Morgunblaðið - 26.10.1985, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985
/
Minning:
Jóhann Skaptason
fv. sýslumaöur
sinni og dó á heimili sínu í umsjá
sinnar trygglyndu og umhyggju-
sömu eiginkonu, Sigríðar Víðis
Jónsdóttur sem helgaði líf sitt í
einu og öllu eiginmanni sínum í
hálfa öld og fimm árum betur.
Þannig var hann sjálfum sér
samkvæmur til hinnstu stundar.
Gunnlaugur Þórðarson
V
Hver vann hér svo að með orku?
Aldrei neinn svo vígi hljóð.
Búinn er úr bálastorku
bergkastali frjálsri þjóð.
Drottins hönd þeim vörnum veldur
vittu barn sú hönd er sterk.
Gat ei nema guð og eldur
gjört svo dýrðlegt furðuverk.
(Jónas Hallgr.)
í dag er gerð frá Húsavíkurkirkju
útför Jóhanns Skaptasonar, fyrr-
verandi sýslumanns. Hann verður
jarðsettur í Laufási. Jóhann lést á
heimili sínu 17. október 1985, 81
árs að aldri.
Jóhann Skaptason fæddist í
I.itlagerði í Grýtubakkahreppi 6.
febrúar 1904.
Foreldrar Jóhanns voru Bergljót
Sigurðardóttir, húsfreyja, og
Skapti Jóhannsson, bóndi í Litla-
Gerði.
Foreldrar Bergljótar, móður Jó-
hanns, voru hjónin Sigurður Gutt-
ormsson, bóndi i Kollsstaðagerði á
Völlum í Suður-Múlasýslu og
Guðríður Eiríksdóttir frá Skriðu-
klaustri í Fljótsdal, systir Jónasar
skólastjóra á Eiðum. Faðir Sigurð-
ar var Guttormur, stúdent og al-
, . þingismaður á Arnarheiðarstöðum
í Fljótsdal, Vigfússon, prests á
Valþjófsstað, Ormssonar. Móðir
Sigurðar, kona Guttorms var
Halldóra Jónsdóttir, Þorsteinsson-
ar, vefara, sem hin kunna Vefara-
ætt á Fljótsdalshéraði er kennd
við.
Foreldrar Skapta, föður Jó-
hanns, voru hjónin Jóhann Bessa-
son frá Skógum í Fnjóskadal og
Sigurlaug Einarsdóttir frá Geir-
bjarnarstöðum í Kaldakinn. For-
eldrar Jóhanns Bessasonar voru
Bessi Eiríksson frá Steinkirkju og
Margrét Jónsdóttir, fædd að Heið-
arhúsum á Flateyjardalsheiði.
Jóhann Bessason og Sigurlaug
bjuggu á Skarði í Dalsmynni.
" Bergljót Sigurðardóttir missti
ung föður sinn. Móðir hennar
Guðríður fluttist þá til Seyðis-
fjarðar og hafði yngstu dótturina,
Bergljótu, hjá sér. Hinar dæturnar
þrjár voru líka allar í bernsku en
var komið fyrir hjá nánustu skyld-
mennum. Sú elsta, Halldóra, fór
að Þverá í Laxárdal í Suður-
Þingeyjarsýslu, til Bergljótar
Guttormsdóttur, föðursystur
sinnar, sem var seinni kona Jóns
Jóakimssonar, bónda þar. Þær
mæðgur, Guðríður og Bergljót,
voru til heimilis í Hótel ísland á
Seyðisfirði. 18. febrúar árið 1885
fellur snjóflóðið mikla úr Bjólfi
yfir bæinn. Bergljót litla berst út
á sjó en bjargast úr snjó- og krapa-
hrönninni. Móðir hennar ferst.
Bergljót ólst upp hjá frændfólki
á Fljótsdalshéraði. Hún sótti
Laugalandsskóla í Eyjafirði í tvö
ár. Sumarið á milli, 1895, var hún
í kaupavinnu á Skarði í Dalsmynni
og kynntist þar Skapta, elsta syni
Jóhanns Bessasonar. Þau giftu sig
1897 og settust að á Skarði til árs-
ins 1900 þá um vorið fluttu þau
að Litlagerði, næsta bæ utan við
Skarð, sem Jóhann á Skarði hafði
haft með til ábúðar. Þar byggðu
þau upp bæjarhúsin. Litlagerði var
lítil en notadrjúg jörð.
Þau Bergljót og Skapti eignuð-
ust 8 börn. Þau eru: Garðar fæddur
1898, dó í frumbernsku, Guðríður
fædd 16. september 1899, Sigur-
laug fædd 17. nóvember 1901,
Arnheiður fædd 16. nóvember
1902, Jóhann fæddur 6. febrúar
1904, Þórey fædd 12. maí 1905,
Svava fædd 21. júní 1906 og Sigríð-
ur fædd 21. október 1907.
Vorið 1907 syrti að. Heilsu
Skapta tók að hnigna. Hann lagð-
ist rúmfastur og lést um haustið,
aðeins fertugur að aldri. Hann var
jarðsettur sama dag og yngsta
dóttirin fæddist.
Bergljót neyddist til að bregða
búi þegar eiginmaður hennar var
fallinn frá. Börnunum varð hún
að koma fyrir hjá venslafólki nema
Arnheiði og Jóhanni sem ólust upp
hjá henni. Hún fluttist um tíma
til frændfólks síns á Fljótsdals-
héraði. Jóhann var alla tið mjög
hændur að móður sinni. Þorsteinn
Skaptason, ritstjóri Austra á
Seyðisfirði, og móðir hans, Sigríð-
ur Þorsteinsdóttir buðu Bergljótu
að taka Jóhann í fóstur. Hún fór
því ofan á Seyðisfjörð með dreng-
inn haustið 1908 og dvaldi þar um
tíma og vann. Einn daginn þegar
hún kom ekki heim á réttum tíma
var Jóhann sannfærður um að hún
væri farinn upp á Hérað. Hann
beið því engra boða en þaut inn
fjörð í áttina til Fjarðarheiðar.
En flóttamaðurinn ungi var hand-
samaður á leiðinni þar sem hann
hljóp allt hvað hann orkaði og var
færður grátandi til byggða. En
heldur léttist á honum brúnin
þegar hann mætti þar opnum
faðmi móður sinnar. Líklega hefur
þessi strokutilraun sannfært að-
standendur um að ekki væri hætt-
andi á að skilja drenginn eftir
nauðugan á Seyðisfirði. Þessi saga
sýnir að snemma beygist krókur
að því sem verða vill. Alveg fram
í andlátið var Jóhann gæddur
einstökum viljastyrk. Þegar hann
hafði tekið ákvörðun haggaði
henni enginn.
Haustiö 1912 fluttist Bergljót
aftur á Norðurland. Hún afréð að
setjast að á Akureyri og vinna
fyrir sér og börnum sínum með
fatasaumi. Þá var Jóhann átta ára
gamall og gladdist yfir að vera
kominn aftur í sína heimabyggð.
1914 gerðist Bergljót húsvörður
barnaskólans á Akureyri og var
það til 1921. Á sumrin stundaði
hún ýmsa vinnu. Henni farnaðist
vel, enda var hún verklagin og vel
kynnt. Eftir þetta bjó hún með
börnum sínum sem þá voru upp-
komin.
Jóhann gekk í skóla á Akureyri,
en á sumrin var hann í sveit. Átta
sumur og hálfan vetur, frostavet-
urinn mikla, var hann á Skarði
hjá Jóni föðurbróður sínum og
Sigurlaugu ömmu sinni. Svo liðu
æskuárin. í kaupstaðnum á vetr-
um en í sveitinni á sumrin. Og
alltaf var jafn gaman að fara í
sveitina á vorin sem að koma aftur
heim á haustin. Ógleymanlegir
voru vordagarnir með sól og sunn-
anvindi, sem bræddu snjóinn úr
fjöllum og hleyptu vexti í hvern
læk, svo þeir fossuðu niður hlíð-
arnar ofan í árnar sem ultu fram
kolmórauðar í hrokavexti. Skógur-
inn laufgaðist og fyllti dalinn
bjarkarilmi, og lambféð dreifðist
um grænkandi haga. Og svo voru
það fuglarnir: Marjötlur, stein-
deplar, músarindlar, auðnutittl-
ingar, þrestir, lóur, hrossagaukar,
smyrlar, fálkar og ótal fleiri. Hér
voru æskuminningar bundnar
hverjum bala og hverjum hóli,
hverjum læk og hverri lind, sér-
hverjum hnúki og fjallstindi. Hér
voru festar þær römmu taugar sem
drógu hann seinna heim.
Jóhann tók gagnfræðapróf frá
Gagnfræðaskólanum á Ákureyri
vorið 1921. Næstu þrjú árin vann
hann margskonar vinnu á Akur-
eyri og í nágrenni. Hugur hans
stóð mjög til búskapar, en hann
var landlaus maður. Eins fannst
honum hann ekki hafa þá líkam-
legu burði sem til þyrfti, en þar
hafði hann samanburð við annál-
aða krafta afa sins Jóhanns Bessa-
sonar og föðurbróður síns Jóns á
Skarði. Á Akureyri festi Jóhann
sér þriggja dagsláttu erfðafestu-
land. Það land girti hann og kenndi
við Tómas Sæmundsson og kallaði
Tómasarhaga. Á þessum árum
vann Jóhann þá verkamannavinnu
sem til féll, svo sem í síld á Hjalt-
eyri, við viðgerð á rafveitustíflunni
á Akureyri og við jarðræktarstörf.
Fyrsta veturinn var hann atvinnu-
laus. Þegar Jóhann var farinn að
vinna við afgreiðslustörf í kjötbúð
Kaupfélags Eyfirðinga eftir ára-
mót 1924 fann hann að slík störf
áttu ekki hug hans. Hann ákvað
að reyna að komast til Reykjavíkur
næsta haust og hefja nám við
Menntaskólann í Reykjavík. Um
vorið barst honum sú gleðifregn
að næsta haust ætti að hefja
kennslu til framhaldsnáms við
Gagnfræðaskólann á Akureyri.
Jóhann gat þvi haldið áfram námi
í sinni heimabyggð.
Á Alþingi var tekist á um stofn-
un menntaskóla á Akureyri. And-
staða gegn honum var mikil í
Reykjavík, einkum meðal kennara
Menntaskólans í Reykjavík og í
ákveðnum hópi í Háskólanum.
Ýmsu var borið við, fjöldi stúdenta
í landinu var talinn of mikill og
norðlensku kennurunum var ekki
treyst til að kenna fræðin. Það
voru 16 nemendur sem settust í
framhaldsdeildina, eftir þrjú ár
voru 9 eftir. Sex þeirra þreyttu
stúdentspróf fyrir sunnan, því ekki
var kennurum gagnfræðaskóla
treyst til að prófa þá. Suðurganga
þeirra Var prófsteinn á getu Norð-
lendinga. Stúdentsefnin voru
kvödd með viðhöfn á Akureyri og
sigldu suður með es. íslandi. I
Reykjavík lásu þeir í mánuð undir
prófið. þeir voru prófaðir grannt í
námsefni þriggja ára, en ekki er
að orðlengja um það að þeir sex-
menningar stóðust prófið með
glæsibrag. Við Menntaskólann í
Reykjavík luku 40 stúdentar prófi
í máladeild þetta vor. Þórarinn
Bjömsson varð fjórði að ofan,
Brynjólfur Sveinsson sá níundi og
Jóhann Skaptason sautjándi. Þar
með var ísinn brotinn fyrir stofnun
Menntaskólans á Akureyri. Sig-
urður Guðmundsson skólameistari
hélt suðurförum og venslamönnum
þeirra veislu þegar heim var
komið. í þessari baráttu mótuðust
skoðanir Jóhanns og lífsviðhorf.
Frá þeim tíma þráði hann að
starfa í dreifbýlinu og reyna að
verða því að liði.
Sumarið 1927 aðstoðaði Jóhann
frænda sinn Jón Víðis við mælingu
Siglufjarðarkaupstaðar. Þeir eru
synir systranna Halldóru og Berg-
ljótar. Áður en þeir skilja um
haustið býður Jón Víðis Jóhanni
ókeypis fæði hjá sér næsta vetur
ef hann hyggi á nám í háskólanum.
Jóhann þáði þetta góða boð sem
gerði honum fært framhaldsnám-
ið. Sumarið áður höfðu þeir mælt
upp kauptúnið á Norðfirði. Á leið-
inni austur með es. Nóvu komu
þeir við á Siglufirði. Veður var
gott og fjörðurinn unaðsfagur. í
mynni Siglufjarðar tekur á móti
þeim blágrá móðan frá síldarverk-
smiðjunum. Þeir frændur fylgjast
að upp í bæinn. Göturnar eru for-
ugar og andrúmsloftið fúlt. þeir
leggja á brattann og ganga upp í
Hvanneyrarskál. í skálinni er gott
aö vera. Hún er vaxin grasi og
lyngi, og óþefurinn frá verksmiðj-
unum nær ekki þangað upp. Fjöldi
kvikfénaðar er á beit, hestar, kýr,
kindur og geitur. Jón Víðis gengur
upp úr skálinni á hnjúkinn norðan
hennar, Illviðrishnjúk. Þarna
uppfrá una þeir sér allan daginn
og ræða margt. Um kvöldið heldur
skipið áfram áleiðis til Húsavíkur.
Vinátta Jóns og Jóhanns entist
meðan báðir lifðu. Þeir voru um
margt líkir. Báðir unnu ósleitilega
langan vinnudag og voru framúr-
skarandi vandvirkir. Leti var
hugtak sem ekki var til í orðaforða
þeirra. Þeirra hugsjón var að gefa
meira af sér en þeir tóku til sín.
Þeir voru áhugasamir um velferð
lands og lýðs og reiðubúnir að
leggja hverju góðu máli lið eftir
getu. Þeir fóru vel með efni sín en
voru stórtækir í útlátum, ef þeim
þótti við þurfa.
Ég fæ seint fullþakkað að mega
njóta tilsagnar þessara frænda
minna og umönnunar á þroska-
skeiði ævi minnar.
Haustið 1927 hóf Jóhann laga-
nám við Háskóla íslands og lauk
því í febrúar 1932. Jóhann bjó hjá
Jóni Víðis og foreldrum hans á
Hverfisgötu 40. Þá kynntist hann
frænku sinni Sigríði, systur Jóns.
Þau felldu hugi saman og giftu sig
6. júní 1930. Sumarið 1931 leysti
hann sýslumann Barðstrendinga
af í tvo mánuði. Þau hjónin fóru
vestur, kynntust héraðinu og upp-
lifðu sína hveitibrauðsdaga. Um
haustið stofnuðu þau eigið heimili
á efstu hæðinni á Þórsgötu 17. Að
loknu námi réðst Jóhann til starfa
hjá Olíuverslun íslands hf. og vann
þar sem lögfræðingur félagsins til
ársloka 1935. Jóhann og Sigríður
byggðu húsið á Eiríksgötu 4. Eftir
að Jón Víðis hafði seinna byggt
ofan á þetta hús og flutst þangað
með foreldrum sínum varð það að
ættarmiðstöð, þar sem allur ætt-
leggurinn var jafnan velkominn.
Þar ríkti heiðríkja og ró, sem átti
rætur í þingeyskri bændamenn-
ingu.
1935 fóru þau Sigríður og Jó-
hann í hálft ár til Englands og
Danmerkur, og Jóhann las þjóðar-
rétt með styrk úr Sáttmálasjóði.
f nóvember 1935 var Jóhann
skipaður sýslumaður í Barða-
strandarsýslu. Þau Sigríður flutt-
ust vestur í janúar 1936 og komu
sér fyrir í timburhúsi Bergs Jóns-
sonar fráfarandi sýslumanns. í
júlí brennur sýslumannsbústaður-
inn. Sigríður lokast inni á efri hæð
hússins og stekkur niður úr eld-
hafinu. Hún brákaðist illa í baki.
Sigríður er flutt til Reykjavíkur
og liggur þar í gifsi í fjóra mánuði.
Jóhann heldur ótrauður áfram og
byggir nýtt hús, nú úr steini.
Isýslumannsembættinu var Jó-
hann atorkusamur. Sýslunefndin
festi kaup á ýtunni Ása-Þór sem
vann að því að koma á vegasam-
bandi í héraðinu. Nýtt sjúkrahús
var byggt á Patreksfirði, útgáfa
árbóka Barðastrandarsýslu hafin,
sýslubókasafn og byggðasafn
stofnað. Ásamt fleirum gekkst Jó-
hann fyrir uppbyggingu Hrað-
frystihúss Patreksfjarðar hf. Þau
hjónin festa mikið ástfóstur við
héraðið en vissu þó að þau voru á
leið norður. Þannig liðu tuttugu ár.
Frá 1. júní 1956 skipaði Bjarni
Benediktsson Jóhann sýslumann í
Þingeyjarsýslu og bæjarfógeta í
Húsavík. Þeir Bjarni og Jóhann
voru ekki flokksbræður og vildu
margir að málum yrði skipað á
annan hátt. í þessu máli sýndi
Bjarni Benediktsson stjórnvisku
og réttsýni sem forráðamenn þjóð-
arinnar mættu hafa að eftir-
breytni.
Á Húsavík byggðu Sigríður og
Jóhann sitt þriðja hús. Jóhann var
að lokum kominn heim. í menning-
ar- og atvinnumálum var Jóhann
gæddur sömu framfaraþrá. Árbók
Þingeyinga hóf göngu sína. Safna-
húsið á Húsavík reis upp.
Sjötugur vék Jóhann úr embætti
sáttur við embættisstörf sín. Þá
gafst honum kostur að vinna
áfram að áhugamálum sínum, lesa
og skrifa og sinna ýmsu, sem ekki
vannst áður tími til.
Jóhann skrifaði margt. Héraðs-
lýsingar Barðastrandarsýslu og
Suður-Þingeyjarsýslu birtust í ár-
bókum Ferðafélagsins. Greinar
um byggðamál komu í tímaritum
og dagblöðum. í árbækur sýslanna
skrifaði hann greinar um margvís-
leg málefni. Jóhann orti og birtust
nokkur kvæði á prenti undir
skáldanafninu Bjarki.
I handriti liggja æskuminningar
1 Legsteinar 1
gramt — marmari
Opiö alla daga, einníg kvöld ó.f
Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
og helgar. símar 620809 og 72818.
og margir athyglisverðir þættir
sem hann vann að á síðari árum
ævi sinnar. í samantekt um líf
móður sinnar, skrifar Jóhann:
„Æskumenn munu oftast beina
sjónum fram á við til komandi
daga og gera sér þá ýmsar hug-
myndir um framtíðina, jafnframt
sem þeir þá um leið eru að móta
ókominn lífsferil sinn. En seinni
hluta ævinnar verður mörgum litið
til baka, ekki aðeins til sinna
gengnu spora, heldur er einnig
reynt að rekja slóðir genginna
kynslóða. Sumum stendur þá næst
að hyggja að ferli forfeðra sinna.
Þá fyrst verður þeim ljóst hve fá-
fróðir þeir eru um fortíðina og
hversu mjög þeir hafa vanrækt að
fræðast um feril nánustu vanda-
manna meðan þeir voru ofar mold-
ar.“
Jóhann skrifaði ekki um verk
sjálfs sín og sinn embættisferil,
því þá þótti honum sem hann væri
að framhefja sjálfan sig. Eins
bjóst hann við að viðkomendum
þætti að þarflausu of nærri sér
gengið. Hér hefur verðmætur fróð-
leikur glatast því stálminni sínu
hélt Jóhann til hinstu stundar.
Alla tíð var Jóhann bóndi. Fyrir
vestan hélt hann kindur og gaf
þeim á kvöldin að loknum vinnu-
degi. Hestarnir voru þeim hjónum
einnig kærir. Þegar norður kom
hafði Jóhann fé á fóðrum hjá
kunningum sínum.
Jóhann ræktaði garðinn sinn.
Kringum Brattahlíð, heimili
þeirra á Patreksfirði, óx upp fal-
legur trjágróður. Reiturinn inn við
Mikladalsá var girtur og ruddur
af grjóti. Skógræktarfélag Vest-
ur-Barðstrendinga var stofnað.
Þegar húsið í Túni á Húsavík var
komið upp var fyrstu trjánum
plantað. Nú er garðurinn á Húsa-
vík orðinn unaðsreitur. Mest
gladdist Jóhann þegar hann fékk
keypt sex hektara land af Jóni
föðurbróður sínum á Skarði. Hér
hafði hann ungur hlaupið um sem
geitasmali. Landið girti hann og
þau Sigríður reistu þar sumar-
bústað og kölluðu Skaptahlíð. Þar
áttu þau saman marga ánægju-
stund.
Sigríði og Jóhanni varð ekki
barna auðið. En hjá þeim dvaldi
oft á sumrin ungt frændfólkið, sem
naut ástar þeirra og leiðsagnar.
Sigríður Víðis skilur nú við eig-
inmann sinn eftir 55 ára sambúð.
Það verður henni ekki létt. Megi
hún finna þann kraft sem svo oft
hefur hjálpað henni í erfiðleikum
i lífinu. Megi hún enn um sinn
njóta góðrar elli í hópi vina og
frændfólks.
Ég er þakklátur því að ég gat
aðstoðað Jóhann þegar hann gekk
með reisn yfir móðuna miklu. Við
eigum Jóhanni og hans kynslóð svo
ótal margt að þakka. Ég á þá ósk
að við getum fært þeirri kynslóð
sem tekur við af okkur eins mikil-
vægan arf og við höfum fengið.
Norðanmaðurinn Þorgeir Ljós-
vetningagoði ákvað að við skyldum
allir hafa ein lög og einn sið. „Það
mun verða satt, er vér slítum í
sundur lögin, að vér munum slíta
og friðinn". Það sem við Jóhann
eigum óuppgert okkar á milli
munum við ræða þegar við reikum
saman léttir í spori um skóginn í
Skaptahlíð. Við munum ganga
saman og dást að vexti jarðar og
fegurð lífsins.
Jón Hálfdánarson
Jóhann Skaptason, fyrrverandi
sýslumaður Þingeyjarsýslu og
bæjarfógeti Húsavíkur, er látinn,
81 árs að aldri. Votta ég eftirlif-
andi eiginkonu, Sigríði Víðis, og
ættingjum dýpstu samúð.
Jóhann Skaptason verður mér
mjög minnisstæður maður, þótt
leiðir okkar mættust ekki fyrr en
hann lét af sýslumannsembættinu
á Húsavík, sem hann hafði gegnt
um 20 ára skeið. Jóhann sýndi mér
þegar, er ég kom til Húsavíkur
1974, mikla vinsemd og lagði sig
fram um að liðsinna mér með
verkefni, sem mín biðu í hinu nýja
starfi. Það var gott að vera eftir-
maður hans, því að allt var í röð
og reglu í hans höndum.
Jóhann Skaptason var afar vel-
viljaður og gerði sér far um að láta
gott af sér leiða í öllum málum.
Hann var strangheiðarlegur og orð