Morgunblaðið - 26.10.1985, Síða 45

Morgunblaðið - 26.10.1985, Síða 45
hans stóðu sm stafur á bók. Á hinn bóginn var honum öll sýndar- mennska fjarri skapi, og forðaðist að berast mikið á. En hann var ávallt fastur fyrir, og allir fundu, að ríkir skapsmunir veittu orðum hans og athöfnum aukna þyngd. Og bæri hann eitthvert málefni fyrir brjósti, fylgdi hann því stað- fastlega eftir og sparaði þar hvorki fé né fyrirhöfn. Hann stóð þó aldrei einn, því að hans ágæta kona, Sigríður Víðis, hefur ávallt staðið honum við hlið og reynzt traustur lífsförunautur. Oftast verður þeirra hjóna, Jó- hanns og Sigríðar, eflaust minnzt, þegar safnahúsið á Húsavík ber á góma. Safnahúsið var þeirra hjart- ans mál. Það er stórhýsi, sem hefur að geyma helztu söfn byggðarlags- ins, svo sem byggðasafn, náttúru- gripasafn, héraðsskjalasafn, mál- verkasafn og bókasafn. Þau hjónin höfðu alla tíð forgöngu um að hrinda safnahúshugmyndinni í framkvæmd, og í því máli þoldi Jóhann enga smásmygli eða kot- ungshátt. Og safnahúsið reis af grunni að miklum hluta fyrir fjár- muni, sem þau hjónin, Jóhann og Sigríður, svo og nánir ættingjar þeirra, lögðu fram. í því skyni gaf m.a. Jón Víðis, bróðir Sigríðar, stórhýsi við Hverfisgötu í Reykja- vík. Létti það mjög undir við að ljúka framkvæmdum. Og nú er safnahúsið lifandi stofnun í hérað- inu undir forstöðu Finns Krist- jánssonar. Það er brú milli nútíðar og fortíðar og hefur gert kleift að varðveita á heimaslóðum margvís- lega muni og minjar, skjöl og heimildir, sem eru menningararf- ur Þingeyjarsýslu. Naumast var það tilviljun, að Jóhann Skaptason lét sér svo annt um varðveizlu þingeysks menning- ararfs. Skapgerð hans stóð djúpum rótum í menningu forfeðranna. Hann var í flestum greinum af „gamla skólanum", eins og nú er sagt. Sem sýslumaður vestur á Patreksfirði fór hann mjög ferða sinna á hestbaki um sýsluna, enda lítið um vegi og héraðið erfitt yfir- ferðar. Auk þess stundaði hann ofurlítinn sauðfjárbúskap. Hér á Húsavík komu þau Sigríður sér upp fallegum skrúðgarði, sem vex að grósku með hverju árinu sem líður. Á hverju sumri tók Jóhann sér orf og ljá í hönd og sló gras- blettinn í kringum húsið. Bóndinn var ríkur í Jóhanni. Allt fram til þess síðasta tók hann sér orf og ljá í hönd og sló grasflötina í garði sínum, þótt flestir aðrir væru komnir með vélknúnar sláttuvélar í garða sína. Hafði ég gaman af því að ganga út í garðinn til hans og fá að grípa í orfið, þótt helzt þyrfti hann að standa mór við hlið með brýnið sitt, svo að biti. Þökkuð eru góð kynni og vinátta Jóhanns Skaptasonar á liðnum árum. Blessuð sé minning hans. Sigurður Gizurarson Lítill drengur leit ég eitt sinn mynd í blaði af manni sem sagður var einna líkastur um margt Agli Skallagrímssyni eftir þeirri hug- mynd sem sagan getur. Þannig hafa þeir þá litið út fornkapparnir sem hvorki brugðu sér við sár eða bana, hugsaði ég með mér, og hafði þá heyrt ýmis- legt um hetjurnar í Islendingasög- unum. Maðurinn á myndinni var sagð- ur heita Jóhann Bessason, bóndi að Skarði í Grýtubakkahreppi í S.-Þing., og hefði margt hreysti- verkið unnið þótt eigi hefði hann staðið í mannskæðum orustum. Þetta rifjaðist upp fyrir mér mörgum árum seinna þegar ég kynntist Jóhanni Skaptasyni og í ljós kom að hann var sonarsonur Jóhanns Bessasonar og bar nafn hans. Mjög dáði Jóhann yngri afa sinn og kunni af honum ýmsar sögur. Jóhann Skaptason fæddist 6. febrúar 1904 í Litlagerði í Grýtu- bakkahreppi í S.-Þing. Foreldrar hans voru Skapti Jóhannsson, bóndi þar, og kona hans Bergljót Sigurðardóttir. Jóhann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1932. Vann hjá Olíuverslun fslands hf. í Reykjavík 1932-1935. Las þjóðarétt í Eng- landi og Danmörku 1935. Sýslu- maður í Barðastrandarsýslu varð MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985 45 Minning: Margrét Ólöf Guðbrandsdóttir hann 7. nóvember 1935 og gegndi því embætti uns hann var skipaður sýslumaður í Þingeyjarsýslu og bæjarfógeti á Húsavík frá 1. júní 1956. Lét af því starfi sökum aldurs 15. júlí 1974. Hafði þá gegnt sýslu- mannsembætti samfellt í 39 ár. Árið 1930, 6. júní, gekk Jóhann að eiga frændkonu sína, Sigríði Víðis Jónsdóttur, er reyndist manni sínum frábær förunautur. Jóhann Skaptason lést að heim- ili sínu, Túni, Húsavík, fimmtu- daginn 17. október sl. á 82 aldurs- ári. Þegar Jóhann var þriggja ára missti hann föður sinn og fluttist árið eftir með móður sinni og tveim systrum til Austurlands til móðurfrænda þar. Þrem systrum var komið í fóstur annars staðar. Til Akureyrar fluttist Jóhann með móður sinni 1912 og settist þar að. Næstu sumur dvaldi Jó- hann í sveit að Skarði hjá frænda sínum og kynntist þá vel starfi bóndans. Þessi dvöl i sveitinni og þau áhrif sem hann þar varð fyrir fylgdu honum á langri ævi. Svo ríkur varð þáttur bóndans í lífi hans og ást og tryggð til átthag- anna og móður jarðar. Á Patreksfirði átti hann alltaf nokkrar kindur, heyjaði handa þeim og hirti um. í Vatnsfirði komu þau hjón sér upp skógarreit við sumarhús er þau reistu sér þar. Á Húsavík átti Jóhann mörg ár nokkrar kindur sem hann hafði á fóðrum hjá kunningja sínum. Trjá- garði komu þau hjón upp um- hverfis sýslumannsbústaðinn. Til skamms tíma mátti sjá Jó- hann Skaptason sýslumann standa á skyrtunni í garði sínum um sumartíð og skára mjúklega með orfi og ljá. Þau störf voru Jóhanni afþreying og hvíld frá annasömu og oft erilsömu embættisstarfi. Jóhann settist í Gagnfræðaskóla Akureyrar og var einn af sex- menningunum sem frá skólanum fóru og þreyttu stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1927. Frammistaða þeirra félaga átti drjúgan þátt í að skólinn á Akureyri fékk heimild til að braut- skrá stúdenta og var þá breytt í menntaskóla en um það hafði stað- ið mikil barátta. Próf þeirra félaga var miklu þyngra en venjulegt stúdentspróf þar sem þeir urðu að skila öllu námsefni þriggja vetra til prófsins. Ýmislegt sagði Jóhann mér af þessari eldraun en baráttu- laust skyldu þeir ekki fara í gegn. Það gefur auga leið að margvís- leg störf hlóðust á Jóhann á löng- um sýslumannsferli. Á Barða- strandarárunum gekkst hann m.a. fyrir stofnun Sýslubókasafns V-Barð., Byggðasafns V-Barð., Árbókar Barðastrandarsýslu og byggingu nýs sjúkrahúss á Pat- reksfirði. f embætti sýslumanns Þingey- inga stofnaði hann til Árbókar Þingeyinga. Það verk sem lengst mun þó halda á loft minningu J6- hanns Skaptasonar og hann var aðalhvatamaður að er bygging Safnahússins á Húsavík. Með fá- dæma elju og atorku vann hann að því máli og tókst að koma stofn- uninni á fót með tilstyrk sýslna, Húsavíkurbæjar og ýmissa góðra manna. Sjálfur sparaði hann þar hvorki tíma né fyrirhöfn. Lagði fram fjár- muni sina og sinna. Sú saga verð- skuldar að rakin sé af þeim er gerstþekkjatil. Fyrir þetta starf eitt og framtak standa Þingeyingar og Húsvíking- ar i ómældri skuld við Jóhann Skaptason. Með því hefir hann og reist sér veglegan minnisvarða. Jóhann var ritfær í besta lagi og vel máli farinn. Hann skrifaði m.a. þrjár Árbækur Ferðafélags íslands, um Barðastrandarsýslu 1959, um Suður-Þingeyjarsýslu 1969 og 1978 auk margs sem hann ritaði í Árbók Þingeyinga og víðar. Margt lét hann eftir sig í handriti, m.a. minningar úr eigin lífi. Fyrstu kynni mín af Jóhanni Skaptasyni voru í Rotaryklúbbi Húsavíkur. Hann lét ekki mikið á sér bera, var enginn málrófsmað- ur, mér fannst hann þurr á mann- inn til að byrja með og yrði varla tekinn með áhlaupi og ósjálfrátt spurði maður sig hvort hér væri drambsamt yfirvald á ferð. Nánari kynni tókust með okkur er hann bað mig að taka að mér ritstjórn Árbókar Þingeyinga 1968 er Bjartmar Guðmundsson hugðist láta af því starfi. Ég varð við beiðni Jóhanns og fékk Bjartmar til að halda áfram. Sú samvinna varð eins og best varð á kosið. Gott var að leita til Jóhanns ef með þurfti. Hins vegar var ljóst að maðurinn var skapríkur og lét ekki sinn hlut ef því var að skipta. Á fundum gat hann orðið hvass í máli þætti honum mikið við liggja og vakti stundum furðu hvað þessi hversdagslega rólegi maður gat tekið upp í sig, ekki síst væri rætt um hinar dreifðu byggðir. Þær áttu hauk í horni og öflugan mál- svara þar sem Jóhann Skaptason var. Þá talaði hann tæpitungulaust svo að gustaði af. Á hann var alltaf hlustað er hann tók til máls. Mér er minnisstæður fundur á Akureyri fyrir allmörgum árum þar sem mættir voru fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi. Kom þar til allsnarprar orðasennu milli Jóhanns og eins fulltrúans svo að mörgum þótti nóg um og andrúms- loftið varð eilítið óþægilegt. Sagði þá Jón í Ystafelli: „Nú þykir mér sýslumaður okk- ar vera farinn að hvessa sig.“ í kaffihléi sagði við mig einn fundarmanna, aldavinur Jóhanns Skaptasonar: „Það er leiðinlegt hvað menn taka þetta óstinnt upp fyrir Jóhanni. Þeir þekkja hann ekki og vita ekki hvað þetta er honum mikið hjartans mál.“ Þannig mun það hafa verið um mörg mál sem Jóhann Skaptason beitti sér fyrir. Fyrir honum urðu þau hjartans mál en maðurinn geðríkur og fylgdi fast eftir. Jóhann sagði mér eitt sinn að hann hefði þjáðst mjög af feimni fram eftir árum. E.t.v. var þar að einhverju leyti að finna skýringu á þeim sveiflum sem stundum varð vart í fari hans þegar þurfti að yfirvinna dulda feimni og ófram- færni en ríkt geð og heitar tilfinn- ingar kyntu undir. Jóhann Skaptason var embætt- ismaður þeirrar gerðar sem vann störf sín af mikilli nákvæmni svo að naumast skeikaði. Viðskipti embættisins við hið opinbera þóttu vera til fyrirmyndar. Einkennilegt var að koma á skrifstofu hans er hann sat við skriftir. Hann notaði pennastöng með uglupenna og þegar oddurinn nam við blaðið og sýslumaður dró til stafs skrjáfaði í. Hægt en ör- ugglega skrifaði hann smáa stafi með settlegri hönd. Þar var ekki að verki verið með neinum flumbruhætti. Hann stóð djúpum rótum í fortíð og fornum venjum annars vegar en á hinu leitinu með framfarahug þar sem skyldi farið með gát og ekki rasað um ráð fram. Notalegar voru stundir á heimili þeirra Sigríðar og Jóhanns Skaptasonar þar sem gestum var vel fagnað. Fróðlegar voru frá- sagnir húsbóndans frá fyrri dög- um. Skömmu fyrir andlát Jóhanns hitti ég hann í síðasta sinn. Þá lá hann fyrir og mjög af honum dregið. Ég sagði honum frá för minni um Grýtubakkahrepp í sumar, ættarslóðir hans. Hann hlýddi á, skaut inn í við og við. Minntist á nöfn fjallanna og hæð þeirra og ferðir sínar yfir þau forðum. Til hinstu stundar hélt hann ráði og rænu. Á heimili sínu vildi hann kveðja. Nokkrum dögum fyrir andlát sitt bað hann vin sinn einn að segja upp áskrift sinni að blöð- um og tímaritum. Þar undan skildi hann Heima er best. Var það tákn- rænt? Hann hafði mælt svo fyrir að jarðneskar leifar sinar skyldu hvíla í skjóli þeirra fjalla sem honum voru öðrum kærari frá æskudögum. Sérstæður maður er genginn sem fengur var að kynnast, maður sem lítt hirti um svipul tískufyrir- brigði og hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum, hafði óbeit á hverskonar leikaraskap og sýnd- armennsku. Konu hans, Sigríði Víðis Jóns- dóttur, er vottuð einlæg samúð. Sigurjón Jóhannesson Fædd 2. ágúst 1891 Dáin 17. október 1985 í dag, laugardaginn 26. október, verður jarðsungin frá kapellunni á Drangsnesi Margrét Ólöf Guð- brandsdóttir frá Bæ í Kaldrana- neshreppi. Hún lést í sjúkrahúsinu á Hólmavík 17. október. Það er með sárum trega sem við kveðjum Margréti ömmu og fylgj- um henni síðasta spölinn. Hún fæddist í Birgisvík í Árnes- hreppi 2. ágúst 1891. Dóttir hjón- anna Guðbrands Guðbrandssonar hreppstjóra frá Veiðileysu og Kristínar Magnúsdóttur. Hún var næst yngst af börnum þeirra hjóna, en viku gömul var hún látin í fóstur til hjónanna Arngríms Jónssonar og Kristbjargar Magn- úsdóttur að Reykjarvík í Kald- rananeshreppi, en þær Kristín og Kristbjörg voru hálfsystur. I Reykjarvík ólst hún upp og vandist almennum sveitastörfum hjá fóst- urforeldrum sínum sem reyndust henni í alla staði sem bestu for- eldrar. Árið 1924 giftist hún Guðmundi Ragnari Guðmundssyni frá Bæ, og það sama ár fluttist hún að Bæ og bjuggu þau þar allan sinn bú- skap, eða til ársins 1971 að afi lést. Eftir það bjó hún áfram í Bæ og sá að öllu leyti um sig sjálf meðan heilsan leyfði en síðan aðallega hjá Bjarna syni sínum. Þau eignuðust sex börn, og ólu upp einn fósturson. Þau eru Krist- björg, gift Skúla Bjarnasyni. Ragna, gift Guðmundi Halldórs- syni. Þær eru búsettar á Drangs- nesi. Bjarni bóndi í Bæ, giftur Sóleyju Loftsdóttur. Branddís, gift Bjarna Bjarnasyni, búsett í Hafn- arfirði. Ingimar, giftur Sigríði Skagfjörð, býr í Reykjavík. Ingi- mundur dó ungur. Lýður Svein- björnsson, giftur Rósbjörgu Þor- finnsdóttur, búsettur í Noregi. Það er margt sem ieitar á hug- ann nú þegar hún amma mín er dáin. Hún var komin á efri ár þegar ég fór fyrst að muna eftir mér, en samt höfum við verið meira og minna samferða í nær fjörutiu ár. Ég man óljóst eftir því þegar við áttum heima i gamla bænum hjá afa og ömmu. Það hefur sjálfsagt verið þröng á þingi enda margt í heimili. Fljótlega fluttumst við svo í nýja húsið, en það er tvíbýlishús og var innan- gengt milli íbúðanna svo segja má að þetta hafi verið eitt heimili. Þarna var ég til sautján ára aldurs er ég fluttist suður. Það er mikið lán að eiga góða foreldra, en þegar við bætast svo einstök amma og afi hlýtur það að teljast mikil gæfa að alast upp á slíku heimili. Þegar ég hugsa til baka er eitt sem er óaðskiljanlegt í minning- unni um ömmu, en það er vinna. Ég get aldrei munað eftir henni öðru vísi en vinnandi, hún var alltaf að gera eitthvað frá morgni til kvölds, og ef það var ekki annað sat hún með prjónana sína og var að prjóna sokka eða vettlinga. Ekki treysti ég mér til að giska á hve mörg pör hún prjónaði, en það eru ófá þúsund. Seinni árin fór hún svo að sauma í myndir, og það var sama sagan þar, ég hugsa að allir afkomendur hennar eigi útsaum- aða mynd eftir hana og margir fleiri en eina, enda var það svo að nú undir lokin þegar hún gat ekki lengur prjónað sokka eða saumað út myndir fannst henni flest ánægja frá sér tekin. Það lýsir ömmu vel að hún krafðist einskis fyrir sig og fannst það sem gert var fyrir hana og henni gefið of mikið og óverðskuld- að, en var sjálf alla sína ævi að fórna sér fyrir aðra og gefa öðrum stórargjafir. Oft komu til hennar einstæðing- ar og fólk sem minna mátti sin í samfélaginu og fengu að borða og A drekka hjá henni og fóru þá gjarn- an nestaðir. Þá var það merkilegt hvemig henni tókst að laða fram það góða í öðru fólki með einlægni sinni og blíðu. Það var ömmu minni mikið áfall þegar afi dó, enda virti hún hann og dáði, en þá hjálpaði trúin henni, enda var hún mikil trúkona, og hlustaði meðal annars alltaf á messur í útvarpinu meðan heyrnin leyfði. Nú seinni árin dvaldist hún stundum suður í Hafnarfirði, hjá foreldrum mínum. Þá fórum við oft að heimsækja hana og spila við hana til að stytta henni stund- ir, en hugurinn var alltaf norður í Bæ og fylgdist hún vel með öllu sem þar gerðist. Á síðasta ári þegar heilsan tók að dvína, fór hún á elliheimilið á Hólmavík, til að vera sem næst þeim stað sem hún hafði alið mestallan sinn aldur á. Þangað heimsóttum við hana í sumar, en hún var þá að mestu orðin rúm- liggjandi og hætt að geta prjónað eða saumað. Við hjónin og börn okkar viljum þakka henni margar dýrmætar ánægju- og gleðistundir sem við áttum með henni í mörgum heim- sóknum okkar norður að Bæ. Sér- staklega hef ég mikið að þakka ömmu minni, þessari góðu konu sem reyndist mér svo frábærlega vel alla tíð. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu hennar. Guðmundur Grétar Bjarnason Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.