Morgunblaðið - 29.11.1985, Page 14

Morgunblaðið - 29.11.1985, Page 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER1985 HVAÐ ERAD GERAST UM y e Igina 7 Ólöf Kolbrún Harðardóttir Garöar Cortea Fríkirkjan í Reykjavík: Fimmtu tónleikarnir til styrktar orgelsjóði Fimmtu og síðustu tónleikar í tónleikaröö til styrktar orgelsjóði Frikirkjunnar veróa haldnir á morgun, laugardag, í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefjast þeir kl. 17.00. Ólöf Kolbrún Haröardóttir sópran og Garóar Cortes tenór flytja verk eftir Bjarna Böóvarsson, Árna Thorsteinsson, Jón Leifs, Þórarin Jónsson, Handel, Hugo Wolf, Francesco Durante, Alessandro Stradella og Bizet. Undirleik annast Pavel Smid organisti. Aógöngumiöar fást hjá Bókaverslun Eymundssonar, Blómabarnum Hlemmtorgi og viö innganginn. LIST Verkstæöiö V: Textílverk A Verkstæöinu VI Þingholtsstræti 28, þar sem fimm einstaklingar vinna, eru gerö textllverk ýmiskonar, aðallega ofin og þrykkt. Hvert verk mun verða sérstakt, þ.e.a.s. engin tvö verk eins. Þar veröur m.a. fatnaöur, gluggatjöld, dreglar og myndverk. Verkstæðiö hefur áhuga á aö vinna verk inn I rými og tengja textll (þráölist) og arkitektúr. I Þingholtsstræti 28 verður til sýnis afrakstur verkstæöisins og einnig myndverk sem unnin voru sem loka- verkefni I Myndlista- og handlöaskóla íslands voriö '85. Opið veröur á laugar- dögumkl. 14.00 til 16.00 ogávirkum dögumkl. 10.00 til 18.00. GalleríSalurinn: Harpa Björnsdóttir Harpa Björnsdóttir heldur nú sýn- ingu á verkum sínum I Galleri Salnum aö Vesturgötu 3. Er þetta sýning á málverkum, unnum á árunum 1984-85 og er þar málaö bæöi á pappfr og striga. Verkin eru öll til sölu. Þetta er fyrsta einkasýning Hörpu hér á landi en hún hélt einkasýningu f Gallery Gerly, Kaupmannahöfn, sumariö 1984 og hefur tekiö þátt í ýmsum samsýningum, nú slöast Lista- hátlð kvenna að Kjarvalsstöðum I haust. Sýningin er opin kl. 14.00 til 19.00, en lokað er á mánudögum. Hún stendur til 4. desember. Nýlistasafnið: Þorsteinn Díö- medesson Nýlistasafniö, Vatnsstlg 3, heldur nú yfirlitssýningu á verkum Þorsteins Diómedessonar frá Hvammstanga. Hann fæddist aldamótaárið á Vtri- Völlum I Kirkjuhvammshreppi. Hann fór ungur til sjós, vann hann viö brúarsmið- ar um tlma og síðustu árin hafði hann umsjón meö bókasafni sjúkrahússins á Hvammstanga. Þorsteinn andaöist I árslok 1983. A sýningunni eru fuglar og selir unnir I birki, ýmis verkfæri, bréf og myndir, og myndband er geymir viötal viö Þorstein um Iff hans og list. í sýning- arskrá ritar Þór Magnússon þjóöminja- vöröur um Þorstein og kynni sin af honum, og Niels Hafstein myndhöggv- ari skilgreinir stööu hans innan mynd- listarinnar. Sýningin er opin virka daga frákl. 16.00 til 20.00 og 14.00 til 20.00 um helgar. Henni lýkur 2. des- ember. Mokka-kaffi: Ólafur Engilbertsson Ölafur Engilbertsson heldur sýningu á málverkum, teikningum, grímum og bókum á Mokka-kaffi, Skólavöröustíg 3a. ölafur stundaöi nám I samkvæmis- dönsum og leiktjaldamálun I Katalónlu á árunum 1981-1984. Verkin eru öll unnin eftir suölægri skreytihefö og eru flest til sölu. Sýningin stendur til 10. desember. Gallerí Langbrók: Jólasýning Jólasýning veröur opnuð I Gallerí Langbrók á Bernhöftstorfu á morg- un. laugardag, kl. 14.00. Þarveröa til sýnis og sölu fjöldinn allur af myndum og listmunum eftir ýmsa valinkunna listamenn. Má þar nefna graflkmyndir, keramlk, glermyndir, skartgripi, teikningarog fleira. Sýningin stendur fram til jóla og eropin virkadaga kl. 12.00 til 18.00 og á laugardögum í desember og á Þorláksmessu eins og verslanir. Stokkseyri: Lítil sýning í litlu húsi Elfar Guöni heldur nú einkasýningu i Götuhúsum á Stokkseyri sem er viö hliðina á vinnustofu Elfars. A sýning- unni veröa málaðar og teiknaöar myndir og dúkristur. Einnig veröur Ijóöabókin „Slý" til sölu á sýningunni eftir þá félaga Isak Maökland og Vigni Yoyo. Sýningin veröur opin um helgar frákl. 14.00 til 22.00 ogvirkadaga frá kl. 20.00 til 22.00. Henni lýkur 22. desember. Norræna húsið: Bókverk listamanna í anddyri Norræna hússins stendur nú yfir sýning á bókverkum Islenskra listamanna, þ.e. bókum sem listaverk- um. í bókasafni eru sýndar norrænar listaverkabækur og sýningarskrár. Þessar sýningar eru báöar settar upp I tilefni af 40 ára afmæli Norræna myndlistarbandalagsins og i tengslum viö þær verða haldnir tveir fyrirlestrar nk. mánudagskvöld, 2. desember. Þá talar Aöalsteinn Ingólfsson listfræöing- ur um bókverk Dieters Rot og dr. Gunnar Harðarson fjallar um bókverk fslenskra listamanna. Meö fyrirlestrun- um veröa sýndar litskyggnur og hefjast þeir kl. 20.30. Norræna húsið: Samískur listiönaöur í sýningarsölum Norræna hússins I kjallara stendur nú yfir sýning á samlskum listiönaði. Hér er á ferðinni farandsýning frá Samtökum Sama I Noregi og Listiönaöarsafninu I Þrándheimi, en á sýningunni eru verk eftir Sama frá öllu Noröurkollu- svæðinu. Sýning þessi hefur vakið mikla athygli, þarsem hún hefur veriö sett upp, enda eru á henni margir sérstakir, vel unnir og skemmtilegir munir. Háholt: Meistari Kjarval 100 ára Sýningin „Kjarval 100ára“eropin daglegakl. 14.00 til 19.00 (Háholti viö Reykjanesbraut, Hafnarfiröi. Þar eru sýnd 152 Kjarvalsverk úrsafni Þorvaldar Guömundssonar, forstjóra I Slld og fisk. Til sölu er litprentað rit um Kjarval, en aðgangur er ókeypis. Gerðuberg: Myndverk eftir konur í Geröubergi er nú sýning á mynd- verkum eftir konur I eigu Reykjavfkur- borgar. Henni lýkur á sunnudaginn. Alls er um 90 verk að ræða og hefur þvl verið ákveöiö að skipta sýningunni. A fyrri hluta sýningarinnar veröa sýnd verk eftir konur sem eru látnar. Má þar nefna Barböru Arnason, Eyborgu Guömundsdóttur, Geröi Helgadóttur, Gunnfriöi Jónsdóttur, Júllönu Sveins- dóttur, Kristinu Jónsdóttur, Maríu H. ölafsdóttur, Nlnu Tryggvadóttur, Ragnheiöi Jónsdóttur Ream og Vigdisi Kristjánsdóttur. Listasafn íslands: Kjarvalssýning í Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á öllum myndum Jóhannesar S. Kjarvals i eigu safnsins, 130 aö tölu. Eru þaö ollumálverk, teikningar og vatnslitamyndir sem spanna allan list- feril málarans. í tengslum viö sýninguna hefur veriö gefiö út rit meö Ijósmyndum af öllum listaverkunum, 116svarthvltarog 12 I lit. Ritið er hiö vandaöasta og um 180 blaösföur. Sýningin er opin dag- legafrákl. 13.30 til 16.00 virkadaga en til kl. 22.00 um helgar. Hún stendur fram á næsta ár. Kjarvalsstaóir: Kjarval — aldarminning A Kjarvalsstööum var opnuð yfirlits- sýning á verkum Jóhannesar Sveins- sonar Kjarvals á fæðingardegi hans 15. október sl. Þar eru sýnd 212 verk, flest í eigu einstaklinga, og hafa mörg þeirra aldrei veriö sýnd opinberlega áöur. A göngum eru sýndir munir úr fórum Kjarvals og stækkaðar Ijós- myndir af listamanninum frá ýmsum tlmum. I fundarsal er sýndur mynd- bandsþáttur þar sem rakinn er ferill Kjarvals i stuttu máli. Aögangur er ókeypis aö sýningunni en sýningarskrá kostar 300 krónur. Sýningunni lýkur 15. desember nk. og er hún opin daglega kl. 14.00 til 22.00. SÖFN Listasafn Einars Jónssonar: Safn og garöur Listasafn Einars Jónssonar er opiö alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16.00. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11.00 til 17.00. Sædýrasafniö: Dýrin mín stór ogsmá Sædýrasafniö veröur opiö um helg- ina eins og alla daga kl. 10.00 til 19.00. Meðalþesssem er tilsýniseru háhyrningar, Ijón, isbjörn, apar, kindur og fjöldi annarra dýra, stórra og smárra. Þjóöminjasafniö: íslenskar hannyröir í Bogasal í Bogasal Þjóöminjasafnsins er nú sýning á verkum islenskra hannyröa- kvenna og nefnist hún „Meö silfur- bjarta nál“. Þar getur aö Ifta verk eftir rúmlega 40 konur sem uppi voru frá þvi á 12. öld og fram yfir síöustu alda- mót. A sýningunni er leitast viö aö draga fram helstu einkenni islensku útsaumsheföarinnar. Vegleg sýningar- skrá hefur veriö gefin út og er I henni meðal annars aö finna æviágrip allra þeirra kvenna sem verkin á sýningunni eru eftir. Sýningin er opin daglega frá kl. 13.30 til 16.00 og stendur fram til ára- móta. . Asmundarsafn: Konan í list Ásmundar Nú stendur yfir f Asmundarsafni viö Sigtún sýning sem nefnist „Konan I list Asmundar Sveinssonar". Er hér um aö ræöa myndefni sem tekur yfir mestallan feril Asmundar og birtist f fjölbreytilegum útfærslum. Sýningin er opin I vetur á þriöjudög- um, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 14.00 til 17.00. Ásgrímssafn: Haustsýning Jólakort Asgrímssafns 1985er komið út. Þaö er prentaö eftir vatns- litamyndinni Hafursfell og Húsafells- skógur. Myndin var máluð um 1945 og er hún nú til sýnis á haustsýningu safnsins. Kortið er I sömu stærö og fyrri lista- verkakort safnsins og er meö fslensk- um, dönskum og enskum texta á bakhlið. Graflk hf. offsetprentaöi. Listaverkakortiö er til sölu i Asgrlms- safni, Bergstaöastræti 74, á opnunar- tfma þess: sunnudaga, þriöjudaga og fimmtudaga kl. 13.30 til 16.00. Lista- verkakortiö er einnig til sölu f Ramma- geröinni, Hafnarstræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.