Morgunblaðið - 03.11.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER1985
33
Þrjátíu ár eru liðin frá því
Halldór Laxness hlaut Nóbels-
verðlaun. Hver um annan hafa
menn litið til baka og rifjað upp
hvað sagt var þann daginn. Grip-
ið einhverja glefsu úr innlendum
og erlendum blöðum og lagt út
af henni. Tilvitnun i ummæli í
einu af frönsku dagblöðunum og
nútímaútlegging á þeim rifjaði
upp hvílíkan bobba virðuleg blöð
gátu komist í við að fá allt í einu
í fréttum, að þeim alls ókunnur
rithöfundur væri orðinn fræg-
asta skáld heims. Og gráðug
pressan beið með gapandi ginið
eftir að fá efnið í greinina, sem
strax næsta morgun skyldi leiða
fréttahungraða og ófróða lesend-
ur um nóbelshöfundinn og verk
hans í allan sannleikann. Og
ekkert sjónvarp eða gervihnettir
til að senda höfundinn sjálfan,
og þá sem á honum kunnu skil,
beint á skjáinn inn í stofu í
hverjum heimskima. í ljósi þess
er kannski obbolítið kúnstugt að
grípa setningu úr frétt augna-
bliksins og draga af heilagan
sannleika þrjátíu árum seinna.
Blöðin voru bara í spreng að
finna eitthvað bitastætt.
Kveikjan að þessum hugleið-
ingum voru viðbrögð dagblaðsins
Le Figaro í París, sem á fyrsta
degi bjargaði sér snarlega fyrir
horn og á snilldarlegan hátt.
Þann dag, sem Halldór Laxness
hlaut Nóbelsverðlaunin, hafði
aðeins verið þýdd ein bók eftir
hinn nýja nóbelshöfund á
frönsku. Svigrúmið var lítið.
Hvað gerði fréttastjórinn? Rit-
stjórnin sló upp veislu Halldóri
Laxness til heiðurs og bauð til
síðdegisdrykkju, ekki aðeins
sendiherra landsins, Pétri Bene-
diktssyni og sendiherrafrúnni,
Mörtu Thors, heldur og öllum
íslendingum í borginni sem hægt
var að ná til með aðstoð sendi-
ráðsins. „Við fundum okkur
auðvitað öll riddara þann dag-
inn,“ eins og Eggert Stefánsson
stórsöngvari orðaði það svo vel
Sgar hann sagði: „í dag eru allir
lendingar „nóbel“. Þeir finna
sig göfuga - þú hefur slegið þá
til riddara með sigri þínum."
Þótt heiðursgesturinn væri víðs
fjarri var þarna mikil veisla og
göfug nóbelshöfundinum til heið-
urs. Blaðamenn Figaros dreifðu
sér skipulega meðal íslending-
anna og kreistu út úr þeim allar
þær upplýsingar um skáldið
þeirra sem þar var að hafa. Við
höfðum þó sjálfsagt öll a.m.k.
lesið bækur Halldórs, þótt ekki
værum við kannski brúklegir
bókmenntaspekingar. Við vorum
bara rígmontnir Islendingar og
kunnum vel að meta svo fína
veislu og mikinn sóma við landa
okkar.
Þarna var nóbelsverðlauna-
hafinn frá 1952, Francois Maur-
iac, og frægir bókmenntarit-
stjórar og dálkahöfundar. Og
þarna í miðjum hópnum trónaði
gamli Alfred Jolivet, svolítið
rykfallinn prófessor í íslensku
við Sorbonne-háskóla, sem allt í
einu var orðinn hetja dagsins og
miðpunktur athyglinnar. Hann
hafði löngu áður þýtt á frönsku
Sölku Völku „petit fille d’Is-
lande", eins og hún hét. Og gegn-
um þá bók eina gátu franskir nú
kynnst við Halldór Laxness. Náð
var í kvikmyndina sænsku um
Sölku Völku, sem skömmu seinna
var sýnd í París og íslenska
sendiráðið efni til veislu fyrir
bókmenntamenn á eftir. Sú
Salka Valka flutti að vísu lítið
af fiski og söltum sjó í andrúms-
loft heimsborgarinnar, en varð
að duga þar til aðrar og betri
þýðingar á verkum Halldórs tóku
hratt að berast, Atómstöðin
strax árið eftir.
En á því herrans ári 1955 vissu
Frakkar nánast ekkert um
Halldór Laxness. Raunar aðferð
hans við skáldsagnagerð þeim all
framandi. Þessi beina frásögn og
knappi stíll, sem sparar lýsingar-
orðin, f raun andstætt þeirra
bókmenntaarfi og bókmennta-
hefð. Franskar skáldsögurgjarn-
an hlaðnar löngum lýsingum af
aðstæðum, umhverfi, persónun-
um og sálarlífi þeirra. Islend-
ingasögurnar í knöppum tilsvör-
um sem lýsa persónunum og
atburðum. Gárungarnir hafa
jafnvel sagt að stíll og bók-
menntahefð tslendinga byggist á
því að kálfar voru svo fáir og
dýrir að bókfellið varð að spara.
En það var sannarlega kominn
tími til að Frakkar, svo og allur
umheimurinn utan Norðurlanda,
kynntist við það besta sem skrif-
að hefur verið af þeirri gerð. Og
það varð til á. íslandi; sem er
skáldverk Halldórs Kiljans Lax-
ness. Er það ekki þetta einmitt
hlutverk og gagn Nóbelsverð-
launa, að ryðja slíkum afreks-
bókmenntum braut á borð bók-
menntafólks sem ekki vissi að
þær væru til?
Halldór Laxness hefur sjálfur
vakið athygli á þessum mun:
„Sem stendur skrifa íslendingar
ekki leingur á meginlandsvísu
einsog þeir gerðu á 12. og 13. öld
þegar þeir áttu samleið með
frökkum í stórri bókmentahefð,
sem þó var sjálfstæð hjá hvorum
um sig.“ Um mismunandi lesend-
ur eftir löndum og hve fastir
þeir eru í gömlum hefðum og því
sem þeir eru vanir hefur Halldór
Laxness tekið skemmtilegt lítið
dæmi annars staðar í íslendinga-
spjalli sínu, segir þar m.a.: „í
annan stað bjó ég til róman þar
sem lögregluþjónn kom við sögu.
Bókmenntaprófessor í París sem
lesið hafði franska þýðingu bók-
arinnar í handriti gerði athuga-
semd við verkið og íslendingur-
inn í mér var satt að segja nokk-
uð lengi að taka við sér. „Það er
tilgángslaust að gefa út skáld-
sögu af lögregluþjóni hér í Par-
ís.“ sagði bókmenntaprófessor-
inn. „Það vill einginn hér heyra
um svoleiðis persónur í bókum.
Við köllum þá ílics, (þetta er
dónalegt orð sem stundum er
haft á frönsku um lögreglu-
þjóna). Bókin kom samt út
nokkrum sinnum í París, og sein-
ast í skrautútgáfu, sennilega af
því eitthvað hefur fundist í henni
að auki sem dregið gat hug
manna frá lögregluþjónum; en
það er önnur saga."
Neðanmáls segir Halldór svo
aðra skemmtilega sögu: „Má ég
til gamans vitna í svipað franskt
tilsvar eftir minni, úr ævisögu
Ravels. Bjartsýnn og gáfaður
hljómsveitarstjóri sænskur er
kominn til Parísar að stjórna
hljómleikum. Ravel spyr hann í
samkvæmi kvöldið áður hvaða
tónlist hann ætli að stjórna.
Svíinn nefndi hrifinn og vonglað-
ur ópus-merkið á einni af hinum
þektari stórsymfóníum Brahms.
Ravel svaraði snögt: Svoleiðis
valsar eru ekki spilaðir í París."
Fyrst farið er að vitna í
skemmtilegar frásagnir Hall-
dórs um þetta efni er vart hægt
að stilla sig um að ljúka þessum
gárum á orðum hans: „Bók-
mentaráðunautur forlags í
Skandinavíu segir við mig fyrir
nokkrum árum: „Ég var að ljúka
við að skrifa forlagi mínu um-
sögn um bók eftir íslenskan höf-
und sem reyndar var nokkuð góð.
En því miður, höfuðpersónan var
leigubílstjóri. Það er með öllu
óhugsandi að hægt sé að selja
skáldsögu um leigubílstjóra,
sagða í fyrstu persónu, nema
þvíaðeins bílstjórinn geti sannað
að hann sé rússneskur greifi eða
spænskur markís.“
„Þetta skilur enginn íslending-
ur.“
ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN -
LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN
- FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN
BUNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BANKI
E
E
*
V