Morgunblaðið - 31.01.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.01.1986, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Að bregða á sig grímu, fara í annarra líki og skunda svo á grímuball, er ágætis tilbreyting í skemmtanalífinu. Slíkt gerðu nemendur Myndlista- og handíðaskólans nýverið á Hótel Borg, þar sem Árni Sæberg tók meðfylgjandi myndir rv M m-- Wg-, 1 Wy l| ræða þreytu, iangvarandi mikið sjónálag eða þá það að gleraugu séu ekki lengur rétt fyrir augun. Og lestrargleraugu henta oft ekki við tölvuvinnu, þar sem fjarlægðin frá auganu til textans getur verið allt að tvöfalt lengri en ef um bók væri að ræða. Afleiðing þessa getur m.a. falist í röngum vinnu- stellingum, þegar fólk fer að halla sérfram á við til að sjá á skjáinn." — Getur þetta þýtt að þeir sem á annað borð nota gleraugu þurfi sérstök gleraugu fyrir vinnu við tölvuskjái? „Það er vel mögulegt ef fólk vinnur mikið við tölvuskjái, sér- staklega ef það er líka komið fram á miðjan aldur. Ef fólk hins vegar á við langvarandi augnsjúkdóma að stríða eða hefur fremur litla sjón, þá hugsa ég að vinna við tölvuskjái sé ekki æskileg til lengd- ar." Áhrif lyfja — Annað mál. Geta lyf haft áhrifáaugun? „Það eru til fáein lyf sem geta haft áhrif á bæði hornhimnu og sjónhimnu og það eru þá aðallega gigtarlyf. En gigtarlæknar passa mjög vel upp á þá sjúklinga sem eru á slíkum lyfjum og hafa með þá góða samvinnu við augnlækna. Eins eru til meltingarlyf sem verka á ósjálfráða taugakerfiö og geta mögulega haft áhrif á sjónstilling- una, vídd Ijósops augnanna og í alveg sérstökum tilvikum valdið sjaldgæfum sjúkdómi sem heitir bráðagláka, en slíkt er afar fátítt." Ættgengir augn- sjúkdómar — Þegar þú minnist á bráða- gláku dettur mér í hug sú tegund I„Lestrargler- augu henta oft ekki við tölvu- vinnu, þar sem fjarlægdin frá auganu til text- ans getur verið tvöfalt lengri en ef um bók væri að ræða.“ gláku sem er öllu þekktari og talin ættgeng. Er mikið um ættgenga augnsjúkdóma? „Já, glákan er talin dálítil ættar- fylgja, þó þannig að um sé að ræða mjög nákominn skyldleika. Það er einnig dálítið um sjónlags- galla sem eru meðfæddir og ætt- gengir að einhverju leyti, en glákan er líklega algengust augnsjúkdóma hvað ættarfylgni varðar. Karlmenn litblind- ari en konur — Svo við hverfum frá ættar- tengslunum aftur í atvinnulífiö. Getur litblinda háð fólki verulega í vinnu? „Ja, þaö er náttúrulega mjög æskilegt að hafa gott litarskyn, en ekki lífsnauðsynlegt. Litblinda eða brenglað litarskyn í einhverjum mæli er ekki ýkja óalgengt, en nokkuð kynbundið. Um hálft pró- sent kvenna hefur brenglað lita- skyn á móti átta prósentum karla. Aðallega eru það rauði og græni liturinn sem þetta fólk á í erfiðleik • um með að greina á milli, en það lærir á litina og á yfirleitt ekki í erfiðleikum með götuvitana t.a.m., I„Augun eru býsna sterk og ætluð til notk- unar. Þau eru hlutur sem ekki eyðist og menn skyldu ekki spara í þeim skilningi.“ þó að það kunni að hafa fallið á litaskynsprófi. Reyndar er ekkí með öllu rétt að tala um litblindu, því alger litblinda er mjög sjaldgæf. En það er með litaskynið eins og dýptarskynið, sem ekki er nein lífs- nauðsyn, en ágætt að hafa í lagi, sérstaklega ef fólk er að vinna mikla nákvæmnisvinnu þar sem fjarlægðir skipta máli. En eineygt fólk sem skilgreiningunni sam- kvæmt á ekki að hafa dýptarskyn, kemst nú yfirleitt ágætlega af eftir sem áður. Hvað þetta tvennt varð- ar þá er ég ekki frá því að fullmikið vægi hafi verið lagt á það t.d. varðandi inntökuskilyrði í vissar starfsgreinar. Þó eru til aðrar þar sem þetta skiptir miklu rnáli." Litir og lýsing í vimraumhverfi — Talandi um liti. Geta litir í umhverfi haft áhrif á sjónina? „Mikil litagleði í umhverfinu getur verið þreytandi fyrir augun og skynsamlegt er að gæta þar hófs, sérstaklega á vinnustöðum og hafa þar fremur Ijósa liti. Helst ekki hvítt þó, því hvíti liturinn eykur likurnar á endurkasti og í þessum efnum skiptir samspil lita og Ijóss miklu máli.“ — Það eru sem sé engir alvar- legar hindranir í atvinnulífinu hvað augun varðar? „Nei og eins og ég kom að áðan, þá er fólk yfirleitt vel á verði hvað augun snertir. Þegar ég hins vegar tala um starfsgreinar almennt þá er ég ekki að meina þau störf sem krefjast meira af augunum en almennt gerist, s.s. gullsmíði, úr- smíði, Ijósmyndun og annað slíkt. Augnlækningar til dæmis, en við augnlæknar vinnum yfirleitt í svona birtu," segir Ólafur Grétar og breytir lýsingunni á læknastofu sinni úr skærri birtu í rökkur. Brosir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.