október 1922, dóttir hjónanna Guðrúnar Gunn- laugsdóttur og Johans Carlsen, loftskeytamanns. Guðrún, móðir Emmu, var dóttir hjónanna Guð- rúnar Arnbjarnardóttur frá Sel- fossi og Gunnlaugs ólafssonar, sem lengst af bjuggu á Vatnsstíg 9 hér í borg. Guðrún giftist ung til Danmerkur og bjó þar í um 40 ár, en ísland var alltaf ofarlega I huga hennar. Þeir voru margir íslendingarnir, sem nutu gestrisni Johans og Gunnu á Venedigvej 7 í Kaupmannahöfn. Ég var ein þeirra, þar eð Gunna var afasystir mín. Þau Johan eignuðust auk Emmu soninn Gunnlaug Óla, sem býr í Kaupmannahöfn ásamt fjöl- skyldu sinni. Eftir menntaskólanám og nokk- ur ár við skrifstofustörf í Kaup- mannahöfn, stóð hugur Emmu til íslandsferðar. Hana langaði til að vinna hér um hríð, kynnast landinu og skyldfólki sínu hér. Mér er í barnsminni, þegar Emma kom til íslands á árunum upp úr 1950. Hún hefur þá verið um þrítugt og mér þótti hún glæsileg og heims- konuleg. Hún hóf störf á skrifstofu Sementsverksmiðju ríkisins og undi hag sínum vel. Örlögin hög- uðu því svo þannig, að hún ílentist á íslandi, því hún kynntist Ingva Ebenhardssyni frá Dalvík, og þá reis hamingjusól Emmu hæst, þegar þau gengu í hjónaband. Þau reistu sér hús á Víðivöllum 18, Selfossi, en Ingvi vinnur á sýslu- skrifstofunni þar. Enn jókst ham- ingjan, þegar dæturnar Guðrún Erla og síðan Jónína fæddust, og eftir það helgaði Emma fjölskyld- unni alla krafta sína. Oft skruppum við frændfólkið úr Reykjavík austur um helgar og nutum samvista við þetta ágæta og gestrisna fólk. Vil ég fyrir hönd fjölskyldnanna af Vatnsstígnum þakka Emmu alla tryggð hennar og vináttu fyrr og síðar. Emma varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að sjá lffsstarf sitt bera góðan ávöxt. Dæturnar eru hið mesta mannkostafólk og ógleymanlegt verður þeim, er til sáu, hversu frá- bærlega vel þær og Ingvi reyndust Emmu, þegar hún þurfti þess mest með. Ég þakka Emmu samfylgdina og bið henni blessunar. Ég bið Guð að styrkja eiginmann hennar og dætur. Sigríður Claessen Kirkjudögum lýkur í dag KIRKJUDÖGUM 1985 lýkur í Lang- holtskirkju í dag, laugardag. Sam- koman hefst kl. 16 með síðdegiskaffi en síðan mun sr. Rögnvaldur Finn- bogason veita mönnum innsýn í austurkirkjuna með erindi sem nefn- ist íkónar-guðfræði í litum og línum. Undanfarin ár hefur sr. Rögn- valdur verið í leyfi og kynnt sér kirkjuna sem starfar í austan- tjaldslöndunum, ekki síst Rússl- andi, Miðausturlöndum, Egyptal- andi, Eþíópíu og Finnlandi. Riki- dæmi þeirrar kirkjudeildar í myndum, tónum og allri hefð, hefur orðið mörgum áhugaefni en lítið verið kynnt hérlendis. Jón Stefánsson, organleikari, og Katrín Sigurðardóttir, óperu- söngvari, munu síðan flytja tónlist við hæfi. Sr. Heimir Steinsson mun síðan slíta Kirkjudögum 1985. FrétUtilkynning raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Aöalfundur Óðins Aöaffundur Malfundafelagsins Óöirrs veröur hafdfnn sunnudaglnn 27. oklóbor nk. kt. 14.00 i Sjálfsfœölshúsinu Valhöll. Háaleitls- braut 1. Dagskra: 1. Venjuleg aöaúundarstör* 2. ðnnurnrrál. Gestur fundarins verður Ðevfö Oddssen borgarstjórt Stjómin. Ráðherraspjall Mánudaglnn 28. október kl. 19.00 mun Heimdallur, félag ungra sjálfstæðísmanna i Reykjavík, gangast fyrtr kvöldveröarfundi meö Sverri Hermannasyni, menntamála- ráöherra Veröur fundurinn haldinn ( Utlu- Brekku (viö hliöina á Laekjarbrekku. Banka- stræti 2). AHir ungir sjálfstæöismenn vel- komnir. Matarveröer kr. 400. Heimdallur. Fulltrúaráð sjálfstæðis- -félaganna á Akranesi Almennur fulltrúaráösfundur veröur haldinn í sjálfstæöishúsinu viö Heiöarbraut mánu- daginn 28. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Umræður um bæjarstjórnarkosnlngam- ar 1986. 2. Valdimar Indriöason ræöir stjórnmála- viöhorfin. 3. Almennarumræöur. Sjáltstæöisfélögin Akrnarnes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.