Morgunblaðið - 29.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER1985 Jólafastan fyrr á tíö Aðventan eða jólafastan hefst með fjórða sunnudegi fyrir jóladag.þ.e. á Ibókinni Islenskir þjóðhættir, eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem kom út áriö 1934, segir svo orörétt: Þaö var almenn tízka víöa hér um land aö halda eitthvaö upp á jólaföstuinngang, en ekki mun þaö hafa veriö annaö en þaö aö þaö hefur veriö af brugöiö i mat þann dag. Aldrei var keppzt viö vinnuna, einkum ullarvinnu og prjónaskap- inn, eins og á jólaföstunni, og var þá hvaö mest gert seinustu vikuna, bilinu 27. nóvember til 3. desember. Með jólaföstunni hefst kirkjuárið eða starfsár kirkjunnar. Aðventa, sem er annað nafn á jólaföstunni, er komið úr latínu — adventus — sem merkir koma (Krists). Það eru margir siðir tengdir aðventunni frá fyrri tíð, eins og kunnugt er, og margir nýir og „aðfluttir “ verið teknir upp hin síðari ár. staurvikuna. Þá hraut líka staur- bitinn sem bætur fyrir vökurnar og allt stritiö, (sjá skýringar hér á eftir). Svo þurfti nú aö fara aö búast viö jólunum. Þá var allt þvegiö og sóp- aö hátt og lágt, öll nærföt þvegin og sópaö hátt og lágt, öll nærföt þvegin og stundum úr rúmunum líka og jafnvel mestu sóöarnir brutu venjuna og voru hreinir og þokka- legir. Þaö var gömul trú hér á landi og er til enn í dag (1934) aö Guö láti koma þíöviöri og þurrk rétt fyrir jól- in, til þess aö fólk geti þvegiö af sér fötin og fengiö þau sem fyrst þurr. Þennan þurrk er vant aö kalla fá- tækraþerri. Gömul venja mun þaö hafa veriö á landi hér, aö slátra kind rátt fyrir jólin til þess aö hafa nýtt ket á hátíö- inni, kind þessi var kölluö jólaærin, hvaöa kind sem þaö var. Þá var og siöur víöa, og er því fremur nú, aö fara í kaupstaö fyrir jólin. Sumir fengu sér þá á jólakút- inn, sem kallaö var, til aö hressa sig um hátíðirnar. (En þó hafa veriö til þeir drykkjumenn, sem ekki hafa smakkað vín á jólanóttina eöa jóla- daginn). Var stundum lagt út í meira en tvisýnu til þess aö ná jólahress- ingunni og geröust þá oft í meira lagi kröggur í vetrarferö, ekki síst ef langt var aö fara og ekki fékkst á kútinn fyrr en í annarri sýslu, er tíö varslæm. Skýringar: Staurvika var svo nefnd af því að menn settu litlar spýtur, á stærö viö eldspýtur, í augu sín síöustu vikuna fyrir jól til að varna þvi aö hægt væri aö loka augunum þegar svefn- innsóttiáyfirvinnu. Staurbiti: var aukabiti, sem mönn um var veittur á kvöidvökunni staurviku. Aðventukransar í skógivöxnum löndum hefur þaö án efa lengi tíökast aö nota trjá- greinar til aö skreytinga meö viC hátíöleg tækifæri, um þaö vitne margir siöir sem hægt er aö lesa umfráfyrritíö. Þaö er því ekki undarlegt aö sí- grænn gróöur hafi veriö tekinn inr í hibýli manna aö vetrarlagi til aC bregöa hátíölegum blæ á heim- kynnin, ekki síst um jólaleytiö. Eftir þvi sem næst veröur komisl mun þaö hafa verið í skóglend Suöur-Þýskalands sem aöventu- kransar- eöa krónur voru fyrs' boðnir til sölu á jólamörkuöum, rétt eftir 1830. Þetta voru kransar á einni til þremur hæöum, meö fjór- um kertum á hverri hæö og krónan síðan hengd upp í loft. Seinna voru krónurnar einfald- aöar í líkingu viö þá aöventukransa sem viö þekkjum nú. En frá Suöur-Þýskalandi breidd- ist þessi siöur austur og noröur eftir landinu í áttina aö Danmörku. í lok 19. aldar má sjá þess staö aö aöventukransar eru komnir til Suöur-Jótlands, þaöan hefur svo smám saman, verslunin með greni- kransana borist til annarra hluta landsins, en þeir voru þó engan veginn algengir í Danmörku fyrr en aðstríöinu loknu. Á íslandi sáust fyrst aöventu- kransar, notaöir sem skreytingar í verslunum og á samkomustööum, á árunum eftir stríö. Þeir uröu þó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.