Morgunblaðið - 18.01.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.01.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986 Ekkert verður úr kjötútflutn- ingi til Ameríku Kaupandinn gat ekki lagt fram greiðslu- tryggingar og annast birgðahaldið FULLTRÚAR Landssamtaka sauðfjárbænda hafa rift samkomulagi sem þeir gerðu í nóvember við bandarískt kjötsölufyrirtæki um út- flutning á 70—100 tonnum af dilkakjöti tíl Bandaríkjanna. Sigurgeir Þorgeirsson sauðfjárræktarráðunautur sem vann að þessu máli fyrir sauðfjárbændur staðfesti þetta i gærkvöldi, en vUdi ekki greina frá ástæðum ákvörðunarinnar fyrr en eftir að þeim sem að tilrauninni stóðu hefði verið gerð grein fyrir málinu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins gat bandaríski kaupandinn ekki lagt fram trygging- ar fyrir greiðslum og ekki staðið við að hafa birgðahald með höndum. í nóvember kom eigandi kjötsölu- með höndum. Þetta var annað en fyrirtækisins hingað til lands, kynnti sér aðstæður og gerði sam- komulag við fulltrúa Landssamtaka sauðfjárbænda um útflutning á 70—100 tonnum af dilkalqoti sem tekin voru frá í sláturtíðinni í slátur- húsinu í Borgamesi. Áætlað skila- verð var rúmar 100 krónur fyrir hvert kíló, sem er hærra verð en yfírleitt hefur fengist fyrir íslenska dilkakjötið á erlendri grund. Jafn- framt var gert ráð fyrir að ennþá meira kjöt yrði flutt út á næstu árum og að verðið færi hækkandi. Samkomulag aðila gerði ráð fyrir að kaupandinn hefði birgðahald ytra með höndum og fékk hann í staðinn greiðslufrest á kjötinu. Var þetta eitt af þeim skilyrðum sem landbúnaðarráðuneytið setti fyrir þessum viðskiptum. Formlegan samning um kjötviðskiptin ætluðu aðilar að undirrita þegar lögfræð- ingar hefðu útfært þau drög að samkomulagi sem gerð voru. Af óljósum ástæðum urðu tafír á því að kaupandinn staðfesti samkomulagið með undirskrift sinni og framlagningu greiðslutrygginga og var ákveðið að Sigurgeir Þor- geirsson og Jóhannes Kristjánsson formaður sauðfjárbænda færu til New York til að fá botn í málið. Þá fyrst mun hafa komið í ljós að erlendi kaupandinn gat ekki lagt fram greiðslutryggingar og treysti sér ekki til að hafa birgðahaldið Ágætt helgar- veður ÁGÆTT veður verður á öllu landinu um helgina samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Veðurstofunni í gær. Hæg breytileg átt verður um allt land og él á víð og dreif. Hiti verður nálægt frostmarki við ströndina en vægt frost inn til landsins. Gert er ráð fyrir að veðrið haldist óbreytt fram á þriðjudag. um var talað og riftu fulltrúar sauðfjárbænda þá samstarfínu, þar sem þeir höfðu ekki umboð til að breyta þessu grundvallaratriði við- skiptanna. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins tíðkast það ekki í Bandaríkjunum að viðskipti fari fram með þeim hætti sem gert var ráð fyrir í samkomulagi sauð- flárbænda og bandaríska kaupand- ans. Færíflestan sjó Morgunblaðið/OI.K.M. Það þýðir ekki að láta deigan síga þótt það snjói svolítið, enda virðist hann fær í flestan sjó dreng- urinn sem Ól.K.M. ljósmyndari Morgunblaðsins myndaði í Reykjavík í gær þar sem hann var að ýta bamakerrunni. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1986: Niðurstöðutalan er 4,2 milljarðar króna — 46,21% tekna af útsvörum, 26,92% útgjalda til félagsmála „Sú fjárhagsáætlun borgar- innar, sem hér liggur fyrir, hefur nokkur skýr einkenni. Hún ber með sér, að fjárhagur borgarinn- ar er afar traustur. Skuldir borg- arsjóðs eru óverulegar miðaðar við miklar eignir borgarinnar. Hefur skuldastaðan batnað veru- lega miðað við eignastöðu Reykjavíkurborgar. Sama er að segja um fyrirtæki borgarinnar, “ sagði Davíð Oddsson, borgar- stjóri, þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar kom til ann- arrar umræðu og afgreiðslu f borgarstjórn á fimmtudags- kvöld. Talsmenn vinstri flokk- anna töldu, að áætlunin bæri þess merki, að í ár yrði kosið til borgarstjómar. í henni væri tjaldað fram yfir kjördag 31. maí næstkomandi. Borgarstjóri sagði að ekki væri um neina yfírdráttarskuld að ræða hjá viðskiptabanka borgarsjóðs, ef frá væri talinn hallinn á Borgarspít- alanum, sem nam um 180 milljón- um króna á síðasta ári. Hallinn verður greiddur úr ríkissjóði. Tals- menn minnihlutaflokkanna bentu á, að í íjárhagsáætlun síðasta árs hefði verið gert ráð fyrir 20,5 millj- ón króna lántöku eða yfírdrætti en niðurstaðan hefði orðið 250 milljón- ir. Davíð Oddsson sagði, að hinn góði árangur við flármálastjóm borgarinnar hefði náðst, þótt gjald- stofnar fasteignaskatta og útsvars hefðu verið lækkaðir frá því sem var á stjómartíma vinstri flokk- anna. Sigurjón Pétursson, oddviti alþýðubandalagsmanna, sagði, að kjaraskerðing ríkisstjómarinnar hefði aukið framkvæmdafé borgar- innar úr 200 milljónum í 1000 milljónir. Niðurstöðutölur flárhagsáætlun- arinnar fyrir þetta ár eru 4,2 millj- arðar, sem er 35,2% hækkun frá síðasta ári. 46,21% tekna eru áf útsvari, 15,29% af fasteignagjöld- um og 19,29% af aðstöðgjöldum. 26,92% af útgjöldum renna til fé- lagsmála, 11,33% til fræðslumála, 7,89% til heilbrigðismála, 5,84% til lista, íþrótta og útiveru og 4,75% til stjómar borgarinnar. MoivunblaÓið/Júlíua Eirc Rodwell og Bjöm Theódórsson formaður BSI, fyrir aftan Davíð Oddsson. Við hlið hans sitja Ámi Njálsson og Bragi. Bridshátíð hafin í gærkvöldi hófst bridshátíð á Hótel Loftleiðum. Hófst hátíðin á tvímenningskeppni þar sem 44 pör taka þátt og em þar á meðal margir heimsþekktir spilarar. Það var Davíð Oddsson borgarstjóri sem setti mótið og sagði síðan fyrstu sögnina fyrir Bandaríkja- manninn Eric Rodwell. Mikill fyöldi áhorfenda var á mótinu f gærkvöldi en því lýkur á mánu- dagskvöld. 155 breytingartillögur frá vinstri flokkunum VIÐ AFGREIÐSLU fjárhagsáætlunar Reykjavíkur fyrir 1986 vakti Davíð Oddsson, borgarstjóri, máls á sundurlyndi vinstri flokkanna í borgarstjóm og sagði málatilbúnað þeirra við afgreiðslu áætlunar- innar lýsa því best. Lýsti hann því með þessum orðum: atkvæðagreiðslu- ingslið og í 9 tilvikum 3 flokkar. í Magnús L. Sveinsson, forseti borgarsfj órnar, stjómar at- kvæðagreiðslu við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. „Samkvæmt skrá flytur minnihlutinn samtals 155 breytingartillögur. Skipting: Alþýðubandaiag 49 Framsóknarflokkur 39 Kvennaframboð 44 Alþýðuflokkur__________________23 155 Við einstaka reikningsliði er í 76 tilvikum aðeins flutt ein breytingar- tillaga, í 26 tilvikum flytja 2 flokkar breytingartillögur við sama reikn: engu tiiviki flytja allir 4 flokkamir breytingartillögur við sama reikn- ingsliðinn. I þeim 26 tilvikum, sem 2 flokkar flytja breytingartillögur við sama reikningslið, eru þeir sammála aðeins í 5 tilvikum. I þeim 9 tilvik- um, sem 3 flokkar flytja breyting- artillögur við sama reikningslið, eru þeir sammála aðeins í 2 tilvikum." Við atkvæðagreiðslu í borgar- stjóm voru aðeins tvær af tillögum minnihlutans samþykktar. Semeiit og steypa hækka VERÐLAGSRÁÐ heimilaði á fundi sínum á föstudag 15% hækkun á sementi. Búast má við að hækkunin leiði til 6—10% hækkunar á steypu. Sementspokinn (50 kg) kost- ar nú 281 kr. en hækkar um rúmar 40 krónur, upp í rúmar 320 krónur. Hækkun sements- ins tekur gildi á mánudag. Hafskipsmálið Tilnefndir í rannsóknarnefnd HÆSTIRÉTTUR tilnefndi i gær menn í rannsóknarnefnd á við- skiptum Hafskips samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi f desember. í nefndina voru tilnefndir: Jón Þorsteinsson hæstaréttarlögmaður, sem er formaður, Brynjólfur I. Sigurðs- son dósent við Háskóla Islands og Sigurður Tómasson Iöggiltur endurskoðandi. Samkvæmt lögunum er hlutverk nefíidarinnar að kanna hvort um óeðlilega viðskiptahætti hafi verið að ræða f viðskiptum Útvegsbanka íslands og Hafskips hf. á undan- fömum árum eða í viðskiptum Hafskips við aðra aðila. Nefndin á að hraða störfum sínum og skila skýrslu tii viðskiptaráðherra sem gerir Alþingi grein fyrir störfum og niðurstöðum nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.