Morgunblaðið - 18.01.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 18.01.1986, Síða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR 1986 Situr áfram í sljórn LÍN að ósk mennta- málaráðherra ÓLAFUR Arnarson, stjómar- maður í Lánasjóði íslenskra námsmanna fyrir hönd stúdenta, lagði fram lausnarbeiðni sina á fundi með menntamálaráðherra ígær. Ráðherra fór hinsvegar fram á að Ólafur starfaði áfram í stjóm LÍN fram til næstu Stúdentaráðs- kosninga, sem fram fara í mars nk. „Ég varð við ósk ráðherra um að sitja áfram fyrst um sinn þar sem ég tel að aðrar viðræður okkar Sverris Hermannssonar í gær hafi verið ákaflega hagstæðar fyrir hagsmunabaráttu stúdenta", sagði Ólafur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Ólafur sagðist vona að gott samstarf myndi takast milli sín og nýrrar stjómar Stúd- entaráðs HI en gert er ráð fyrir að Félag vinstri manna og Félag umbótasinnaðra stúdenta gangi til samstarfs. Ólafur sagði að nú væri vinna við úthiutunarreglur næsta skólaárs að hefjast innan stjómar LÍN. „Ráð- herra taldi æskilegt að ég, sem hef þegar setið um tíma í stjóminni, tæki þátt í að móta þær reglur", sagði Ólafur. Heilbrigðis- fulltrúi lokar Selfossbíói Seifossi, 17. janúar. Heilbrigdisfuiltrúinn á Suður- landi dæmdi í dag Selfossbíó óhæft til samkomuhalds og ann- arrar starfsemi. Fyrirhugað var að halda diskótek í húsinu í kvöld, en við skoðun var húsið dæmt óhæft vegna ástands sal- erna. Áformað er að rífa Selfossbíó, en ekki er ákeðið hvenær af því verður. Bæjaryfirvöldum hefur ver- ið bent á brunahættu sem stafar af bíóinu, einkum með tilliti til þess að það stendur við austurhlið nýja félagsheimilisins. — Sig.Jóns. Opið 10—17 í dag KOMIÐ og SKODIÐ DAIHATSU CUORE (Borið fram Kúore) Enn einn brautryðjandinn frá DAIHATSU. DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23, s. 685870 — 81733. Selfoss: Starfsemi Mjólkur- bús Flóamanna í samt lag eftir helgi FRAMLEIÐSLA á G-vörum hjá Mjólkurbúi Flóamanna hefst af fullum krafti eftir helgina, en starfsemi G-vörudeildarinnar lá niðri á föstudag eftir að mikill reykur komst þar inn við brun- ann sem varð miðvikudaginn 15. janúar. Þessa dagana stendur yfír alls- herjar hreingeming á Mjólkur- búinu. Vélar og tæki, gólf, veggir og loft era sápuþvegin, sömuleiðis allir koppar og kimur. Strax síðdegis á miðvikudag var hafíst handa við hreingeminguna og allt gert klárt fyrir starfsemi búsins daginn eftir. Vesturhluti Mjólkurbúsins varð verst úti af reyknum og þar vora menn önnum kafnir við hreingem- inguna, rafvirkjar yfírfóra tölvu- stýrðan tækjabúnað G-vöradeildar- innar og mjólkurfræðingar þvoðu og skrúbbuðu. Gert er ráð fyrir að framleiðsia á G-vöram hefjist strax eftir helgi. í Camembert- og rjómaostagerð- inni var búið að þvo allt í hólf og gólf og menn tilbúnir að hefjast handa við ostagerð. Sig. Jóns. Guðmundur Ketilsson og Mangor Mikkelsen tilbúnir að hefjast handa við Camembert-ostinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.