Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐID, LAUfiARDAGUR 26. OKTÓBER1985
43
SVARAR í SÍMA
10109 KL. 10—11.30
FRA MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
I b Nl K F=> 5TR (K
"ÉG VRR SPM SNÖ&GVRST FFIRINM W ÓTTRST R{) VIÐ ÍS-
LE'NDlN&RR YRÐUM RFTUR RÐ TRKR UPP BÆNRSKRRRNRR"
Utlendar kon-
ur í heimilis-
hjálpina
í Velvakanda birtast oft kvart-
anir eða athugasemdir. Þetta
finnst mér mjög jákvætt, til þess
að upplýsa aðra um það sem ábóta-
vant er í þjóðfélaginu. Sú athuga-
semd sem hér birtist er um heimil-
ishjálparþjónustuna. Heimilis-
hjálpin er fyrir sjúklinga og gam-
alt fólk og er hún bæði gagnleg
og nauðsynleg. Vandamál geta þó
komið upp, sem ekki finnst úrlausn
á. Miðaldra maður þurfti að fá
heimilisaðstoð, því hann þjáðist
af blóðtappa. Jú, hann fékk sam-
þykki fyrir aðstoð 4 tíma, tvisvar
í viku. Svo kom heimilishjálpin til
hans — 18 ára piltur, nemi! —
Þetta var röskur ungur maður, en
hann féll ekki inn í starfið fannst
hinum sjúka manni og hann bað
um eldri konu. ómögulegt var að
veita honum þessa ósk og þar við
sat. Ættingjarnir reyndu að út-
vega lítilsháttar aðstoð, þótt það
væri illmögulegt. Þetta vekur
nokkra eftirþanka. Hversvegna
var ekki hægt að verða við ósk
mannsins? Og ef skortur er á
konum til slíkrar þjónustu, hvern-
ig er þá með útlendar konur?
Hingað er alltaf verið að senda
konur til að vinna i fiski. Hér
vantaði ekki lærða konu, heldur
aðeins vana heimilisstörfum og
helst með einhverja reynslu af
veiku fólki.
Ein úr vesturbænum.
Siðspillandi efni í sjónvarpinu
Velvakandi góður.
Ég las nýlega grein í dálki þín-
um, sem faðir skrifar og er hún
eins og töluð út úr mínu hjarta.
Það var mál til komið að loksins
væri hreyft við þessum máli, sem
enginn virist þora eða vilja and-
mæla.
Sjónvarpið á að vera menningar-
tæki auk þess að vera öflugasti
fjölmiðill þjóðarinnar. Þó hefur
það í áraraðir fært manni mann-
skemmandi ofbeldis- og óþverra-
myndir inn í stofu. Oft í viku
heyrist sá við auki við kynningar
dagskrárliða að hann „sé ekki við
hæfi barna“ eða „geti valdið ótta
hjábörnum".
Getur verið að ráðamenn þessa
fjölmiðils séu svo afsiðaðir að þeir
finni ekki ábyrgðina sem hvílir á
þeim við efnisval. Það er ótrúlegt
að þeir haldi að svona myndir
hafi góð áhrif á nokkurn mann,
sist af öllu börn eða unglinga sem
oft eru látin vera yfir yngri börn-
um þegar foreldrar eru fjarver-
andi. Taugaveiklun barna og ör-
yggisleysi er orðið óberandi. Ég
hitti nýlega 9 ára telpu sem sagðist
fá martröð ef hún horfði á myndir
sem væru ljótar. Svona efni hlýtur
alltaf að hafa ill áhrif utan þess
að vera afsiðandi fyrir börn að
fylgjast með sýnikennslu í glæp-
um, manndrápum og klámi.
Ég tek undir með föðurnum.
Hvar standa barnaverndarnefndir
Úr veðbókarvottorði
Allt má heita að leiki I lyndi,
lánin veita þeir í skyndi.
Ékki neita veði í vindi,
víst að keyta duga myndi.
Hákur.
eða kvenfélög í þessum máli. Það
heyrist hvorki hósti né stuna úr
þeirri átt. Ekki vantar jafnréttis-
baráttuna og kröfurnar um fleiri
barnaheimili svo hægt sé að kom-
ast sem fyrst frá börnunum eftir
að þau eru komin í heiminn. Aðrir
eiga að bera ábyrgð uppeldina en
foreldrarnir svo sem barnaheimili,
og skólar svo síðan tekur sjón-
varpið við með sínum útsending-
um.
Ég skora á sjónvarpið að vakna
af þyrnirósarsvefni sínum. Það var
mikið hneykslast á siðspillandi
myndum í Keflavíkursjónvarpinu.
En er betra að horfa á þær í því
íslenska?
Móðir fyrir austan.
spurt og svarad
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hvað kostar bensín-
stöðin við Fannarfold?
Spurt:
Árni Jóhannsson hringdi með
fyrirspurn til Þórðar Ásgeirssonar
forstjóra Olíuverslunar Islands.
„Mig langar að vita hvað olíuaf-
greiðslustöðin við Fannarfold í
Grafarvoginum mun kosta Olís á
þessum krepputímum?"
Svarað:
Að sögn Þórðar Ásgeirssonar
forstjóra hefur bensínafgreiðslan
ekki verið opnuð og endanlegur
kostnaður því ekki ljós. „Síðustu
tölur, sem eru frá 30. september
síðastliðnum, hljóða upp á 2,7
milljónir króna. Endanlegt verð
verður þá nokkru hærra því t.d.
eru bensíndælur ekki með í þessum
tölum. Þetta er mjög ódýr bensín-
stöð miðað við margar aðrar sem
reistar hafa verið hér á landi, því
sett er upp gamalt hús sem gert
hefur verið upp.“ Þórður treysti
sér ekki til að svara hvað ný bens-
ínstöð myndi kosta, því fyrirtækið
legði ekki út í slíkar framkvæmdir
en ætla mætti að kostnaður við
þær skipti tugum milljóna króna.
Félagiö Svæðameðferð
heldur námskeið í svæðameðferð og mun það
hefjast 31. október nk. Innritun verður mánudaginn
28. október milli kl. 20—22 að Austurströnd 3,
Seltjarnarnesi.
Stjórnin.
.<
^Húsnæðisstofnun ríkisins
Sért þú húsbyggjandi,
þarftu að lesa þetta:
1. Sendir þú okkur lánsumsókn
fyrir 1. febrúar síðastliðinn?
2. Verður byggingin ekki fokheld
fyrir 1. nóvember næstkomandi?
Eigi þetta tvennt við um þig, verður þú að
staðfesta umsóknina sérstaklega, ella
verður hún felld úr gildi. Þú getur staðfest
hana með því að hringja í síma 28361.
Símsvari tekur víð staðfestingum allan
sólarhringinn, fram að 1. nóvember.
Umsókn má líka staðfesta með bréfi, helst
ábyrgðarbréfi.
Reykjavík, 23. október 1985.
c§o Húsnæðisstofnun ríkisins
FYRSTA FLOKKS STURTUKLEFAR FRA Kbnaffe Afgreiðum einnig sérpantanir með stuttum fyrirvara
j ji 14.900,- ; 't\. HORNKLEFI ! 1 2 hlufar IwM hver hlið. | 16.500,- HORNKLEFI H 3 hlutar IIJH hver hlið.
j Í 1 9.700,- RENNIHURÐ 1 I f. sturtubotn | 3 hlutar U 9.146,- V/ENGHURÐ
;L 25.500,- FULLBÚNIR STURTUKLEFAR , (m/blöndunartœkjum)
* VATNSVIRKINN/ ! ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8Ó20 - 128 REYKJAVÍK 1 SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966