Morgunblaðið - 26.10.1985, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÖBER1985
35
Kveðjuorð:
Hafsteinn Davíðs
son svœðisstjóri
Fæddur 13. desember 1922
Dáinn 18. október 1985
Fimmtudaginn 24. október sl.
fór fram frá Fossvogskapellu í
Reykjavík útför Hafsteins Davlðs-
sonar, svæðisstjóra Orkubús Vest-
fjarða. Minningarathöfn um hann
fer fram í dag í Patreksfjarðar-.
kirkju.
Þegar Hafsteinn fór suður til
Reykjavíkur nú í byrjun september
hvarflaði ekki að mér að hann
væri að fara í sína hinstu ferð.
Hann sem hafði notað sumarfríið
sitt til þess að klæða íbúðarhúsið
að utan og við það starf var hann
þegar hann var kallaður á sjúkra-
hús til aðgerðar, sem áður hafði
verið fyrirhuguð. Hafsteinn hafði
ekki lokið þessari vinnu alveg, en
var langt kominn. Vir.nupallarnir
standa ennþá eins og hann skildi
við þá. Hann nánast hoppaði létti-
lega niður af pallinum, ók út á
flugvöll, fór suður, á sjúkrahús og
nokkru síðar burt kallaður úr
þessum heimi horfinn sjónum
okkar sem eftir lifum.
Hafsteinn stundaði nám í Reyk-
holtsskóla í Borgarfirði en þaðan
lá leiðin til Reykjavíkur þar sem
hann stundaði nám við Iðnskólann
og lærði rafvirkjun. Hann fékk
síðar meistararéttindi í iðn sinni.
Upp úr 1950 kynntist hann bræðr-
unum Friðþjófi og Garðari, oft
kallaðir Vatneyrarbræður, en þeir
ráku umf angsmikla útgerð og fisk-
vinnslu á þessum árum á Patreks-
firði. Þeir sóttust eftir því að fá
Hafstein vestur á Patreksfjörð og
greiddu götu hans til að fara til
Þýskalands og Englands til náms
í meðferð og viðgerðum á ratsjám
og dýptarmælum. Eftir að hann
kom úr námsferðinni setti hann
upp rafverkstæði í vélsmiðjunni
Sindra á Patreksfirði.
Það varð fljótlega mikið að gera
hjá Hafsteini, sérstaklega vegna
þess að Þjóðverjar, Bretar og fleiri
útlendingar sóttu mikið á íslands-
mið á togurum sínum til að fiska.
Þá vildi sitthvað bila og þessir
menn sigldu skipum sínum oft inn
á Patreksfjörð, sérstaklega ef eitt-
hvað hafði bilað í ratsjám og dýpt-
armælum skipanna.
Hafsteinn varð fljótlega þekktur
fyrir kunnáttu sína á þessu sviði
og það spurðist út meðal skip-
stjórnarmanna að hjá honum var
hægt að fá viðgerð á þessum mikil-
vægu öryggistækjum sjómanna.
Um nokkurra ára skeið hafði
hann mikla vinnu í sambandi við
þetta og góðar tekjur enda veitti
ekki af því um þetta leyti kynnist
hann eftirlifandi konu sinni, Ernu
Aradóttur frá Patreksfirði, og
eignast þau sitt fyrsta barn.
Þau stofna sitt heimili að Aðal-
stræti 13, Patreksfiði, og eru þar
fyrstu árin og börnunum fjölgar
og í kjallarann flutti Hafsteinn
verkstæði sitt frá þeim stað er
áður er getið.
Síðar er fjölskyldan hafði flutt
úr þessu húsi notaði hann hús-
næðið á annan áratug undir versl-
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
ÞURfOUR ÞÓROARDÓTTIR,
Túngötu 16, Keflavlk,
andaöist aö kvöldi 24. október.
Guörún Kristinsdóttir, Magni Sigurhansson,
Margeir Elentínusson, Þórdís Guöjónsdóttir
og barnabörn.
t
Konan mín,
STEFANÍA GUÐBRANDSDÓTTIR,
Þorsteinsgötu 4, Borgarnesi,
lést í sjúkrahúsi Akraness 24. október.
Geir Jónsson.
+
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi,
SIGURÐUR S. MAGNÚSSON
prófessor,
Flókagötu 54,
Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 29. október
kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarstof nanir.
Audrey Magnússon,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Þorleifur Guömundsson,
Sigursteinn Sigurösson,
Anna María Siguröardóttir,
Snjólaug Elín Siguröardóttír, Ragnar Hrafnsson,
Hjördfs Siguröardóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát
og jaröarför bróöur okkar og mágs,
Hannesar Þóröar Thorsteinssonar
loftskeytamanns.
Sérstakar þakkir til fyrrverandi starfsfélaga í Gufunesi og áhafnar
á bv. Karlsefni.
Þorsteinn Thorsteinsson, Guöbjörg Þórarinsdóttir,
Ragnar Thorsteinsson, Elísabet M. Thorsteinsson,
Kristjana Milla Thorsteinsson, Alfreö Elíasson,
Ragnheiöur Thorsteinsson, Sveínn Björnsson,
og systkinabörn.
un með ýmiskonar raftæki og
annað er tilheyrði fagi hans.
Rúmum tveim árum eftir að
Hafsteinn flutti á Patreksfjörð tók
hann við stöðu rafveitustjóra af
ívari Helgasyni og starfaði þar
óslitið þar til Rafveita Patreks-
hrepps varð stofnaðili að Orkubúi
Vestfjarða að hann gerðist svæðis-
stjóri fyrir hið stóra fyrirtæki hér
á suðurhluta Vestfjarða og gegndi
því starfi þar til hann lést.
Voið 1961 flytja þau Erna og
Hafsteinn með börnin sín, sem þá
voru fædd, inn í nýtt, stórt og
myndarlegt hús sem þau höfðu
byggt að Urðargötu 18, og þar er
heimili þeirra, fagurt og notalegt
með góðum heimilisanda.
Erna og Hafsteinn eignuðust sex
mannvæn börn sem öll eru á lífi,
eru sjálfstæð og hafa hlotið góða
menntun.
Þau eru: Hafdís, Helga, Vilborg,
Davíð, Ester og Haukur. Þau
yngstu eru enn við nám. Barna-
börnin eru orðin fjögur.
Fjölskyldan er samhent í einu
og öllu að hverju sem gengið er
að. Hafsteinn var mjög starfsamur
maður, hann var alltaf eitthvað
að gera, hafði ævinlega eitthvað
til að fást við, annað hvort er til-
heyrði menntun hans og iðn eða
við heimilið og garðinn umhverfis
húsið þeirra, sem þau hjón höfðu
gert svo undurfagran, þar sem hið
náttúrulega fékk að njóta sín. Ég
nýt þess að horfa upp í garðinn
þegar ég geng til og frá vinnu, sjá
fallegu blómin, trén og gosbrunn-
inn út við götuna.
Hafsteinn var rúmlega meðal-
maður á hæð, grannur, ljós yfirlit-
um, bar sig vel og hreyfingar hans
voru léttar og hraðar eins og ungur
maður væri á ferð. Útlit hans og
yfirbragð gerði hann því mikið
unglegri en í árum var talið og bar
hann því aldur sinn einstaklega
vel. Hann var frískur maður og
alltaf ferskur með miklar hug-
myndir um svo margt, oft svo há-
leitar að menn treystu sér ekki til
að framkvæma þær, en margar
aðrar komust þó í framkvæmd.
Yfirleitt var létt yfir Hafsteini
og hann naut þess að vera innan
um fólk enda var hann félagslynd-
ur. Þó gat hann verið alvörugefinn
og stóð fast á sinu þegar það átti
við. Hann gat meira að segja verið
nokkuð erfiður viðfangs ef honum
fannst vera gengið á rétt sinn eða
þess fyrirtækis sem hann stjórnaði
svo lengi og hafði mikinn áhuga á.
Fyrir mörgum árum þegar við
báðir unnum fyrir sveitarfélagið
hvor á sínum stað, kom það fyrir
nokkrum sinnum að okkur varð
illilega sundurorða og tókum
nokkrar snerrur saman. í raun
vorum við báðir að gæta þess sem
okkur hafði verið trúað fyrir en
litum vandamálin hvor frá sínum
sjónarhóli. Ekki urðu úr þessu
ósættir, hvorugur erfði við hinn,
heldur fóru samskipti okkar að
aukast og urðu að vinskap sem
dafnaði með hverju ári sem leið
og entist meðan báðir lifðu.
Hafsteinn Davíðsson var sjálf-
stæðismaður og starfaði af hug og
sál fyrir flokkinn og félag sitt hér
á Patreksfirði.
Hann sat lengi í stjórn Sjálf-
stæðisfélagsins Skjaldar á Pat-
reksfirði, átti sæti í kjördæmisráði
um margra ára skeið, var í út-
gáfustjórn Vesturlands, sat i raf-
veitunefnd, skólanefnd Iðnskólans
og Tónlistarskólans svo eitthvað
sé nefnt auk margra annarra trún-
Minning:
Pétur Ólafsson
Fæddur 15. mars 1902
Dáinn 18. október 1985
í dag er hann afi okkar lagður
til hinstu hvilu og þá hrannast
upp minningar frá æskudögunum.
Afi vann mestan hluta starfs-
ævi sinnar sem vaktmaður í Hval-
stöðinni í Hvalfirði og var eini
starfsmaður stöðvarinnar yfir
veturinn. Fór það þvi eftir veðri og
færð hvort hann gat haldið með
okkur jólin. Þau ber hæst i minn-
ingunni, þvi jólin voru loksins
komin, þegar hann afi kom. Jólin
okkar með afa voru stutt. Foreldr-
ar okkar sóttu hann áður en heil-
agt varð á aðfangadag og óku hon-
um aftur til vinnu á jólanótt, því
hans vinnuskylda var jafnt á stór-
hátíðum, sem alla aðra daga.
Ógleymanlegar eru heimsókn-
irnar til afa i Hvalstöðina, alltaf
voru móttökurnar jafn hlýlegar
hvort sem ferðinni var heitið til
hans eða við áttum leið um Hval-
fjörðinn. I minningunni finnst
okkur það hafa verið hans hátíð-
arstundir þegar við komum i
heimsókn, því hann var svo mikið
einn.
Nú þegar leiðir skiljast viljum
við þakka afa okkar innilega sam-
verustundirnar og biðja algóðan
Guð að geyma hann.
Þú maður, hvert sem hér þú fer,
Guðs helgur andi fylgi þér,
og hvar sem liggur leiðin þín,
þig leiði Drottinn heim til sín.
(V. Briem)
Barnabörn.
í dag er gamall vinur minn, Pét-
ur Ólafsson, til moldar borinn á
Akranesi. Ég sé hann fyrir mér á
hvalskurðarplaninu, svitaperlur á
enni og einbeitni og festa í öllum
hans hreyfingum. Hann er þéttur
á velli, ber sig vel og sviphreinn.
Engan mann hef ég hitt sem frem-
ur en hann lagði sig svo fram í
störfum sínum, að hann hlífðist
hvergi við. Féll enda aldrei verk úr
hendi og lét sig einu gilda um
vinnutímann. Hann gat ekki unnið
hvalveiðistöðinni betur en hann
gerði.
Þótt kynni okkar Péturs mættu
kallast náin á því tveggja áratuga
skeiði, seð leiðir okkar lágu saman
á vertíðum hjá hvalveiðifélaginu
hafði ég aðeins óljósan grun um
hið erfiða lífshlaup hans.
Pétur fæddist á Másstöðum í
Þingi 15. mars 1902, sonur hjón-
anna Ólafs Sigvaldasonar og Mar-
grétar Helgadóttur. Þau slitu
samvistir þegar hann var á þriðja
aldursári og ólst hann upp með
föður sínum og stjúpu á ýmsum
bæjum í Vatnsdal og Þingi. Á
fermingarárinu fór hann í vinnu-
mennsku, en trúlofaðist 17 ára
gamall Guðrúnu Jóhannsdóttur og
lést hún hálfu öðru ári síðar.
Hafði þá alið honum son, Jóhann,
og varð Pétur að koma honum í
fóstur eftir lát Guðrúnar, en var
sjálfur áfram í vinnumennsku.
Síðan kvæntist hann Ingibjörgu
Jakobsdóttur 1927, en missti hana
eftir sex ára sambúð og höfðu þau
þá eignast dóttur, Huldu, sem Pét-
ur hafði hjá sér. Laufeyju Elías-
dóttur giftist hann 1943 og átt
með henni tvö börn, Sæunni og
Inga. Þau slitu samvistir'.
Það er fyrii: ungt fólk nú nær
ógjörningur að setja sig 1 spor
unglingsins í Vatnsdalnum, sem
varð að sjá á eftir unnustunni
ofan 1 gröfina og skiljast við son
aðarstarfa sem hann gegndi fyrír
sjálfstæðisfélagið og bæjarfélag
sitt.
Um margra ára skeið hafði hann
að aukastarfi framkvæmdastjórn
á Skjaldborg, eign sjálfstæðisfé-
lagsins, sem þá var samkomuhús
Patreksfirðinga og þar var einnig
rekið kvikmyndahús sem hann
hafði á sinni hendi og rak með
myndarbrag og samviskusemi eins
og allt sem honum var trúað fyrir.
Aðstæður voru að mörgu leyti »
erfiðar en þó tókst honum að reka
þetta og að ég best veit að mestu
leyti í sjálfboðavinnu. Þetta var
erfið vinna og stóð i mörg ár og
var farin að ganga nærri honum
þegar hann lét af þessum störfum.
Tómstundastörf fyrir unglinga
voru hans hjartans mál og hann
lét hendur standa fram úr ermum
í þeim efnum því í fjölda ára hélt
hann uppi æskulýðsstarfi í Skjald-
borg þar sem unglingarnir í bæn-
um gátu komið saman, hlustað á
tónlist sem kom frá góðum fjölrása
tækjum, dansað, spilað og leikið
sér við hin ýmsu tæki sem hann
og unglingarnir höfðu komið upp.
Hafsteinn hafði gott tóneyra og
hafði yndi af tónlist. Hann lék á
sög og brá henni oft fyrir sig á
skemmtunum og í góðra vina hópi.
Hann var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Patreksfjarðar og
starfaði í honum allt til dauðadags.
I klúbbnum eins og annars staðar
þar sem hann var félagi var hann
mjög virkur og gegndi mörgum
trúnaðarstörfum fyrir Lionsklúbb-
inn sinn og alltaf samviskusam-
lega og með gleði. Margar ljúfar
minningar koma upp í hugann, úr
lífi og starfi, við spilamennsku,
ferðalög og við að bergja á góðu
víni í góðra vina hópi. Þess vegna
er söknuðurinn mikill meðal okkar
vina hans og félaga. Það er mikil
eftirsjón í Hafsteini úr okkar litla
bæjarfélagi þar sem hann var svo
virkur alla tíð.
Við Helga þökkum samveru og
vináttu liðinna ára og sendum
Ernu og fjölskyldu innilegar sam-
úðarkveðjur.
Hilmar Jónsson
sinn á fyrsta ári, sökum fátæktar
og eiga engan að. Og örlögin héldu
áfram að reyna á þolrifin, en það
vitum við, sem Pétur þekktum, að
hann kom óskemmdur úr þeirri
viðureign. Hann var jafnlyndur,
ávallt hress í bragði og hlýr. Ein-
staklega barngóður og var aldrei
glaðari undir lokin en á heimilum
sonar síns og dóttur á Akranesi í
félagsskap barnabarnanna. Þau
skildu gamla manninn, voru ljós
hans, þótt augun væri slokknuð.
Pétur Ólafsson vann við að reisa
hvalveiðistöðina 1947 og starfaði
þar síðan til ársins 1979, þá 77 ára
að aldri. Þá missti hann sjónina
og fluttist á dvalarheimilið Höfða
á Akranesi, þar sem hann bjó
þangað til hann lést 18. október sl.
Hann hafði fótavist til síðasta
dags. Það stytti honum ævikvöld-
ið, hversu vel börn hans og
tengdabörn á Akranesi önnuðust
um hann.
Við gamlir félagar hans og vinir
úr hvalnum, gleymum honum
ekki. Og þótt við sumir hverjir
höfum ekki aðstöðu til að fylgja
honum til grafar í dag, mun hug-
urinn dveljast við minningu hans.
Ástvinum hans bera þessar linur
hlýjar samúðarkveðjur.
Megi hann 1 friði hvíla.
Halldór Rlöndal