Morgunblaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 22
22________ Amsterdam MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986 N-írskir hryðju- verkamenn teknir Frá Eggert H. Kjartanssyni, fréttarítara Morgimbiadsina í Hollandi. BRESKA leyniþjónustan hefur lýst ánægju sinni með handtöku þriggja hryðjuverkamanna úr irska lýðveldishernum í Amsterdam sl. fimmtudagfsmorgun. Handtakan átti sér stað eftir að yfirvöld í Bretlandi höfðu farið fram á handtöku og framsal hryðjuverkamann- anna við hollensk yfirvöld. Samkvæmt upplýsingum blaða- fulltrúa lögreglunnar í Amsterdam fór handtakan fram um fimmleytið á fímmtudagsmorgni. Lögreglu- mennimir höfðu þá haft gætur á íbúðinni, sem íramir dvöldust í, frá því kvöldið áður. Þegar lögreglu- mennimir gerðu innrás í íbúðina, sváfu mennimir og veittu því enga mótspymu. í gám, sem íramir höfðu á leigu og stóð fyrir aftan ólympíu-íþrótta- höllina í Amsterdam, fundust 14 rifflar, tvær skammbyssur, tvær handsprengjur og ijórar tunnur af nitrobensen, efni, sem notað er við framleiðslu sprengja. Vopnin voru öll vestræn, nema einn riffíllinn sem var rússneskur. Blaðafulltrúinn sagðist hvorki vita hversu lengi ír- amir hefðu dvalist í Holiandi, né hvert ætlunin hefði verið að senda gáminn. Fram til þessa hafa fangamir eingöngu viðurkennt að þeir séu frá Norður-írlandi. í fómm þeirra fúndust fölsuð vegabréf. Tveir Iranna em vel þekktir hjá lögregl- unni, þeir Brendan McFarlane (34 ára) og Gene Kelly (30 ára). Sá fyrmefndi hefur verið dæmdur vegna morða á fímm mótmælendum á Norður-írlandi og sá síðamefndi vegna sprenginga í London. Hryðjuverkamennimir flúðu þann 26. september 1983 úr Maze- fangelsinu á N-írlandi. Af þeim 38 föngum, sem tókst að flýja, fundust 19 þeirra fljótlega aftur. Um það hvenær hryðjuverka- mennimir yrðu framseldir breskum stjómvöldum, sagðist blaðafulltrú- inn ekkert geta sagt á þessu stigi málsins. PEN-þingið í Bandaríkjunum: Konur óánægðar með sinn hlut New York, 17. janúar. AP. HERSKÁAR kvenréttindakonur ollu truflunum á alþjóðaþingi rit- höfundasamtakanna PEN f gær, er þær kröfðust skýringa á þvi hvers vegna konum væri ekki meiri sómi sýndur á þinginu. Að þeirra sögn eru aðeins 16 konur meðal þeirra 117 sem voru valdir til þess að taka þátt í umræðum á þinginu. „PEN hljóta að vera samtök sem vinna að því að afnema ójafnrétti. Þau ættu ekki að ýta undir það í sínum eigin samtökum," sagði í ályktun frá konunum. Þær kröfðust einnig skýringa frá rithöfundinum Normans Mailer, sem er forseti PEN-samtakanna í Bandaríkjunum og einn af aðalskipuleggjendum þingsins, á lýrum hlut kvenna á þinginu. Þá skipuðu þær nefnd til að rannsaka uppbyggingu PEN- samtakanna og lítinn hlut kvenna þar. Að öðru leyti fór þingið í gær að mestu fram í fríði og spekt. Þó stóð nokkur styrr um ummæli þýska rithöfundarins Gunter Grass. í umræðum um draumalandið sagðist hann ekki skilja hvers vegna rit- höfundar fyrirlitu Sovétríkin jafn mikið og raun bæri vitni. „Fjár- magnskerfið er einnig draumsýn. Er það betra en . . . kommúnism- inn? Það held ég ekki,“ sagði Grass. „Ég verð að viðurkenna að ég var furðu lostinn vegna ummæla hans. Ég trúi ekki að þau gefí rétta mynd af þvi sem hann hugsar . . .- Mér fannst þetta vera vondur draumur," sagði rithöfundurinn Susan Sonntag. Leikritahöfundurinn Arthur Mill- er og forseti PEN í Frakklandi, Rene Tavemier, héldu fund með útlægum rithöfundum, sovéskum, til þess að vekja athygli á raunum fangelsaðra sovéskra rithöfunda. Miller sagði að betur horfði í málum rithöfundanna eftir leiðtogafundinn í Genf seint í haust, en sovéski rithöfundurinn, Vassily Aksyonov, sagði að hann sæi þess iítil merki að ástandið væri að batna. Nefndi hann sem dæmi, máli sínu til stuðn- ings, mál sovéska rithöfundarins Mikhails Maylach, sem hefur verið handtekinn, ákærður fyrir að hafa erlendar bækur undir höndum. Kína: Peking, 17. janúar. AP. KINVERSK stjómvöld hafa á undanfömum fimm árum skipt um 90% af yfirstjómendum 3.000 helstu iðnfyrirtækja landsins, að því er sagði i opinberri tilkynn- ingu, sem birtist i dag. En sumir þeirra, sem hækkaðir voru í tign, hafa reynst „óverðugir" og aðrir misnotað vald sitt til per- sónulegs ávinnings, er haft eftir Wei Jianxing, jrfírmanni áætlunar- stofnunar ríkisins. Wei tjáði landsfundarmönnum á efnahagsmálaráðstefnu kommún- istaflokksins í Peking, að betur menntaðir, yngri og hæfari stjóm- endur hefðu tekið við mikilvægustu framleiðslufyrirtækjunum í tveimur lotum og hefðu mannaskiptin hafist 1982. Fyrmefnd 3.000 fyrirtæki fram- leiða um 45% af þjóðarframleiðsl- unni, að því er fram kemur í Dag- blaði alþýðunnar og fleiri blöðum. Nýju stjómendumir em 46,6 ára gamlir að meðaltali, og 89% þeirra hafa framhaldsmenntun. Mannaskipti þessi em þáttur í viðleitni kínverska þjóðarleiðtog- ans, Dengs Xiaoping, til losna við dragbíta og vanhæfa embættis- menn og ráða í staðinn atorkusamt tæknifólk, sem hefur áhuga á fram- fömm. Skora á EB-löndin að afnema dauðarefsingu Hafa skipt um 90% af sljórn- endum 3000 helstu iðnfyrir- tækja landsins í TÓKÝÓ kom til allmikilla mótmæla þegar Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom þangað til viðræðna um Kúrileyjar. Sovétmenn tóku þær af Japönum í stríðslok og hafa ekki skilað þeim aftur. Tókýó: Viðræður um Kúrileyjar Tókýó, 17. janúar. AP. EDUARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og Shintaro Abe, utanríkisráðherra Japans, áttu I nótt, aðfaranótt föstudagsins, sinn fjórða fund um landadeilur ríkjanna. Hafði ekki veríð gert ráð fyrir þessum fjórða fundi. Ekki er vitað hvort nokkur ár- Hefur þetta mál staðið í vegi fyrir angur hefur orðið af þessum við- ræðum en þær snúast um Kúril- eyjamar fyrir norðan Japan. Þær tóku Sovétmenn af Japönum í stríðslok og hafa ekki skilað aftur. eðlilegum samskiptum rikjanna og valdið því, að þau hafa ekki enn lýst formlega yfír stríðslok- um. Evrópuþingið: Stnubourg, Frakklandi, 17. janúar. AP. EVRÓPUÞINGIÐ skoraði í dag á ríkisstjómir aðildarlanda EB að afnema að fullu dauðarefs- ingu. Aftökur eru ekki lengur fram- kvæmdar í Vestur-Evrópu, en í sumum landanna er dauðarefsing enn til í lögum. I ályktun þingsins eru ríkisstjóm- ir landanna 12 hvattar til að stað- festa Evrópusáttmálann, sem kveð- ur á um afnám dauðarefsingar. Öll EB-löndin nema Bretland og Irland hafa undirritað sáttmáiann, en aðeins Frakkland, Spánn, Danmörk og Luxembourg hafa staðfest hann. Enda þótt Belgía og Grikkland hafí skrifað undir sáttmálann, hefúr í hvomgu landanna verið gerður reki að því að fella úr gildi öll lög, sem kveða á um dauðarefsingu. Og f Bretlandi em enn í gildi lög um dauðarefsingu fyrir föðurlandssvik. Listahátíð unga fólksins Myndlist Bragi Ásgeirsson Nýkominn frá útlöndum hefur undirritaður í þrígang gengið um sali Kjarvalsstaða og virt fyrir sér verk ungs fólks á myndlistarvett- vangi. Til þessarar hátíðar virðist hafa verið stofnað til þess að sýna þverskurð af því sem ungt fólk er að gera víðs vegar á landinu á listavettvangi og er það mjög mikilsvert framtak og þannig séð hvom tveggja virðingarvert og lofsvert. Ungt fólk á rétt á þeirri nákvæmustu og bestu þjónustu er mögulegt er að veita því á sviði skapandi atriða. Hvað myndlistina snertir þá þarf enginn að efast um ágæta hæfileika yngstu kynslóðarinnar er virðir fyrir sér myndverkin í Vestursal og vesturgangi því að víða má sjá hressileg vinnubrögð og athyglisverð tilþrif. En það sem vekur þó athygli öðm fremur er hve mglingslega þessi sýning er sett upp og hve verkin njóta sín illa í uppsetningu allri. Líkist sýningin meira vor- sýningu í skóla, sem ekki hefur verið vandað sérstaklega til en sérstakri listahátíð. Að sjálfsögðu er rétt í sambandi við slíka fram- kvæmd, að taka allt með og hafna engu því að hér er um yngsta vaxtarbroddinn að ræða og því er öll myndskoðun út í hött. Hér hefði og Laugardalshöliin verið tilvalinn vettvangur því að þar er nóg rými og staðurinn samræmist meira steftiumörkun fram- kvæmdaraðila. Það er fátt sem réttlætir það, að mbba verkum ungs fólks upp um alla veggi í húsnæði sem Kjarvalsstöðum, og á þann veg að skoðandinn á erfítt með að fóta sig og skapa sér raunhæfa mynd af sýningunni í heild svo og koma auga á gæði einstakra verka. Hér gefur það auga leið að viljinn einn dugir ekki ef fagleg þekking er ekki með í leiknum hvað undirbúning, framkvæmd og uppsetningu snertir. Almenningur virðist og ekki vera með á nótunum enda em salimir svo til tómir dag hvem. Einn af þeim sem munu hafa staðið að myndlistarsýningunni, Björgvin Björgvinsson, virðist vera fær um að taka af okkur listrýnum ómakið um ítarlega umljöllun framkvæmdarinnar en eftir hann birtist ágæt kynningar- grein hér í blaðinu 16. janúar. Greinin er meira en réttlætanleg að mörgu leyti og máski em hér að myndast ný viðhorf um um- fjallanir listviðburða á þann veg að aðstandendur þeirra riti sjálfir um þá og gerir það störf okkar listrýna að sjálfsögðu óþörf. Ber að fagna því vegna þess, að það yrði mikil útópía allra þeirra er troða upp á listavett- vangi um alla framtíð. Við höfum að sjálfsögðu engan einkarétt á umflöllun listviðburða enda hafa hér frændur, frænkur og kærir vinir listamanna verið iðin við kolann um mótmæli við skrifum okkar í langa tíð. En í stuttu máli þá er ég sammála Björgvini Björg- vinssyni í aðalatriðum og gerir það frammígrip frá minni hálfu með öllu óþörf. í einstaka tilviki er ég honum ekki sammála og myndi vilja halda ýmsum sýnendum meira fram en hann gerir en það skal látið liggja á milli hluta enda hef ég ekki í viðamiklum pósti mínum er fyrir lá er heim kom, fundið neitt boðs- kort á listahátíðina og tel ég því rétt minn til umfjöllunar sýningar- innar af skomum skammti. Hins vegar tel ég mig hafa fullan rétt á því að vísa til þess, að hér hefur ekki verið rétt að verki staðið því að það er skoðun mín að með markvissum undirbúningi, metn- aðarfullu skipulagi og mikilli áróðusherferð hefði sýningin fengið verðskuldaða aðsókn al- mennings og vakið óskipta at- hygli. Fleira hef ég ekki um fram- kvæmdina að segja en hylli ungt fólk í viðleitni þess á skapandi vettvangi. Þeim vettvangi sem ég tel mikilvægastan á landi hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.